Alþýðublaðið - 17.09.1993, Side 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
GETRAUN & SKILABOÐ
Föstudagur 17, september 1993
GETRAUNASPÁ ALÞÝÐUBLAÐSINS
1 Halmstad - Malmö FF
Malmö, sem var lið 9. áratugarins, hefur
ekki spilað sannfærandi í sænsku úrvals-
deildinni í sumar. Þeir náðu þó að vinna lið
AIK 2-0 á heimavelli sínum, í leik sem
spilaður var síðastliðinn laugardag, en það
var fyrsti sigurinn í íjórum leikjum.
Halmstad, sem var í fimmta sæti fyrir leik-
ina á laugardaginn, hefur staðið sig með
prýði í sínum heimaleikjum í sumar. Þeir
hafa unnið sex, gert eitt jafntefli og aðeins
tapað þremur. Eg held að heimasigurinn sé
líklegastur hér, en ég myndi ef til vill setja
X á seðilinn líka því þetta verður baráttu-
leikur og ekkert augnayndi.
X Helsingborg - Öster
Öster tapaði núna á laugardag þriðja leik
sínum í röð en í öllum þremur lagði Hácken
Öster að velli, en þar var einmitt Amór í að-
alhlutverki fyrir Hácken. Venjulega er Öst-
er klassanum betra en Helsingborg og því
set ég jafntefli á þennan leik og tel það vera
raunhæft. Helsingborg vann sinn fyrsta leik
í fjölmörgum leikjum síðastliðinn laugar-
dag en þá mættu þeir Frölunda á heimavelli
Frölunda í Gautaborg. Ef þið eruð ekki al-
veg viss um þennan leik þá er allt í lagi að
setja útisigur líka, en hann er líklegri en
heimasigur.
1 Hácken - Degerfors
Háckenmenn em sigurstranglegri í þess-
um leik en Degerfors á ekki að geta gert
mikið á móti Amóri og félögum hans í
Hácken. Amór hefur fengið mjög góða
dóma upp á síðkastið í sænskum blöðum og
á það líka við um síðasta leik sem var á móti
Öster. Eins og kom fram áðan sigraði
Hácken í þeim leik með þremur mörkum
gegn tveimur og hefur liðið þá unnið tvo
leiki í röð í sænsku deildinni. Þegar þessi
leikur er spilaður þá hafa Degerforsmenn
spilað á móti Parma í Evrópukeppninni en
sá leikur er á þriðjudaginn og er örugglega
mikilvægasti leikurinn á tímabilinu. Hver
sem úrslitin verða í þeim leik þá mun hann
örugglega syngja í höfðinu á flestum leik-
mönnum Degerfors.
1 Trelleborg - Brage
Trelleborg tapaði síðasta leik fyrir Norr-
köping 0-3 en er engu að síður mun betra
lið en Brage. Trelleborg hefur einn veik-
leika og það er útivöllurinn. Þar em þeir
ekki nógu sannfærandi tii þess að geta ver-
ið í toppbaráttunni. A heimavelli em þeir
hins vegar óstöðvandi, hafa ekki tapað
neinum leik og aðeins gert þrjú jafntefli í
heimaleikjunum tíu. Eg er sannfærður um
sigur Trelleborg í þessum leik þrátt fyrir að
Brage hafi í síðustu umferð unnið fyrsta
heimaleikinn sinn á þessu tímabili. I þeim
leik vom mótherjamir ekki af besta toga
(Örgryte) svo að sá leikur hefur ekkert að
segja.
2 Örebro - Norrköping
Örebro er í bullandi fallhættu með 23 stig
og í fjórða neðsta sætinu. Hins vegar er
Norrköping í ágætis málum enda í öðm
sæti, aðeins tveimur stigum eftir Gautaborg
sem er með 45 stig. Norrköping unnu góð-
an sigur á Trelleborg á laugardaginn var en
leikurinn fór 3-0 og var sigurinn aldrei í
hættu. NoiTköping er eitt af þeim sænsku
liðum sem er í Evrópukeppninni og á góða
möguleika á móti Mechelen frá Belgíu
núna á miðvikudaginn. Utisigurinn hér er
ekki í neinni hættu því að ef þeir ætla að
verða sænskir meistarar þá verða þeir að
vinna lélegu liðin líka.
1 Coventry - Chelsea
Coventry er eina liðið í deildinni sem
ekki hefur tapað leik á þessu tímabili. Þeir
hafa unnið þtjá og gert fjögur jafntefli og
geta í þessum leik bætt við ljórða sigrinum.
Það er nú ekki það léttasta í heimi að vinna
Chelsea en allir leikir þeirra hingað til hafa
verið mjög jafnir og núna á laugardag unnu
þeir það mikla afrek að vinna Manchester
United en það var fyrsta tap þeirra rauð-
klæddu í deildinni í sex mánuði. Eg giska á
að hér verði heimasigur en eins og alltaf þá
veit maður aldrei hvar maður hefur Chels-
ea. Þeir geta unnið frábær lið en geta líka
tapað fyrir lélegri liðum.
X Everton - Liverpool
Klassískur leikur sem margir bíða eftir
neð eftirvæntingu á Englandi því leikir á
nilli þessara tveggja liða hafa alltaf verið
.neð þeim bestu og oft skoruð mörg mörk.
Liverpool er í fimmta sæti og Everton í því
áttunda en bæði liðin eru með 12 stig eftir
sjö leiki. Liverpool tapaði síðast fyrir
Blackbum sem er undir stjórn Kenny
Dalglish með 0-1 og skoraði Mike Newell
sigurmarkið á 54. mínútu fyrir framan
40.000 áhorfendur. Everton sótti Oldham á
útivelli og unnu þeir 0-1 með marki Tony
Cottee á 32. mínútu. Mjög erfitt er að spá
um þennan leik því hann getur farið á alla
vegu. Athugið einnig með heimasigur.
X Ipswich - Aston Villa
Ipswich fékk skell á laugardaginn þegar
þeir sóttu Arsenal heim. Leikurinn endaði
4—0 og em þeir væntanlega staðráðnir í því
að gera betur í þessum leik. Ipswich menn
hafa ennþá ekki tapað á heimavelli en í
þessum leik sem er tvísýnn getur sigurinn
bmgðið til beggja vona. Aston Villa hefur
ekki leikið vel en þó aðeins tapað einum
leik í deildinni og er í sjötta sæti með 12
stig. Þeirgerðu aðeins markalaust jafntefli á
móti Coventry á Villa Park um daginn sem
þeir eiga að taka á venjulegum degi. Það
hlýtur að taka sinn tíma fyrir Aston að fá
spilið til að ganga því nokkrir nýir em
komnir frá öðmm félögum eins og til dæm-
is Townsend frá Chelsea.
X Manc. Utd. - Arsenal
Þessi leikur fer 1-1 og er það næstum því
pottþétt. Manchester United tapaði fyrsta
leik sínum á laugardaginn en það var á móti
grimmu liði Chelsea-manna sem fögnuðu
sigrinum vel. Það hlýtur að vera erfitt fyrir
Alex Ferguson að velja leikmenn í þessar
ellefu stöður sem er á vellinum. Hann hefur
um allt of mikið að velja um enda hópurinn
mjög breiður. Arsenal vann góðan sigur á
móti Ipswich um daginn en þar voru þeir
félagar Wright og Campbell að verki.
Campbell skoraði þrívegis og Wright eitt í
4—0 sigri. Bæði liðin em með 16 stig en
Manchester er með betri markatölu og er
því í efsta sæti.
2 QPR - Norwich
Bæði liðin töpuðu síðustu umferð og ætla
bæði liðin að gera betur í þessum leik. Nor-
wich er nú líklegra til vinnings í þessum
leik þrátt fyrir að spila á ágætis heimavelli
QPR. Þeir í Norwich hafa ekki tapað á úti-
velli í deildinni en þetta verður þá íjórði
leikurinn án taps ef leikurinn fer eftir minni
spá. Leikmennimir í QPR hafa alls ekki
spilað illa í deildinni, en að tapa 3-0 á móti
Manchester City getur ekki talist gott þegar
þetta var fyrsti heimasigur þeirra síðast-
nefndu. Kannski áttu þeir í QPR að kaupa
leikmenn í stað þess að halda til dæmis
Stinton, Ferdinand og svo framvegis.
Deildin er bara rétt byrjuð og eftir er að sjá
hvaða lið munu vera í toppbaráttunni.
2 Swindon - Newcastle
Eg býst ekki við því að Swindon fari að
vinna sinn fyrsta leik á móti Newcastle þrátt
fyrir slæmt gengi Newcastle þá em þeir að
minnsta kosti einum klassa fyrir ofan
Swindon. Ef þeir höfðu ætlað sér mikið í
deildinni þá hefði stjóm Swindons þurft að
kaupa marga nýja leikmenn fyrir peninga
sem ekki em til á þeim bæ. Newcastle gerði
það gott í fyrstu deildinni síðasta tímabil og
ætla sér að vera ofarlega í ár. Til að mynda
keyptu þeir Beardsley fyrir þetta tímabil en
vom mjög óheppnir að missa hann síðan
vegna meiðsla. Eg er alveg viss um að þeir
eiga eftir að ná sér á strik í úrvalsdeildinni f
ár.
1 Tottenham - Oldham
Tottenham geta nú varla klúðrar þessurn
leik á heimavelli sínum White Hart Lane.
Það hefur gengið ágætlega hingað til í
deildinni og er ég viss um að þeir fá þrjú
stig til viðbótar í þessum leik. Tottenham
gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Sheffield
United í síðustu umferð og telst það gott því
þeir em ósigraðir þar. Reyndar komust
menn Spurs í bæði 1-0 og 2-1 en Sheffield
menn náðu alltaf að jafna en síðasta rnarkið
kom á 62. mínútu. Oldham hefur aðeins náð
að fagna einum sigri hingað til og var það á
móti neðsta liði deildarinnar, Swindon, sá
leikurfór 1-0. Þar varað verki Bemard sem
hefur skorað þrjú af fimm mörkum liðsins.
'
1 Wimbledon - Manc. City
Þess ber að geta í upphafi að leik þessum
hefur verið frestað frant á mánudag og
verður því að kasta upp teningi til að fá úr-
slit. Þar skulu menn athuga að líkur á að I
komi upp em mun meiri heldur 2 eða X.
Hvað sem þessu líður hcfur Wimbledon i
mönnum vegnað vel í úrvalsdeildinni en í j
síðasta leik þá unnu þeir frækilegan sigur á j
Norwich. Leikurinn endaði 0-l og var þar
að verki Sanchez sem ásamt Fashanu hefur
verið duglegur að skora fyrir Wimbledon.
ManchesterCity unnu sinn fyrsta heimaleik
um daginn þegar þeir unnu QPR með þrent-
ur mörkum gegn engu en þá skomðu Qu-
inn, Sheron og Flitcroft mörkin fyrir City.
Þessi tvö lið eiga eftir að vera í miðri deild-
inni í vetur en hafa samt nógu ntikinn styrk
til þess að næla sér í nokkur stig af toppíið-
unum ef sjálfstraustið er í lagi.
á Sjávarútvegssýningunni
■
CP F00D MACHINERY A/s
LAXAHNIFAR Frá CP-FOOD kynnum við nýja gcrð
laxaskurðarhnífa, sem sneiða reyktan lax við
- 4 úl + 6 C°. Hnífamir em eingöngu rafdrifnir,
án þrýstilofts, sem er mikill kostur. Við þrif er auðvelt
að taka úr hnífnum alla hluti, sem em í beinni snertingu
við flökin. CP-FOOD framleiðir þrjár stærðir hnífa með
afköst frá 30 - 120 sneiðar á mfnútu. Frank Nielsen frá
CP-FOOD verður hjá okkur dagana 15.-19. seplember.
HOWDEN FOOD EQUIPMENT
LOFTTÆMIVELAR Frá HOWDEN FOOD kynnum
við HENCOVAC vacuumpökkunarvélar. Við kynnum
loftskipta pökkun, sem eykur geymsluþol matvæla og
treystir sölu á fjarlæga markaði. Hans von Neienhof frá
HOWDEN FOOD verður hjá okkur dagana 14.-17.
september. Hann er matreiðslumeistari og kynnir
„vacuum eldun". Matreitt við hitastigið 70-90 C° í
lofttæmdum pokum. Þannig aukast bragðgæði verulega.
FORMUNARVELAR Frá DEIGHTON sýnum við
FORMATIC formunarvél, sem gerir t.d. fiskstauta,
fiskborgara o.s.frv. Þessi vél er mjög auðveld í notkun
og fljótlegt að skipta um mót í henni. Við vélina er hægt
að tengja deig-, brauðmylnslu- eða þurrsteikingar-
vél. Peter Hicks frá DEIGHTON verður hjá okkur
dagana 16.-19. september.
ZEBRA Frá ZEBRA kynnum við hitaprentara.
L2ULMA
PÖKKUNARLÍNA Frá ULMA sýnum við pökkunar-
vél, sem pakkar frystum fiskflökum og bitum
í plastfilmu.
SJALFVIRK MERKING Frá ESPERA sýnum við
tölvuvog ES600 með færibandi og sjálfvirkri miða-
álímingu. Hein/. Pluta frá Espera verður hjá okkur
dagana 15.-16. september og svarar fyrirspurnum
um vogakerfi fyrir matvælaiðnað.
EMTEAW'
Á LAGERINN Frá EXTEND sýnum við kassabindi-
vélar og brettavafningsvélar.
BOTEK
BRETTAV'OGIR Frá BOTEK kynnum við hand-
lyftara með innbyggðri vog.
WDŒELÐEF
SPRAUTUPRENTARAR Frá VIDEOJET kynnum
við nýja gerð bleksprautuprentara Videojet 37e, sem
er einfaldari í notkun og ódýrari en eldri gerðir sömu
prentara. Mjög góð reynsla er af Videojet prenturum
á Islandi og má m.a. nefna fyrirtækin Lýsi hf., Osta-
og smjörsöluna, ORA, Mjólkurbú Flóamanna, Ölgerð
Egils Skallagrímssonar, EMMESS, Vífilfell, íslenskt
Bergvatn o.fl. ofl. sem nota VIDEOJET.
£B!i
VIDEX Frá VIDEX kynnum við strikamerki og
hnappalesara.
Við val á tækjum leggjum við áherslu á gæði, hagstætt verð og góða þjónustu.
og bjóðum nú heildarlausnir fyrir margskonar framleiðslu.
Við erum þekkt fyrir góð tæki, hagstætt verð og góða þjónustu !
Það borgar sig að koma við hjá okkur...
Krókhálsi 6
110 Reykjavík
Sími 67 1900 - FAX 67 1901
Getraunaspá Alþýðublaðsins
Halmstad - Malmö FF 1
Helsingborg - Öster X
HAcken - Degerfoss 1
Trelleborg - Brage 1
Örebre - Norrköping 2
Coventry - Chelseca 1
Everton - Liverpool X
Ipswich Tewn - Aston Villa X
Manchester United - Arsenal X
QPR - Norwich 2
Swindon - Newcastle 2
Tottenham - Oidham 1
Wimbledon - Manchester Utd. 1
- Ólafur Lútlier Einarsson