Alþýðublaðið - 17.09.1993, Qupperneq 5
Föstudagur 17. september 1993
SERUMFJOLLUN
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
SJAVARUTVEGSSYNING I N 1993
Ævintýralegur uppgangur hjá Marel hf
Stærsti framleiðandi
skipavoga í heiminum
- Um 80% afframleiðslu Marels er flutt út til 25 landa og fyrirtœkið er
leiðandi aðili íframleiðslu tölvuvoga og tengds hugbúnaðar fyrir fiskiðnað
„Þið þyrftuð nú að vera hér drjúg-
an hluta úr degi til að kynna ykkur
allt það sem Marel hefur upp á að
bjóða. Hér eru til dæmis flokkarar,
tíma- og verkskráningakerfi, fram-
leiðslu- og eftirlitskerfi, flokkunar-
bönd, farvog, hjúpmælir og skipa-
vogin sem er hraðvirkari og ná-
kvæmari en nokkur önnur skipa-
vog,“ sagði Þorkell Halldórsson sem
við hittum að máli á sýningarsvæði
Marels hf.
Þetta eru orð að sönnu hjá Þorkeli. Það er
erfitt að lýsa í stuttu máli öllu því sem Mar-
el sýnir og kynnir á sjávarútvegssýning-
unni. Við getum nefnt skipavogina sem
hefur farið sigurför um fiskiðnaðarheiminn.
Vogin er ákaflega Ijölhæf. Hvemig sem allt
veltist um borð getur vogin meðal annars
stjómað færiböndum, prentað límmiða og
framleiðsluupplýsingar og með tengingu
við tölvubúnað skapast heildstætt vigtunar-
og skráningakerfi. Marel skipavogin var
fyrst kynnt árið 1985, en er nú notuð í flest-
um verksmiðjutogurum og rannsóknaskip-
um um allan heim. Vogimar em starfhæfar
við öll hugsanleg veður- og starfskilyrði
með sömu nákvæmni og sama hraða og
unnt er að ná með venjulegri vigtun í landi.
Allar framleiðsluvörur Marel em hann-
aðar með sveigjanlega notkunarmöguleika
í huga. Annars vegar er búnaður sem teng-
ist ýmis konar sérlausnum, til dæmis stök
vog, prentari og lyklaborð og hins vegar em
tæki sem geta tengst tölvukerfum í tengsl-
um við framleiðslueftirlitskerfi.
Þorkell Halldórsson hefur ástæðu til að brosa
brcitt þcgar hann lýsir kostum tækjanna frá
Marel hf.
Alþýðublaðsmyndir/Einar Ólason
Áhugasamir sýningargestir kynna sér framleiðslu Marels.
IceMac hf framleiðir fœranleg frystihús
Seldum heila vinnslustöð
til Kamtsjatka
- fyrir þrjár milljónir dollara segir Gunnlaugur Ingvarsson og jyrirtœkið
heldur áfram markaðssetningu í óðrum heimsálfum
Glaðbcitt sölu- og kynningarfólk frá IceMac. Frá vinstri: Ásta Ragnarsdóttir, Gunnlaugur Ing-
varsson, Jón Ingi Gíslason og ltryndís Iæifsdóttir. Alþýðublaðsmynd / Einar Olason
„Við höfum þróað mjög sérstaka að-
ferð til að framleiða færanlegar fisk-
vinnslustöðvar sem hafa vakið verð-
skuldaða athygli. Það er þegar búið að
selja slíka stöð til Kamtsjatka með öllum
búnaði frá A til Ö fyrir þrjár milljónir
dollara. Unnið er við að kynna þetta víða
um heim. Þeir þurfa sjálfir ekki að gera
annað en að veiða fiskinn til að vinna í
stöðinni. Mörg íslensk fyrirtæki fram-
leiða hluta ■ vinnslustöðina og má þar
nefna Landssmiðjuna, Sigurplast og
stöðinni fylgja 300 fiskker frá Sæplasti,“
sagði Gunnlaugur Ingvarsson hjá Ice-
Mac hf.
Vinnslueiningamar sem fýrirtækið fram-
leiðir geta verið allt ffá lítilli einingu sem
rúmast í einum gám og upp í stórt fullkom-
ið frystihús með hámarks afkastagetu. Ein-
ingamar em þannig uppbyggðar að full-
komnum fiskvinnsluvélum og vinnslulín-
um er komið fýrir í gámum. Gámarnir em
innréttaðir sem nútíma vinnsluhús. Veggir
og loft em klæddir treijastyrktum plastsam-
lokum með innsteyptri úretan einangmn.
Gólf em lögð trefjaplasti og loftræsi-, raf-,
pípu- og frárennslikerfi er komið fyrir í
þessum glæsilegu gámahúsum. Á vinnslu-
stað, hvort sem er á sjó eða landi em gámar
tengdir saman og mynda þá rúmgóð nútíma
fiskvinnsluhús.
„Við segjum að ef ekki sé hægt að flytja
fiskinn í vinnslustöð þá flytjum við vinnsl-
una til fisksins. Þessi framleiðsla hentar
einnig vel við ýmislegt annað svo sem slát-
urhús og kjötvinnslur," sagði Gunnlaugur.
Vösk sveit frá Plastos á sjávarútvegssýningunni.
Plastos kynnir stórmerka nýjung
Vélar til kolsýru-
pökkunar á fiski
Eykur geymsluþolið að miklum mun án þess að
kostnaður hœkki og skapar möguleika á að
flytja útferskan fisk með skipum
Á sjávarútvegssýningunni kynnir
Plastos í Reykjavík Henkovac lofttæmi-
og loftskiptaválar til kolsýrupökkunar.
Plastos hefur að undanförnu staðið fyrir
tilraunum til að meta geymsluþol fisks
sem pakkaður er með þessari aðferð. Allt
bendir til að tilraunin hafi tekist eins og
vonast var til og í framtíðinni verði hægt
að stórlækka flutningskostnað á ferskum
fiski til útlanda með því að nota þessa að-
ferð og flytja fiskinn með skipum í stað
fiugvéla.
Kostnaður við kolsýrupökkun er svipað-
ur og þegar pakkað er í hefðbundnar um-
búðir. Fram til þessa hefur geymsluþol á
ferskum fiski í hefðbundnum umbúðum
hins vegar verið það lítið að það hefur orðið
að senda hann á erlendan markað með flugi
sem er mjög dýr flutningsmáti miðað við
sjóflutninga. Með nýju aðferðinni er flök-
um pakkað í plastumbúðir, þær síðan loft-
tæmdar og kolsýmblöndu dælt inn í um-
búðimar. Þar með haldast gæði fersku flak-
anna mun lengur en áður.
Áhugasamir viðskiptavinir kynna sér nýjungar frá Plastos.
Alþýðublaðsmyndir / Einar Ólason
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra
Reykjanesi
Forstöðumaður og
deildarþroskaþjálfar
óskast!
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða
til starfa forstöðumann við sambýli fatlaðra í Njarðvík.
Óskað er eftir þroskaþjálfa eða öðrum fagmenntuðum starfsmanni
með uppeldisfræðilega menntun og reynslu af stjómunarstörfum.
Ennfremur óskar Svæðisskrifstofan eftir að ráða deildarþroska-
þjálfa til starfa við sambýli fatlaðra í Kópavogi og Hafnarfirði.
Forstöðumenn og deildarþroskaþjálfar taka þátt í framsæknu starfi
í málefnum fatlaðra á vegum Svæðisskrifstofu með öflugum fagleg-
um stuðningi í formi handleiðslu, námskeiða og víðtæku faglegu
samstarfi með öðrum stjórnendum hjá Svæðisskrifstofu.
Umsóknarfrestur er til 24. september.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 641822 og umsóknareyðu-
blöð liggja frammi á Svæðisskrifstofu Reykjaness, Digranesvegi 5 í
Kópavogi.