Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 31. desember 1993 flÞVmiRIHHII HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 ÁRAMÓTAPISTILL - SIGHVATUR BJÖRGVINSSON SKRIFAR EIGUM ALLT OKKAR UNDIR SJÓSÓKN OG FISKVEIÐUM Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Við áramót Hratt flýgur stund, og enn eitt árið er liðið í tímanna djúp. Hvað bar það í skauti sér, og hvemig verður hið nýja? Þannig spyija menn um sérhver áramót, þegar loks er staldrað við, og brotið til mergjar það sem áunnist hefur, og nýjar vonir kveiktar um sigra og áfanga á nýju ári, nýju vori. Skammdeg- isþjóðin bíður ævinlega eftir vorinu. Hið eina, sem menn geta með vissu vænst um sérhver áramót er að myrkur miðsvetrar- ins er að baki; sólhvörf vetrardrungans em hjá og nú skemm- ist nótt en dagur tognar, eins og segir í Konungsskuggsjá. Vorið er í nánd. I margvíslegum skilningi standa íslendingar á tímamótum. Þjóðin hefur bundist nýjum alþjóðlegum bandalögum, sem vænst er að færi henni nýjan ávinning, aukna velferð. Skiljan- lega em þeir margir á meðal smárrar eyþjóðar, sem taka hik- andi og með hálfum huga á móti nýjum og sterkari tengslum við hina stóru veröld handan hafa. Imynd okkar sem þjóðar byggir á tungu og menningu, sem ber sterk einkenni alda- langrar einangmnar. Margir óttast því, að stóraukin tengsl við útlönd kunni að mola úr stallinum sem hin rammíslenska menningararfleifð stendur á. Vísast er sá ótti ástæðulaus. En menning umheimsins ein- kennist í vaxandi mæli af fjöldaframleiddri lágmenningu, sem ber ekki mörk neinnar sérstakrar þjóðmenningar, heldur viðleitni til að framleiða seljanlega vöm með sem minnstum tilkostnaði fyrir framleiðandann. Hin sérþjóðlegu einkenni fletjast út, og heimsmynd nýrra kynslóða einstakra þjóða er í sífellt minna mæli mótuð af þjóðlegri menningararfleifð. Um leið lendir arfleifð þjóðanna í vaxandi háska. Island hefur verið afskekktur hluti af veröld, sem smækkar stöðugt fyrir tilstilli tækninýjunga. Við erum nú undir lát- lausri skothríð erlendra menninga gegnum gervitungl og íjar- skiptahnetti og nýir íslendingar mótast í æ ríkari mæli af heimsmynd, sem ekki er séríslensk, heldur alþjóðleg. En ís- lendingar vilja í senn vera séríslenskir og alþjóðlegir. Erlend- ir menningarstraumar í kjölfar aukins frelsis í viðskiptum við útlönd geta blandað blóði við hefðina sem fyrir er, og auðgað hana ríkulega. Um það eru gild dæmi úr sögu Islendinga. En jafnvægið má ekki raskast. Islendingar standa á tímamótum í þeim skilningi, að dyr um- heimsins sem áður stóðu hálfluktar, opnast nú hægt og síg- andi. Við eigum að taka þeim breytingum opnum örmum, og færa okkur í nyt möguleikana sem gefast til að auka velmeg- un landsins. En sagnaþjóðin og bóka- þarf líka að skjalda við- kvæma arfleifð gegn herhlaupum. Besta leiðin til þess er að efla innlenda menningu með öllum hætti. Menningin, listirn- ar, eru ekki afgangsstærð. Þær eru undirstaðan, og sá banki, þar sem arfleifðin er ávöxtuð inn í framtíðina. Við upphaf nýs árs, þegar í tvennum skilningi bjarmar af nýrri öld, er rétt að menn hugi að þessu. Gleðilegt nýtt ár! Það fer ekki hjá því að þingmanni landsbyggðarkjör- dæmis þykir oft eins og íslenskur al- menningur geri sér ekki lengur grein fyrir því á hverju þjóðin liftr. Góð lífs- kjör fslendinga byggja á því að á einhverju sviði í at- vinnulífi standi ís- lendingar að minnsta kosti jafn- fætis eða framar öðmm þjóðum. í framleiðslustarfsemi er það vart nema á einum vettvangi þar sem þetta gerist en það er í sjávarútvegi. Islenskir sjómenn em margfaldir af- kastamenn á við ftskimenn annarra þjóða og íslenskur sjávarútvegur er því burðarásinn í at- vinnulífi íslendinga. Með þessu er alls ekki verið að kasta rýrð á aðra atvinnu- starfsemi. Stað- reyndin er einfald- lega sú að sjávarút- vegurinn er einasti atvinnuvegurinn þar sem við skörum svo um munar fram úr öðmm. Það er því sjávarútvegurinn sem hefur staðið undir góðum lífs- kjörum þjóðarinnar. A honum lifum við, þó flest okkar starfi við annað. Veruleikafirring Það er kallað vem- leikafirring þegar menn búa sér til ímyndunarheim sem ekki á stoð í raun- vemleikanum. Sá ís- lendingur er veru- leikafirrtur sem ekki gerir sér grein fyrir því að ákvarðanir til dæmis um fiskveiði- stjórnun em ákvarð- anir sem beinlínis varða efnahag hans og afkomumögu- leika - þó svo hann vinni í banka eða af- greiði í búð. Ákvarðanir sem teknar em um stjóm fiskveiða eru því amir á íslandi byggðust fólki ein- vörðungu vegna ná- lægðar þeirra við auðug þorskveiði- mið. Svo er um Vestfirðina alla, norðanvert Snæ- fellsnes, hluta Norð- urlands og Aust- íjarða og Vest- mannaeyjar. Fólkið í þessum hémðum á ekki í neitt annað að sækja. Fyrirsjáanlegt er miðað við þann þorskveiðikvóta sem nú hefur verið ákveðinn að afla- heimildir skipanna sem eftir eru í þess- um landshlutum verða til þurrðar gengnar fyrir vor- komuna. Og til hvaða ráða á fólkið þá að grípa? Þá skiptir ekki máli þó fiskurinn vaði upp í landstein- um því fólkinu er bannað að bjarga sér þó það hafi alla burði til þess. Meðaltöl úr þjóð- arbúskapnum gefa markverðar upplýs- ingar; tölur um lága verðbólgu og lækk- un vaxta, um stöðugt gengi og um minna atvinnuleysi hér en víðast hvar annars staðar. En meðaltöl- in segja ekki alla söguna. Meðaltölin láta hjá líða að lýsa því sem við blasir en það er að á stómm svæðum á landinu, sem byggjast á sjó- sókn og þorskveið- um, getur atvinnulíf- ið stöðvast að fullu innan fárra mánaða. Eru íslendingar svo veruleikafirrtir að þeir geri sér ekki grein fyrir því að slíkt em alvarleg tíð- indi fyrir þjóð sem á allt sitt líf undir sjó- sókn og fiskveiðum. Höfundur er viðskipta- og iðnaðarráðherra. ákvarðanir um at- vinnustig í landinu, um kaupmátt launa ekki bara sjómanns- ins og fiskverkakon- unnar heldur líka byggingariðnaðar- mannsins, banka- starfsmannsins og deildarstjórans í Stjómarráðinu. Svo einfalt er málið að ef við væmm nú að veiða 400 þúsund tonn af þorski á ári í stað 230 til 250 þús- und tonna væri hér á landi engin kreppa. Það verða því að vera mikil rök fyrir því að skera niður fiskveiðai' eins og við höfum gert. Við skulum ekki gleyma því að þau rök byggja ekki á mjög sterkum vísindaleg- um rökum heldur á fræðigrein sem ít- rekað hefur ekki reynst hafa rétt fyrir sér og hefur hvorki haft skýringar á tak- teinum á miklum afla né heldur miklu aflaleysi. Að hafa vaðið fyrir neðan sig Að sjálfsögðu er rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig og taka ekki óþarfa áhættu en í þessu efni er umhugsunar- vert hvort nokkur sú ákvörðun sé til þar sem áhætta sé ekki tekin. Að skera nið- ur aflaheimildir í jafn miklum mæli og Hafrannsókna- stofnun hefur krafist fylgir sú áhætta að svo harkalega sé þrengt að afkomu- möguleikum þjóðar- innar að atvinnulíf hennar bíði þess ekki bætur og búset- an raskist svo mjög að atvinnutækifæri glatist af þeim sök- um. Þetta er vissu- lega áhætta og hún mikil. Þá er það einnig mikil áhætta ef vera kann að þeir fiskifræðingar og líffræðingar hafi rétt fyrir sér sem telja að áhrif fiskveiðistjóm- unarinnar eins og hún hefur verið framkvæmd hafi í för með sér svo miklar breytingar á náttúrulegum að- stæðum á ísland- smiðum að þau muni seint bíða þess bætur. Það er því mis- skilningur ef menn halda að það að selja Hafrannsóknastofn- un sjálfdæmi um fiskveiðistjórnun á Islandi sé að forðast áhættuna. Áhættuna tekur þjóðin, ábyrgðina taka stjórnmálamennirn- ir, en hendumar eru Esaús. Alvarlegar horfur Þegar þessi orð eru sett á blað er helsta áhyggjuefni margra stöðvun fiskveiði- flotans vegna yfir- vofandi verkfalls sjómanna (utan Vestfjarða) sem koma á til fram- kvæmda um næst- komandi áramót. Það er þó annað „verkfall“ sem er miklu uggvænlegra. Það er „verkfallið“ sem verða mun á þorskveiðisvæðun- um á íslandi þegar þorskveiðikvóti skipanna verður uppurinn nú í lok vetrar. Heilu landshlut-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.