Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. september 1993 UMHVERFISMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 Sjálfbær þróun — lífssyn framtíðarinnar! eftir Birgi Hermannsson Maðurinn er herra jarðarinnar, borinn til að deila og drottna yflr dýrum og náttúru. I krafti skynsemi sinnar og áræðni skyldi hann virkja náttúruöflin í eigin þágu, brjóta þau miskunnar- laust undir vilja sinn. Ég er heimurinn! Ég get allt! Er hið hrokafulla viðhorf vestrænnar fram- faratrúar. Engu nema kannski eigin dauða skyldi sýna auðmýkt. Og framfarirnar létu ekki á sér standa: Stórborgir, iðnaður, heimsviðskipti, auð- legð, heilsugæsla, vísindi og tækni. En bætir þetta manninn? Spurðu efasemdarmennirnir. Að sjálfsögðu! Hrópuðu hinir frelsuðu, þangað til öll þekkingin sem notuð var til að murka lífið úr milljónum ungra manna í heimsstyrjöldinni fyrri gerði slíkar raddir hjáróma. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Sjálfbær þróun þar sem hver kynslóð skilar jörðinni ekki í verra ástandi en hún tók við henni. „Hugmyndina um sjálfbœra þróun má ekki nota til að slá slöku við í umhveifis- málum. Fyrst efiiahagslíf og umhvetfisvernd eru ekki í eðli sínu andstœður má ekki álykta sem svo að allt sé á góðu róli. Frumleika og árœðni þarftil að að- laga efnahagslíf og samfélagið allt að kröfum sjálfbœrrar þróunar. Það er eitt mikilvœgasta úrlausnarefni nœstu ára. Því er mikilvœgt að skammsýni og þröngir sérhagsmunir ráði ekkiferðinni í stjórnmálum. - Komandi kynslóðir eiga annað og betra skilið. “ Tími auðmýktarinnar rennur upp að nýju Voru þá framfarimar hjóm eitt? Varla. Trúin á endalaus- an hagvöxt og aukna „vel- ferð“ voru áfram kjaminn í framfaratrú Vesturlandabúa þangað til nokkrir eyðimerk- urbúar við Persaflóa skrúfuðu fyrir olíuútflutning til Vestur- landa og hækkuðu síðan olíu- verð að eigin geðþótta eftir stríð við Israel árið 1973. Hinn hrokafulli Vesturlanda- búi vaknaði af Þymirósar- svefni. Þeir, sem áður voru taldir sérvitringar og spáðu endimörkum vaxtarins urðu nú vinsælastir spámanna. Auðlindir jarðarinnar em tak- markaðar og fólki fjölgar ört; neyslu- og sóunarmenning Vesturlanda er því vfsasti vegurinn til glötunar jarðar- búa. Efasemdarmennimir fengu byr undir báða vængi: Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Vom framfarimar raunvemlega framfarir? í kjölfarið fylgdi vakning á Vesturlöndum. Samtök umhverfisverndar- manna urðu stærstu fjölda- samtök almennings og stjóm- málaflokkar græningja fengu víða mikinn hljómgmnn. Vit- und manna um mengun sem alþjóðlegt vandamál gerði málið enn brýnna. Hafði maðurinn í hroka sínum og skynsemi gengið of langt? Augljóslega. Tími auðmýkt- arinnar var mnninn upp að nýju. Maðurinn skyldi lúta höfði gagnvart móður náttúru og viðurkenna takmörk sín: Mannskepnan er hluti af nátl- úrunni en ekki yfir hana haf- in. Engin tækni fær breytt þeirri staðreynd. Sjálfbær þróun er nýr skilningur á framförum Þessi lífssýn þarf þó ekki að leiða til svartsýni eða van- trúar á gelu mannsins til að skapa sér lífvænlega framtíð á jörðinni. Þvert á móti: Þettaer nýr gmndvöllur fyrir firam- faratrú ntannsins. Markmiðið er að ná sátt við náttúmna og aðra menn sem byggja jörð- ina, en ana ekki áfram í skeyt- ingarleysi um öll verðmæti neina hagvöxt og hugsunar- lausri einsýni á eigin velferð. Hagvöxtur sem leiðir til var- anlegra náttúmspjalla og mengunar er ekki framfarir; rányrkja á auðlindum jarðar er ekki aukning á velferð, heldur sjálfskaparvíti. Hug- myndin um sjálfbæra þróun er nýr skilningur á framför- um. Kjami málsins er að skilja muninn á hugtökunum vöxtur og þróun. Vöxtur er aukning án tillits til afleið- inga. Hagvöxt má mæla sem aukningu á þjóðartekjum, en inn í þá tölu er ekki reiknaður kostnaður eða skaði sem verður á umhverfinu. Islend- ingar gætu til dæmis veitt meiri fisk og aukið þannig tekjur sínar, en valdið með því varanlegum skaða á fiski- stofnum. Hugtakinu þróun er ætlað að ntæla kostnaðinn ekki síður en tekjumar. Sjálf- bær er því sú þróun sem „ber sig uppi sjálf', það er étur ekki upp auðlindir og náttúm- gæði frá því sem fyrir var. Hugtakið sjálfbær þróun varð fyrst almennt notað eftir skýrslu Sameinuðu þjóðanna, Sameiginleg framtíð vor (1987), sem unnin var undir forystu forsætisráðherra Nor- egs, Gro Harlem Bmndtland. Þar er sjálfbær þróun skil- greind á eftirfarandi hátt: Sjálfbær þróun þar sem hver kynslóð skilar jörðinni ekki í verra ástandi en hún tók við henni. Krafan um sjálfbæra þróun er því að öðmm þræði siðferðileg: Okkur ber skylda til að hugsa um komandi kyn- slóðir ekki síður en okkur sjálf. Komandi kynslóðir geta ekki talað fyrir sig, né hafa þær atkvæðisrétt í kosning- um. Við verðum því að eiga það við samvisku okkar hvort við göngum á rétt þeirra. Hagvöxtur og umhverfís- vernd eru ekki andstæður Sjálfbær þróun gerir kröfur til samþættinga efnahagsmála og umhverfismála. Hagvöxt- ur og umhverfisvemd em því ekki ósættanlegar andstæður eins og oft er látið í veðri vaka. Það er einnig algengur misskilningur að markaðs- hagkerfi og umhverfisvemd séu andstæður. Nútíma um- hverfisvemd notar efnahags- leg stjómtæki í ríkum mæli. Mengunarskattar eru dæmi um þetta. Hægt er að leggja skatta á til dæmis útblástur lofttegunda sem valda gróð- urhúsaáhrifum og draga þannig úr mengun. Án nokk- urs efa munu öll ríki á Vestur- löndum taka upp umhverfis- skatta og umhverfisgjöld í ríkum mæli á næstu ámm. Það er þegar til lengri tíma lit- ið lang hagkvæmasta og öfl- ugasta leiðin til að aðlaga þró- uð hagkerfi að kröfum sjálf- bærrar þróunar. Það er tím- anna tákn að OECD (Efna- hags- og framfarastofnun Evrópu) sem hingað til hefur fyrst og fremst sinnt efna- hagsmálum, skuli nú sinna umhverfismálum af krafti. Viða um lönd leita menn nú leiða til að mæla sjálfbæra þróun á svipaðan hátt og hag- vöxtur er mældur í dag. Þó að slíkur mælikvarði sé í eðli sínu varasamur og takmark- aður, þá myndi tilvist hans draga úr þröngsýni margra stjómmálamanna. Enginn kæmist upp með aðra eins vit- leysu og að halda því fram að það sé eitt hvað þorskurinn þoli og annað sem íslenska þjóðin þoli! Höfum ekki efni á að slá slöku við Islendingar búa við minni umhverfisspjöll vegna iðnað- ar en flestar aðrar þjóðir. Við höfum þó engin efni á að slá slöku við í umhverfismálum. Meðferð okkar á auðlindunt lands og sjávar er Iangt frá því að vera til fyrirmyndar eins og ofbeit og ofveiði sýna okk- ur fram á. Sjálfbær þróun landbúnaðar og sjávarútvegs er grundvallarkrafa. Meðferð sorps og skolps hefur verið f mesta ólagi, þó mikið hafi áunnist á síðustu ámm. Við þurfum að auka notkun hag- rænna stjómtækja verulega. Skilagjald á gosdrykkjaum- búðir sýna okkur svart á hvítu hver árangurinn af slíku getur orðið. Einstæð náttúra lands- ins er auðlind sem okkur ber að vemda sérstaklega fyrir okkur sjálf og komandi kyn- slóðir. Þjónusta við ferða- menn er einnig drjúg tekju- lind og vaxandi atvinnuvegur. Aukning á sérstökum frið- löndum og ijölgun þjóðgarða er nauðsynleg til að vemda þessar perlur landsins og verður á næstunni gert veru- legt átak svo um munar í þeim efnum. Við þurfum einnig að hugsa okkar gang varðandi umgengni á friðuðum svæð- um og fjármögnun á rekstri þeirra og viðhaldi. Ferða- mannaþjónusta eins og aðrar atvinnugreinar verður að vera sjálfbær og skaða ekki auð- lindina sem hún lifir á. Það er því höfuðnauðsyn fyrir nátt- úmvemd í landinu að leita allra leiða til að fá aukið íjár- magn til eftirlits og uppbygg- ingar á friðuðum svæðum. Aukin gjaldtaka af ferða- mönnum er ekki útilokuð í þeim tilgangi. Aðlögun að kröfum sjálfbærrar þróunar Hugntyndina um sjálfbæra þróun má ekki nota til að slá slöku við í umhverfismálum. Fyrst efnahagslíf og umhverf- isvemd em ekki í eðli sínu andstæður má ekki álykta sem svo að allt sé á góðu róli. Fmmleika og áræðni þarf til að aðlaga efnahagslíf og sam- félagið allt að kröfurn sjálf- bærrar þróunar. Það er eitt mikilvægasta úrlausnarefni næstu ára. Því er mikilvægt að skammsýni og þröngir sér- hagsmunir ráði ekki ferðinni í stjómmálum. - Komandi kynslóðir eiga annað og betra skilið. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfisráðherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.