Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. september 1993 LEIKHUS, STUTT & ANNAÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Pé-leikliópurinn í íslensku Óperunni ,)FIS: O KAR Á ÞÚRRU LAN Nýr íslenskur ólíkindágamanleikur ÍDI“ Pé-Ieikhópurinn frumsýndi nýtt ís- lenskt Ieikrit „Fiska á þurru landi“ á Listahátíð í Hafnarfirði þann 16. júní síð- astliðinn. Þetta er ólíkindagamanleikur sem Árni Ibsen samdi sérstaklega fyrir leikhópinn og Listahátíð. Sýningin hlaut einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Þar sem viðtökur voru svo góðar sem raun bar vimi (og hætta þurfti sýningum fyrir fullu húsi í sumar) hefur leikhópurinn ákveðið að taka sýninguna upp aftur í Is- lensku Óperunni núna í septembermánuði. Því miður verða aðeins örfáar sýningar þar sem leikarar og aðrir aðstandendur sýning- arinnar þurfa að sinna öðrum verkefnum. Andrés Sigurvinsson leikstýrði verkinu, tónlist samdi Hilmar Örn Hilmarsson, leikmynd hannar Úlfur Karlsson, búninga- hönnuður er Helga Rún Pálsdóttir og um lýsingu sér Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikendur em þau Guðrún Ásmundsdótt- ir, Aldís Baldvinsdóttir, Ólafur Guð- mundsson og Ari Matthíasson. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að tveir ólíkir heimar mætast í afskekktu þorpi úti á landi með þeim afleiðingum að líf flestra persónanna gerbreytist. Leikurinn fer fram á greiðasölu staðarins þar sem Emma hin fjölkunnuga ræður ríkjum og Knútur hinn lítilláti púlar við eldhús- og heimilisstörfm. Þegar Gummi og Gúa - unga sæta parið - koma að sunnan fara að gerast afar undar- legir hlutir. Hver er Emma? Hvað veit hún mikið? Er Knútur auli eða er hann misskil- inn snillingur? „Missir hann sveindóminn?" Er Gummi uppi - eða er hann niðri? Er Gúa skötuselur í konulfki? Fyrsta sýning verður föstudaginn 10. september og önnur sýning laugardaginn 11. september. Báðar sýningamar hefjast klukkan 20.30. Miðasala er opin daglega í íslensku Óperunni frá klukkan 17 til 19 og sýningardaga til klukkan 20.30. Miðapant- anir í síma 11475 og 650190. Boðið er upp á hópa- og skólaafslætti. „FISKAR Á ÞURRII LANDI" Í ÓPERUNNI Andrés Sigurvinsson leikstjóri (tii hægri) ásamt Áma Ibscn höfundi vcrksins. Mynd/ Spessi SKÓSÖFNUN STEINARS WAAGE Yfir 100 rusiapokar af skóm hafa safnast og við bætast 15 til 20 pokar á hvcrjum dcgi. Skildi þctta einmana skópar sem skildið var eftir á hafn- arbakkanum í Reykjavík siást í hópinn við tækifæri? Fuilur gámur af skóm verður sendur utan eftir mánuð. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason BARNAÞRÆLKUN Við fslendingar sem búum við sterkt velferðarkerfi lokumst stundum af, inni í okkar „vemdaða og siðmenntaða heimi“. Tökum sem dæmi: alltaf skal það heyrast annað slagið að Islendingar eigi ekki að skipta sér af vandamálum annarra ríkja á meðan þjóðarhallinn sé svo og svo hár og þorskurinn bregðist trekk í trekk. Við eigum nóg með okkur sjálf. Hörmulegt að heyra svona sjónarmið í landi sem stærir sig af fordóma- leysi og háu stigi siðmenntunar. Við megum ekki gleyma hlutum eins- og þeirri sorgleg staðreynd að bamaþrælkun er algengt fyrirbrigði í mörgum löndum. Hugsið ykkur, heilu þjóðfélögin byggjast meðal ann- ars upp á því að bömin fari komung að vinna erfiðisstörf! Alþjóðlega stórblaðið Newsweek birti á sínum tíma þessa mynd af litlum dreng sem vann þá við múrsteinagerð í framstæðri fabrikku í einu Suður- Ameríkulandinu. Hvað skyldi hafa orðið um hann? Gleymdur? STUTTFRÉTTIll Drævþrú hjá Dónaldi Mikil ameríkanisering er í gangi í Reykjavfk þessa stundina. Senn líður að því að menn vita ekki almennilega hvort borgin er íslensk eða amerísk. Bfiar aka um borg- ina á miklum hraða með Dómínós-pizzur, og nú er McDonalds að opna hamborgara- stað með al-amerískum skiltum. „Drive-Thru“ er varla sæmandi sem leiðbeining til íslendinga. Var Kóka Kóla ekki gert skylt að taka niður skilti með amerísku slagorði um árið? Hjónin að Brckkubyggð 8 hafa unnið vel við að rækta garðinn sinn svo scm sjá má. Mynd Garðapóstuiinn. Fallegt umhverfi Hjónin Katla Kristinsdóttir og Guðmundur Þórmundsson að Brekkubyggð 8 í Garðabæ fengu viðurkenningu bæjarfélagsins fyrir snyrtilegt umhverfi, segir Garða- pósturinn, bæjarblað Garðabæjar. Garðar og garðagróður á höfuðborgarsvæðinu hef- ur dafnað sem aldrei fyrr í stillum og blíðviðri sumarsins og gróður stendur enn í full- um blóma þótt haustið sé komið samkvæmt almanakinu. 5.000 fleiri útlendir ferðamenn Sumarið sem nú er liðið færði okkur nærri fimm þúsund fleiri ferðamenn frá út- löndum en í fyrra. Það munar um slíka aukningu. Ferðum íslendinga til útlanda hefur hinsvegar fækkað um 2.500 manns frá áramótum til ágústloka. Alls hafa komið hing- að til lands 121.198 útlendir ferðamenn, en 91.810 íslendingar hafa hlcypt heimdrag- anum það sern af er ári. Tsjaíkovskíj hjá MÍR Kvikmyndasýningar Menningar- tcngsla íslands og Rússlands - MIK - hefjast á sunnudaginn með sýningu á myndinni „Tsjaíkovskíj", en hún fjallar um tónskáldið góða, ævi þess og störf. Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá dauða tónskáldsins. MÍR mun sýna tvær gamlar, sovéskar óperumyndir, byggðar á verkum lónskáldsins, næstu sunnudaga á cftir, „Évgeníj Onégirí‘ þann 16. sept- ember og .,Spaðadrottninguna“ þann 26. september. Ókeypis aðgangur er að sýningunum, þær hefjasl kl. 16 á sunnu- dögum. Valdabarátta í uppeldi Haustnámskeið er að hefjast á vegum fyrirtækisins Samskipti.frœðsla og ráðgjöfsf. Fjallað verður um samskipti foreldra og bama, hvemig hægt er að ala upp ábyrgðar- kennd, sjálfstæði og tillitssemi hjá bömum og komast hjá stöðugri „valdabaráttu" í uppeldi. Aðferðimar sem námskeiðið byggist á em sóttar til sálfræðingsins dr. Thom- as Gordon. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sálfræðingamir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð. Hver pissaði í garðinn? Fjölmiðlaumræða getur oft verið spaugileg. Núna þratta Dagur og Víkurblaðið á Húsavík um það hvort það hafi verið húsvísk ungmenni eða einhver önnur, sem piss- uðu í skrúðgarða á Akureyri í sumar. Víkurblaðið heldur því fram að Dagur hafi eng- ar vísindalegar sannanir fyrir því hvaðan pissaramir em og telur heimapissara hafa verið að verki. „Við krefjumst sannana, en vísum málinu ella til siðanefndar Katta- vinafélagsins", segir Víkurblaðið. Dagur á næsta leik. Nýr búnaöur - verra vatn í Bœjarins besta á isafirði er haft eftir Smára Ilaraldssyni, bæjarstjóra að leitað verði skýringa hjá framleiðendum nýs vatnshreinsibúnaðar, sem settur hefur verið upp og valdið hefur vonbrigðum. Vatnið er semsé enn óhreint, jafnvel verra en fyrr. Blaðamaður BB segist hafa séð fimm sentimetra langa orma í síunum sem em í hús- unum. Dærni séu um að skipta hafi þurfit um síur í húsunum á tveggja vikna fresti, og þær þá nánast svartar af saur og öðmm óhreinindum. Nú spyijum við hvort ísfirðing- ar hafi ekki meira en nóg af hreinu vatni við bæjardymar, í göngunum sem þar er ver- ið að bora gegnum ijöllin. Úr kvikmyndinni um Tsjaíkovskíj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.