Alþýðublaðið - 11.06.1993, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 11.06.1993, Qupperneq 13
Föstudagur 11. júní 1993 13 Skeggræður. Andrés Sigurvinsson ieikstjóri og Ámi Ibsen höfundur bera saman bækur. Pé-leikhópurinn sýnir í Hafnarfirði Fiskar á þurru landi Einvalalið í ólíkindaleik Miðvikudaginn 16. júní frumsýnir Pé-leikhópurinn nýtt íslenskt Ieikrit, Fiskar á þurru landi, eftir Árna Ibsen í leikstjórn Andrésar Indriðasonar. I stuttu spjalli sagði Andrés að um væri að ræða „ólíkindaleik11. Aðalpersónan, Knútur, hefur alltaf búið heima hjá mömmu sinni. Líf hans er í föstum skorð- um og engra breytinga að vænta; það er alltof seint og auk þess telur hann sig ekk- ert kunna eða geta annað en að leggja á borð og þvo upp fyrir kostgangara móður sinnar. Líf Knúts umtumast þegar nýir kostgangarar koma til leiks: og líf þeirra verður heldur ekki samt eftir að hafa kynnst Knúti og bamslegu einlægninni hans. Mikið einvalalið stendur að sýning- unni, og taka eftirtaldir leikarar þátt í henni: Erlingur Gíslason, Guðrún Ás- mundsdóttir, Karl Guðmundsson, Ingi- björg Bjömsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Jón St. Kristjánsson, Aldís Baldvinsdóttir og Ari Matthíasson. Úlfar Karlsson gerði leikmynd, Helga Rún Pálsdóttir annaðist búninga, Alíreð Sturla Böðvarsson sér um lýsingu og tón- list er eftir Hilmar Orn Hilmarsson. og sjá ýmsa af bestu leikurum landsins í Sýningar verða í Bæjarbíói og áreiðan- skemmtilegu og fmmlegu leikriti. lega munu margir leggja leið sína þangað »1 m Ólíkindi. Ólafur Guðmundsson og Aldís Baldvinsdóttir í hlutverkum sinum. (Ljósmyndir: Spessi.) Föstudaginn 18. júní verða haldnir tónleikar í Kaplakrika með Ghenu Dimitrovu og Sinfóníu- hljómsveit íslands. Ghena er búlgörsk, nam sönginn þar í landi og hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna á gifturíkum ferli sínum. Hún hefur sungið í öllum helstu óperuhúsum Ítalíu, í London og einnig inn á fjölda geisla- diska. Stjómandi Sinfóníunnar verður Christo Stanischeff en hann hefur stjómað Dimitrovu reglulega. Til dæmis á þrenn- um tónleikum sem hún hélt fyrir fullu húsi í Tokyo árið 1992. Á efnisskránni á tónleik- unum í Kaplakrika em ópem- ariúr eftir meðal annars Verdi og Puccini. Það er ráðlegt fyrir unnendur fagurrar tónlistar að láta þennan viðburð ekki ffam hiá sér fara. Búlgarska ópcrusöngkonan Ghena Dimitrova ^ syngur með Sinfóníuhljómsveit íslands í Kapla- krikanum föstudaginn 18. júní klukkan 20:30. Listahátíð Hafnarfjarðar GHENA DIMITROVA OG SINFÓNÍU- HLJÓMSVEITIN Ghena Dimitrova og Sinfóníuhljómsveit íslands. Gena Dimitrova er heimsfræg söngkona, ættuð frá Búlgaríu. Tónleikar hennar nú, eru einstæður listviðburður hér á landi, sem tónlistarunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. ALÞJÓÐLE6 LISTAHÁTIÐ I hafnarfirði 4.-30. JUNI LISTIN ERFYRIRALLA! Pantið miða timanlega! Upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86. Aðgöngumiðasala: Bókaverslun Eymundsson í Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.