Alþýðublaðið - 11.06.1993, Side 4
4
Viðtal við Pétur Bjamason, framkvœmdastjóra Félags rœkju- og hörpudiskframleiðenda
Föstudagur 11. júní 1993
MIKIL VERÐMÆTI
í RÆKJUIÐNAÐI
Rœkjuiðnaðurinn skaffaði 10,8 prósent heildarverðmætis sjávarafurða 1992. Þetta er staðreynd semfáir þekkja.
Til að mœta lægra verði og auknum kröfum hafa vinnslumar bætt tœkjabúnaðinn og framleiðsluna.
Framleiðendur biðja nú um meiri stuðning og skilning stjómvalda ogfáir lá þeim það
Viðtal og myndir: Stefán Hrafn Hagalín
Pétur Bjamason: „Við þurfum að fara að vinna markaðsvinnuna betur og íslenskir aðilar í
rækjuvinnslu hafa til að mynda ails ekki notið sambærilegs stuðnings stjómvaida og hin Norður-
löndin í þcssum málum."
„Menn virðast ekki gera sér grein fyr-
ir því hversu miklu máli rækjuiðnaður-
inn skiptir hér á landi. Við erum með
10,8% af heildarverðmæti sjávarafurða.
Ég efast um að fólk viti þetta eða átti sig
almennt á mikilvægi iðnaðarins. Það er
bara þorskurinn sem er stærri og nú er
hann í niðursveiflu þannig að ærin
ástæða ætti að vera til að styrkja rækju-
iðnaðinn. Við erum til dæmis stærri en
Ioðnan og sfldin til samans og höfum ver-
ið það í mörg ár. Vægi rækjunnar fyrir
þjóðarbúskapinn er því gífurlega mik-
ið,“ sagði Pétur Bjarnason í viðtali við
Alþýðublaðið. Pétur er framkvæmda-
stjóri Félags rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda en það er með höfuðstöðvar á
Akureyri. Alþýðublaðið brá sér fyrir
skömmu norður yfir heiðar til þessa höf-
uðstaðar landsbyggðarinnar og náði þá
tali af Pétri á skrifstofu félagsins við
Glerárgötuna.
.félag rækju- og hörpudiskframleiðenda
var stofnað árið 1985. Síðan 1989 hefur
verið starfandi hér starfsmaður. Ég hóf starf
mitt sem framkvæmdastjóri á haustmánuð-
um 1991. Forveri minn í starfi var Lárus
Jónsson, fyrrum bankastjóri og alþingis-
maður. Hlutverk félagsins og mitt sem
starfsmaður þess er að koma fram út á við
fyrir framleiðendur, gagnvart yfirvöldum
sem og almenningi, hér heima og erlendis.
Inn á við er hlutverk mitt að miðla upplýs-
ingum og fylgjast með því sem er að gerast.
Við söfnum hér saman öllum tiltækum
upplýsingum og vinnum úr þeim eftir
megni, oft í samstarfi við önnur félög og
stofnanir. Einnig erum við þátttakendur í
ákveðnu norrænu samstarfi ásamt því að
vera umsagnaraðili fyrir stjómvöld vegna
ffumvarpa sem snerta vinnslu á rækju og
hörpudiski. Við höfum síðan verið með í
verðlagsráði sjávarútvegsins og öðram ráð-
um og nefndum sem snerta þessa hluti.
Þama er ekki allt upptalið."
Hvað eru margir ífélaginu og hvar em
þeir staðsettir um landið?
,,Það era um tuttugu framleiðendur í fé-
laginu. Allir vinna þeir rækju en um fimm
aðilar era nú með vinnslu á hörpudiski. Að-
ilum í rækjuvinnslu hefur fækkað nokkuð
síðastliðin ár, eða allt frá þeirri íjölgun sem
varð árið 1984 og 1987. Það má hins vegar
geta þess að það eru þrír aðilar í rækju-
vinnslu sem ekki era í félaginu, allavega
ekki ennþá, ýmissa ástæðna vegna. Ef við
skoðum staðsetningu rækjuvinnslanna árið
1992 þá sést að fjórar voru á Norðurlandi-
Eystra, ein var á Austfjörðum og tvær á
Reykjanesi; fjórar á Vesturlandi, sex á
Norðurlandi-Vestra og einar átta á Vest-
fjörðum."
Hvað er helst í gangi hjá ykkur hér inn-
anlands um þessar mundir?
„Það sem er helst á döfinni er að við er-
um með svokallaða afkomuathugun í gangi
og byijuðum á henni í fyrra. Þar berum við
saman stöðu fyrirtækjanna og athugum þau
mjög nákvæmlega. Til dæmis hver aflinn
sé, hvaða verð menn hafa fengið fyrir hann
og hverjir séu kostnaðarþættimir í vinnsl-
unni. Þetta er hugsað sem nokkurskonar
tæki fyrir framleiðendur til að geta séð
glögglega eigin styrkleika og veikleika.
Annars eram við nýkomnir af norrænum
fundi þar sem að menn bára saman bækur
sínar og það samstarf er mjög mikilvægt
fyrir iðnaðinn."
Hvert var útflutningsverðmœti rœkju á
síðasta ári og hvert hafið þið verið að selja
mest?
„Útflutningsverðmæti rækju á síðasta ári
var um 7,6 milljarðar. Útflutningsverðmæti
hörpudisksins var 695 milljónir. Langmest
af þessu er flutt út til Englands, eða hingað
til um 70%. Megnið af því sem afgangs er
flytjum við til annarra Evrópulanda og
nokkuð til Japans. Við höfum verið að bæta
okkur í rækjunni undanfarin ár og árið 1991
voram við með 9,3% af heildarverðmæti
sjávarafurða. I fyrra voram við komnir upp
í 10,8% og það stefnir í enn betra ár núna.
Aflinn er stöðugt að aukast ár frá ári, hvort
heldur er á djúpslóð eða grannslóð." [Sjá
töflu númer 1.]
Annað slagið heyrast Ijótar sögur um
ofjjárfestingar í sjávarútvegi, hvemig er
staðan írœkjuiðnaðinum?
„Rækjuiðnaðurinn hefur undanfarin 5-6
ár verið að taka gífurlegum breytingum.
Árið 1987 var verðið til dæmis mjög hátt en
síðan þá hefur það lækkað mjög dramatískt.
Menn reyna að mæta þessu lága verði með
að betrambæta verksmiðjumar, búnaðinn
og annað, og vinna rækjuna betur til að
mæta auknum kröfum neytenda. Fólk borg-
ar aðeins toppverð fyrir toppvöra, það er al-
veg ljóst. Þessi aðferð sem menn hafa notað
til að mæta lægra verði og auknum kröfum
hefúr gert það að verkum að rækjuiðnaður-
inn er mjög vel undir framtíðina búinn og
kröfur sem til að mynda Evrópubandalagið
gerir. Það er hins vegar staðreynd að rækju-
iðnaðurinn er í mjög erfiðri stöðu fjárhags-
lega og þessar fjárfestingar eru þungur
baggi á mörgum fyrirtækjum. En fjárfest-
ingamar skila sér að mestu leyti með tíman-
um, þetta er spuming ef til vill um að fá að-
stoð eða fyrirgreiðslu hins opinbera til
komast yfir versta hjallann. Það er alveg á
hreinu að við stöndum betur tæknilega séð
en flestar aðrar greinar íslensks sjávarút-
vegs.“
Hafið þið notið skilnings stjómvalda og
ef til vill aðstoðar hvað varðarfjárfesting-
ar, markaðsvinnu og þess háttar?
„Það verður nú að segjast eins og er að
stjómvöld hafa verið afskiptalaus að vera-
legu leyti. Við höfum kannski notið þess á
einhvem hátt vegna þess að framleiðend-
umir hafa þannig þurft að spjara sig sjálfir.
En við hefðum þegið aðstoð. Þetta er ekki
iðnaður sem dekrað er við af hinu opinbera.
Til dæmis er ætlunin að fara út í samnor-
rænt markaðsátak og það verður ekki ger-
legt nema með einhverri fyrirgreiðslu eða
fjárhagsaðstoð af hálfu hins opinbera.
Atakinu er ætlað að styrkja markaðsstöðu
kaldsjávarrækjunnar okkar á hinum hefð-
bundnu mörkuðum norrænna þjóða. Þróun-
in hefúr þar verið sú að heitsjávarrækja frá
Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu og eld-
isrækja hafa að einhveiju leyti komið í stað
kaldsjávarrækjunnar. Þetta gerist þrátt fyrir
að gæði heitsjávarrækjunnar séu engan
veginn sambærileg. Málið er að hún er
ódýrari og við höfum ekki náð nægilega vel
til neytenda með að kynna hvað við getum
boðið upp á margfalt meiri gæði fyrir ekki
svo miklu hærra verð.“
Em þessi markaðsmál ykkar fyrst að
fara ígang núna á árinu 1993?
„Það var í rauninni farið af stað í svona
samnorrænt markaðsátak árið 1990. Þá
ákváðu íslensk stjómvöld að veita á árinu
1991 átta milljónum til þess að íslendingar
gætu tekið þátt. Því miður náðist bara ekki
að vinna þá undirbúningsvinnu sem þurfti
að vinna og lítið varð úr öllu saman. Helsta
orsökin var að samræmingin við hin Norð-
urlöndin fór úrskeiðis á ýmsan hátt. Ég
myndi samt halda að þetta sé mjög eðlileg
leið fyrir stjómvöld til að styrkja íslenskan
rækjuiðnað. Við þurfum að fara að vinna
„Rækjuiðnaðurinn hefur
undanfarin 5-6 ár verið að
taka gífurlegum breyting-
um. Arið 1987 var verðið til
dœmis mjög hátt en síðan
þá hefur það lækkað mjög
dramatískt. Menn reyna að
mœta þessu með að betr-
umbæta verksmiðjumar,
búnaðinn og annað, og
vinna rækjuna betur til að
mæta auknum kröfum neyt-
enda. Fólk borgar aðeins
toppverð fyrir toppvöru,
það er alveg Ijóst. Það er
alveg á hreinu að við stönd-
um betur tæknilega séð en
flestar aðrar greinar ís-
lensks sjávarútvegs. “
markaðsvinnuna betur og íslenskir aðilar í
rækjuvinnslu hafa til að mynda alls ekki
notið sambærilegs stuðnings stjómvalda og
hin Norðurlöndin í þessum málum."
Sífellt heyrast fréttir um slœmar horfur
varðandi þorskstofninn, hvernig stendur
rœkjustofninn sig?
„Rækjustofninn er í mjög góðu ástandi
núna. Fiskifræðingar telja það hanga saman
að einhverju leyti við hvað þorskstofninn er
lélegur. Þorskurinn virðist nefnilega að ein-
hveiju leyti, á tilteknu skeiði ævi sinnar,
nærast á rækjunni. Við höfum bara ekki
nægilega þekkingu á rækjustofninum hvað
varðar sveiflur í stofninum og annað sem
nauðsynlegt er að vita til að fylgjast með.
Úthafsrækjan er langstærstur hluti fram-
leiðslunnar og hana var einfaldlega ekki
byijað að veiða fyrr en fyrir tíu áram siðan.
Þessar rannsóknir era þó sífellt að aukast,
verða betri og hjálpa við veiðamar. Það er
þó ljóst að rækjan er alls ekki í neinni niður-
sveiflu, nema síður sé.“
Alþýðublaðið rakst í Akureyrarferð sinni á þennan bát þar sem hann bcið tignarlcgur í sólskininu niður við höfn eftir eiganda sínuin. Smábátaeig-
endur eru að hugsa sér til hreyfings þessa dagana og víst er að ófáum krötum þætti ekki ónýtt að fara til sjós á bát sem bcr það fagra nafn:
MAÍSTJARNAN. Ó, hve létt er þitt skóhljóð og þess háttar...
777 TTT- Djúpslóð Tonn Grunnslóð Tonn Samtals Tonn % djúpslóð % grunnslóö
Álið 1985 17.229 7.665 24.894 69,2 30,8
Árið 1986 30.397 5.434 35.831 84,8 15,2
Árið 1987 34.723 3.913 38.636 89,9 10,1
Árið 1988 25.949 3.790 29.739 87,3 12,7
Árið 1989 22.190 4.633 26.823 82,7 17,3
Árið.1990 24.643 5.243 29.886 82,5 17,5
Áriö 1991 31.367 6.909 38.276 81,9 18,1
Árið 1992 38.735 7.465 46.200 83,8 16,2
Tafla númer 1.
Rækjuafli á grunn- og djúpslóð árin 1985 til 1992. (Tölur um djúpslóð árið 1992 eru áætlaðar.)
Heimild: Fréttabréf Félags rækju- og hörpudiskframleiðcnda.
.. Island ' tonn "rr | Grænland Færeyjar tonn Danmðrk tonn Samtals tonn
1985 6.000 20.000 6.000 0 1.000 32.000
1986 8.000 13.500 7.300 1.200 1.000 30.000
1987 7.500 10.500 8.300 2.000 2.000 28.300
1988 6.000 12.200 9.000 1.800 2.000 29.000
1989 7.000 16.000 10.700 2.100 2.000 35.800
1990 9.400 17.700 11.700 2.400 2.000 41.200
1991 10.923 15.527 11.680 2.210 2.000 40.340
1992 12.479 16.486 11.870 2.449 2.000 43.284
Tafla númcr 2.
Útflutningur Norðurlandanna á skelflettri kaldsjávarrækju árin 1985 til 1992.
(Tölur frá Danmörku eru áætlaðar.)
Heimild: Fréttabréf Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda.