Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, SJONARMIÐ & ANNALAR Miðvikudagur 8. september 1993 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Kerfískallar landbúnaðarins biðji þjóðina afsökunar Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá Sighvati Björgvinssyni við- skiptaráðherra vegna ummæla hins síðamefnda um beingreiðslur til bænda, upplýsingahöft Stéttarsambands bænda varðandi bein- greiðslur og að afurðastöðvar hafi stundað íjársvik með fölsuðu skýrsluhaldi. Viðskiptaráðherra vísaði nýverið í fréttum í saman- tekt Guðmundar Ólafssonar hagfræðings um beingreiðslur og tengd útgjöld skattgreiðenda til bænda vegna búvöruframleiðslu. Áætlaðar beingreiðslur eru um 6 þúsund milljónir króna tii bænda á þessu ári. Upphæð ávísanana til einstakra bænda eru breytilegar eftir stærð ærgildisafurða sem þýðir á íslensku: Hversu margar kindur viðkomandi bóndi á. Viðskiptaráðherra fór réttilega með tölur úr skýrslunni sem fullyrða að um 175 bú fái 375 þúsund krónur á mánuði eða meira fyrir sauðíjárrækt sína. Til viðbótar má upplýsa, að 41 bú fær um 429 þúsund mán- aðarlega frá skattgreiðendum, 21 bú 483 þúsund á mánuði, átta bú 543 þúsund á mánuði og 24 bú fá 636 þúsund króna ávísun mánaðarlega frá skattgreiðendum. Formaður Stéttarsambands bænda reynir hins vegar að snúa út úr orðum viðskiptaráðherra og segja sem svo að þama séu um fé- lagsbú að ræða þar sem 4-6 bændur hafí atvinnu af. Hins vegar hefur sami formaður þurft að játa í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins og í DV, að við mörg þessara búa starfi aðeins ein hjón. Ennffem- ur notar formaður Stéttarsambandsins ruglingslegt og flókið embættismannamálfar til að hylja sporin frá skattgreiðendum til bænda. Þannig fullyrðir formaðurinn að tékkamir ífá skattgreið- endum séu ekki launatengdar greiðslur heldur „afurðatengdar niðurgreiðslur eftir framleiðslumagni.“ Og nú geta menn farið að taka upp stóm íslensku orðabókina. Auðvitað er ávísun ffá ríkinu til búa ekkert annað en launagreiðslur. Skattgreiðandinn fer í vasa sinn og greiðir bóndanum pening. Það er sama hvað Stéttarsam- band bænda og önnur sérhagsmunafélög og þiýstihópar í land- búnaðargeiranum reyna að semja fallegt og saklaust heiti á gjöm- inginn; hann verður alltaf sá sami. Nefnilega sá, að skattgreið- andinn borgar bóndanum fyrir störf hans. Það að fela sannleikann í orðavaðli og embættismálfari er hins vegar gamalkunnug að- ferð kerfiskalla til að slá ryki í augu almennings. Það sorglega er hins vegar að sami skattgreiðandi verður líka að borga sama bónda fyrir vömna sem hann framleiðir, hvað sem um vömna verður. Þegar varan er að lokum urðuð út á öskuhaug- um, hefur bóndinn fengið sitt fyrir dagsverkið en skattgreiðand- inn ekki neitt. Og aftur þarf sami skattgreiðandi að taka upp vesk- ið þegar hann fer út í búð að kaupa sér í matinn. Hann má ekki kaupa innflutt soðið kjöt, ekki innflutt gænmeti, ekki útlend egg eða mjólkurafurðir, ekki einu sinni erlent margarín á viðráðan- legu verði, því það þarf að passa upp á að bóndinn fái alltaf sitt, hann sé vemdaður bak og fyrir og komist þess vegna aldrei til vits né þroska sem framleiðandi og söluaðili. Þetta er kerfi sem skattgreiðandinn vill ekki lengur taka þátt í, neytandinn fyrirlítur og hatar og bóndinn vill einnig losna úr þessum sömu höftum. Hvetjir vilja þá þetta geggjaða kerfi? Svarið er það sama og fékkst í fyrrum Sovétríkjunum: Kerfið sjálft. Það em kerfiskall- amir, þeir sem hafa hag af því að viðhalda lönguvitleysunni: Menn eins og formaður Stéttarsambands bænda, menn eins og allir embættismenn landbúnaðarkerfisins, möppudýrin í land- búnaðarráðuneytinu, starfsmenn allra þeirra stofnana sem land- búnaðurinn hefur komið upp og pólitískir seppar þeirra: Fram- sóknarmenn allra flokka. Viðskiptaráðherra þarf ekki að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja sannleik- ann. Þeir sem þurfa að biðja þjóðina afsökunar em menn eins og Haukur Halldórsson og aðrir kerfiskallar landbúnaðarins. Og þeir þurfa ekki aðeins að biðjast afsökunar fyrir einstök ummæli heldur fyrir áratugalangt haftakerfi sem hefur gert bændur að omögum.og íslendingaað fátæJkustu neytendum Evrópu._.. Önnur sjónarmið. NEYTENDUR OG FIMMFLOKKURINN Blekkingar stjómvalda „Neytendur í hafti en þekkja ekki skaðann“ er fyrirsögnin á BAK- SVIÐS-grein i Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag. Það er Benedikt Stefánsson sem þar skrifar um harð- orða skýrslu sem Peter Sutheriand, framkvæmdastjóri GATT, sendi frá sér í ágústmánuði. Skýrsluhöfundar segja að hagur neytenda sé oftast fyrir borð borinn þegar stefna í utan- ríkisviðskiþtum er til umræðu. Þrátt fyrir að neytendur séu fjölmennasti þjóðfélagshópurinn þá séu áhrif framleiðenda og skipulagðra þrýsti- hópa ávallt þyngri á metunum. Ástæðan er sú að neytendur eru illa upplýstir um áhrif hafta á verð, fram- boð og gæði. Almenningur gerir sér litla grein fyrir hinni miklu kjara- skerðingu sem hann verði fyrir vegna þessa. Sorglegasta staðreyndin í viðskipta- haftaumræðunni er að höft sem þessi koma verst við pyngju þeirra er lökust hafa kjörin, þar sem þarna er oftast um að ræða nauðsynjavör- ur. Benedikt bendir ísiðari hluta greinar sinnar á að takmarkanir á innflutningi séu gjarnan réttlættar með því að þær verndi störf í iðnaði eða landbúnaði. Sérfræðingar GATT benda hinsvegar á að kostnaður al- mennings afþví að vemda hverstarf er yfirleitt hærri en laun viðkomandi starfsmanns. Lítum á fyrri hluta BAKSVIÐS-greinar Benedikts: „Það er löngu tímabært að stjóm- völd um allan heim geri neytendum grein fyrir því hversu dýru verði vemd innlendra framleiðenda gegn erlendri samkeppni er keypt,“ segir Peter Sutherland framkvæmdastjóri GÁTT (Almenna samkomulagsins um afnám tolla og viðskiptahindr- ana) í skýrslu sem birt var í Genf í ágústmánuði. Sutherland telur að neytendur séu vísvitandi beittir blekkingum um að innflutningshöft séu til vemdar atvinnu og vömgæð- um meðan upplýsingum um hið gagnstæða sé stungið undir stól. Skýrslan er óvenju skorinorð, ef mið er tekið af því efni sem al- þjóðastofnanir birta að jafnaði. Undirtitill er „Svikamyllan - eða hvemig ríkisstjómir kaupa atkvæði með fé skattborgaranna." Suther- land segir brýnt að vekja almenning til umhugsunar um viðskiptahöft og hag þeirra af því að þeim verði af- létt. Stjómvöld reyni að telja kjós- endum trú um að innflutningshöml- ur og styrkir til innlendra fyrirtækja skapi atvinnu, en láti hjá líða að lýsa þeim skaða sem auknir skattar og hærra vömverð veldur. Þau rök em gjaman notuð til þess að styðja bann við innflutningi landbúnaðarvara að það auki gæði og vöruvöndun. Ein af athyglis- verðari niðurstöðum skýrslunnar er hinsvegar að fijáls verslun með landbúnaðarvömr og niðurfelling styrkja muni auka framboð á afurð- um sem framleiddar em á lífrænan hátt. Iðnríkin stuðli með niður- greiðslum að hömlulítilli fram- leiðslu afurða sem krefst mikils áburðar, skordýraeiturs, sýklalyfja og hormóna. Ef niðurgreiðslur féllu niður myndi landbúnaður sem er síður háður tilbúnum áburði og eit- urefnum eiga auðveldara uppdrátt- ar.“ Hefnd kúgaðra neytenda Einn er sá maður íslenskur sem hvað harðast hefur skrifað gegn nú- verandi landbúnaðarkerfi. Þetta er auðvitað Jónas Kristjánsson, rit- stjóri DV, sem farið hefurgeyst und- anfarið og hlakkað yfir þeim brestum er tekið hafa að myndast í stofnana- múr landbúnaðarins. Sem dæmi um þetta skulum við skoða niðuriag leiðara Jónasar í siðasta laugardags- blaði DV. Veitið síðustu tveimur málsgreinunum sérstaka athygli. Jónas virðist vera farinn aö boða byltingu á fleiri en einu sviði: Nú skal fimmflokkurinn fá að skjálfa afótta við hefnd kúgaöra neytenda og skattgreiðenda: „Ríkið ákveður ekki fyrir hönd neytenda og skattgreiðenda, hvaða vömr þeir noti og ljármagni. Fólk' fær sjálft að velja sér gallabuxur, innlendar og erlendar, dýrar og ódýrar, vandaðar og lélegar, með þessu vömmerkinu eða hinu. Þetta valfrelsi ætti einnig að gilda um bú- vöm. Okkur hefur miðað áleiðis, þótt hægt fari og umræðan sé orðin ára- tuga gömul. Hagfræðingar, sem ekki em bundnir hagsmunatengsl- um, hafa látið meira en áður í sér heyra. Andófið er ekki lengur bundið við örfáa menn. Fyrr eða síðar hljóta vamir keifisins að bila. Fólk er smám saman að átta sig á, að ríkisstuðningur og innflutn- ingsbann stríðir gegn hagsmunum þess. Þeim Ijölgar, sem telja eðli- legt, að fólk njóti markaðslögmála á þessu sviði sem öðmm. Næsta skref er, að þessi viðhorf leiði til raunvemlegra átaka í stjómmálum. Sem þrýstihópur getur almenn- ingur greitt atkvæði í prófkjömm gegn þingmönnum og í kosningum gegn flokkum, sem gagnast ekki í frelsisbaráttunni eða hafa reynzt henni beinlínis andvígir í reynd. Sigur hefst ekki, nema skipt sé út mönnum og flokkum í pólitíkinni. Þegar fimmflokkurinn fer að skjálfa af ótta við hefnd kúgaðra neytenda og skattgreiðenda, er fyrst hægt að búast við, að þrýstingurinn leiði til niðurskurðar." „Það er löngu tíma- bœrt að stjómvöld um allan heim geri neyt- endum grein fyrir því hversu dýru verði vernd innlendra fram- leiðenda gegn erlendri samkeppni er keypt, “ segir Peter Sutherland framkvæmdastjóri GATT. „ Þegar fimmflokkurinn fer að skjálfa afótta við hefnd kúgaðra neyt- enda og skattgreið- enda, erfyrst hægt að búast við, að þrýsting- urinn leiði til niður- skurðar, “ skrifar Jónas Kristjánsson í DV-leiðara. finnóll 8. september Atburðir dagsins 1888 - Fyrstu deildarleikirnir spilaðir í „ensku“. 1916 - Wilson forseti lofar konum atkvæðisrctti. 1943 - ítalir gefast upp fyrir Bandamönnum. 1974 - Gerald Ford náðar Nixon fyrir Watergate. AJmœlisdagar Ríkharður I. Ljónshjaría - 1157 Englandskonungur. Antonin Dvorak -1841 Tékkneskt tónskáld. Peter Sellers -1925 Enskur krikmyndaleikari. Málsháttur dagsins „Sorgfullur hugur gerir sár augu og svíðandi brá." Málsháttasöfn Hallgríms Sche- vings. Boðsrit Bessastaðaskóla 1843 og 1847. 1504- „Davíð“ eftir Michelangelo afhjúpaður Flórcns afhjúpuði í dag stórkost- legt tákn um sjálfstæði borgarinn- ar frá voldugum nágrönnum hennar. Flórenski myndhöggvar- inn Michelangelo Buonarotti (29 ára) leyfði engum að sjá hina mögnuðu 4 metra háu marmara- styttu fyrr en hún var afhjúpuð. Það tók Michelangelo 3 ár að höggva út styttuna. filþýðublaðið 8. sept. 1987 Auglýsingahrollvekja LEH3ARINN: „Morgunblaöið birti kynduga auglýsingu síðastliðinn sunnudag. Auglýsingin var upp á heilar átta síður og í fjórlit. Auglýsendur voru Landssamband iðnaðarmanna, Iðntæknistofnun Islands, Félag ís- lenskra iðnrekenda og Iðnaðarráðuneytið. Auglýsingin bar yfirskrift- ina ÍSLENDINGAR - SAMTAKA NÚ og var eins konar heróp og hvaming til þjóðarinnar um að gera bctur eða með öðrum orðum að auka framleiðnina í landinu. Nú er í sjálfú sér ekkert athugavert að menn skili góðri vinnu og séu áhugasamir um að leggja sitt af mörk- um svo þeirra hagur og þjóðarinnar sé sem vænstur. En hitt hlýtur að skjóta skökku við, þegar efni átta síðna auglýsingar í stærsta dagblaði þjóðarinnar beinir spjótum nær eingöngu að vinnandi fólki en hirðir ekki að ræða um stjómun fyrirtækja eða jreirra sem með fjármagn fyr- irtækjanna fara. Auglýsingin beindi kastljósi sínu að fimm manna fjölskyldu og ít- rekaði að hver einstaklingur hefði ákveðnu hlutverki að gegna í þjóð- félaginu og þannig hefðu þeiráhrif á ffamleiðni þjóðarinnar." ALÞÝÐUBLAÐB þriðjudaginn 8. september 1987 ÚTGEFANDI: Blað hf. - RITSTJÓRI: Ing- ólfur Margeirsson - RITSTJÓRNAR- FULLTRÚI: Jón Daníelsson - BLAÐA- MENN: Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og Örn Bjamason - FRAM- KVÆMDASTJÓRI: Valdimar Jóhannes- son - SKRIFSTOFA: Halldóra Jónsdótt- ir, Eva Guðmundsdóttir og Þórdís Þóris- dóttir - AUGLÝSINGAR: Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Ólöf Heiður Þor- steinsdóttir - SETNING OG UMBROT: Filmur og prent - PRENTUN: Blaðaprent hf. filÞYBUBIliPll ,DÝR ÁÐFERÐ TIL AÐ IÁ LITLUM ÁRANGRI" Harkalegir árekstrar innan VMSI lÁenn með ita imvisku“ ===s ==L-‘5==J :^£5 HjHj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.