Alþýðublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. september 1993 MALEFNI LEIGJENDA ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Unga fólkið er meira áberandi á húsaleigumarkaðnum en fyrr - draumurinn um eigið húsnœði er fjarlœgari en fyrrum - ungt láglaunafólk á ekki um margt að velja í húsnœðismálum, segirjón Kjartansson frá Pálmholti, í viðtali við ALÞÝÐUBLAÐIÐ SVIPT ALLRIOPINBERRIAÐSTOÐ - á sama tíma og opinbert fé rennur stríðum straumum til íbúðaeigendanna Það kæmi ekki á óvart þótt allt að því fimmti hluti íbúa Reykjavíkur séu leigjendur. Þessar tölur eru ekki til í raun. Húsnæðisnefnd Reykjavíkurborgar á að hafa þær tiltækar, en hefur ekki sinnt því hlutverki sínu sem skyldi“, sögðu þeir Jón Kjartansson frá Pálmholti, for- maður Leigjendasamtakanna, og Pjetur Hafstein Lá- russon, sem stjórnar Leigumiðlun samtakanna í Al- þýðuhúsinu að Hverfisgötu 8-10, þegar ALÞÝÐUBLAÐ- IÐ ræddi við þá um málefni leigjenda á höfúðborgar- svæðinu. Einn hópur án aðstoðar Þessa dagana eru húsaleigubætur svo- kallaðar heitar í umræðunni. Það er álit þeirra félaga að brýna nauðsyn beri til að það fólk sem leita þarf inn á húsaleigumark- aðinn, fái þann opinbera stuðning sem það vissulega þarf og á rétt á ekki síður en aðrir þegnar þjóðfélagsins. „Yfirleitt er þetta ungt fólk, sem við höf- um verið að liðsinna, afar fáir eru eldri en 25 ára, sent hingað Ieita. Þetta er ungt lág- launafólk, sem í rauninni er svipt allri opin- berri aðstoð í húsnæðismálum. Það er und- arlegt með tilliti til ástandsins í þjóðfélag- inu í dag, ef þessi hópur á að sitja eftir án allrar aðstoðar. Einmitt þama er aðstoðar þörf', sagði Jón frá Pálmholti. Hann sagði einnig að húsaleigubætur, svo sjálfsagðar sem þær væru frá sínum bæjardyrum séð, yrðu til þess að konta í veg fyrir vanskil með leigugjöld, sem aukist hafa til muna upp á síðkastið. Slíkar greiðslur mundu líka létta undir nteð félagsmálastofnunum um land allt. Jón sagði að vissulega hefði oft kveðið rammt að óskilvfsi með leigu- greiðslur, oft vegna kæmleysis, nú væri peningaleysið hinsvegar mun meira áber- andi þegar um slíkar vanefndir væri að ræða. Nánast allt fé rennur til húsbygginga „Ríkisstjórnin á að standa við loforð sín í þessurn efnum. Raunar er þetta ekki fyrsta ríkisstjómin sem lofað hefur húsaleigubót- um, slík loforð hafa verið svikin áður, en nú vonum við að slfkt endurtaki sig ekki“, sagði Jón. Jón sagði að allir vissu að gífurlega ntiklu fé er varið til húsbygginga af opin- bem fé. Allt þetta fé, eða svo gott sent, fer til íbúðareigenda, nánast ekkert til leigjenda húsnæðis, nema þá til bygginga á leiguhús- næði öryrkja, námsmanna og félagsntála- stofnana. Ekki til einstaklinga, sem þurfa að berjast áfram á lágum launum og búa við háa húsaleigu. Kynslóðabil á húsnæðismarkaði Húsaleigumarkaðurinn á höfuðborgar- svæðinu er stór kaka, og mun stærri en margir halda. A þennan ntarkað sækir mest ungt fólk. í Ijós hefur komið að með Olafs- lögum 1979, þegar verðtrygging var tekin upp á útlánum lánastofnana, myndaðist gjá milli tveggja hópa. Þeirra sem höfðu byggt húsnæði eða keypt fyrir 1980 og hinna sem þurftu að greiða lán sín til baka ásamt verð- bótum og vöxtum, hintinháar upphæðir, meðan að þeir sem höfðu gömlu kjörin, borguðu nánast ekki neitt af sínunt lánum vegna stórfelldrar verðbólgu sem nagaði lánin niður í rótina. Kynslóðin sem fædd er eftir 1960 er því áberandi á leigumarkaði, sérstaklega fólk sem er yngra en 28 ára. Þeir Jón og Pjetur segja að það sé öllum augljóst að í dag er til muna erílðara en fyrr fyrir ungt fólk að koma yfir sig þaki yftr höfuðið. Hugsunar- háttur þessa fólks hafi breyst. Það aðhyllist ekki eignarrétt á tbúðarhúsnæði, það hefur í raun afskrifað slíka drauma. Það kýs al- mennar leiguíbúðir í vanda sfnum, eða Bú- setaíbúðir, eigi það ekki kost á leiguíbúðum hinna ýmsu hópa samféiagsins. Þetta fólk vonast eftir að fá fbúðir til leigu og njóta ör- yggis sem leigjendur um langa framtíð. Það er því miður borin von, eins og leigumark- aðurinn okkar er í dag. Leiguhúsnæði er af- ar ótryggt og oftar en ekki er leigutakanum sagt upp, eða að hann á yfir höfði sér upp- sögn mánuðum og jafnvel árum santan. Oftar en ekki eru þeir sem leita til Leigj- endasamtakanna ungt fólk sem alist hefur upp í fátækum íjölskyldum, meðal annars í Breiðholtsblokkunum, sem í eina tíð voru reistar af Verkamannabústöðunum í Reykjavík. „Einmitt þetta fólk sent ekki passar í nein húsnæðiskerfi, vonast til að fá aðstoð hins opinbera til að lifa nokkurn veginn mann- sæmandi lífí. Þetta er fólk sem er svipt allri opinbeni aðstoð, sem það þó sannarlega þarfnast", sagði Jón Kjartansson frá Pálm- holti í samtalinu við Alþýðublaðið. Vilja búa í gömlu Reykjavík Talsverðar breytingar hafa orðið á húsa- leigumarkaðnum á síðustu árum að sögn Jóns frá Pálmholti. Hann sagði að árið 1990 hefði ástandið verið með allra versta móti, og tilgreindi hann tvær ástæður til þess. I fyrsta lagi var talsverður straumur af fólki til Reykjavíkur, án efa vegna vona manna unt nýtt álver á Suðurnesjum, en í öðru lagi vegna þess að þá voru gjaldþrot eitthvað urn þúsund hjá íslenskunt heimilum á ári, sem þýddi ásókn hluta þessa hóps fólks inn á húsaleigumarkaðinn. Þetta ástand hefði breyst til batnaðar í fyrra. Straumur fólks „suður“ hafi rénað, og gripið var til aðstoðar við fólk í greiðsluerf- iðleikum. Framboð húsnæðis til leigu jókst á sama tíma. Ástandið í dag er það að erfitt reynist oft að útvega leigjendur í húsnæði sem býðst í úthverfum borgarinnar og í dýr- ari íbúðimar. Unga fólkið kýs að búa innan ntarka göntlu Reykjavíkur. Það sparar oft ferðakostnað og ýmis útgjöld sem em sam- fara ónýtu samgöngukerfi. Aukin áhersla á byggingu leiguíbúða „Margir halda því fram að húsaleiga á Is- landi hafi lækkað. Það er ekki allskostar rétt. Hún hefur í raun hækkað í takt við þá verðbólgu sem enn eimir eftir af. En það er líka ljóst að greiðslugeta leigutakanna setur vissar skorður á markaðnum. Margir hafa misst atvinnu sína, meðan aðrir hafa misst yfirvinnu á sínum vinnustað. Þetta setur strik í reikninginn hjá mörgum. I rauninni hefur Leigumiðlunin okkar aldrei fyrr haft annað eins að gera. Hér hafa verið skráðir allt að 20 einstaklingar á dag, sem em í leit að íbúðarhúsnæði“, sagði Jón frá Pálmholti. - En hvað er til ráða? „Ég tel að með því að leggja aukna áherslu á byggingu leiguíbúða íyrir al- menna markaðinn megi spara vemlegt fé í húsnæðiskerfinu. Með lagabreytingu hefur það verið fellt út úr lögum um Húsnæðis- stofnun rikisins að henni beri eingöngu að Jón frá Pálmhnlti og Pjetur Hafstein Lárusson hafa í mörg hom að líta. Málefni leigjenda cru umsvifamikil starfsemi. Allt að tuttugu ungar mann- cskjur hafa lcitað til Leigumiðlunar Leigjcndasamtakanna á dag nú í sumar. - Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason veita aðstoð ungu fólki sem er að eignast íbúð. Hversvegna skyldi hún ekki stuðla að byggingu leiguíbúða fyrir hinn almenna markað? Það væri vissulega skref í rétta átt. Það má lika alveg hugsa sér að breyta Verkamannabústöðunum í Breiðholtinu að hluta til í leiguíbúðir. Það gæti orðið mörg- um til góðs“. Öruggog fagleg þjonusta Leigumiðlun Leigjendasamtakanna er undir stjóm Pjeturs Hafstein Lámssonar. Hann segir að til sín leiti báðir aðilamir, væntanlegir leigjendur serti og húsnæðis- eigendur. Þeir síðamefndu yæm greinilega ánægðir með þjónustuna/ því þeir ættu langflestir áframhaldandi viðskipti við Leigumiðlunina. Húseigandi greiðir kostn- aðinn, 3000 krónur fyrir skráningu og 5000 krónur fyrir úttekt á húsnæði og lögfræði- lega aðstoð. „Fyrirframgreiðslur á húsnæði eins og þær tíðkuðust í eina tíð em nánast úr sög- unni. Samkvæmt lögum á leigutaki sem greiðir meira en 3 mánuði fyrirfram rétt á búsetu í íbúðinni til næstu 12 mánaða. Efnahagsástæður leigjenda gera það líka fæstum kleift að greiða ársleigu fyrirfram eins nú er í pottinn búið“, sagði Pjetur Haf- stein Lámsson. Þeir félagar, Jón og Pjetur sögðu að lok- um að oft undmðust þeir kæmleysi húseig- enda, sem veldu sér leigjendur af handahófi eftir auglýsingum í dagblöðum, og lentu iðulega í vandræðum. Omgga leiðin væri að sjálfsögðu að láta vana menn hjá Leigu- miðlun Leigjendasamtakanna útvega ör- ugga leigjendur og ganga lögformlega frá öllum hnútum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.