Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 14
14 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 3. september 1993 „VINSTRI HELMINGURINN" SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA Lifandi starf Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík Bolli R. Valgarðsson, formaður Félags ungra jafnaðarmanna íReykjavík, skrifar Sjaldan eða aldrei hefur félagsstarf ungs jafnaðarfólks verið meira en einmitt núna. Þetta á ekki síst við um Félag ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík - FUJ í Reykjavík. Fjölmennur hópur fólks sækir aðalfundi félagsins og almenna félagsfundi sem haldnir eru í Rósinni, félagsmiðstöð jafnaðarmanna við Hverfis- götu 8-10, við hlið íslensku óperunnar. Stjómarfundir FUJ í Reykjavík eru haldnir annan hvem þriðjudag yfir vetrar- mánuðina og em opnir öllum sem áhuga hafa að kynna sér viðfangsefni félagsins og starfið innan Alþýðuflokksins. Allir fundir á vegum félagsins em haldnir í Alþýðuhús- inu og má geta þess hér að næsti fundur verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 7. september klukkan 20.00. Öflugar málstofur FUJ í Reykjavík heldur félagsfundi sína á vegum þriggja málstofa sem starífæktar em innan félagsins; málstofu um stjómmál, málstofu um borgarmál og málstofu um flokksmál, menningar- og félagsmál. Þessir fundir em auglýstir reglulega í Alþýðublað- inu. í hverri málstofu sitja að jafnaði þrír til ijórir, sem hafa það að meginmarkmiði að vanda sem mest til félagsfundanna enda sækja fulltrúar ijölmiðlanna fundina nær undantekningarlaust. Félagið starfrækir sérstaka heilbrigðis- nefnd og efnahagsnefnd ásamt Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur en þær nefndir hafa unnið gott starf á undanfömum mán- uðum og meðal annars haldið fjóra sérstaka vinnufundi með ráðhermm flokksins og fagmönnum við Háskóla Islands og í at- vinnulífinu. Málstofa um borgarmál Málstofa um borgarmál hefúr kynnt sér að undanfömu ýmis málefhi er varða borg- ina, meðal annars með góðri aðstoð Ólínu Þorvarðardóttur, borgarfulltrúa Nýs vett- vangs. Málstofan átti einnig hugmyndina að því að fá borgarfúlltrúann á sérstakan fund hjá stjóminni til að segja frá helstu málum, sem Nýr vettvangur er að vinna að um þessar mundir. Ætlunin er að málstofa haldi almenna félagsfundi fljótlega. Þá mun félagið að sjálfsögðu taka virkan þátt í und- irbúningi Alþýðuflokksins fyrir næstu borgarstjómarkosningar, sem haldnar verða fyrir mitt næsta ár. Málstofa um verkalýðs- og stjórnmál Málstofan hefur haldið tvo fundi, annan á haustmánuðum í Rósinni, þar sem vom Össur Skarphéðinsson, formaður þing- flokksins, og Sighvatur Björgvinsson, ráð- herra. Fundurinn var mjög skemmtilegur og Ijölmennur. Þá hélt nefndin, skömmu eftir áramót, fúnd um fjárfestingar erlendra aðila í sjáv- arútvegi. Fundurinn var haldinn á Kom- hlöðuloftinu og héldu ffamsögu Einar Odd- ur Kristjánsson, ffamkvæmdastjóri á Flat- eyri, og formaður Samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi, Pétur Bjama- son, formaður Félags- rækju og hörpudisk- framleiðenda, Logi Þormóðsson, fram- kvæmdastjóri í Keflavík, og Pétur Reimars- son, ffamkvæmdastjóri í Þorlákshöfn. Sælureitur í Heiðmörk FUJ í Reykjavík á landskika í Heiðmörk, sem í allmörg ár hefur staðið til að sinna. Búið er að láta útbúa skilti með nafni fé- lagsins, sem setja á upp við jaðar lóðarinnar við veginn og verður það vonandi gert nú í haust. Ætlunin er að gróðursetja í framtíð- inni fleiri tré í reitinn og koma upp heilsárs- útigrilli, bekkjum og borði. Þroskandi starf í félögum ungra jafnaðarmanna er fólk úr öllum þjóðfélagsstigum, sem tileinkað hef- ur sér lífsskoðun jafnaðarstefnunnar. Þar með er ekki sagt að allir hafi sömu skoðan- ir á öllum hlutum (eins og allir vita!). í fé- lagsskap sem þessum hittir maður marga og kynnist mörgum og síðast en ekki síst: Við tökum þátt í því starfi sem felst í að skapa það þjóðfélag sem við helst viljum búa við á íslandi. Höfundur er meðstjórnandi í Sambandi ungra jafnaðarmanna og íslenskufræðingur. Nokkur orð um veiðar Islendinga úr Barentshafi Jón Eggert Guðmundsson, Félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, skrifar í öllum umræðum um veiði- ferðir íslensku skipanna í Barentshafi finnst mér ekki nægileg athygli vakin á hugs- anlegri umhverfismengun á þessu svæði og því óorði sem íslenskur sjávarútvegur gæti fengið á sig vegna hennar. Takmark ríkisstjórnarinnar hefur verið að styrkja þá ímynd íslands að þar sé hreint og óspillt umhverfi. Fiskurinn sem seldur er er- lendis er keyptur með þenn- an gæðastimpil í huga. Fiskveiðar okkar í Barentshafi geta gert þetta takmark að engu. Þetta virðist vera svolítið langsótt fullyrðing enda lítið sem ekkert verið horft á Jjetta sjónarmið í um- ræðunni. Athugum málið nánar. Rannsóknir á geislavirkni í Barentshafi Nú eru að störfúm alþjóðlegar vtsinda- nefndir við rannsóknir á geislavirkni í haf- inu við Kólaskaga vegna kjamorkuúrgangs sem sovéski herinn er talinn hafa hent í sjó- inn. Imm **&£& rSB y .. B 8 | Einnig er verið að rannsaka kjamorku- leka úr sovéskum kafbáti sem sökk við Bjamarey. Niðurstöður þessara tveggja at- huganna eiga eftir að birtast. Við birtingu slíkra niðurstaðna eykst um- tal fjölmiðla um geislamengun á þessu svæði til muna og þá getum við átt von á því að erlendir kaupendur hugsi sig tvisvar um áður en þeir kaupa af okkur fisk. Slíkt um- tal er slæmt hvort sem geislamengun er í Barentshafi eða ekki. Við veiðum físk nálægt upptökum mengunarínnar Fiskkaupcndumir vita sem er að Barents- haf er nálægt upptökum mengunarinnar. Á þessu hafsvæði veiðum við fisk og seljum þeim. Vegna þess að fiskur úr Baentshafi lítur nákvæmlega eins út og fiskur úr Faxa- flóa þá er engin trygging fyrir þá að varan frá okkur sé hrein og ómenguð. Kaup íslenskra útgerðaríyrirtækja á svo- kölluðum rússafiski geta einnig spillt áliti erlendra kaupenda á sjávarafurðum okkar. Það er mjög skiljanlegt að fslenskar sjáv- arútgerðir horfi út fyrir íslenska lögsögu á krepputímum til þess að draga björg í bú. Sér í lagi er það skiljanlegt þegar fyrir hver 10.000 tonn af þorski fæst 1 milljarður. En spumingin er hvort við séum ekki að fóma langtímahagsmunum okkar lyrir lít- inn ávinning. Illt umtal um fískinn okkar verður dýrkeypt Illt umtal um íslenskar fiskafurðir á fisk- mörkuðum erlendis getur verið okkur mjög dýrkeypt og erfitt að hreinsa okkur af því óorði sem það kallar yfir okkur. Það em margir þættir sem standa á móti veiðum okkar úr Barentshafi en þetta er sá sem er einna mikilvægastur. Ég skora því á íslensk stjómvöld að taka þetta mál allt saman til umhugsunar og flana ekki út í þá óvissu að ýta íslensku þjóðinni út í áframhaldandi veiðar í Bar- entshafi. Höfundur stundar nám í líffræði við Háskóla íslands og vinnur við líffræðirannsóknir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.