Alþýðublaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 8
8 Listahátfð í Hafnarfirði Föstudagur 11. júní 1993 Mendive málar við innbiástur frá dansi og sönglist sem er einskonar framhald af málaralist hans Sólin skín öllum til handa „Fólkið hér er stórkostlegt og hörund þess eins og postulín“, segir kúbanski myndlistarmaðurinn Manuel Mendive í viðtali við Alþýðublaðið Manue] Mendive er sérstæður listamaður. Hann sýnir mál- verk sín á Listahátíð í Hafnarfirði í Hafnarborg en á þriðju- dagskvöldið var hann með gjöming á sýningu sinni. Gjöm- ingur Mendive hefur vakið mikla athygli en þar blandar hann saman tónlist, ljóðum og dönsum við myndlist sína en hann málar undir dansinum og tónlistinni. Gjömingurinn opnar nýjar víddir og eykur skilning á myndverkum Mendive enda segir hann það vera tilganginn. Hin dulúðugu undirdjúp sjáv- arins er það sem einkennir verk Mendive öðm fremur. Vegna mikils áhuga verður Mendive með annan gjöming í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20:30. Manuel Mendive fæddist á Ha- vana á Kúbu föstudaginn þann 15. desember 1944 klukkan 23:35. Hann á ættir sínar að rekja til Níger- íu og því er menningarlegur upp- runi hans í bland afnskur og vest- rænn. Hann segir að list sfn sé því eins konar múlattalist eða blend- ingsmenning svartra manna og hvítra. Trúin á náttúruna og hin margvíslegu dulrænu öfl sem hafi blandast hinni kaþólsku trú Spán- verja á Kúbu. Úr þessum jarðvegi sé hugsun hans sprottin sem síðan endurspeglist í list hans. Alþýðu- blaðið átti viðtal við Mendives og byrjaði á því að spyrja hann um verk hans og listsköpun. „Maðurinn er ávallt í öndvegi og náttúran er alltaf stór þáttur í því sem ég hugsa og geri. Náttúran er hið stóra heimili mannkynsins. Maðurinn og þeir stórkostlegu hlut- ir sem hann getur gert, maðurinn með sínar mótsagnir, með sínar furðulegustu hugmyndir sem hann slundum skilur ekki. Verk mín fjalla um samband mannsins og náttúrunnar. Maðurinn er ekkert annað en kraftur lífsins. Þennan stórkostlega kraft getur maðurinn sótt í jurtir, til dýra, og til mannsins sjálfs. Eða jafnvel til sjávarins og himinsins og fjallanna. Þetta er hreyfiaflið, eitthvað ósýnilegt afl sem getur bæði verið jákvætt eða „Ég nota iíkamann sem tæki til að ná manniegu hiiðinni inn í verk mín. Það eru vöðvamir sem koma Iínum og formum inn í myndir mínar“, segir Mendive

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.