Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKÓLAMÁL Föstudagur 3. september 1993 Það er leikur að læra - á hvaða aldri sem er! Menntaskólinn á Egilsstöðum Við öldungadeild Menntaskólans á Eg- ilsstöðum er boðið upp á skilgreinda áfanga úr áfangakerfmu. Mest er um byrjunar- áfanga í kjamagreinum til dæmis í erlend- um tungumálum og íslensku en einnig verslunargreinar og raungreinar. Um sjö áfangar em kenndir á hverri önn. Ekki hef- ur verið unnt að ljúka stúdentsprófi frá öld- ungadeild, heldur hafa nemendur lokið náminu í dagskóla. Nám við öldungadeild- ina er nú í endurskoðun. Hlutur lista- og verkgreina hefur aukist og hefur verið boðið upp á til dæmis skrif- stofutækni, ljósmyndun og myndlist. Utibú frá öidungadeildinni er á Vopnafirði. Einn- ig hefur verið í gangi tilraunastarf með áfangakennslu á Reyðarfírði. Við skólann er í gangi tilraun með fjarkennslu í ýmsum greinum. Ferðamála- skólar Helsti vaxtarbroddur atvinnulífsins um þessar mundir er talinn vera í ferðaþjón- ustu. Svo einkennilegt sem það nú er þá eru tveir skólar reknir undir heitinu Ferðamála- skóli Islands. Annars vegar er Ferðamála- skóli íslands í Menntaskólanum í Kópavogi og hins vegar er Ferðamálaskóli Islands að Höfðabakka 9 sem er rekinn af Félagi ís- lenskra ferðaskrifstofa og Tölvuskóla ís- lands og sérhæfir skólinn sig f starfsmennt- un fyrir fólk í ferðaþjónustu. Kópavogsskólinn hefur stafað í allnokk- ur ár. Þar er annars vegar um að ræða sjálf- stæð námskeið eða heilstætt tveggja anna nám. A því námsári sem nú fer í hönd verð- ur boðið upp á 16 námskeið og gefst nem- endum kost á að taka próf að þeim loknum þótt ekki sé prófskylda. Námskeiðin eru fyrir fólk sem starfar við ferðaþjónustu og þá sem ætla sér í slík störf. Reykjvíkurskól- inn býður upp á ferðaþjónustunám sem er alls 75 stundir og það nám verður einnig í boði á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur. Einnig er skólinn með nám í ferðaráðgjöf og útskrifar ferðaráðgjafa. Um er að ræða 600 kennslustundir ífá september til mars. Leiðsögumannaskóli Islands hefúr það að markmiði að þjálfa nemendur til að verða leiðsögumenn með erlendum ferða- mönnum um Island. Nemendur þurfa að vera orðnir 21 árs og hafa gott vald á að minnsta kosti tveimur erlendum tungumál- um. Á haustönn er kenndur almennur fróð- leikur um ísland en standast þarf ákveðin próf til að komast að á vorönn. Á þeirri önn er meðal annars fjallað um helstu ferða- mannastaði og æfingar við að flytja fyrir- lestra á ferðalögum yfir ferðalöngum. Ferðaskóli Flugleiða hefst í október og þar eru inntökuskilyrði góð almenn mennt- un og góð enskukunnátta. í skólanum fer ffam kennsla meðal annars í fjargjaldaút- reikningi, farseðlaútgáfú og sölutækni. Fullorðins- fræðslan Fullorðinsffæðslan í Reykjavík býður upp á helstu námsgreinar grunn- og ffam- haldsskóla og starfar allt árið. Um er að ræða námskeið og námsaðstoð. Kennt er bæði í litlum hópum og í einstakiings- kennslu. Á sumrin eru kenndar helstu námsgreinar framhaldsskólanáms til prófa samsvarandi prófáföngum framhaldsskóla- kerfisins. Grunnnám: Hægt er að taka bæði ein- stakar námsgreinar eða nokkrar samvaldar grunneiningar og ljúka í áföngum prófum samsvarandi prófúm grunnskólanna. I grunni eiga allir að geta byijað þótt hefð- bundið skólanám sé lítið. Námsefnið er kennt á áþreifanlegan og skiljanlegan hátt og tungumál kennd út frá móðurmálsþekk- ingu fólks. Byggðir eru upp traustir þekk- ingarkjamar sem hægt er að byggja ofan á. Framhaldsnám: Helstu námsgreinar framhaldsskólakerfisins eru kenndar í námsaðstoð og á stuðningsnámskeiðum allt árið, en kennt er til prófa á 12 vikna sumar- önn samsvarandi áfangakerfi framhalds- skólanna. Einnig eru haldin framhaldsnám- skeið óháð skólakerfinu. Tölvufræðsla: Nemendum skólans stendur einnig til boða kennsla og þjálfun í tölvuvinnslu. Bæði er hægt að sækja nám- skeið eða einstaklingskennslu og hægt að raða saman áföngum með öðru námsefni þar til ritaraprófi eða skrifstofutækniprófi er náð. Félagsmálaskóli alþýðu Það er Menningar- og fræðslusamband alþýðu, MFA, sem starfrækir Félagsmála- skóla alþýðu. Hluti af starfi skólans eru tveggja vikna annir, þar sem fólk fær tæki- færi til að þjálfa sig til þátttöku í félagsstörf- um um leið og það byggir upp sjálfstraust- ið. Meðal námsgreina eru félags- og fund- arstörf, ræðumennska, að starfa í hópum, vinnuréttur, hagfræði og fleira. Möguleiki er að halda náminu áfram og taka 2. og 3. önn að lokinni þeirri fyrstu. Námið fer fram í Ölfusborgum. Félagsmálaskólinn býður líka upp á margs konar námskeið. Má þar nefna löng námskeið í sænsku og ensku, ritönn, sem er námskeið í rituðu máli á íslensku, margs konar tölvunámskeið, leiðbeinendanám- skeið og námskeið um ýmis efni sem tengj- ast félagsstarfi og verkalýðsmálum. Félagsmálaskóli alþýðu er íyrst og firemst ætlaður félagsmönnum stéttarfélaga innan ASI, BSRB og félagsmönnum Sjálfs- bjargar. Stéttarfélögin styrkja oftast félaga sína til náms. í samvinnu við stéttarfélög eru skipulögð námskeið fyrir trúnaðarmenn á vinnustöð- um. MFA skipuleggur kjamanámskeið, sem eru starfstengd námskeið, en um þau er kveðið á í kjarasamningum. Starfstengd námskeið eru skipulögð ýmist í samvinnu við stéttarfélög eða fyrirtæki. Jafnífamt eru skipulögð námskeið íyrir stéttarfélög um margvísleg efni til dæmis námskeiðið „Ár- in okkar“ fyrir eldri borgara. Milliganga er á um að koma námskeiðum Tómstunda- skólans til félaga úti á landi. Ættfræðiþjón- ustan Boðið er upp á ættfræðinámskeið hjá Ættfræðiþjónustunni í Reykjavík. Um er að ræða sjö vikna grunnnámskeið (7 mætingar alls 20 klst.) í ættfræðilegum vinnubrögð- um, með fræðslu um heimildir íslenskrar ættffæði, rannsóknaraðferðum, uppsetn- ingu og svo framvegis ásamt verklegri þjálfun í þessum aðferðum. Námskeiðsm- appa (60 bls.) með heimildaskrám, leiðar- vísum og kortum fylgir með í þátttöku- gjaldinu. Lífeyrisþegar fá 11% afslátt og hópar allt að 26% afslátt af námsskeiðs- gjöldum. Tómstunda- skólinn Fullorðinsfræðsla Tómstundaskólans í Reykjavík fer fram á námskeiðum, sem eru mislöng, allt ffá þremur kennslustundum á einum degi upp í 40 kennslustundir yfir 10 vikna tímabil. Kennt er á kvöldin á mánu- dögum til fimmtudags, fyrir hádegi laugar- daga og á einstaka helgamámskeiðum. Nokkur námskeið eru haldin að degi til fyr- ir eldri borgara og eru þau einnig öðrum op- in. Kennt er á haustönn, okt. - des, og á vor- önn, febr. - apr. Einnig á vomámskeiðum í maí. Námskeiðaframboð skólans spannar yfir mjög vítt svið, en meginflokkar em mynd- list og handmennt ýmis konar, aðrar list- greinar, tungumál, fjölmiðlun, starfstengd námskeið, námskeið í tengslum við heimili, garð og bíl, ýmsar greinar til upplyffingar og uppbyggingar fyrir sál og líkama. Nokkur stéttarfélög í Reykjavík styrkja skólann með fjárframlagi á haustin og fá fé- lagsmenn þeirra 10% afslátt á námsgjöld- um. Nokkur félög veita félagsmönnum að auki sérstaka námsstyrki. Handmennta- skóli ✓ Islands Handmenntaskóli íslands er bréfaskóli. Hann leitast við að veita fólki á lands- byggðinni kennslu í handmennt, þar sem aðrir skólar ná ekki til. Skólinn hefitr starf- að óslitið á annan áratug. Helstu greinar em: Teiknun og málun I: undirstaða teiknikennslu Teiknun og málun II: líkamsteikning Teiknun og málun III: litameðferð Teiknun og málun IV: listmálun Garðgróðurhúsagerð Skrautskrift Innanhússarkitektúr (undirbúningur undir inntökupróf erlendis) Hýbýlaffæði: verkefni tengd eigin heimili Teikning og föndur: bamanámskeið Hæfileikapróf: útdráttur úr ýmsum greinum til prófs Öll þessi námskeið em í formi verkefna sem nemandinn leysir heima og fær síðan leiðréttingu á þeim eftir að hafa sent þau til skólans. Auk þess kennir skólinn bútasaum (óleiðrétt), bamaleikhús, bíorþyma (líftakt) og skutlugerð. Starfsþjálfun fatlaðra Starfsþjálfun fatlaðra í Reykjavík starfar á gmndvelli laga um málefni fatlaðra. Starfsþjálfunin er ætluð fólki 17 ára og eldra sem fatlast hefur vegna sjúkdóma eða slysa og sem hafa þörf á og geta nýtt sér endurhæfingu af þessu tagi. Megináhersla er lögð á greinar sem að gagni koma á vinnumarkaði, ekki síst fyrir fatlaða sem eiga erfitt með að stunda líkam- lega vinnu. I tölvunámi er megináhersla lögð á ritvinnslu og kennt á PC samhæfðar tölvur. Auk þess er kenndur verslunarreikn- ingur, bókfærsla og almennar stuðnings- greinar svo sem íslenska, enska og samfé- lagsfræði. Á hverri önn er boðið upp á einhveija til- breytingu, leik-eða myndlistamámskeið, fundasköp, ræðulist og fleira. Kennt er í 12 -14 manna hópum. í tölvu- tímum er helmingur hóps í einu. Kennslu- stundir em 4 - 6 á dag. Reiknað er með að námið taki þijár annir. Skólagjöld em engin og helstu námsgögn em lögð til nemendum að kostnaðarlausu. Meiriháttar STOR-IHSAU Bjóðum ný HANKOOK sumardekk fyrír fólksbíla með 40% afslætti. Frábærir hjólbardar - einstakt tækifæri Fjölmargar aðrar stærðir 145R12 145R13 155R13 165R13 175/70R13 185/70R13 Kr. -3200- Kr. 1960 Kr. -3486- Kr. 1990 Kr. -37-70- Kr. 2260 Kr. -3950- Kr. 2370 Kr. -4296- Kr. 2570 Kr, -4800 Kr. 2790 175R14 185/70R14 205/70R14 165R15 185/65R15 185/60R14 Kr.-4960— Kr. 2970 Kr -St66- Kr. 2990 Kr.-8356-Kr. 3790 Kr. "4696— Kr. 2690 Kr.-6290—Kr. 3770 Kr.-5860- Kr. 3490 Barðinn hf. Skútuvogi 2 - sími 683080

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.