Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. september 1993_ _______FRETTASKYRING_________________ ___________ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Skattsvik tryggingalœknanna / TUGMILL ONA SKATTS VI K / " r A HÆGFER] Ð GEGNUM K ERl FIÐ Skattsvik fjögurra lækna, þar af tveggja hjá Tryggingastofnun ríkisins, eru enn á borðum Ríkissaksóknara. Að sögn Sigríðar Jósefsdóttur, fulltrúa stofnunarinnar, er beðið eftir úrskurði Yfirskattanefndar, sem hún sagði vera með mál læknanna til umfjöllunar í kjölfar rannsóknarskýrslu Rannsóknarlögreglu ríkisins. Yfirskattanefnd ákveður meðal annars sektargreiðslur vegna skattsvika. Læknarnir sitja allir í störfum sínum hjá Tryggingastofnun, auk þess að sinna aukastörfum fyrir trygg- ingafélögin og fleiri aðila. Ríkissaksóknari: Bíður eftir Yfirskattanefnd „Meðan ekki hefur verið gengið frá mál- inu hjá skattayfirvöldum getum við ekkert aðhafst í málinu“, sagði Sigríður. Hún sagði ennfremur að hér væri um að ræða fjögur mál, afar mismunandi að vöxtum, en enn- ffemur kynni að verða um fleiri læknamál að ræða í kjölfarið. Skattayfirvöld hefðu upphaflega leitað til RLR um rannsókn á at- ferli læknanna, enda höfðu þeir í engu sinnt fyrirspumum skattstofa um laun sín. Yfirskattanefnd: Kannast ekki við málið Ólafur Ólafsson, formaður Yfirskatta- nefndar, tjáði blaðinu í gær að málið hefði ekki komið fyrir á fundum nefndarinnar, og í rauninni kannaðist hann ekki við að málið væri hjá nefndinni, eða að það hafi borist til skrifstofu hennar. Hann sagði að Yfir- skattanefnd hefði þrjá mánuði til að af- greiða mál frá sér. „Það er ekkert óvenju- legt við þessa afgreiðslu“, sagði Ólafur. En almenningi er farið að blöskra seina- gangurinn í rannsókninni og vill leggja út af því á ýmsa vegu. Ljóst er þó að mál þetta, skattsvik upp á ótrúlega háar íjárhæðir, 40-50 milljónir króna samkvæmt Alþýðu- blaðinu 29. aprí! síðastliðinn, virðist sitja fast í einhverri kerfisstíflunni. hvemig svo sem það má nú vera. Efasemdarmennimir í sundlaugapottun- um segja að málið fái að sofna, kerfið sjái til þess. Sigríður Jósefsdóttir mótmælir slíkum kenningum. Hinsvegar er erfitt að skilja hversvegna Ríkissaksóknari þarf að bíða eftir úrskurði Yfirskattanefndar, þegar skýrsla RLR liggur opin fyrir á skrifstofu hans. An efa finnast þó svör við því, eða hvað? Yfirlæknirinn: Engin skattsvik Mál þetta opnaði Dagblaðið Vísir fyrir nærri tveim ámm og hefur síðan fylgst bærilega með silalegum ffamgangi máls- ins. Aðrir skattsvikarar em afgreiddir á mun snaggaralegri hátt. Fjómm mánuðum eftir að DV kom upp um skattsvik læknanna, í janúar 1992, full- yrti Björn Önundarson, yfirtryggingalækn- ir, sá sem fékk langstærstan hluta af greiðsl- unum frá tryggingafélögunum, að enginn fótur væri fyrir því að hann hafi fengið milljónir f tekjur framhjá skattinum vegna mats á örorku á árinu 1990. Bjöm virðist ekkert kannast við skattframtal sitt, sonur hans, viðskiptafræðingur, hafi gert það! En annað kom á daginn. Rúmlega ári síðar, í febrúar í ár, er skýrt frá því að endurálagningu sé lokið á tekju- lægsta tryggingalækninum, Stefáni Boga- syni. Honum var gert að greiða 3,4 milljón- ir króna vegna vangreidds tekjuskatts á ár- unum 1989 til 1991. Samkvæmt þessu hafði hann skotið 8 milljón króna tekjum undan skatti. . Saklaus læknir: Oskar eftir rannsókn Tryggingaráð, æðsta yfirstjóm Trygg- ingastofnunar, vinnustaðar læknanna, sam- þykkti um þetta leyti að láta kanna hjá RLR hvað hæft væri í meintum skattsvikum „starfsmanna Tryggingastofnunar", eins og það var orðað. DV sagði að þetta orðalag hefði vakið upp hörð viðbrögð starfsfólks, sem er á annað hundrað talsins. Þetta þýddi í raun að allir starfsmenn lægju undir gmn. Um þetta leyti var RLR reyndar að ljúka við rannsókn sína og var að senda hana til Rík- issaksóknara að sögn DV. í apríl gerði embætti Ríkisskattstjóra Bimi Ónundarsyni, yfirtryggingalækni, að greiða 9,4 milljónir í skatt vegna tekna sem ekki vom gefnar upp á ámnum 1989 til 1991. Vantaldar tekjur læknisins hafa því verið allt að 20 milljónum á þessum ámm. Enn vekur seinagangurinn athygli. I rúmt ár voru meint skattsvik lœknanna í rannsókn hjá Ríkisskattstjóra og RLR. Slík ntál tekur fljótt af í flestum tilvikum. Það er því ekki að undra að almanna- rómurinn segir að kerfið vilji vernda sína menn. Einn þriggja fast- ráðinna trygginga- lækna Trygginga- stofnunar ríkisins, Jón K. Jóhannsson, skrif- aði í byrjun október 1991, bréf til ríkis- skattstjóra, þar sem hann fer fram á að embættið láti rann- saka meint skattsvik tryggingalæknanna við stofnunina. Hann vildi meina að meðan niðurstöður rannsókn- ar lægju ekki fyrir, væru allir læknar Tryggingastofnunar- innar gmnaðir. í apríl gerði embætti Ríkisskattstjóra Birni Önundarsyni, yfirtryggingalækni, að greiða 9,4 milljónir í skatt vegna tckna sem ekki voru gefnar upp á árunum 1989 til 1991. Vantaldar tekjur læknisins hafa því verið allt að 20 milljónum á þessum árum. tryggingalæknamir hafa ekki litið hlutað- eigandi sjúklinga augum. „A þetla hefur verið bent“, sagði læknirinn, „en um leið staðhæft að ekki sé um að ræða lögbrot, hvað sem menn kunna svo að segja um sið- ferðið". Grunaðir um glæp: Sitja sem fastast Mörgum er ofboðið að opinberir starfs- menn í háum trúnaðarstöðum skuli sitja undir ámæli sem þessum miklu skattsvik- urn, en eftir sem áður sitja í embættum sín- um. „Læknamir hafa ekki brotið af sér í emb- ætti sem opinberir starfsmenn, hér er um að ræða brot á skattalögunum. Því er ekkert hægt að aðhafast fyrr en saksóknari hefur kveðið upp úr í málum þessum“, sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson, formaður trygg- ingaráðs í gær. Hann sagði að ráðherra hefði samkvænit áliti ríkislögmanns, ekkert geta aðhafst í þessu máli. Jón Sæmundur sagðist viðurkenna að það væri mikið vafa- mál hvort leyfa ætti tryggingalæknum að annast verkefni af þessu tagi. Alþýðublaðið greindi frá þvf í vor að Læknafélag íslands hefði farið þess á leit fyrir yfirtryggingalækni að hann færi úr embætti sínu meðan rannsókn færi fram á máli hans. Því var hafnað. Blaðið hefur það eftir ömggum heimild- um að læknamir hafi á sinni tíð fengið leyfi þáverandi heilbrigðisráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, til að vinna þessi aukastörf. Skattsvik lœknanna vekja undrum manna jyrir fleira en þá fégrœðgi sem þarna hefur leitt þá íforaðið. Sauðsvartur almúginn, skattborgararnir, spyrja í ein- feldni sinni: Hversvegna voru aðeins þrjú ár skoðuð hjá lœknunum, þegar Ijóst er að þeir höfðu unnið þessi störf árum ogjafn- vel áratugum saman? Menn spyrja líka hvort lceknum þessum sé treystandi fyrir ákvörðunum sem kosta tryggingakerfið stórfé. Svar óskast. Læknar: Sátu ekki á sátts höfði „Þetta bréf varð til þess að Bjöm (Ön- undarson) taldi mig sinn versta fjand- manrí', sagði Jón K. Jóhannsson í gær. Hann segir að reynt hafi verið að frysta sig á vinnustaðnum, og að lokum var honum í raun bolað út úr höfuð- stöðvunum við Laugaveg og Snorrabraut og hefur nú aðsetur í húsi Sjúkrasamlags Reykjavíkur við Tryggvagötu. Jón segir reyndar að samskipti þeirra Bjöms hafi ekki byrjað gæfulega. Yfir- læknirinn hafi stungið starfsumsókn sinni undir stól. Forstjóri stofnunarinnar hafði ekki hugmynd um að Jón væri meðal um- sækjenda um starfið! Alþýðublaðið veit að á ýmsu hefur geng- ið milli þessara tveggja lækna, og Jón stað- festir það. Hann segir Bjöm hafa dreift róg- bréfum um sig til ráðherra, og hafi yfir- læknirinn mátt sæta ákúmm ráðherra fyrir það tiltæki. Jón segir að hann hafi ævinlega unnið með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir misnotkun á tryggingakerfinu. Heim- ild blaðsins, starfsmaður í heilbrigðiskerf- inu segir reyndar að ýmsir reyni slíkt, og tryggingalæknar verði að vera á varðbergi gagnvart slíku í stað þess að kaupa sér vin- Tryggingastofnun ríkisins. „Læknarnir hafa ekki brotið af sér í emb- ætti sem opinberir starfsmenn, hér er um að ræða brot á skattalögun- um. Þvi er ekkert hægt að aðhafast fyrr en saksóknari hefur kveðið upp úr í málum þessum“, sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson, for- maður tryggingaráðs. sældir með vafasömum vottorðum um ör- orku. Því miður væm allt of mörg dæmi um slík vinnubrögð, þeir væm taldir vinsælir og góðir læknar, sem skrifuðu undir hvað sem er fyrir hvem sem er. Læknar úti í bæ: Vinna verkið Læknir einn sem blaðið ræddi við sagði að sér væri fullkunnugt um að tryggingayf- irlæknir hefði unnið og ynni enn aukastörf í þágu tryggingafélaganna í vinnutíma Tryggingastofnunar og í húsnæði hennar. Að sjálfsögðu væri þetta á kostnað skyldu- starfa læknisins, sem væri mjög störfum hlaðinn. „Hitt finnst mörgum læknum aðfinnslu- verðara að hann hefur gegnum tíðina notað embættisaðstöðu sína sem handhafi allra nauðsynlegra upplýsinga, sem yfirleitt hafa verið unnar og dregnar saman af okkur, starfandi læknum úti í bæ. Þessar upplýs- ingar em síðan endurseldar á margföldu verði", sagði læknirinn og sagði að hann vissi dæmi sem benda mætti á þar sem „Hættum að reykja“ Námskeið Heilsuverndarstöðvarinnar gegn reykingum. Innritun og forviðtöl standa yfir á námskeiði gegn reykingum, sem byrjar 4. okt. 93. Upplýsingar í síma 22400 milli kl. 9-16. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur v/ Barónsstíg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.