Alþýðublaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. júní 1993
7
Sverrir Ólafsson og Manuel Mcndive með vcrk þess síðamefnda í baksýn sem tók hann rúmlega klukkutíma að mála á uppákomu í Hafnarborg.
ez frá Mexíkó en hann er alveg stór-
merkilegur listamaður. Sama má
segja um Mario Reis frá Þýskalandi
en hann er einhver þekktasti lista-
maður Evrópu í dag í framúrstefnu-
listum likt og Gutierrez í sfnu
heimalandi.
A bak við verk Gutierrez er mjög
djúpstæð hugmyndafræði en séu
þau skoðuð eiga þau greinilega ræt-
ur í hans fortfð og sögu þjóðarinnar.
Verk hans minna mjög á foma
byggingarlist í Mexíkó en með allt
aðra meiningu. Þetta eru mjög
gjaman umhverfisverk sem hann
skapar, hann hugsar þau mjög stór í
ákveðnu umhverfi í samspili við
náttúmöflin, vindana, vötnin, sólina
og tunglið. Verk hans em alveg ein-
staklega vel unnin og hugsuð.
Höggmyndagarðurinn áþreif-
anlegur
Hvað fá menn svo út úr svona
listahátíð?
Listahátíðin síðast skildi eftir sig
áþreifanlega hluti eða skúlptúrverk
sem mynda nú Höggmyndagarð
Hafnarfjarðar. Gutierrez hefur
ákveðið að gefa stóran skúlptúr til
garðsins. En þetta er aðeins það
áþreifanlega. Það sem eftir situr í
hugum fólks verður seint mælt eða
vegið.
Þetta er bara enn eitt dæmið um
hversu mikils listamenn meta þetta
pólitfska viðhorf sem er héma. Að
gefa verk sín er ekki vaninn eða til
komið vegna þess að ég eða aðrir
séum að pressa á þetta fólk að gefa
eitt eða neitt. Þeim finnst raunar al-
veg ótrúlegt að 17.000 manna bæj-
arfélag skuli standa undir svona
þrekvirki eins og þessi listahátíð er.
Höggmyndagarðurinn er að
verða stórglæsilegur núna þegar
búið er að koma öllum listaverkun-
um fyrir á stalla sína og á eftir að
verða enn glæsilegri. Þetta er að
verða eitt af merkustu söfnum sem
landið á. Ekki minnkar hróðurinn
við að fá verk Gutierrez í garðinn.
Listahátíð í Hafnarfirði
Pólitískur vilj i réð úrslitum
- segir Sverrir Olafsson framkvœmdastjóri Listahátíðarinnar og frumkvöðull um að koma henni á koppinn
Hugmyndin að þessari listahátíð kviknaði fyrst árið 1988
eða ’89 þegar ég er að basla hér í Straumi. Ég fór til viðræðna
við kratana í Hafnarfirði og hugmyndinni var tekið mjög vel.
Næsta skref var að fá með sér einhveija samherja í málið. Þeir
völdust þá til forystu með mér þeir Þorgeir Olafsson og Gunn-
ar Gunnarsson en við mynduðum stjóm fyrstu Listahátíðar í
Hafnarfirði“, sagði Sverrir Ólafsson, myndlistarmaður og
framkvæmdastjóri Listahátíðar í Hafnarfírði, í viðtali við Al-
þýðublaðið. Við spurðum Sverri hvemig viðbrögðin hefðu
verið.
Tveir samnefndarmenn Sverris við opnun listahátíðar, þeir Öm Óskarsson, skólastjóri Mvndlistarskólans og Gunnar
Gunnarsson, formaður Listahátíðar í Hafnarfirði, ásamt konum sínum. A-myndir E.OI.
Ég fékk góð viðbrögð frá bæði
listamönnum og listaáhugamönn-
um, en góð viðbrögð bæjaryfir-
valda gerðu þetta kleift og hefur
reyndar breytt andliti bæjarins. Við
getum ekkert gert einir ef við höf-
um ekki fólk með okkur. Ég held að
þetta nýja menningaryfirbragð sem
komið er á Hafnarfjörð sé nokkuð
sem er komið til að vera. Maður
heyrir það út um allar jarðir að
menn dást að þessu en þessi listahá-
U'ð er alls ekkert einkaverk mitt
nema síður væri. Það var hinn pólit-
íski skilningur sem réð úrslitum.
Á mörkum þess að vera of
stór
Nú er þetta í annað skiptið sem
þið haldið listahátíð. Kemur
reynslan frá fyrri hátíð ykkur ekki
til góða?
1 fyrsta Iagi er hátíðin öll miklu
stærri nú og kannski á mörkum þess
að vera of stór og of flókin miðað
við að hér þurfa menn að gera þetta
á mun knappari kjömm en sams-
konar hátíðir inn í Reykjavík búa
við. Við verðum að standa okkar „-
pligt“ í peningamálunum meðan
hinir eru með opinn tékka. Því
verðum við að sníða okkur stakk
eftir vexti.
Við höfum vissulega lært mikið
af fyrstu hátíðinni en þessi verður
mun betri kennari, vegna þess hvað
hún er flókin. Sjálfur er ég búinn að
vera að vinna að þessari hátíð í
bráðum tvö ár. Síðan komu fleiri til
sögunnar þegar nær dró. Með mér í
stjórn listahátíðar að þessu sinn eru
þeir Gunnar Gunnarsson, Öm Ósk-
arsson og Amór Benónýsson.
Það hefur vakið nokkra athygli
hvemig samstarfi ykkar og hajar-
yfirvalda er háttað. Hvernig hefur
það reynst?
Þetta er fyrirkomulag sem ég
held að sé óskamódel allra lista-
manna, alla vega þeirra sem ég
þekki til. Listamenn frábiðja sér
þann kommúnisma sem hefur ríkt
inn í Reykjavík og miðstýringuna
þar. Hún felst í því að þar er það
pólitískur kommissar sem stjómar
öllu með harðri hendi og sviptir
menn getunni og réttinum til þess
að vinna grasrótarstörf. En þá deyr
líka batteríið eða hreinlega virkar
ekki.
Forræði listamannanna
sjálfra virkar
Þegar ég var að vinna í félags-
störfum inn í Reykjavík varð ég var
við það að þetta var það sem menn
vom alltaf að óska eftir. Eins og ný-
leg dæmi sanna, án þess að ég ætli
að fara að blanda mér í innanríkis-
mál í Reykjavík, em menn mjög
óánægðir þegar þeir hafa ekkert urn
sfn eigin mála að segja. Þessi menn-
ingarsveifla í Hafnarfirði sýnir að
hugmyndin um forræði listamann-
anna sjálfra virkar. Þá hefur þetta
gengið fyrir sig bókstaflega alveg
hnökralaust og ekkert komið upp á
sem við höfum haft ástæðu til að
kvarta yfir.
Hvað með þá myndlistarmenn
sem hingað koma?
Kúbveijinn Manuel Mendive er
á góðri leið með að verða heims-
þekktur listamaður. Hann er orðinn
vel þekktur víða og þykir vera
ffemstur núlifandi málara í Róm-
önsku - Ameríku. Svo ég vitni nú til
hins heimsífæga gagnrýnanda, Pi-
erre Restany, þá segir hann Mendi-
ve vera skæmstu stjömuna í mál-
verki Rómönsku-Ameríku en það
er von á honum hingað á hátíðina til
okkar með fyrirlestur.
Þá kemur héma Alberto Gutierr-
Ertu bjartsýnn um framhaldið
fyrir hönd Listahátíðar í Hafnar-
firði?
Ég vona bara að það verði fram-
hald á þeirri pólitísku hugsun sem
að baki þessu býr þvf hún hefur
ekki bara skilað árangri hér heldur
er hún að skila sér út um allt land.
Bæjarfélög út um allt land em farin
að taka eitthvað svipað upp hjá sér.
Okkar módel hefur vakið at-
hygli víða erlendis
Ég hef lent í því að halda fyrir-
lestra í Bandaríkjunum og víðar um
þetta módel sem við byggjum á.
Það vakti mikla athygli þar vestra
og rætt um að hér væri á ferðinni
eitthvað sem væri vert að skoða.
Er það fátítt að listamennirnir
sjálfir fái að hafa frumkvœði og
untsjón með listahátíð sem þess-
ari?
Það er alltof almennt að alls kon-
ar fræðingar komi með puttann á
þetta allt saman og em þar með
komnir langt út fyrir sitt verksvið.
Því þeir em famir að stýra því hvað
verður til í framtíðinni í stað þess að
fjalla um fortíðina og samtíðina.
Auðvitað á enginn að geta tekið
það frá listamanninum að ákveða
hvað kemur næst. Það er þetta sem
er svo hættulegt þegar misvitrir
fræðingar fá að koma puttunum á
hvemig listin eigi að vera og hvað
megi sýna.
Aðalatriðið er að þessa aðferð
okkar virkar og ég er ofboðslega
ánægður með það og ofsalega stolt-
ur af mínu bæjarfélagi og þeirn sem
því stjóma fyrir að standa svona að
málum.