Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. júní 1993 7 Arfurinn Jórtas Kristjánsson dkffitííöftön Handritaspegill Jónasar Kristjánsson „Þessi bók er ekki hvað síst að- gengileg fyrir ungt fólk sem vill kynnast nienningararti okkar og sögu,“ sagði Sigurður Líndal um nýja og glæsilega bók dr. Jónasar Kristjánssonar, Handritaspegil. Handritaspegill veitir innsýn í feg- urð og glæsileika íslensku handrit- anna með fjölmörgum litmyndum úr frægustu fombókunum. Sagt er frá því hvemig handritin urðu til og gerð grein fyrir hinum fomu sögum og ljóðum. Inn í meginmál bókarinnar er skotið völdum köflum úr bókmennt- unum, þar á meðal þáttum úr íslend- ingasögum. Þá er fjallað um sögu íslensku þjóðarinnar, stjómskipan og hennar og menningu, frá landnámstíð og fram eftir öldum. Einkum er fjallað um gömlu handritin og þær merku bókmenntir sem þær hafa að geyma. Hagleiksverk fomaldar hafa mörg farið forgörðum en handritin bera vitni um verksnilli forfeðranna og em besta heimild sem til er um myndlist fomaldar. Jafnframt varðveita þau sögur og ljóð sem em dýrasta arfleifð okkar og merkasti skerfur norrænna manna til bókmennta heimsins. Höfundur bókarinnar, dr. Jónas Kristjánsson er einn kunnasti fræði- maður íslands á sviði fomrar sögu og bókmennta. Hann hefur samið fjöl- margar bækur og ritgerðir, annast vís- indalegar útgáfur og þýtt merk rit úr erlendum málum. I doktorsritgerð sinni umbylti hann hugmyndum um aldur fomsagnanna og setti fram nýj- ar kenningar um upphaf þeirra. Jónas hefur verið forstöðumaður stofnunar Ama Magnússonar á íslandi frá 1971. Þar em varðveitt handritin sem skilað hefur verið til íslands frá Danmörku. Handritaspegill er nú gefmn út á ís- lensku og enskrar þýðingar er að vænta síðar í sumar. í undirbúningi em útgáfur á þýsku og frönsku. Á blaðamannafundi í gær fór dr. Jónas nokkmm orðum um *“ gerð íslensku fomhandritanna. Blekið var soðið úr sortulyngi, víði og mýrasortu og litir í fyrirsögnum og upphafsstöfum munu með svipuðum hætti hafa verið gerðir úr íslenskum plöntum og jarðefnum. Myndskreyt- ingar íslensku handritanna þykja bera af því sem þekkist ffá öðmm Norður- löndum á miðöldum. Handritaspegill var prentaður í Odda og ber fslensku prentverki glæsilegt vitni. Litmyndir em margar og óaðfmnanlega unnar. Sannkallað- ur kjörgripur. Þ Handiita- S1II ;fad^R.'irtwr HjprVúraa IU ! 1; ri^nuin^ftnaft jmirtr Listahátíð í Hafnarfirði Gluggað í Handritaspegil: Sigurður Lfndal, Þorgeir Baldursson, Jónas Kristjánsson og Sverrir Kristinsson. (A- mynd: E.ÓI.) Streymi ’93 í Straumi Ara-leikhúsið sýnir „umhverfisvœnt“ verk í Listamiðstöðinni í Straumi við Straumsvík „Aðstandendur Streymis ’93 taka mið af staðnum við upp- færslu og samningu verksins auk þess sem dvalið var á staðnum um mánaðar skeið við æfingar. Má því segja sem svo að leikverk- ið sé „umhverfisvænt“ í þeim skilningi“, segja aðstandendur Streymis en umhverfi Straums er mjög fallegt og sérstakt. Streymi ’93 verður fmmsýnt á föstudaginn suður í Straumi og er hluti Listahátíðar í Hafnarfirði. Það er Ara-leikhúsið sem sýnir verkið og fer ótroðnar slóðir við vinnslu þess. Hefðbundin verkaskipting og tímasetning leikhúsvinnunnar er brotin upp á þann hátt að allir helstu aðstandendur sýningarinnar; rithöf- undur, leikstjóri og leikarar taka þátt í vinnuferlinu frá upphafi. Aðstandendur sýningarinnar segja að „hópurinn hafi byrjað að þreifa sig áffam gegnum ýmiskonar æfingar og spuna; gerði tilraunir og hugmyndir þróuðust og fæddu af sér nýjar í gegnurn leikræna tján- ingu. Þannig vom strengir stilltir saman og safnað í sarpinn með fijálsum tilraunum og leit. Hug- myndir reyndar, teygðar og togaðar þar til þær tóku á sig heildrænt form og birtast nú sem fullgert leikverk." Að þessari sérstæðu sýningu standa Jón Friðrik Arason rithöf- undur, Rúnar Guðbrandsson leik- stjóri, Ámi Pétur Guðjónsson leik- ari og leikaramir: Steinunn Ólafs- dóttir, Harpa Amarsdóttir og Anna E. Borg ásamt fjölda aukaleikara. RAÐAUGLÝSINGAR A LYFJAVERSLUN RÍKISINS BORGARTÚNI 6 - 7. 105 REYKJAVÍK Forval Framkvæmdadeild I.R. mun á næstunni láta bjóða út endumýjun innanhúss í Lyfjaverslun ríkisins að Borgartúni 6. í forvali verða valdir allt að 5 verktakar til að taka þátt í lokuðu útboði í hverjum verkhluta. Um er að ræða endurbyggingu á u.þ.b. 3.200 m2 svæði í kjallara og á 1. og 2. hæð auk endurbóta á lagnakerfum. Forvalsgögn verða seld á kr. 2.500,- m/vsk á skrifstofu Innkaupa- stofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með föstudeg- inum 18. júní og til og með þriðjudeginum 22. júní. Skila skal umbeðnum upplýsingum á sama stað eigi síðar en kl. 15.00 miðvikudaginn 23. júní 1993. ll\ll\JKAUPASTOFI\IUI\l RÍKISINS _________Boin.AH r UNI ~ ICf) HEtKlAvlK Frá Alþýðuflokknum Skrifstofa Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, verður lok- uð frá 21. júní til 31. julí vegna sumarleyfa. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Fjárhús að Hesti Andkílshreppi, Borgarfirði Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins, f.h. Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins óskar eftir tilboðum í byggingu fjárhúss að Hesti Andakílshreppi, Borgarfirði. Verkið tekur til vinnu við gröft, lagnir, uppsteypu og frágang húss- ins að utan sem innan. Stærð hússins er um 900 m2. Verktími er til 1. nóvember 1993. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með þriðjudeginum 29. júní 1993. Verð útboðsgagna er kr. 12.450,- m/vsk. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borg- artúni 7, fimmtudaginn 1. júlí 1993, kl. 11.00. lf\ll\IKAUPAST0FI\IUI\l RÍKISIWS ______ BQHiiAH TUNI • 105 HE.K.'AVIK____ SUMARFERÐ - SUMARFERÐ Dagsferð 3. júlí Syðri Fjallabaks- leið Sumarferð Alþýðuflokksins verður 3. júlí. Farið verður frá Alþýðuhúsinu í Reykjavík kl. 9.00 stundvíslega. Ekið verður austur í Fljófshlíð og það- an upp á hálendið. Áð verður á fjöllum í Hvanngili og nesti snætt. Síðan verður farið heim í Gunnarsholt þar sem starfsemi Landgræðslu ríkisins verður skoðuð. Þar verður grillveisla um kvöldið. Verð: fullorðnir 2500 krónur. Börn innan 12 ára 1200 kr. Miðapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu Alþýðuflokksins sími 29244. Einnig hjá Valgerði sími 29878 og Jóhannesi sími 17488 eftir kl. 17 á daginn. SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA SAMBANDSSTJÓRNAR- FUNDUR UM JAFNRÉTTISMÁLIN verður haldinn í veitingahúsinu við Bláa Lónið á Suðumesjum næstkomandi laugardag (19. júní). Fundurinn er opinn öllum ung- um jafnaðarmönnum og hefst stundvíslega klukkan 11 og mun honum Ijúka klukkan 16. Aðalefni fundarins er umfjöllun um stöðu jafnréttismála innan Sambands ungra jafnaðarmanna og Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands. UNGAR KONUR ERU SÉRSTAKLEGA HVATTAR TIL AÐ KOMA Á FUNDINN OG HAFA ÁHRIF Á FRAMTÍÐARSKIPAN ÞESSARA MÁLA INNAN HREYFINGAR ÍSLENSKRA JAFNAÐ- ARMANNA. í umfjölluninni á fundinum verður leitað svara við spurningum sem undanfarið hafa risið innan SUJ og Alþýðuflokksins: Hver er hin raunverulega staða kvenna innan samtaka okkar? Er konum mismunað við kosningar í embætti og við stöðuveitingar? Afhverju eru ekki fleiri konur í háttsettum embættum? Eru konur tregari en karlar til að taka að sér erfið stjómmálastörf? Ber að taka upp kynjakvóta í allar stjómir, nefndir og ráð? Hverjar eru framtíð- arlausnimar? FUNDURINN ER SEM FYRR SEGIR OPINN ÖLLUM UNGUM JAFNAÐARMÖNNUM. Athugið! Á fundinum mun fara fram kosning í trúnaðarstöður inn- an Sambands ungra jafnaðarmanna. Fyrir hönd framkvæmdastjórnar SUJ, Magnús Árni Magnússon - varaformaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.