Alþýðublaðið - 06.08.1993, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.08.1993, Síða 5
Föstudagur 6. ágúst 1993 SVÍÞJÓÐ: FRÉTTASKÝRING Þessi sögulega mynd birtist í sænska dagblaðinu Expressen og sýnir hvar Bert Karlsson, annar af formönnum nýs lýðræðis, brestur í grát eftir að eggjum var kastað að honuni á útifundi í Gautaborg í síðasta mánuði. Hinn formaðurinn, greifinn Ian Wachtmeister, huggar féiaga sinn. Stuttu síðar blupu þeir á eftir mótmælendahópnum og börðu nokkra þeirra í jörðina. Sviptingar í sænskum stjórnmálum Jafnaðarmönnum spáð hreinum meirihluta í nœstu kosningum Fréttaskýring: Sigurður Tómas Björgvinsson Þróunin og at- burðarásin í sænskum stjórn- málum undan- farna mánuði bendir til þess að alger umskipti verði í stjórnmála- og flokkakerfinu í Svíþjóð við næstu kosningar, sem haldnar verða á næsta ári. Útlit er fyrir að þar mynd- ist ný vinstri stjórn, en þó ekki hin hefðbundna stjórn jafnaðarmanna með stuðningi kommúnista eins og löngum hefur verið. Þá kæmi ekki á óvart að tveir eða þrír smá- flokkar hverfi al- veg og hætt er við að svo fari einnig um Nýtt lýðræði (Ny demokrati), sem er nýr öfga- sinnaður hægri- flokkur sem kom inn á þing í síð- ustu kosningum. Litlaus stjórnmál Kosið er til þings og sveit- arstjóma samtímis á þriggja ára fresti í Svíþjóð. Kosninga- baráttan haustið 1991 var mjög litlaus og þar var tekist á um hin hefðbundnu vinstri - hægri mál. Þar var semsagt tekist á um minniháttar áherslur í efnahags- og at- vinnumálum og í velferðar- málum. í málum eins og utan- ríkismálum em sænsku flokk- amir nánast allir sammála. Úrslit kosninganna komu engum á óvart, nema hvað jafnaðarmenn töpuðu heldur minna en spáð hafði verið. Þá fékk nýtt lýðræði heldur minna en skoðanakannanir sögðu til um. Hægriflokkamir íjórir, Moderatar, Folkpartiet, Centerpartiet og Kristilegir demókratar, mynduðu minni- hlutastjóm undir forsæti Carl Bildt, með stuðningi Nýs lýð- ræðis. Jafnaðarmenn og kommúnistar, sem nú kalla sig vinstriflokkinn, eru í stjómarandstöðu. Allt hefur gengið á aftur- fótunum hjá hinni nýju ríkis- stjóm hvort sent um er að ræða efnahagsmálin eða stjómarsamstarfið sjálft. Stjóminni hefur ekki tekist að draga úr atvinnuleysi né held- ur koma lagi á ríkisfjármálin, eins og hún hafði lofað. Kratar í sókn Ljóst er að sænska þjóðin var orðin leið á sex ára stjóm jafnaðarmanna, frá 1985 - 1991. Áróður núverandi stjómarflokka, og þá ekki síst Nýs lýðræðis, beindist fyrst og fremst að hinu ofvaxna velferðarkerfi Svía. Það dylst engum lengur að þetta kerfi, sem verið hefur fyrirmynd rneðal annarra þjóða, er orðið alltof stórt. Enda vom jafnað- armenn sjálfir famir að skera niður í lok síðasta kjörtíma- bils. Hugarfarsbreyting al- mennings, áróður frjáls- hyggjuntanna og óánægju- framboð nýs lýðræðis dugði hins vegar til þess að fella vinstri stjóm Ingvars Carls- sonar. Samkvæmt nýjustu skoð- anakönnunum bendir allt til þess að almenningur hafi ver- ið fljótur að sjá hið falska andlit hægrimanna. Þetta sannast á því að sfðustu 7-8 mánuðina hafa jafnaðarmenn haft hreinan meirihluta í könnunum á fylgi flokkanna. í síðustu könnun (um miðjan júlí) vom 51 prósent að- spurðra tilbúnir til þess að greiða jafnaðarmönnum at- kvæði sitt, en þeir hafa fengið hreinan meirihluta á þingi með 45 prósenta fylgi í kosn- ingum. Hér er því um ótrú- lega fylgisaukningu að ræða þar sem flokkurinn fékk að- eins 38 prósenta fylgi í síð- ustu kosningum. Nýr kratismi Ástæðumar fyrir þessari ntikiu fylgisaukningu em margar. Jafnaðarmenn hafa sett sína stjómarandstöðupól- itík mjög skynsamlega fram í fjölmiðlum. Þeir hafa sparað stór loforð um það að snögg umskipti verði jiegar þeir taki við stjómartaumunum. Þeir vilja hins vegar fara hægara í niðurskurð velferðarkerfisins og leiðrétta ýmis mistök sem gerð hafa verið af núverandi stjómarflokkum. Jafnaðar- menn viðurkenna að þenslan í opinbera kerfinu sé orðin of mikil og em því ekki með áform um að hafa meginþorra þjóðarinnar á framfæri ríkis- ins. Hægfara endurskoðun velferðarkerfisins er því við- urkennd stefna sænskra jafn- aðarmanna. Þrátt fyrir ósigur Ingvars Carlssonar, fyrrum forsætis- ráðherra, í kosningunum árið 1991, þá þykir hann hafa staðið sig vel að undanfömu og því fáar raddir uppi um að skipta verði um formann flokksins. Mona Shalin sem verið hefur framkvæmda- stjóri Jafnaðarmannaflokks- ins í mmt ár þykir einnig hafa staðið sig afburðavel og er nú óumdeilanlega erfðaprinsessa jafnaðarmanna í formanns- stólinn. Hún hefur staðið sig vel í að endurskipuleggja innra starf flokksins og áherslur hennar um að opna flokkinn meira hafa fallið vel í kramið hjá alntenningi. Flokksþing jafnaðarmanna verður haldið í september, en litlar líkur em taldar á þvf að Mona Shalin bjóði sig nú fram gegn Ingvari Carlsson. Hún er aðeins 35 ára gömul og veit að hennar tími er ekki kominn - ennþá. Greifarnir gráta Það þóttu tímamót í sænsk- um stjómmálum þegar Nýtt lýðræði var stofnaður skömrnu fyrir kosningamar 1991. Hér er um fullkomið óánægjuframboð að ræða, enda „popúlismi“ eina stefna flokksins. Stofnendur og for- ystumenn flokksins komu öll- um að óvömm inn á borð stjómmálanna, en þeir vom engu að sfður þekktir í sænsku samfélagi. Sá eldri heitir Ian Wachtmeister, og hafði aðallega orðið frægur fyrir að gera grín að stjóm- Ingvar Carisson - traustur í sessi mcð 50% fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. „í kjölfar niðurskurö- ar í varnarmálum eru atvinnulausir herforingjar nú gjarnan ráðnir sem yfirmenn og starfs- mannastjórar hjá fyrirtækjum í einka- geiranum. Það að ráða herforingja á borð við Patton til Volvo bendir til þess að aga og dugnað hafi skort í sænsk- um fyrirtækjum.“ málamönnum og gaf út bæk- ur með skopteikningum af sænskum pólitíkusum. Hann var því nokkurskonar Sig- mund þeirra Svía. Hann er að- alsmaður og titlaður greifi, sem þýðir að hann hefur ekki beint þurft að berjast fyrir brauði sínu. Hinn heitir Bert Karlsson og er þekktur kaup- sýslumaður frá Skara í Vest- ur-Svíþjóð. Hann lét amer- íska di'auminn rætast. Byrjaði með tvær hendur tómar en á nú stóra verslunarmiðstöð og skemmtigarð. Þrátt íyrir að þeir félagar hafi auðgast á ólíkan hátt þá tilheyra þeir báðir fámennri klíku stórríkr- ar hástéttar í sænsku samfé- lagi. Framkoma þeirra á pólit- ískum útifundum þykir mjög sérstök, þeir koma til dyra eins og þeir eru klæddir. Fé- lagamir Ian og Bert syngja og tralla á milli þess sem þeir flytja ræður sínar nteð siag- orðum á borð við: „Burt með alla skatta“, „Burt með hið opinbera“ og „Burt með alla innflytjendur". Það er því ekki aðeins draumsýnin um skattaparadís og stofnanalaust þjóðfélag sem markar Nýju lýðræði sérstöðu, heldureinn- ig kynþáttahatur. Sú stefna að loka fyrir straum flóttafólks til Svíjtjóðar og helst úthýsa þeim sem fyrir em, hefur gert flokkinn að umdeildasta stjórnmálaflokknum í land- inu. Meginþorri fólks hefur andúð á þessu hatri í garð inn- ílytjenda og því hefur verið gefið í skyn að Nýtt lýðræði sé aðeins dulbúinn ný-nas- istaflokkur. Þrátt fyrir dvín- andi fylgi og óvinsældir for- ystumanna flokksins þá gera stjómmálaskýrendur ráð fyrir að Nýtt lýðræði nái að halda sér inni á þingi eftir næstu kosningar, en til þess þurfa flokkar að ná ljögurra pró- senta fylgi á landsvísu. Nýjasta uppákoman í kring um þá félaga Ian og Bert er mislukkaður útifundur í Gautaborg um miðjan júlí. Þá gerðist það að eggjum var kastað að Bert Karlsson þegar hann flutti ræðu sína. Bert var greinilega óupplagður þennan dag þvf hann brast í grát á sviðinu og kom Ian Wacht- meister honum til hjálpar og huggaði eins og um ungabam væri að ræða. Þegar þeir sáu síðan hvar eggjakastararnir voru að forða sér þá hlupu þeir þá uppi og slógust við þá. Einn þein'a var kona, I viðtali við dagblaðið Expressen eftir atburðinn sagðist Bert Karls- son vera hættur í pólitík og að hann sæi eftir að hafa stofnað flokkinn. Stuttu síðar var hann aftur kontinn í fundaher- ferðina með greifanunt vini sfnum. Patton í Volvo Svíar sigldu inn í mjög djúpa efnahagslega lægð árið 1989 og náðu botninum árið 1991. Miklir erfiðleikar hafa verið í útflutningsiðnaðinum og jafnffamt hafa mörg smá- 5 fyrirtæki á innanlandsmark- aði orðið gjaldþrota. í útflutn- ingsiðnaðinum er fyrst og fremst um að ræða bíla-, tré- og pappírsiðnað. Sænsk fyrir- tæki hafa orðið undir í sam- keppninni við erlend fyrir- tæki, m.a. vegna of hárra launa og stöðu sinnar utan Evrópubandalagsins. Mörg sænsk stórfyrirtæki hafa því bmgðið á það ráð að flytja hluta af verksmiðjum sínum til annarra landa, sem boðið hafa lægri laun og skatta. En það em einmitt háir skattar á fyrirtækjum sem hafa staðið þeim fyrir þrifum í sam- keppninni við erlend fyrir- tæki. Helsta von Svía er því inngangan í EB, enda er mjög breið pólitísk samstaða unt þá aðild. Hjól atvinnulífsins em nú aftur farin að snúast í Svíþjóð og er þá helst átt við útflutn- ingsgreinamar. Þær aðgerðir sem ríkisstjómin, með stuðn- ingi jafnaðarmanna, fram- kvæmdi í vetur em farnar að skila sér, en meira þarf að koma til. I kjölfar þessa hefur mikil bjartsýni gripið unt sig meðal stjómmálamanna og nýlega lýstu bæði Ingvar Carlsson og Carl Bildt því yf- ir að eftir 10-15 ár yrði Sví- þjóð orðin efnahagsparadís. Ekki má heldur gleyma þeirri hugarfarsbreytingu sem er að verða á vinnumarkaðn- um. Almennt launafólk skynjar þá nauðsyn að það þurfi að leggja meira á sig og að lífið gangi ekki aðeins út á að taka út sína veikindadaga, nokkuð sem einkennt hefur sænska vinnumaikaðinn. Þá hafa atvinnurekendur gengið í gegnurn endurskipulagningu og reynt nýjar stjómunarað- ferðir. I kjölfar niðurskurðar í vamarmálum em atvinnu- lausir herforingjar nú gjaman ráðnir sem yfirmenn og starfsmannastjórar hjá fyrir- tækjum í einkageiranum. Það að ráða herforingja á borð við Patton garnla til Volvo bendir til þess að aga og dugnað hafi skort í sænskum fyrirtækjum. Nýtt stjórnarmynstur? Þrátt fyrir ákveðin merki unt efnahagsbata og viðreisn atvinnulífsins, þá er það sam- dóma álit stjómmálaskýrenda og stjómmálamanna að fullur bati fáist ekki nema Svíar öðl- ist meira traust út á við. Þama er átt við þann pólitíska stöð- ugleika sem vantað hefur á því kjörtímabili sem nú stend- ur yfir. Minnihlutastjórn sem þarf að afla sér stuðnings hjá öfgasinnuðum hægriflokki eða stærsta stjómarandstöðu- flokknum er ekki mjög trú- verðug á alþjóðlegum pen- ingamarkaði. Þess vegna hef- ur verið bent á að meirihluta- stjóm jafnaðarmanna sé þess burðug að vinna það efna- hagslega traust út á við sem nauðsyn ber til. Sænskir jafnaðarmenn hafa hins vegar gefið út þá yfirlýs- ingu að þeir vilji starfa í sam- steypustjóm, helst með Folk- partiet, jafnvel þó þeir fái hreinan meirihluta í næstu kosningum. Þetta telja þeir nauðsynlegt til þess að ná fram breiðri samstöðu um stjómun landsins sem síðan eigi að skila sér í meiri trú- verðugleika út á við. Samsteypustjóm vinstri og hægri flokka í Svíþjóð hefur hins vegar ekki verið reynd síðan á millistríðsárunum, þó að oft hafi slíkt verið nefnt fyrir kosningar á síðustu tveimur áratugum. Skiptar skoðanir em innan Folkpiuti- et um þetta tilboð jafnaðar- manna. en breið samstaða unt það innan Jafnaðarmanna- flokksins. Tíminn á síðan eft- ir að leiða það í ljós hvoit djúp kreppa og nýjai' línur í al- þjóðamálum nægja til þess að brjóta upp hið hefðbundna tveggja blokka kerfi í Sví- þjóð.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.