Alþýðublaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 1
 Á háannatíma hjá Flugleiðum FLUGVIRKJAR Í YFIRVINNUBANN Flugvirkjar hjá Flugleiðum hf. á Keflavíkurflugvelli hafa boðað yfir- vinnuverkfall frá og með næsta laugar- degi. Samningar við flugvirkja félags- ins hafa dregist á langinn og eru óút- kljáðir. Flugvirkjar sem Alþvðublaðið ræddi við í gær sögðu að frá því að nýja flugskýlið á Keflavíkurflugvelli var tekið í notkun „hefði Flugleiðum tekist áð skerða laun flugvirkja um 30%“, eins og það var orðað. Flugvirki hjá Flugleiðum, maður með mikla ábyrgð væri mun lægri í launum en flugfreyj- ur, að ekki væri talað um flugmenn. Guðmundur Þ. Pálsson yfirmaður tæknideildar Flugleiða hf. á Keflavíkur- flugvelli sagði að vissulega væri erfitt á háannatíma félagsins að fá yfirvinnubann flugvirkja. Nú væri allt reynt til að ráða ráðum á þann veg að flugfarþegar yrðu ekki fyrir neinum töfum. Unnið var af kappi við skoðanir sem nú liggja fyrir í gær og í nótt og þannig verð- ur unnið í dag, allt þar til yfirvinnubannið skellur á. Flugvirkjafélag Islands tilgreinir ekki í bréfi sínu til Flugleiða hversu lengi bann- ið skal standa, það mun halda áfram „þangað til annað verður samþykkt". LOKSINS GLÆTA! Einar Olason, hinn glöggskyggni Ijósmyndari Alþýðublaðsins gekk fram á Glætuna í Hafn' arstræti 9 í gær. Maðurinn sem bograr handan glersins er að skafa af rúðunni. „Allir nefna allt við alla" - segir Friðrik Sophussonjjármálaráðherra sem þvertekur fyrir að vera á leið í borgarstjórastólinn, en segist vel geta hugsað sérað verða „sendiherrafrú“ í París! „Prófkjör er í nánd og þá er það gjarnan svo að allir nefna allt við alla. Einhverjir hafa kannski taiað um þennan möguleika en það er án minn- ar vitundar. Ég styð Markús Örn An- tonsson eindregið,“ sagði Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. Heimildir blaðs- ins í borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna herma að nafn Friðriks hafi verið nefnt í sambandi við borgar- stjóraembættið í Reykjavík. Friðrik hefur verið orðaður við emb- ætti sendiherra í París, en í gær ítrekaði hann það sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum, að það sé ekki til umræðu. „Menn voru sjálfsagt að velta þessu fyrir sér af því konan mín er ffambjóðandi Norðurlanda í stjóm UNESCO. Hljóti hún kosningu þarf hún að sækja fundi í París tvisvar á ári, um það bil hálfan mánuð í hvort skipti. París er skemmti- legur staður og sendiherrastaðan ekki síður en þetta hefur einfaldlega ekki ver- ið rætt. Hinsvegar get ég alveg eins hugs- að mér að verða sendiherrafrú!" sagði Friðrik og hló við. Heimildamaður Alþýðublaðsins úr borgarstjómarflokki sjálfstæðismanna (sem telur 20 manns) sagði að nafn Frið- riks hefði komið upp. Staða flokksins í Reykjavík væri tæp og ekki eining um Markús Öm. Friðrik Sophusson styður hinsvegar Markús Öm eindregið og seg- ist ekki vera á leið í borgarmálin. Þessar hugmyndir hafi komið upp á sínum tíma, þegar Davíð Oddsson hætti sem borgar- stjóri, en hann hafi haldið að þær væm úr sögunni. Friðrik í AB og Hannes Hólmsteinn íhuga útgáfu tímarits Verður hrein- ræktað hægriblað - og boðberifrjálshyggju og einkavœðingar, segir Friðrik Friðriksson „Komi til útgáfu mun tímaritið verða óháð og óhlutdrægt en ekki stefnulaust," sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson í samtali við Alþýðublaðið í gær. Hannes og Friðrik Friðriksson eigandi Almenna bókafélagsins íhuga nú að hlevpa af stokkunum tímariti sem yrði „hrein- ræktað hægriblað“ að sögn Friðriks, og „boðberi frjálshyggju og einkavæðing- ar.“ Friðrik sagði að ntálið væri í skoðun: „Við emm héma megin á flugbrautinni. Ég geri ekki ráð fyrir að farið verði af stað nema slíkt blað geti staðið undir sér með hógvæm upplagi.“ Verið er að kanna áhuga manna og rekstrargmndvöll blaðsins. Friðrik sagði að hugmyndir um efni og áherslur vantaði ekki, og pólitískt tímarit af þessari gerð gæti „sogað til sín ungt og hæfileikaríkt fólk.“ BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI 1/2 skrokkur af fyrsta flokks lambakjöti í poka. Ljúffengt og gott á grillið Fæst í næstu verslun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.