Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 1
MNMUIIig Miðvikudagur S.september 1993 135.TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Borgarráð: Hœtt við yyrefsingarugagnvart hafnfirskum fyrirtœkjum BORGARSTJÓRI KASTAR GRJÓTI ÚR GLERHÚSI Reykjavíkurborg hefur - líkt og Hafnarfjörður, hyglað fyrir- tækjum síns byggðarlags í verktakageiranum. Olína Þor- varðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, benti á þessa snöggu bletti á starfsemi Inn- kaupastofnunar og borgarinn- ar á fundi borgarráðs í gær. Borgarstjóri bar í borgarráði fram tillögu þess efnis að „ef önnur bæjarfélög hafa þá stefnu að útiloka utanbæjarfyrirtæki frá þátttöku í út- boðum eða aðild að verksamning- um“ þá telji borgarráð ekki rétt að leitað verði til fyrirtækja þar í bæ (hér er átt við Hafnarijörð) í lokuð- um útboðum á vegum Reykjavíkur- borgar. Afgreiðslu tillögunnar var frestað, en ekki fékkst þorgarstjóri til að draga tillöguna til baka. Hinsvegar voru borgarfulltrúar sammála um tillögu þar sem sam- þykkt er að efna til fundar með for- svarsmönnum sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu með það að markmiði að móta stefnu sem tryggir að búseta ráði ekki vali á verktökum en hagkvæmustu leiða leitað fyrir sveitarfélögin. Olína Þorvarðardóttir bókaði við þessa umræðu að borgaryfirvöldum sæmdi síst að kasta grjóti úr gler- húsi að öðrum sveitarfélögum. Skattsvik tryggingalœknanna jjögurra Ríkissaksóknari bíður eftir Yfirskattanefnd - formaðurinn segist ekkert vita um málið Mál fjögurra trygginga- lækna við Tryggingastofnun ríkisins, sem taldir eru hafa svikið milljónatugi undan skatti, er á hægferð gegnum kerfið. ALÞYÐUBLAÐH) kannaði í gær hvar málið er statt. Hjá Ríkissaksóknara var blaðinu ' tjáð að rannsóknar skýrsla RLR íægi vissulega fyrir hjá embættinu. En ekkert yrði aðhafst fyrr' en Ýfir- ,, skattanefnd heftir afgreitt málið fyr- ir sitt leyti. Hjá Yfirskattanefnd fengust þau svör hjá formanni nefndarinnar að málið hefði ekki komið til hennar kasta, og ekki vissi formaðurinn til að skýrsla RLR um málið hefði bor- ist skrifstofu nefndarinnar. Nefndin hefur þijá mánuði tíl að afgreiða frá sér mál. Enn mun máiið því dragast á langinn. Margir vilja álíta að mál- ið eigi að softia:í kedinu. Því neitar fulltrúi Ríkissaksóknara einarðlega. ('» / "* > 1 *V . ; ‘ ' ‘- Sjá fréttaskýringu " 1 á bláðs iðu 5 Borgarstjóri hefði lýst því yfir í sumar, fyrstur forsvarsmanna sveit- arfélaga, að Reykvíkingar mundu öðrum fremur sitja að atvinnutæki- færum innan borgarmarkanna. „Þá eru þess mörg dæmi í Reykjavík að stór verkefni séu af- hent verktökum án útboða. Skemmst er að minnast mikilla ffamkvæmda vegna hitalagna í Kvosinni, sem Istak fékk í sinn hlut án undangengins útboðs. Fáeinum mánuðum áður var Armannsfelli afhentur síðasti áfangi öldmnar- íbúða við Lindargötu. Hvort tveggja verkefni upp á mörg hundr- uð milljónir króna“, bókaði Olína. Hvatti Ólína til að forsvarsmenn borgarinnar og Innkaupastofnunar Reykjavíkur segðu sem minnst í þessu máli, en reyndu frentur að halda uppi friðsamlegum samskipt- um við nágrannasveitaifélögin með eðlilegu samráði á borð við það sem samþykkt hafði verið í borgarráði. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR: Bókaði í borgarráði að borgarjfir- völdum sæmdi síst að kasta grjóti úr glerhúsi að öðrum sveitarfclögum. Borgarstjóri hefði lýst því yfir í sum- ar, fyrstur forsvarsmanna sveitarfc- laga, að Reykvíkingar mundu öðrum fremur sitja að atvinnutækifærum innan borgarmarkanna. Alþýdublaösmynd / Einar Ólason. GEGGJAÐ KERFI Hverjir vilja þá þetta geggjaða kerfi? Svarið er það sama og fékkst í fyrrum Sovétríkjunum: Kerfið sjálft. Það eru kerfiskali- arnir, þeir sem hafa hag af því að viðhalda lönguvitleysunni: Menn eins og formaður Stéttarsambands bænda, menn eins og allir embættismenn landbúnaðarkerfisins. Viðskiptaráðherra þarf ekki að biðjast afsökunar á ummælum sín- um. Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja sannleikann. Þeir sem þurfa að biðja þjóðina afsökunar eru menn eins og Haukur Halldórsson og aðrir keríiskallar landbúnaðarins. - Sjá leiðara á blaðsíðu 2 SKÍTKAST ALDARINNAR Búist er við miklum og heiftugum átökum milli stuðnings- manna Jeltsíns og íhaldsmanna í þingbyrjun nú í haust. Undir- búningur orustunnar er þegar hafinn og það er ljóst hver verða vinsælustu skotvopnin: skítur, og nóg af honum. I skítkastskeppni sem ekki hefur átt sína líka í sögu Rússlands, hafa embættismenn úr báðum íylkingum rembst við að saka hvom annan u;n glæpi, allt frá fjárdrætti og landráðum til morðtilrauna. Ekki líður sá dagur án þess að einhver sé sakaður um leynileg símtöl eða um að eiga hulinn bankareikning t Sviss, - Sjáfréttaskýringu á blaðsíðu 4 Samkeppnisstofnun gerði könnun á verðlagi í fjölda stórmarkaða og hverfaversl- ana í síðasta mánuði. Sams- konar könnun var gerð í apr- flmánuði og miðað við hana hefur lösbjörgin hækkað að meðaltali um 3,7 % á þessum fjórum mánuðum. Kannanir þessar náðu til 170 vöruteg- unda í 30 matvöruverslunum, stórmörkuðum og hverfa- verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Kannaðar voru ýmsar nýlenduvörur, land- búnaðarafurðir, drykkjar- föng og hreinlætis- og snyrti- vörur. Ekki aðeins var kann- að verð á merkjavörum svo- kölluðum, heldur einnig vör- um sem einstaka verslanir flytja inn sjálfar. Samkeppnisstoftiun bendir á að frá því aprílkönnunin var gerð, var gengi íslensku krónunnar fellt um 7,5% og hefur það augljós áhrif til verðhækkunar, að meðaltali 3,7% svo sem fyrr segir. f einstaka búð- um var hækkunin á tímabilinu frá 0,3% og upp í 6,5%. Kjötvörur lækkuðu að jafnaði um 0,2% upp í 6.8% á þessu tímabili, nema kjúk- lingar og kjötfars, sem hækkaði í verði um rúmlega 3% að meðaltali. Sem dæmi um verðbreytingar nefnir stofnunin hveití, sykur, mjöl, gtjón og pastavörur sem hækkuðu að jafnaði um 2,6%; kex hækkaði um 4,8%; morgunverðarkom um hvorki meira né minna en 7,5%, niðursuðuvara um 3,7%; kaffi um 5,4%; þvottalögur og hreingem- ingalögur um 8,3% og bleiur um 5,1%. IVIÁ BJÓÐA ÞÉR í DAIUS? • KEMIUSLA HEFST PRIÐJUDAGINN 14. SEPT. • KENNSLUSTAÐIR • Reykjavík Brautarholt 4, Ársel, Gerðuberg, Fjörgyn og Hólmasel. • Mosfellsbær • Hafnarfjörður • Innritun í síma 91-20345 frá kl. 15 til 22 að Brautarholti 4. • Suðurnes Keflavík, Sandgerði Grindavík og Garður. • Innritun í sima 92-67680 frá kl. 21.30 til 22.30. • Kennum alla dansa Samkvcemisdansa, gömlu dansana, rock 'n 'roll, tjútt og nýjustu freestyle dansana. • Aukatimar fyrirþá sem vilja taka þátt í íslandsmeistarakeppni. • Einkatimar Sértímarfyrir "prívathópa". • Börn 3 - 4 ára Léttar hreyfingar og leikir sem örva hreyfiþroska. • Barnahópar - Unglingar - Fullorðnir ■ Hjón ■ Pör Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri Systkinaafsláttur -fyrsta bamfullt gjald, annað barn hálft gjald, þriðja barn og þar yfir frítt. Aukaafsláttur efforeldrar eru einnig í dansnámi. Þrautþjálfaðir kennarar með mikla reynslu og þekkingu á dansi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.