Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ____________________________SKOLAMAL________________________________ ____________Föstudagur 3. september 1993
Það er 1 leikur að 1 læra - á hvaða aldri sem er!
Fjölbrautaskól-
inn í Breiðholti
Kvöldskóli FB er opinn öllum þeim sem
eru eða verða 20 ára á fyrstu námsönninni.
Boðið er upp á bæði bóklegt og verklegt
nám á öllum sjö námssviðum skólans.
Nemendur geta annað hvort stefnt að
ákveðnum námslokum eða valið sér ein-
staka námsáfanga. Ætlast er til að nemend-
ur taki námsáfanga í réttri röð, undanfara á
undan framhaldsáföngum. Fjölbrautaskól-
inn er afar fjölmennur og um 900 manns
voru þar við nám á síðustu önn.
Kvuldskóli FB býður upp á eftirfarandi
starfsréttindanám: Húsasmíði, matartækna-
nám, pípulagnir, rafvirkjun, rennismíði,
sjúkraliðanám, verslunarpróf og vélvirkjun.
Stúdentspróf geta nemendur kvöldskól-
ans lokið af eftirfarandi sviðum: Bóknáms-
sviði, félagsgreinasviði. listasviði, tækni-
sviði og viðskiptasviði.
Auk þess eru af og til endurmenntun-
arnámskeið fyrir einstakar starfsgrein-
ar, tii dæmis sjúkraliða.
Námsframboð kvöldskólans er þó allt-
af háð eftirspurn þannig að mjög fá-
mennir námsáfangar eru felldir niður.
Fjölbrautaskól-
inn á Sauðár-
króki
Fullorðinsfræðsla á Norðurlandi vestra
er samvinnuverkefni Fjölbrautaskólans á
Sauðárkróki og grunnskóla í kjördæminu.
Þar er jöfnum höndum boðið upp á nám í
-jjK W': i
f “ 1 1
I í & ■ *
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Námsmenn sem vilja gera eitthvað skemmtilegt og
um leið eitthvað skynsamlegt, fara í NÁMUNA.
Hún er sniðin að þörfum skólafólks.
Þú finnur yfir 60 "
á 43 stöðum hringinn í
Landsbanka Islands
landið.
----L ------
N • Á - M - A • N
í NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands,
bíður þín m.a. eftirfarandi:
* Einkareikningur, tékkareikningur með dagvöxtum.
* Hagkvæmar sparnaðarleiðir með Reglubundnum
sparnaði.
* Námureikningslán á hagstæðum kjörum.
* Spariveltulán.
* Sveigjanlegar afborganir lána.
* 7 námsstyrkir árlega.
* Námslokalán.
* Ráðgjöf og upplýsingaþjónusta.
* Þjónustufulltrúi sem aðstoðarvið gerð fjárhagsáætlana.
* Greiðslukort, Euro eða VISA.
* Minnisbók, án endurgjalds, við upphaf viðskipta.
* Hressilegar tómstundir.... - ' '
* Ýmis fyrirgreiðsla við námsmenn erlendis.
öldungadeild samkvæmt námskrá fram-
haldsskóla og styttri námskeið sem lýkur
án prófa.
Meðal námsefnis má nefna tölvufræði,
tungumál, myndmennt, málmsuðu, bóklega
hluta ökunámsins og fleira.
Námskeiðin em haldin vítt og breytt í
fjórðungnum. Meðal staða utan Sauðár-
króks, sem haldið hafa námskeið á vegum
fullorðinsfræðslunnar em Siglufjörður,
Varmahlíð, Skagaströnd, Blönduós, Húna-
vellir, Hvammstangi og Laugarbakki.
Framvegis er ætlunin að bjóða félagasam-
tökum og aðilum vinnumarkaðarins upp á
samvinnu um margs konar námskeiðahald
líkt og gert er í farskólum.
Flensborgar-
skólinn
I öldungadeild Flensborgarskólans í
Hafnarfirði er boðið upp á sömu náms-
áfanga og kenndir em í dagskóla, en náms-
framboð á hverri önn er miklu takmarkaðra.
I öldungadeildinni er hægt að stunda nám á
öllum námsbrautum skólans, stúdentsprófs-
brautum og styttri námsbrautum. Kennsla
fer fram íjóra daga vikunnar klukkan 17.20
- 21.40 og er hver kennslustund 60 mínútur.
Kennslutímar em helmingi færri en í dag-
skóla. Kennsla er nú að hefjast í öldunga-
deildinni og þeir sem ætla að vera með
þurfa að hafa snör handtök. Námsgjöld em
10 þúsund krónur fyrir 1 - 2 námsáfanga og
15 þúsund fyrir þrjá námsáfanga eða fleiri.
Nemendur öldungadeildar hafa aðgang
að námsáföngum dagskóla eftir því sem
rúm leyfir. Talsvert er um að nemendur í
öldungadeild stundi nám í einstökum náms-
áföngum sér til ánægju án þess að stefna að
ákveðnum námsíokum.
Aldurstakmark er 20 ár.
Framhaldsskóli
Vestfjarða
Við Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði
er boðið upp á framhaldsnám í öldunga-
deild samkvæmt Námskrá handa fram-
haldsskólutn sem menntamálaráðuneytið
gefur út, sé nemendaijöldi nægur.
Á ísafirði er almennt bóknám, eitt ár
framhaldsnám til stúdentsprófs á mála- og
samfélagsbraut. Ennfremur viðskiptabraut
sem tekur tvö ár og er framhaldsnám til
stúdentsprófs á hagfræðibraut.
Á Patreksfirði er í boði tveggja ára nám
við viðskiptabraut.
Einnig býður ffamhaldsskólinn upp á al-
mennt meistaranám iðnaðarmanna.
I fjarnámi er boðið upp á einstaka nánts-
áfanga, einkum upphafsáfanga til dæmis í
ensku og stærðfræði.
^lfjýðuíttaðéíið
íim 6Z&66
6Z9ZU