Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ BÓKMENNTIR & SKILABOÐ Miðvikudagur 8. september 1993 Steindór Steindórsson frá Hlöðuni skilcir sennfrá sér enn einu stórvirkinu AKUREYRI - Höfuðstaður Norðurlands Á næstunni kemur út á vegum Bóka- útgáfunnar Arnar og Örlygs hf. ritverk- ið AKUREYRI - Höfuðstaður Norður- lands, eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, fyrrverandi skólameistara. Þetta er viðamikið og veglegt verk þar sem lýst er þróun byggðar, atvinnuhátta og litskrúðugs mannlífs frá upphafl og fram á okkar daga. Verkið er byggt upp á svipaðan hátt og bókaflokkurinn REYKJAVÍK - Sögustað- ur við Sund, eftir Pál Líndal borgarlögmann og Einar Amalds rithöfund, sem mikilla vinsælda hefur notið. í þeim bókaflokki er gerð grein fyrir hverri götu, einstökum hús- um sem eiga sér sögu og því mannlífi sem í þeim þreifst, og sögufrægum stöðum. Bók Steindórs Steindórssonar um Akur- eyri verður rikulega skreytt ljósmyndurn, gömlum og nýjum, málverkum, teikning- um, kortum og uppdráttum. Af þessu tilefni vill Bókaútgáfan Öm og Örlygur leita til fólks sem kynni að eiga f fómm sínum gamlar ljósmyndir, teikningar, eða annað myndefni sem tengist umhverfi bæjarins, til að fá slíkt efni léð til birtingar í verkinu. Þeir sem kynnu að eiga slikt efni eru góðfúslega beðnir um að hafa samband við Ivar Gissurarson myndaritstjóra í síma 91-68 48 66. Steindór Stcindórsson fyrrverandi skóla- meistari hrókur alls fagnaðar í níræðisaf- mæli sínu þann 12. ágúst 1992. Á tali við þcnnan cma mcistara sem nægt starfsþrekið virðist eiga eftir em Sighvatur Björgviasson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigbjöm Cunnarsson alþingismaður, sem er sonarson- ur Stcindórs. Tryggvi Gíslason núverandi skólamcistari Menntaskóians á Akureyri stendur álcngdar. Mynd / Rúnar Þór Bjömsson Sjávarhættir vid suður- ströndina Á næstunni kemurút á vegum Bókaút- gáfunnar Arnar og Örlygs hf. umfangs- mikið rit um sjávarhætti við suður- ströndina, frá Lónsheiði til Þjórsárósa, eftir Þórð Tómasson, safnvörð í Skógum. Þórður Tómasson er löngu kunnur fyrir yfirburða þekkingu sína á atvinnuhátt- um liðins tíma, jafnt til sjávar sem sveita, og slíkt verk frá hans hendi hlýtur að sæta tíðindum. Svo sem vænta má er bókin fjölþætt að efni og má þar nefna kafla um skip og skipa- smíði, farviði, áhöld og sjóklæði, útræði, gæftir og fiskigegnd, vinnu í landlegum, fisknytjar, skiptapa og mannskaða. Er þá fátt eitt nefnt. Þórður hefur um árabil safnað ljósmynd- um er tengjast efni bókarinnar og verður hún þar af leiðandi ríkulega prýdd myndum. Af þessu tilefni vilja höfundur og útgefandi leita til fólks er kynni að eiga í fórum sínum myndir er tengjast þessu efni og fá þær léð- ar til birtingar. Þeir sem kynnu að eiga slíkar myndir eða vita um þœr eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við höfundinn, Þórð Tómasson, í síma 98-7 88 42 eða ívar Gissurarson myndaritstjóra í síma 91-68 48 66. RAÐAU G LÝS I N G A R o ~ -Ló Nýr vettvangur VETRARSTARF Borgarmálaráð Nýs vettvangs er nú að hefja vetrarstarfið á ný. Fastir fundir ráðsins verða á miðvikudögum klukkan 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur; sá fyrsti miðvikudaginn 8. september. Nefndarfólk er hvatt til að mæta. Borgarfulltrúar. ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ Ný námskeið hefjast um miðjan september í Brautarholti 4. Þar er fullkomin aðstaða til kennslu og rannsókna, meðal annars vegna nýrra alhliða kirkjubókaheimilda. Upplýsingar í símum 27100 og 22275. Ættfræðiþjónustan - Ja? Sjukraliðar óskast Sjúkraliða vantar á Dvalar- og hjúkrunarrými Hornbrekku, Ólafsfirði. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 96- 62482. Skriflegar umsóknir berist fyrir 15. september nk. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Breyting á landnotkun á reit milli Hallsvegar og Gagn- vegar í Reykjavík er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Landnotkun er breytt úr helgunarsvæði/almennu úti- vistarsvæði í þjónustusvæði (miðhverfi). Uppdrættir með greinargerð verða til sýnis hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, kl. 09.00- 16.00, alla virka daga, frá 8. september til 20. október 1993. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 3. nóvember 1993. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast sam- þykkir tillögunni. GÖMLU DANSARNIR Okkar sérgrein Á mánudögum og miðvikudögum í sal félagsins í Álfabakka 14a í Mjódd. Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd. Alla mánudaga (12 tíma námskeið) Kl. 20.30.-2130 byrjendahópur þar sem grunn- spor eru kennd ítarlega. kl. 23.30-22.30 Framhaldshópur, fyrir lengra komna. Kennsla hefst mánudaginn 20. september 1993. Opinn tími og gömludansaæfing verður annan hvern miðvikudag, fyrst 22. sept. Kl. 20.30-21.30 Opinn tími - þú mætir þegar þér hentar. Kl. 21.30-23.00 Gömludansaæfing - þeir sem koma í opna tímann fá frítt. DANSIÐ ÞAR SEM FJÖRIÐ ER /UN! Innritun og upplýsingar í síma 681616. NEMENDUR FRAMHALDSSKÓLA BARNADANSNÁMSKEIÐ í Grafarvogi og Mjódd Erlendir dansar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00 í sal félagsins, Alfabakka 14a, Mjódd. Fjörugir og skemmtilegir dansar. Æfingar hefjast þriðjudaginn 21. september 1993. VERIÐ ÞAR SEM FJÖRIÐ ER Sviti og púl < m m. /.^OFNN'i'.v /UNl ^ ÞJOÐDANSARAR Mánudaga í sal Hamraskóla, Dynhömrum 9, (12 tíma námskeið) og þriðjudaga og laugardaga í sal Þjóðdansafélagsins í Álfabakka 14a, Mjódd, (12 tíma námskeið) Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd GRAFARVOGUR MJÓDD MJÓDD Mánudagur Þriðjudagur Laugardagur 3-4 ára Kl. 17.00-17.30 Kl. 17.00-17.30 Kl. 10.00-10.30 5-6 ára Kl. 17.35-18.05 Kl. 17.35-18.05 Kl. 10.35-11.05 7-8 ára Kl. 18.10-18.55 Kl. 18.10-18.55 Kl. 11.10-11.55 9 ára og eldri Kl. 19.00-20.00 Kl. 19.00-20.00 Systkinaafsláttur er 25% Kennsla hefst mánudaginn 20. september 1993 í Grafarvogi og þriðjudaginn 21. september í Mjódd. Þjóðdansaæfingar, fimmtudaga kl. 20.30. Æfingar hefjast fimmtudaginn 23. sept. 1993. Innritun og upplýsingar í síma 681616. 4>JTofNNvY /ÚNI ^ Innritun og upplýsingar í síma 681616.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.