Alþýðublaðið - 08.07.1993, Page 3

Alþýðublaðið - 08.07.1993, Page 3
Fimmtudagur 8. júlí 1993 3 Fyrsta vikan í loðnunni 2% KVÓTANS I BRÆDSLU UM ÞAÐ BIL 15 þúsund tonn af loðnu eru komin á land á loðnuvertíð, sem hófst nú um mánaðamótin, talsvert fyrr en venja er til. Byrjunin lofar góðu og menn eru bjartsýnir. Þeir eru að takast á við702 þúsund tonna heildarkvóta þannig af nógu er að taka. Rétt um 2% kvótans eru því komin til bræðslu hjá þrem loðnubræðslum á Norður- landi og Austfjörðum. Mest loðna hefur borist til Sfldarverk- smiðja ríkisins á Raufarhöfn, sem er næsta höfn við veiðisvæðið, samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra fisk- mjölsframleiðenda í gær. Þangað höfðu komið til bræðslu 4.524 tonn um hádegið í gær og Gígja búin að melda sig með 720 tonn til viðbótar. Um hádegi í gær höfðu þrír bátar mel- dað sig með samtals 2.690 tonn, Sunnu- berg, Gígja og Börkur. Norski laxinn nær tvöfaldaðist í verði á Evrópumarkaði Engin hækkun sýnileg á íslenska laxinum Verðlagið á ferskum laxi er að fara í himinhæðir, segir í frétt frá Norinform, norsku upplýsingastofunni. Nýlega fengu norskir útflytjendur 46 norskar krónur fyrir slægðan lax, 4-6 kHó að þyngd. Fyrir aðeins einu ári var verðið fyrir slíkar afurðir aðeins 27-33 krón- ur norskar. „Við getum eiginlega ekki útskýrt hversvegna verðin eru svo há. í ofanálag er framboðið á markaðnum mjög mikið. En eftirspumin er í samræmi við það“, segir Dag Koteng hjá Landssamtökum fiskveiðigreinanna í Noregi. „Viðskiptabannið á norskum fersklaxi í sambandi við að við höfum tekið upp hvalveiðar að nýju hafa til þessa haft sára- lítil áhrif. Þvert á móti upplifum við vax- andi eftirspum. Engu að síður tökum við þessar hótanir alvarlega", segir Koteng og bendir á að Bandaríkin séu nú þegar út úr myndinni í útflutningi á norskum laxi. Útflutningur á norskum eldisfiski jókst öll árin frá 1980 til 1990. Þá varð atvinnu- vegurinn fyrir áfalli og verðin féllu, en nú em semsagt bæði verðin og magnið á fljúgandi uppleið að nýju. Framleiðslan og útflutningurinn á eld- isfiski kemur til með að aukast á komandi ámm, segir Norinform. Margir rannsókn- araðilar, einkaaðilar og opinberir, hafa á síðustu ámm náð góðum árangri í að framleiða ýmsar nýjar tegundir sem skipta munu miklu máli. En hvemig er markaðurinn fyrir ís- lenskan lax? „Við höfum heyrt um þessi verð Norð- mannanna en höfum ekki orðið varir við þessi himinháu verð“, sagði Jóhann Guð- mundsson, framkvæmdastjóri íslenskra matvæla hf. við Alþýðublaðið í gær. „Við höfum orðið varir við að verð hafa verið að styrkjast bæði í Evrópu og í Bandaríkj- unum, en ekki neitt í þessa vemna". Aron Reynisson, markaðsfulltrúi hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er sama sinnis: „Við emm ánægðir með að mark- aðurinn hefur til þessa verið nokkuð stöð- ugur. En nú má búast við að salan minnki eins og gerist í sumarhitunum erlendis, þá selst minna af fiski en meira af grænmeti, ávöxtum og kjöti“. Aron sagði að þessar tölur frá Noregi væm án efa ekki neitt til að byggja á og væm nú þegar orðin gömul frétt, svo hratt gerðust hlutimir á þessum markaði. íslendingar flytja út eitt til tvö þúsund tonn af laxi á ári, en mestur varð útflutn- ingurinn í kringum 1990, rúmlega 2000 tonn, hafbeitarlax þá innifalinn. Hlutur okkar á hinum erlendu mörkuðum em að- eins dropi í hafið miðað við Norðmenn, Skota og fleiri þjóðir. Þríburaljölskyldan í Hlíðarhjalla 71 VIÐ HLÍÐARHJALLANN í Kópavogi búa þessir fallegu þríburar: Kamilla Rut, Andri Már og Aron Pétur - Ragnars- börn. Með þríburunum hér á myndinni er hin stolta móðir þeirra Sigurrós Kristinsdóttir og ánægða systirin Eva Sól- veig. Við vinnslu Kópavogsblaðs Alþýðu- blaðsins í síðustu viku var því miður farið rangt með nafn Sigurrósar. Birtum við því aftur myndina og með réttum myndartexta í þetta skiptið. Er hér með beðist hjartanlegr- ar velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Faðir þríburanna, Ragnar Borgþórsson, benti okkur á þessi mistök og sagði okkur einnig frá því að það væm ekki þrennir þrí- burar í Kópavogi heldur femir. Til gamans má geta þess að allir em þeir búsettir innan Hjallasóknar. HROSSA- RÆKTIN 1992 El BÚNAÐARFÉLAQ ÍSLANDS Hrossarœktin 1992 er komin út Fœst hjá Búnaðarfélagi íslands, síma 91-630300, búnaðarsam- böndum um land allt og í helstu hestavöruverslunum. Verð kr. 2.200 til áskrifenda og kr. 3.000 í lausasölu, að viðbœttu burðargjaldi. Búnaðarffélag íslands Samstarff EB og íslands í framtíðinni DAVÍÐ ODDSSON, forsædsráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðhcrra, sóttu sameiginlegan fúnd forsætisráðherra og utanríkisráðherra Noiðurland- anna í Lófóten í Noregi á dögunum. Þar var fjallað um gang mála í aðildarviðræðum Finnlands, Noregs og Svíþjóðar við Evrópubandalagið. Forsætisráðherra gerði grein fyrir afstöðu íslands til Evrópusamstarfsins og kynnti ályktun Alþingis frá 5. maí síð- astliðnum um samstarf fslands og EB í framtíðinni. Jón Baldvin vakti athygli á þeim vanda sem upp kann að koma í viðskiptum íslands við Norðurlöndin þrjú, gangi þau í Evrópubandalagið. Vegna fríverslunar með fisk innan EFTA em engir tollar á sjávar- vöm í viðskiptum milli EFTA-iandanna, en EB hefúr ekki aflétt öllum tollum af sjáv- arvömm. Mál þessi verða nánar rædd á norrænum vettvangi. Stöð 2 allan sólarhringinn ÞESSA DAGANA em í gangi kynningarútsendingar ffá erlendum gervihnatta- stöðvum á dreifikerfi Stöðvar 2. Sex stöðvar em kynntar um óákveðinn tíma, Sky News, Eurosport, Discovery Channel, BBC World Service, CNN og MTV. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir að hér sé um að ræða hreina viðbót við 85 klukkutíma vikuútsendingar stöðvarinnar. Meðan þessar útsendingar standa er Stöð 2 með dagskrá allan sólarhringinn. Talsvert meiri kraftur í þessari stöð en þeirri sem ríkið stendur fyr- ir. Steinullin í taprekstri AFURÐIR Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki seldust á síðasta ári fyrir 368 milljónir, rúm 5 þúsund tonn af steinullarmottum. Tekjuaukning varð um 1,3%, en það nægði ekki til þess að reka niætti fyrirtækið með hagnaði. Tap varð af reglulegri starfsemi 24 milljónir króna og rekstrarafkoman 11 milljón krónum lakari en árið á undan. Skýrist það aðallega af minni sölu innanlands og slakri stöðu sterlingspundsins. Gengisfellingin í lok síðasta árs hafði líka gífurleg áhrif á fjármagnskostnað fyrirtæk- isins, misvægi gengis og veiðlags nam um 33 milljónum króna. Eigið fé nú er 190 milljónir og eiginfjárhlutfallið 23,2%. Sumartónleikar í Skálholtskirkju NÍUNDA SUMARIÐ í röð gefst tækjfæri til að eiga góða stund í Skálholtskirkju og hlýða á öndvegistónlist. Á laugardaginn inun Hclga Ingólfsdóttir leika á sembal svo- kölluð Goldbergtilbrigði eftir Bach. Tónleikamir hefjast kl. 15. Þennan dag mun Jón Nordal, tónskáld, færa Skálholtskirkju nýtt og viðamikið tónverk fyrir einsöngvara, kór, strengjasveit og orgel sem flutt verður kl. 17 á laugardag og endurtekið kl. 15 á sunnudag. Fyrir tónleika Helgu, mun Jón Þórarinsson, tónskáld, flytja erindi um tón- Iist í Skálholti fyrrog nú. Hefst fyrirlesturinn kl. 14. Áætlunarferðir eru kl. 11.30 frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Erlendar sýningar í Hafnarborg í HAFNARBORG í Hafnarfirði opna á laugardaginn tvær útlendar listsýningar. Werner Möller er þýskur listamaður sem sýnt hefur víða um heim. Hann dvaldi í hitt- eðfyrra í gistivinnustofu Hafnarborgar. Hann sýnir afar fjölbreytt verk. í kaffistofu Hafnarborgar opnar Craig Stevens ljósmyndasýningu. Stevens lauk masters-prófi í kvikmyndagerð og Ijósmyndun í Bandaríkjunum 1991. Hann er búsettur hér á landi og hefur meðal annars starfað hjá Ríkisútvarpinu. Það kann að vera sól og sumar úti, - en í Fullorðinsfncðslunni heldur skólinn áfram hjó þcim sem eru að búa sér í haginn fyrir framtíðina. í skóla í sumarblíðunni ENDA ÞÓTT suntarblíða leiki við okkur annað slagið, er talsvert af mannskap enn á skólabekk. Þannig er það hjá Fullorðinsfræðslunni að Hábergi 7. Þar eru í gangi prófáfangar framhaldsskólanema sem Ijúka munu matshæfum lokaprófum í lok ágúst. Þá hefst senn aðfaramám háskólanáms f efnafræði fyrir verðandi nentendur í hinunt ýmsu fræðum heilbrigðismála, sem og fyrir verðandi verkfræðinga og raunvísinda- menn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.