Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. september 1993 STORFRETTIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Eru vaxtahœkkanirfyrirsjánlegar? Ásmundur Stefánsson mælir með vaxtahækkunum - „Ég er ekki hissa, “ segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Benedikt Davíðssyni, forseta ASÍ, finnst ekkert óeðlilegt við rök forvera síns Ásmundur Stefánsson, fyrrum forseti ASÍ og núverandi fram- kvæmdastjóri íslandsbanka, mælti í sjónvarpsfréttum nýlega með vaxtahækkunum. í viðtali við Alþýðublaðið segir Ásmundur að málið snúist um það að gæta verði nokkurs samræmis milli breytinga á vöxt- um þeirra lána sem eru verðtryggð og þeirra lána sem eru óverð- tryggð. „Raunar má segja að óverðtryggðum lánum fylgir nokkur áhætta fyrir bankana sem felst í því að ekki er alltaf auðveld aðstaða til að bregðast fljótt við þeim breytingum sem verða á verðbólgunni upp á við. Hvað sem því líður þá verða menn einfaldlega að sjá til þess í vaxtaákvörðunum að þær gangi í samræmi við þær breytingar sem verða á verðbólgunni á hverjum tíma.“ Ásmundur segir ennfremur að menn verði að spyija sig til hversu langs tíma eigi að horfa hverju sinni, það er hvað eigi að jafna þá breytingu út á löngum tfma. „Það er auðvitað alltaf matsatriði og ekki til nein einföld forskrift í því efni.“ - Er sannleikurinn bara ekki sá að nú siturðu við bankastjóraborðið og verð hagsmuni hans fremur en hagsmuni lág- launafólks ílandinu? „Ef farið er yfir það sem komið hefur ffá mér í þessum málum á undanfömum árum, þá held ég að ekki sjáist mikið ósamræmi, hvorki í þessu né öðm. Eg sé ekki alveg Annar áfangi Setbergsskóla tekinn í noktun Annar áfangi hins nýja Setbergsskóla í Hafnarfirði verður tekinn í notkun í dag kl. 15.30. Hér er um að ræða glæsilegasta gmnnskóla landsins. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði mun flytja ávarp við athöfnina í dag og tekur skólann formlega í notkun. hvar það ætti að vera í þessu efni. Ef þú ert að tala um það að ég hafi lagt áherslu á að lækka ætti vextina, þá er sú skoðun óbreytt. Það em engir aðilar frekar en bankamir sem hafa hagsmuni af því að lækka vexti. Það em, jú, skuldsettu aðilamir sem em í mestri hættu á því að valda bankanum tjóni á út- lánum. Þar af leiðandi hafa bankamir mjög mikla hagsmuni af því að vextir almennt séu lágir. En bankakerfið eitt og sér getur ekki stýrt því. Á íslenskum ljármagnsmark- aði er það nokkuð ljóst að sá aðili sem í raun ákveður vaxtastigið er ríkissjóður með sínum miklu lántökum. Það er væntanlega minni munur milli útlánsvaxta banka og þeirra vaxta sem gilda á ríkispappímm á ís- Iandi en á nokkmm öðmm stað. Þannig að það er í sjálfu sér um mjög einfalda klemrnu að ræða sem bankamir standa frammi fyrir. Afkoma bankanna undanfarin misseri hefur ekki gefið þeim mikið svigrúm til að taka mikil úthlaup í þeim efnurn." Guðmundur Jaki: Vaxtahækkanir aðför að verkafólki Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir þessar vaxtahækkanir aðför að verkafólki. Guðmundur segir að menn hafi orðið dálítið hissa að sjá fyrrum forseta Alþýðusambandsins koma í glans- andi sparifötum og mæla með vaxtahækk- un - „en ég varð ekkert hissa!“. „Hann kom Stuðningur skattgreiðenda við landbúnaðinn s Islendingar heimsmeistarar - samkvœmt tölum sem vikublaðið TIME birtir Kostnaður íslenskra neytenda vegna ríkisstuðnings við landbúnað- inn í iandinu er 71.832 krónur. Sam- kvæmt tölum sem TIME Internation- al birtir í síðasta blaði, er þetta heims- met. íslands er að vísu að engu getið, þegar fjallað er um nýja skýrslu GATT í Genf, enda rnunu tölur frá ís- lcnska iandbúnaðarráðuneytinu lítt viðraðar á erlendri grund. Notkun kvóta og aðflutningsgjalda til að hindra samkeppni ódýrari innflutn- ings, er leið til að byggja upp atvinnu og vemda innlenda framleiðslu - en því miður kosta þessar aðgerðir mikið fé. GATT-skýrslan nýja sýnir þetta ljós- lega, en undirtitill hennar samkvæmt TIME er „Hvemig ríkisstjómir kaupa sér atkvæði með peningum neytandans". Næst íslandi í ríkisstuðningi við land- búnað er Noregur með 68.579 krónur; Sviss með 59.388 krónur; Japan með 42.420 kr; Austurríki með 37.471 kr; Evrópubandalagsþjóðir með 31.815 kr; Bandaríkin með 25.452 kr; Ástralía með 6.292 kr; og Nýjasjáland með aðeins 1.060 krónur. í skýrslunni eru líka tekin dæmi um árlegan kostnað við vernd við hinar ýmsu atvinnugreinar, hvem starfsmann í greininni: Dæmi um þetta er 70 þúsund króna stuðningur við nýsjálenska bónd- ann; 817 þúsund krónur við hvem ástr- alskan starfsmann í bílaverksmiðju; 2,1 milljón við hvem einasta starfsmann í breskri fataverksmiðju; og 70 milljónir króna við hvem einasta starfsmann í bandaríska stáliðnaðinum. En hver er þessi stuðningur við hvem bónda á Islandi? Hann er 4,1 milljón króna á hvem bónda, árlega! Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: „Hann kom nú helvíti fínn, kallinn, í sjón- varpið. Þeir hafa dressað hann upp, smurt hann og snyrt á honum skeggið.“ Ásmundur Stefánsson, fyrrum forseti ASÍ, mælir mcð vaxtahækkunum þar sem hann sit- ur sem framkvæmdastjóri Islandsbanka. nú helvíti fínn kallinn í sjónvarpinu. Þeir hafa dressað hann upp, burstað hann, hellt yfir hann lýsi, þvegið hann, snyrt á honum skeggið og hvað eina,“ bætti Guðmundur við. Benedikt Davíðsson: Horfí ekki á sjónvarp og kannast því ekki við petta Benedikt Davíðsson, núverandi forseti Alþýðusambandsins segist telja vexti hér of háa og það sé ástæðan fyrir því að atvinnu- MISTÖK Vegna mistaka birtust í „Rökstól- um“ Alþýðublaðsins, þann 29. júlí síðastliðinn, freraur ósmekkleg, nafn- laus skrif um þingkonuna Önnu Ól- afsdóttur Bjömsson. Alþýðublaðið hamtar þessi mistök og biðst afsök- unar á að þau hafi birst. Það sæmir ekki stefnu Alþýðublaðsins að birta skrif sem þessi og vonar undirritaður að mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Ritstjóri. líftð í landinu hafi drabbast niður, eins og hann orðar það. „Það getur vel verið að bankamir þurfi meiri tekjur, en það er allt annað mál“. Aðspurður um þau ummæli Ásmundar að vextir þurfi að hækka segist Benedikt ekki horfa á sjónvarp og kannist því ekki við þetta. Honum finnst ekkert óeðlilegt að fyirum forseti ASI skulu sem framkvæmdastjóri í banka mæla með vaxtahækkunum. Fyrirtæki í sjávarútvegi undirbúa sig þessa dagana af kappi fyrir mikil átök á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Laugardal dagana 15. til 19. september. Eitt þeirra er fyrirtækið IceMac fisk- vinnsluvélar. í gær barst Alþýðubiaðinu talsvert óvenjulegur sölubæklingur, og oss lítt skiljanlegur, - á rússnesku. IceMac starfar á nokkuð sérstöku sviði vélasölu fyrir fiskiðnað. Það sérhæfir sig í sölu notaðra fiskvinnsluvéla, varahluta og annars búnaðar sem býðst á hagstæðu verði. Fyrirtækið er hið eina hér á landi sem sér- hæfir sig á þessu sviði og bætir því úr brýnni - Er ekki óeðlilegt aðfyrrumforseti ASI nú framkvœmdastjóri Islandsbanka skuli koma frarn og mœla með vaxtahœkkun- um sem hljóta að bitna á láglaunafólki? „Eg vil ekkert segja um það hvaða starf hann velur sér.“ þörf, enda er þessi mikilvægi atvinnuvegur ekki um of loðinn um lófana. Fyrirtækið er til húsa í Faxaskála 2, sama húsi og Faxamarkaðurinn og hefur þar yfir að ráða ágætis sýningarsal fyrir hvers kyns fiskiðnaðartæki sem í boði em. Hjá IceMac starfa þrír sölumenn. Reynir Amgrímsson er framkvæmda- stjóri IceMac. Hann segir að á sýningunni í Laugardal muni fyrirtækið ekki hvað sfst leggja áherslu á nú umboð sem það hefur aflað sér; Cretal roðvélar, Slava flokkara og saltdreifibúnað. Reynir segist bjartsýnn á árangur af sýningunni. ICEMACIRUSSLANDI Ólína Þorvarðardóttir mótmœlir byggingu á húsi Hœstaréttar bak við Safnahús og Þjóðleikhús MANN VIRKJ ABRUÐL Þetta er dæmi um mannvirkjabruðl, ég vona að Davíð sé ekki að flytja slíka óráðsíu úr borgarkerfinu yfir á ríkið, og trúi því ekki að óreyndu“, sagði Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vett- vangs í gær. Hún er ósátt við að nýtt hús yfir Hæstarétt, rísi á núverandi bílastæði andspænis Arnarhváli. Ólína sagðist vilja leggja til tvennt: Að borgaryfirvöld, leyfi ekki byggingu á þess- um stað og það mál tók hún upp í borgarráði á þriðjudaginn með bókun; I öðm leggur hún til við ríkið að það bmðli ekki með fjár- muni almennings. Engin sjáanleg þörf sé fyrir nýtt hús fyrir Hæstarétt. Hún bendir á að Safnahúsið muni senn flytja með starf- semi sína í Þjóðarbókhlöðuna nýju vestur á Melum. I hinu fallega Safnahúsi skapist að- staða, sem vissulega mundi sæma Hæsta- rétti. Ótrúlega lítil umræða hefur verið um væntanlegt hús Hæstaréttar á þessum stað. Þó gerði Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi, bókun þann 26. ágúst í skipulagsnefnd, og nú hefur Ólína Þorvarðardóttir tekið upp þráðinn með bókun sinni á þriðjudaginn var. Endanlegrar afgreiðslu borgarráðs er að vænta á þriðjudag, þá ræðst það hvort leyft verði að byggja eða ekki. Ólína Þorvarðardóttir er ósátt við að nýja Hæstaréttarhúsið rísi á bílastæðinu bakvið Þjóðlcikhúsið. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.