Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 8
HANKOOK sumarhjólbaröarnlr vinsœlu *l*ga veröinu Leltiö upplýslnga og geriö verösamanburö Barðinn hf. Skútarofi 2 • simi 68 30 80 HANKOOK sumarhjólbaröarnir vinsœlu á lága veröinu Leitiö uppiýsinga og gerlö verösamanburö Barðinn hf. Skútirvogi 2 # sími 68 30 * Fyrsti McDonald’s veitingastaðurinn á Islandi opnaður áýostudaginn Fyrsta flokks gæði ó öllum sviðum - erþað sem við leggjum alla áherslu á segir Pétur Þórir Pétursson rekstrarstjÓri McDonald’s „Nú eru um níu þúsund McDonald’s staðir í Bandaríkjunum en samtals eru um 13.500 slíkir staðir í heiminum og er ísland 67. land- ið þar sem McDonalds staður er opnaður. Um þessar mundir eru opnaðir nýir staðir á átta tíma fresti víðs vegar um heiminn eða þrír á dag,“ sagði Pétur Þórir Pétursson rekstrarstjóri McDonald’s í samtali við Alþýðublaðið. Á föstudaginn verður opnaður fyrsti McDonald’s veitingastaðurinn hérlendis og er hann við Suðurlandsbraut í Reykjavík. McDonald’s er frægasta hamaborgarakeðja heims og er upprunalega komin frá Banda- ríkjunum þar sem McDonald-bræður hófu að selja hamborgara undir eigin nafni fyrir nær 30 árum. Uppgangur keðjunnar og stöðugar vinsældir má rekja til strangra gæðakrafna hvað varðar hráefni, matseld og þjónustu eins og allir Islendingar þekkja sem hafa kynnst McDonalds stöðum er- lendis. nautakjöt og hráefnið er fyrsta flokks. Það er staðfest af mönnum frá gæðaeftirliti McDonald’s sem hafa komið að utan til að kanna gæðin. Brauðin eru öll eins og þau eru flutt inn frá Englandi. Þar eru tvær brauðverksmiðjur sem framleiða 48 þúsund hamborgarabrauð á klukkustund. Auk nautakjötsborgara erum við með fiskborg- ara og kjúklingahamborgara. Við kaupum allt hér innanlands sem hægt er til framleiðslunnar en sérstakar kartöflur eru fluttar inn til að nota hér. Hvað verðið varðar þá erum við fyllilega sam- keppnisfærir svo ekki sé minnst á gæðin sem eru þau sömu og erlendis. Það er mikið lagt upp úr því að hafa stað- inn aðlaðandi og þægilegan sem fjölskyldu- stað. Þess vegna er hér sérstak bamahom þar sem sýnt er bamaefni af myndböndum og aðstaða til bleyjuskipta á snyrtingu. Gæðin em sett á oddinn hvort sem litið er til framleiðslu, þjónustu eða húsakynna. Ham- borgari er ekki bara hamborgari heldur einnig allt sem er í kringum hann. Það er lagt mikið upp úr því að gera vel við starfsfólkið. Stór þáttur í þjálfun stjóm- enda fjallaði einmitt um það atriði. Hjá McDonald’s er sagt með réttu að óánægt starfsfólk veiti ekki góða þjónustu. Það er því keppikefli okkar að hafa ánægt starfs- fólk,“ sagði Pétur Þórir Jónsson. Mikið lagt upp úr því að gera vel við starfs- fólkið, segir Pétur Þórir Pétursson. Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason Mikið lagt upp úr þjálfun „Það þarf sérstakt leyfi til að opna McDonald’s stað og það leyfi er háð ströngum skilyrðum. Við sækjum stuðning og þekkingu einkum til McDonald’s í Eng- landi. Aðeins einstaklingum er veitt leyfi til að opna McDonald’s-staði en ekki félögum eða stofnunum. Leyfishafar á íslandi em Kjartan Öm Kjartansson og Gyða Guð- mundsdóttir kona hans og undirbúningur hefur staðið yfir í tvö og hálft ár. Þau fóm út til að vinna á svona stað. Það er algengt að byrjendur starfi til reynslu í eina til tvær vikur svo þeir geti komist að raun um hvort vinnan henti þeim og fyrirtækið geti metið hæfni þess. Ef um semst þarf starfsfólk síð- an að fara í gegnum langa og stranga þjálf- un. Það var í fyrra sem þau Kjartan og Gyða fóm út og vom þar í þjálfun í átta mánuði. I febrúar á þessu ári fómm við (jórir til Eng- lands og vomm í þjálfun sem tók fimm mánuði. Þar fómm við í gegnum öll störf, sóttum námskeið og má segja að þetta hafi verið rekstrar- og viðskiptaskóli sem við vomm í. Það er mikið lagt upp úr að þjálfa starfs- fólk sem best og þjálfuninni er hagað á þann hátt að starfsfólk geti gengið í öll störf til þess að gera starfið fjölbreyttara og sama fólkið sé ekki alltaf að gera sama verkið. Hér munu starfa 40 manns í fullu starfi og um 60 í hlutastarfi," sagði Pétur Þórir. Fljót afgreiðsla Ekki er að efa að hamaborgaraunnendur taka því fegins hendi að eiga þess kost að úða í sig McDonald’s hamborgumm. En hvemig er staðurinn undir það búinn að anna eftirspum. Því svarar Pétur Þórir: „Staðurinn tekur 119 manns í sæti auk þess sem selt er út í bíla um lúgur. Hvað varðar bið þá er staðallinn tvær mínútur í bið eftir að panta og einni mínútu eftir pönt- un er rétturinn tilbúinn. Afgreiðsla beint í bfiinn tekur 90 sekúndur. Það er þó hæpið að þessi hraði náist strax meðan örtröðin er sem mest og starfsfólk óvant.“ - Gott þú minntist á bílinn. Hvers vegna eru þið með skilti hér fyrir utan á ensku „DRIVE-THRU“? „Þetta er krafa að utan. En við munum ekki nota þetta í auglýsingum og emm bún- ir að fá einkaleyfi á slagorðinu „beint í bfl- inn“. En þessi mikli afgreiðsluhraði byggist á sérstöku framreiðslukerfi og afkastamikl- um vélum. McDonald’s er búið að þróa þetta kerfi mjög vel og það er hægt að fram- leiða 1.080 hamborgara á klukkustund á einu grilli. í hamborgarana er notað 100% SINFONIUHLJOMSVEITISLANDS BYÐUR UPP A AN í gulri áskriftarröð eru átta tónleikar, þar sem megináherslan er lögð á stærri hljómsveitarverk, s.s. eftir Beethoven, Bruckner, Jón Leifs, Mozart, Nielsen og Liszt. I rauðri áskriftarröð eru sex tónleikar. I þessari röð er megináherslan á hlutverki einleikarans. Rutt verða einleiksverk m.a. eftir Beethoven, Schumann, Tsjajkofskíj og Weber. u I grænni áskriftarröð eru fernir tónleikar með fjölbreyttri efnisskrá sem ætti að höfða til flestra sem finnst gaman að njóta góðrar tónlistar. M.a. eru í þessari röð Vínartónleikar, einsöngstónleikar Bláir tónleikar eru utan áskriftar. Tónleikar í þessum lit eru t.a.m. unglingatónleikar 6. nóvember og jólatónleikar fyrir alla fjölskylduna 18. desember. 8 ÓN^RSAÍHtóKÓUBl6SSESB|R , fáfjórðuhverja tonleika tnttl 0PNSírVERÖA S0LRÚN BRAG E1NS0N6V AHan Sala áskriftarskírteina er hafin SINFONIUHJOMSVEIT ISLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.