Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 8
Janúar Deilt um sjálfsagðan hlut í byrjun árs var deilt um jafn sjálfsagðan hlut og inngöngu Islands í Evrópska efnahagssvæðið - EES - á Alþingi. Fram kemur að fjórir þingmenn Fram- sóknar lýstu yfir hjásetu í atkvæðagreiðslu og var hart deilt á bænum þeim. Þann 13. janúar er fréttin um samþykkt EES-frumvarpsins, - það var sam- þykkt með 33 atkvæðum gegn 23 og var Framsókn klofin ofan í rót, og Kvennalistinn að nokkru líka. Þetta mál varð Steingrími Hermannssyni formanni Framsóknar þungur biti og túlkað sem fyrsti ósigur hans innan flokksins - en ekki sá síðasti. EES-málið, undirbúningur þess og samningar sátu á herðum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Meinhollur fatnaður í tísku Alþýðublaðið greindi fyrst allra frá tískubylgju, hlýjum og meinhollum kuldagöllum, íslenskri fram- leiðslu, sem framleiðendur höfðu ekki undan að framleiða. Læknar lýstu yfir ánægju með góðan vetrarklæðnað unga fólksins. Mannréttindamál Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, var sýknuð af kröfum ibúa á Seltjamamesi um að heim- ili fyrir einhverf böm þar í bæ yrði lokað. Dómarinn var á sama máli og ráðherrann um að „fötluðum skuli sköpuð skilyrði til að lifa eðlilegu lífi“, eins og segir í lagaákvæði. „Þetta er mannréttindamál", seg- ir Jóhanna í Alþýðublaðinu. Hún segir þetta fyrsta dóminn í hliðstæðu máli á Norðurlöndunum. Albert í pólitík aftur Albert Guðmundsson boðaði afturkomu sína í pólitík í Alþýðublaðinu 20. janúar. Hann sagðist ekki ætla að láta kasta sér „í ruslakistu hinna öldr- uðu“. Blaðið birtir viðtal við sendiherrann. Blankir kaupa tugmilljóna tölvukerfi Alþýðublaðið greinir ífá því 26. janúar að Ríkis- spítalamir í öllu sínu ijársvelti séu að kaupa 80 millj- ón króna tölvukerfi. Bmðl? spyr Alþýðublaðið. „- Kannski er þessi upplýsingabylgja gerviþörf. Það er akademísk spurning," svarar talsmaður ríkisspítala. Febrúar Nýr veðurstofustjóri Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, skipar Magnús Jónsson sem veðurstofustjóra frá áramótum 1994, segir í blaðinu 3. febrúar 1993. íslendingar sjúkir í gotterí og gos f tilefni af tannvemdardegi í febrúar greinir Al- þýðublaðið frá því að íslendingar státa af skugga- legu meti, - þeir borða 22 kíló af sælgæti að meðal- tali á mann, og skola því niður með 140 lítrum af gosdrykkjum! Formannsslagur Undir miðjan febrúar gengu félagar í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur til formannskosninga. Þor- lákur Helgason fékk 41 atkvæði, en Valgerður Gunnarsdóttir 34. Tortryggilegir grænfriðungar Alþýðublaðið hefur það eftir leiðara í Sænska dagblaðinu að markmið Greenpeace á norðurslóðum séu tortryggileg. Fulltrúi samtakanna hafði átt í erf- iðleikum í kappræðum við Jón Baldvin og norska sjávarútvegsráðherrann í sænska sjónvarpinu. í kjöl- farið var Greenpeace harðlega gagnrýnt vi'ða um Norðurlönd. Raunvaxtalækkun, segir Jón Sigurðsson „Það leikur ekki nokkur vafi á því að forsendur til lækkunar raunvaxta em að koma fram sem óðast“, segir Jón Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra, í samtali á forsíðu Alþýðublaðsins. Ófríðir fiskar á borðum Alþýðublaðið hefur það eftir kvikmyndastjöm- unni Kris Kristoffersson 23. febrúar, að hann hefði aldrei borðað annað eins af ófríðum ftskum" og þeg- ar hann borðaði á Þremur frökkum. Kappinn borðaði meðal annars hvalkjöt. Allt fór þetta vel í maga og þótti hnossgæti hið mesta. Digrir sjóðir verktaka Alþýðublaðið greindi fyrst fjölmiðla frá ágrein- ingi innan Sameinaðra verktaka um meðferð digurra sjóða fyrirtækisins, 600 milljóna króna. Mars Alþýðublaðið breikkar Ný prentvél í Odda verður þess valdandi upp úr mánaðamótum að prentflötur Alþýðublaðsins breikkar um 3 sentimetra og efni blaðsins um ein 10%. Ekki nóg með það. Alþýðublaðið stækkar ffá því að vera 4 síður tvo daga og 8 síður aðra tvo, í að vera 8 breiðar, stórar og góðar síður 4 daga vikunnar og auk þess oft með sérblöð einu sinni í viku. Samvinna Bónuss og Hagkaups Eins og oft varð Alþýðublaðið fyrst með fréttina. Þann 10. mars er greint frá samvinnu Bónuss og Hagkaups um starfrækslu Baugs hf„ miðlager íyrir verslanir beggja, sem skapar grundvöll fyrir ódýrari dreifingu og þá væntanlega lægra vöruverð. Einkasölukerfi hrundið Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, seg- ir í viðtali við Alþýðublaðið að sett verði hámarks- verð á öll lyf sem fást ekki nema út á lyfseðil. Sig- hvatur boðar nýtt frumvarp sem auki ífelsi í lyfsölu hér á landi, og lægra lyfjaverð. Mikil gagnrýni hags- munaaðila fylgir í kjölfarið. „Er með góðri samvisku hægt að setjast að samn- ingaborði á móti 100 þúsund launþegum með stað- hæfingar um erfiðleika og niðurskurð í farteskinu, án þess að taka á þeim málum", segir Gunnar Svav- arsson, forstjóri Hampiðjunnar í Alþýðublaðinu. Hann vill að forstjórar gæti hófs í launamálum. Landsbanka bjargað Ríkisstjórnin ákveður að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans með rúmlega 4 milljarða framlagi. Gengið hafði á eiginfjárstöðuna vegna ýmissa áfalla atvinnuveganna. Sighvatur sparar manna mest Þrátt fyrir mikla og illvíga gagnrýni hélt Sighvat- ur Björgvinsson sínu striki í spamaðarmálum í heil- brigðiskerfinu. Ríkisendurskoðun staðfestir 25. mars að aðgerðimar hafði leitt af sér stórfelldan spamað, 560 milljónir króna. Það sem mest er um vert, þjónustan hélt sínu striki. Hafnfirðingar lækka skýjakljúfinn Miklar framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar fóm fyrir bijóstið á mörgum. Alþýðublaðið segir frá því að bæjarstjórn hafi ákveðið að lækka húsið um 8 metra. Apríl Landsbankastjórar áttu að víkja Á fundi Félags fijálslyndra jafnaðarmanna sem mikla athygli vakti, eins og flestir fundir þess félags, sagði Karl Steinar Guðnason, alþingisniaður og for- maður ljárlaganefndar Alþingis, að bankastjórar Landsbankans hefðu ef til vill átt að víkja í kjölfar slæmrar stöðu bankans og björgunaraðgerða ríkis- stjómarinnar. Rekinn - ráðinn í betra Mál Hrafns Gunnlaugssonar hjá Sjónvarpinu vakti mikla athygli í apríl. Þá var Hrafni sagt upp stöðu dagskrárstjóra, - en í kjölfarið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra sjónvarpsins af menntamálaráð- herra. Össur Skarphéðinsson sagði hér í blaðinu að ráðning þessi bæri öll með sér merki fáránleikans. Sérstök umræða var á Alþingi um málið. í sama blaði segir frá milljónasamningi ráðherra mennta- mála við Hrafn um kaup á kvikmyndum hans til skólanna - myndum sem em bannaðar bömum. Golfvöllur í Fossvogsdal Alþýðublaðið birti ffétt um ráðgerðan golfvöll í Fossvogsdal fyrstur fjölmiðla. Fréttin vakti mikla at- hygli og mikið uppnám hjá mörgum. Menn hrædd- ust fljúgandi golfkúlur í nágrenni við mannabyggð. Fæðingarbylgja Allt til reiðu að taka við nýjum borgurum, segir Sighvatur Björgvinsson. Mikil fæðingarbylgja reið yfir landið í maí og júlí. Undirbúningur var góður og allt fór að óskum. Stórfelld skattsvik lækna Alþýðublaðið segist hafa heimildir fyrir því að Læknafélag Islands hafi óskað eftir því að trygg- ingayfirlæknir segði af sér starfi meðan ffam fer rannsókn á undanskoti læknisins frá sköttum. Um er að ræða 20 milljón króna tekjur á þrem ámm, sem „gleymst“ hafði að telja fram. Maí Alþingisviðbygging upp á 1100 milljónir Alþýðublaðið ævinlega fyrst með fréttina. Nú er það nýbygging við Alþingishúsið fyrir litlar 1100 milljónir, 6.500 fermetra bygging, sem er á teikni- borði Húsameistara ríkisins. Ólína hættir í pólitík Ólína Þorvarðardóttir, eldhugi í borgarmálapólitík Reykjavíkur, segir í Alþýðublaðinu að hún hætti í pólitík, en sitji út kjörtímabilið. Síðar á árinu kom í ljós að Ólína var kona ekki einsömul, hún átti von á sínu fimmta bami undir lok janúar, og hætti í borgar- stjóm rétt fyrir jólin. Stjórnarbylting fyrir misskilning I veglegu landbúnaðarblaði Alþýðublaðsins, sem bændur landsins kunnu vel að meta, segir Jón Bald- vin á forsíðu að landbúnaðardeilan í ríkisstjóminni hefði næstum orðið að stjómarbyltingu. Svo hefði farið ef Alþingi hefði samþykkt frumvarp Halldórs Blöndals, sem hefði þýtt að íslendingar hefðu orðið að segja sig ffá væntanlegu GATT-samkomulagi. Korpúlfsstaðaskandal bægt frá Ólína Þorvarðardóttir segir í Alþýðublaðinu að kostnaðaráætlun vegna endurbyggingar Korpúlfs- staða sé skot út í loftið. Ólínu tókst að leiða rök að því að endurbyggingin væri feigðarflan, mun betra væri að reisa nýtt hús nákvæmlega eins. Henni tókst að koma í veg fyrir enn eitt byggingahneyksli borg- arinnar. Júní Náttúrulyf gegn krabbameini Athygli vakti ffétt Alþýðublaðsins um náttúrulyf sem unnið er úr rót Alaskalúpínunnar. Ævar Jóhann- esson sagðist vita dæmi þess að dauðvona sjúklingar hefðu náð bata að nýju með því að nota þetta grasa- seyði. Ingólfur í frí Nágranni Alþýðublaðsins fór í frí í júníbyrjun, hann Ingólfur Amarson, landnámsmaður. Hann fór í Hafnarfjörð í hreinsun og viðgerð og kom aftur á sinn stall undir jólin eftir meira en hálfs árs fjarveru. Kynslóðaskipti Alþýðuflokkurinn var oft stórffétt á árinu. Þann 8. júní er greint frá, Jcynslóðaskiptum í Alþýðuflokkn- um“, viðamiklum breytingum á forystusveit flokks- ins. Jón Sigurðsson og Eiður Guðnason létu af ráð- herradómi og Guðmundur Ámi Stefánsson og Össur Skarphéðinsson tóku við störfum þeirra í ríkisstjóm- inni. Guðmundur Ámi tók við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, en Sighvatur Björgvins- son tók við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Össur tók við embætti umhverfisráðherra. Karl Steinar Guðnason hætti þingmennsku effir 15 ára starf. Sjálfstæðismenn ræddu í sínum hópi um hrókeringar í ráðherraliði sínu, en um það náðist ekki samstaða eins og í Alþýðuflokknum. Steingrímur J. Sigfusson lét digurbarkalega um miðjan júní og sagði í Alþýðublaðinu að hann úti- lokaði ekki framboð sitt til formanns gegn sitjandi formanni, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann taldi nauðsynlegt að setja fútt í málin og láta kjósa. Síðar kom í ljós að hann hafði ekki nægjanlegan kjark. Dregur úr atvinnuleysi Atvinnuleysi minnkaði um 10% íjúní og ástandið allsstaðar betra en fyrr. Það sem þessu olli vom sér- stök átaksverkefni sem ríkissjóður styrkti og skilaði sér hið besta, en því miður aðeins tímabundið. Kjartan aðalframkvæmdastjóri EFTA Kjartani Jóhannssyni, fyrrverandi formanni Al- þýðuflokksins, barst mikil vegsemd og það að verð- leikum. Alþýðublaðið segir ffá því 17. júní að Kjart- an hafi verið ráðinn aðalframkvæmdastjóri EFTA ffá 1. september. Varð hann fyrstur íslendinga til að taka við slíkri ábyrgðarstöðu hjá fjölþjóðastofnun. Jón Sigurðsson bankastjóri Seðlabankans Þann 22. júní sagði blaðið frá því að Jón Sigurðs- son hefði verið ráðinn bankastjóri Seðlabankans ffá 1. júlí. Sjö umsóknir höfðu borist um starfið og blandaðist víst engum hugur um að hæfasti maður- inn var valinn. Kona í sæti borgarstjóra? Alþýðublaðið var komið í nokkum kosningaham fyrir bæjarstjómarkosningar 1994. Meðal þess sem velt var upp var sú hugmynd að fulltrúar minnihluta- flokkanna stilltu saman strengi sína. Rætt var um sameiginlegt borgarstjóraefni og þær nefndar til sögu, Sigrún Magnúsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem borgarstjóraefni. Forstjóralaunin of há? Steingrímur ætlaði að hjóla í Ólaf Ragnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.