Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ERLENÐ MALEFNI Miðvikudagur 8. september 1993 Deilur umbótasinna og íhaldsmanna í Rússlandi Með skít að vopni Búist við miklum og heiftugum átökum milli stuðningsmanna Jeltsíns og íhaldsmanna íþingbyrjun núí haust Undanfamar þrjár vikur hefur Boris Jelt- sín lofað gagngerri orrustu þegar stjórn- málamennirnir snúa aftur úr sumarfríum sínum nú í septemberbyrjun. Undirbún- ingur orustunnar er þegar hafinn og það er Ijóst hver verða vinsælustu skotvopnin: skítur, og nóg af honum. í skítkastskeppni sem ekki hefur átt sína líka í sögu Rúss- lands, hafa embættismenn úr báðum fylk- ingum rembst við að saka hvorn annan um glæpi, allt frá fjárdrætti og landráðum til morðtilrauna. Ekki líður sá dagur án þess að einhver sé sakaður um leynileg símtöl eða um að eiga hulinn bankareikn- ing í Sviss. Svo mikið hefur borið á ásök- unum um spillingu æðstu manna í stjórn- kerfinu að jafnvel helstu andófsmönnum þykir nóg um. Spillim* er vaxandi iðngrein Svindl og sukk var alltaf landlægt í rússneska embætt- ismannakerfinu. En nú á tím- um breytinga í átta að frjálsu markaðshagkerfi er hægt að tala um spillingu sem vaxandi iðngrein. Rannsakendur í Kreml tala um pýramída spillingar, þar sem hundruðir einkafyrirtækja á grunni pýr- amídans hafa um skeið staðið í ólöglegum viðskiptum með olíu og dýrmæta málma, vernduð af örfáum embættis- mönnum á toppnum. Sumir valdamestu stjómmálamann- anna eru sagðir draga sér stór- fé úr sjóðum ríkissjóðs og koma þeim fyrir í erlendum bönkum. En herferðimar gegn spillt- um embættismönnum em oft á tíðum illa duldar pólitiskar nornaveiðar. Ihaldssamir andstæðingar Jeltsíns hafa beint spjótum sínum að um- bótasinnum, sem hafa vísvit- andi misnotað vald sitt í eigin þágu. Stuðningsmenn Jeltsíns vísa allri gagnrýni á forsetann á bug og telja að gagnrýnend- ur séu aðeins í þessu stríði við ríkisstjómina til að hindra umbótastefnu hennar. „Alvarlegt brot af siðferðislegum toga“ Hingað til hefur Jeltsín staðið utan víglínunnar og lát- ið öðmm eftir skítverkin. Hann lýsti yfir, þó ekki í smá- atriðum, að hann hefði sett saman aðra áætlun um að binda enda á óútkljáða stjóm- arskrárbaráttu milli Kremlar og hins íhaldssama þings. Þrátt fyrir að hann hafi hótað að efna til kosninga - með eða án samþykkis íhalds- samra þingmanna - gætu til- raunir til að losna út úr sjálf- heldunni sem valdataflið er í verið komið af sporinu vegna vaxandi spillingar. Rússneski forsetinn hefur líkt þessu við „krabbameinsæxli" étandi sig inn í „efsta þrep stjómkerfis- ins.“ Sá fyrsti til að fjúka var ör- yggismálaráðherrann, Victor Barannikov, sem Jeltsín rak fyrir „alvarlegt brot af sið- ferðilegum toga,“ og olli það foráttuhneykslan stuðnings- manna Barannikovs á þing- inu. Jafnvel sumir umbóta- sinnar eins og utanríkisvið- skiptaráðherrann, Sergei Glazyev, em reiðir yfir því hvemig staðið hefur verið að rannsóknum. Hann sagði af sér á þeim forsendum að hon- um hefði verið ýtt út úr emb- ætti af mafíugengi sem hafði staðið gegn tilraunum hans til að hafa stjóm á gróða fárra aðila af eftirlitslausum út- flutningi á hráefnum. Ríkis- stjómin hafnaði afsagnar- beiðni hans, en Jeltsín og hans menn vom greinilega hund- óánægðir með það að hinum unga umbótasinna hafði færst of mikið kapp í kinn í barátt- unni við spillingarvandann. Andrei Kozyrev, utanríkis- ráðherra, viðraði áhyggjur sínar af því að innbyrðisátök stjómarmeðlima skyggðu á mál er vörðuðu afglöp í starfi. Rutskoi í vondum málum I sigtinu hjá rannsóknar- mönnunum frá Kreml er and- stæðingur forsetans til langs tíma, varaforsetinn Alexander Rutskoi. I síðustu viku sýndi nefnd á vegum forsetans það sem hún kallaði undirskrift hans á samningi sem fól í sér óútskýrða millifærslu á ríkis- fé, þremur milljónum dollara. Peningunum hafði að því er virtist verið beint úr féhirslum Jeltsín berst við að verja stöðu sína mitt í öllu skítkastinu í Rússlandi. Kasbúaltov þingfor- seti og einn helsti andstæðing- ur Jcltsíns hangir vinstra meg- in og hinn kappinn er vand- ræðagepillinn Rutskoi, vara- forseti Rússlands. ríkisins, upphaflega eyma- merktu kaupum á bamamat, inn á erlendan bankareikning fyrirtækjakeðju Seabego, sem sakað hefur verið um að flytja fé Kommúnistaflokksins inn á reikninga á Vesturlöndum. Einn nefndarmeðlima, Andrei Makarov, lagaráðgjafi Jeltsíns, hefur einnig elst við annan fyrrum bandamann forsetans, Valentin Step- ankov, æðsta saksóknara Rússlands. Makarov heldur því fram að Stepankov hafi bmggað honum launráð til að ónýta rannsóknir manna Jelt- síns á spillingarmálum. Sönn- unargögn í málinu vom seg- ulbandsupptökur af meintu símtali Makarovs, en flestum Rússa finnst þetta segulband óskiljanlegt. Rutskoi og Stepankov hafa neitað öllum sakargiftum. Varaforsetinn sakaði nefnd- ina fyrir að reyna að gera hann að „æðsta guðföður landsins", en hann er varla í stöðu til að kasta steinum. Aður en Jeltsi'n vék hinum uppreisnarsinnaða Rutskoi úr stöðu sinni sem yfirmaður þeirrar sömu nefndar sem nú leitar uppi glæpamenn hafði hann reynt að tjömbera menn Jeltsíns. Hann ásakaði um- bótasinna úr röðum Jeltsíns opinberlega um að ráðskast með eignir ríkisins og sagðist hafa fulla „tösku“ af sönnun- argögnum. I kjölfarið lét hann fara fram rannsókn á meint- um fjárdrætti aðstoðarforsæt- isráðherra Jeltsíns, Vladimir Shumeiko, sem neitaði þess- um ásökunum. Hingað til hafa engin af þessum spilling- armálum farið fyrir rétt. Sleppur einhver með ófTekkaö mannorð? Margir Rússar velta því fyrir sér hvort einhver muni koma út úr þessu skftkasti með óflekkað mannorð. Ekki þó vegna þess að Rússar séu sérstaklega gáttaðir á því að heyra spillingarsögur af mönnum á hæstu stöðum. Spilling er svo landlæg að borgarar eru vissir um einn hlut: allt tilfinningaríkt tal um upprætingu á spillingu í stjómkerfmu er og verður innantómt. Þeir hafa að mestu leyti leitt hjá sér hneykslis- málin með þreytulegum axlaypptingum og haldið áfram að bisast við að láta þeirra eigin enda ná saman. - GB / Byggl á TIME

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.