Alþýðublaðið - 08.07.1993, Side 8
8
Fimmtudagur 8. júlí 1993
Vertu meö
draumurinn gæti orðið að veruleika !
Borðsalurinn í Hótel Djúpuvík er einsog byggðasafn. Þar er margt gamalia muna úr öllum áttum.
Djúpavík vaknar til lífsins
Eitt vistlegasta hótel landsins rekið í nyrsta hreppi sem enn er í byggð á Islandi
„Menn henda úrunum sínum
þegar þeir koma hingað norður:
hérna líður tíminn öðruvísi en í
harkinu fyrir sunnan," segir Ás-
björn hótelstjóri Þorgilsson í
Djúpuvík. Það fer ekki hjá því að
ferðalangur verði snortinn af
stemmningunni í síldarbænum
gamla. Klettabelti Reykjarfjarðar
myndar mikilúðlega umgjörð um
yfirgefnar byggingar, sem eitt
sinn voru vettvangur gullæðis
síldaráranna.
Þar búa enn miklir veiðimenn af kyni
Thorarensena.
Milli Gjögurs og Trékyllisvíkur gengur
Reykjaneshyma í sjó fram, snoturl fjall
og auðvelt uppgöngu. Þaðan er fagurt út-
sýni yfir sjó og land. Vanir prilarar geta
líka leitað uppi helli í klettabelti Reykja-
neshymu. Enn em til sagnir í Ámeshreppi
af útilegumanni sem hafðist við í hellin-
um áðuren hann komst á hollenska
duggu.
Ferðamenn ættu að koma við í landi
Stóru-Ávíkur og skoða mikinn klett sem
á ekki sinn líka á íslandi. Hann barst með
hafís frá Grænlandi fyrir þúsundum ára,
Ásbjöm og kona hans, Eva Sigur-
bjömsdóttir, hafa lyft Grettistaki í Djúpu-
vík. Það var eiginlega fyrir misskilning
að Ásbjöm keypti niðumíddar og yfir-
gefnar byggingar í Djúpuvík fyrir tíu ár-
um.
Utlitið var ekki sérlega glæsilegt þegar
þau komu fyrst til Djúpuvíkur árið 1984.
En einungis ári síðar opnaði Hótel Djúpa-
vík með pompi og prakt og er nú eitt al-
vistlegasta hótel landsins. Hótel Djúpavík
gekk áður undir nafninu Kvennabragg-
inn, og var aðsetur blómarósa síldarár-
anna.
Umsvifm á Djúpuvík vom mest milli
1934 og 1950 og þá var rekin þar ein
stærsta og fullkomnasta síldarverksmiðja
í heiminum. Eftir að sfldin synti sinn sjó
tóku víð áratugir hrömunar og eyðingar.
En nú er semsagt aftur uppgangur í
Djúpuvík. Ferðamenn leggja í síauknum
mæli leið sína norður allar Strandir, en
Ámeshreppur er nyrsti hreppur á íslandi
sem enn er í byggð. Ögn norðar er hin
foma veiðistöð á Gjögri, sem útvarps-
hlustendur kannast við úr veðurfregnum.
Litríkasta flugvél íslands. Ný Domierflugvél íslandsflugs á Gjögri. Þangað flýgur félagið
tvisvar í viku, á mánudögum og flmmtudögum. Það er tilvalið að skella sér í helgarferð til
Djúpuvíkur.
Hótel Djúpavík. Á árum áður gistu blómarósir sfldaráranna í þessari byggingu, og hét þá
Kvennabragginn. Nú er boðið upp á níu tveggja manna herbergi. Matsalurinn rúniar 60
manns og boðið er uppá ljúffenga rétti, ekki síst úr ríki hafsins. (A- myndir: H.J.)
gráhvítur og alsettur litlum silfurlitum
flögum sem glitra í sólskininu.
1 landi Stóm-Ávíkur er líka að finna
sögufrægan vog þarsem galdramenn end-
uðu líf sitt á báli: Strandamenn vom stór-
tækastir í galdrafárinu sem geisaði á 17.
öld.
Trékyllisvíkin er sögufrægur staður, og
kemur meðal annars við sögu Flóabar-
daga. I skólanum að Ámesi geta ferða-
menn fengið svefnpokapláss á sumrin.
Ekki er úr vegi að skoða kirkjur tvær í Ár-
nesi. Önnur er líklega elsta kirkja
Strandasýslu en hin var reist fyrir fáum
ámm. Miklar deilur spunnust vegna
kirkjubyggingarinnar, og vakti athygli al-
þjóðar, enda skiptust hreppsmenn í tvær
fylkingar og vom ekki alltaf spömð stóm
orðin. Nú em allar deilur úr sögunni og
báðar kirkjumar notaðar.
Að Eyri við Ingólfsfjörð er merkilegt
eyðiþorp. Það beið hægt andlát efdr að
sfldin fór, og vekur sérkennilegar tilfinn-
ingar að ganga um þetta dána samfélag.
I Norðurfirði er verslun í kaupfélag
þarsem til skamms tíma var hægt að
kaupa allt milli himins og jarðar. Framtíð
verslunar í Norðurfirði er hinsvegar í
óvissu um þcssar mundir enda rambar
kaupfélagið á barmi gjaldþrots.
Stutt er frá kaupfélaginu að bænum
Krossnesi. Þar er skemmtileg útisund-
laug, þarsem hægt er að svamla í æva-
fomu vatni. Það kemur úr einhverjum
elstu uppsprettum sem fundist hafa á
jörðinni.
Að öllu samanlögðu er Ámeshreppur á
Ströndum sérstæð og áhugaverð náttúm-
paradís. Hótelið í Djúpuvík er skemmti-
legur áningarstaður þarsem hægt er að
dvelja í góðu yfirlæti hjá hjónunum Ás-
bimi og Evu.