Alþýðublaðið - 17.09.1993, Page 9

Alþýðublaðið - 17.09.1993, Page 9
KRATAR & SKILABOÐ j Föstudagur 17. september 1993 TROÐFULLTI KRATAKAFFI Þ að var engu líkara en verið væri að frumsýna • kvikmyndina Júragarðurinn í Rósinni við Hverf- isgötu í fyrrakvöld þegar Kratakaffi var haldið. Fjöldinn var svo mikill að færri komust að en vildu. AIls voru um 120 manns í Rósinni þetta kvöld. Gestur fund- arins var Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Þegar fundargestir gengu í húsið fylgdust sjónvarpsmenn og annað fjölmiðlafólk með af áhuga. Fundurinn þótti takast hið besta og talaði formaður Al- þýðuflokksins mjög opinskátt um ríkistjármálin, togstreit- una um húsaleigubætumar og samstarfið í ríkisstjóminni. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins mun Jón Baldvin hafa leitast við að svara þeirri spumingu hvaða verkefni væm brýnust í íslenskum stjómmálum, þegar litið væri fram á veginn. í því sambandi mun hann hafa gert skuldastöðu ríkissjóðs og afborganir af erlendum lánum að umtalsefni. I þeim efnum telur Jón Baldvin að það þurfí að ná fjárlaga- hallanum meira niður til þess að koma í veg fyrir að skulda- söfnunin fari yfir hættumörk. Þetta telur hann nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir að komandi kynslóðir sitji ekki uppi með gjaldþrota þjóðarbú. Alþýðublaðsmyndir/Einar Ólason ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 i i i i RAÐAUGLÝSINGAR Akureyringar athugið! Bæjarmálafundur verður haldinn mánudaginn 20. september í Gránufélagsgötu 4, (J.M.J.-húsinu) kl. 20.30. Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi stýrir fundi. Kaffiveitingar. Stjórn jafnaðarmanna- felags Eyjafjarðar. Heilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði Móttökuritari Móttökuritari óskast til starfa frá og með 15. október 1993. Sveitarstjórnarmenn athugið! KRATAGOLFMÓTIÐ Hið árlega golfmót sveitarstjórnarmanna Alþýðuflokksins verður haldið föstudaginn 17. september í Hafnarfirði á golfvelli Keilis á Hvaleyrinni. Mótið hefst klukkan 12:00. Allir jafnaðarmenn velkomnir. Verðlaunaafhending og matur verður á staðnum um kvöldið. Þátttökutilkynningar berist Tryggva sem gefur frekari upplýsingar í síma 91-50499 frá og með 14. september. Undirbúningsnefndin. Kennarasamband íslands Auglýsing um námslaun PÓSTUR 06 SÍMI Útboð Umsóknir berist til formanns stjórnar stöðvarinnar fyrir 24. september 1993. Upplýsingar veitir Kristín Pálsdóttir framkvæmdastjóri í síma 652600. AlMí>liUAí>jÍ> ?y4X 62-92-44 Stjóm Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasambands íslands auglýsir eftir umsóknum um námslaun til félags- manna sem hyggjast stunda framhaldsnám skólaárið 1994-1995. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennarasambands íslands, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennarasambands- ins, fræðsluskrifstofum og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Umsóknarfrestur rennur út 1. október 1993. Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands íslands. Tilboð óskast í smíði viðbyggingar við póst- og símahús á Selfossi. Viðbyggingin afhendist fokheld að innan og full- frágengin að utan. Stærð hússins er 212,6 m2 og 777,1 m3. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma í Reykjavík, Pósthússtræti 5, 3. hæð, og hjá stöðvarstjóra Pósts og síma á Selfossi gegn skilatryggingu kr. 20.000,-. Tilboð verða opnuð á skrifstofu fasteignadeildar þriðjudag- inn 5. október kl. 14 síðdegis. Póst- og símamálastofnunin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.