Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 31. desember 1993 ÁRAMÓTAPISTILL - SIGURÐLR PÉTURSSON SKRIFAR ÁRALAG VH) ÁRAMÓT Jafnaðarmenn á Islandi sigla nú inn í ár sveitar- stjómakosninga, Mikil- vægt er því að Alþýðu- flokkurinn sýni með skýr- um hætti fyrir hvað hann stendur og fyrir hveiju hann berst. Markmiðið um réttlátara samfélag byggt á jöfnuði, samhjálp og mannúð er enn sem fyrr sí- gilt. Viðfangsefnin em hins vegar síbreytileg eftir því sem þjóðfélagið þróast og breytist. Flokkur launamanna og neytenda Alþýðuflokkurinn hefur setið í ríkisstjóm síðustu ár, fyrst með Framsókn og Alþýðubandalagi en nú upp á síðkastið með Sjálf- stæðisflokknum. Mörgum af stefnumálum flokksins hefur þokað fram á við. Þar ber hæst umbætur í viðskipta- og efnahags- málum, afnám einokunar og bindingar á útflutningi og aðild Islands að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Þama hafa jafnaðarmenn stýrt málum og náð árangri með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Jafnaðarmenn hafa enn- fremur stýrt félagsmálum þannig að sómi er að. Þar hefur tekist að veija mikil- vægustu útgjaldaþætti til þeirra sem minnst mega sín og ná fram stórfelldum umbótum í húsnæðismál- um (og nú hillir undir eitt helsta baráttumál síðustu kosninga, húsaleigubæt- ur). Með þessu hafa jafn- aðarmenn sýnt að þeir standa undir nafhi sem bijóstvöm almennings gegn öryggisleysi og ójöfnuði í samfélaginu. Þessu skulu menn ekki gleyma þegar orrahnð kosninga stendur fyrir dyr- um. Alþýðuflokksmenn um allt land þurfa ekki að sitja undir spjótalögum andstæðinga vegna fram- göngu sinna manna í þess- um málaflokkum. Enginn annar flokkur getur státað af betri ffammistöðu eða skýrari stefnu að þessu leyti. Árangur flokksins í öðr- um málaflokkum hefur ekki verið jafn góður eða óumdeildur. Stýrimenn heilbrigðismála hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að- gerðir sínar til spamaðar. Oftlega hefur sú gagnrýni verið brennd marki yfir- boða og stundarhagsmuna, en þó verður að segja að oft hefði betur mátt fara í undirbúningi og útfærslu mála á því sviði. Skömmtunarkerfi eða kvótakerfi I hálfa öld hafa tveir stjómmálaflokkar stjómað mestu í atvinnumálum landsmanna, ffamsóknar- og sjálfstæðismenn, enda hafa þessir flokkar setið í öllum ríkisstjómum annar eða báðir allan þennan tíma. Síðasta áratuginn hafa þessir flokkar (oft með hjálp Alþýðubanda- lagsins) njörvað helstu at- vinnuvegi landsins í fjötra skömmtunarkerfis með kvótum, braski og pólitísk- um hrossakaupum. Skipulag landbúnaðar- mála er komið í þrot. Bændur em almennt hættir að veija það, nema örfáir stórbændur sem hafa allt sitt á þurru og svo skrif- stofubændumir í Hótel Sögu. Sífellt aukinn niður- skurður hefúr neytt bænd- ur í auknum mæli til ólög- legrar sölu framhjá kerf- inu, en með því er að sjálf- sögðu verið að grafa undan ríkjandi skipulagi. Nú við- urkenna flestir að stefna Alþýðuflokksins sem mót- uð var fyrir þrem áratugum sé hin eina rétta. Það þarf að létta ofstjóm og yfir- byggingu af landbúnaðin- um, leyfa bændum að sjá sjálfir um sölu sinna af- urða, undir eðlilegu heil- brigðiseftirliti, án afskipta ríkisins. Þannig mun ís- lenskum bændum nýtast best þekking og atorka sín í eigin þágu. Ekki er skipulag sjávar- útvegsins mikið skárra. Þar hefur ríkisvaldið út- hlutað útgerðarmönnum sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskistofnana, til ráðstöfúnar. Nokkrir tugir útgerðarmanna hafa stórhagnast á braski með veiðiheimildir í skjóli vemdar frá sjávarútvegs- ráðhenum ffamsóknar og sjálfstæðismanna, án þess að sjómenn, verkafólk eða þjóðin hafi þar nokkuð um að segja. Álþýðuflokkur- inn kom að vísu í veg fyrir að hringnum væri alger- lega lokað utan um smá- bátaeigendur, en betur má ef duga skal. Afnám kvótakerfisins í fiskveið- unum er eitt mikilvægasta baráttumál jafnaðarmanna nú um stundir. Þar verður Alþýðuflokkurinn að setja sér skýra stefnu og krefjast þess að forræði þeirra mála verði fært úr höndum LÍÚ-gengisins og málpípa þeirra í ráðherrastól. Ungt fólk til áhrifa Samband ungra jafnað- armanna hefur starfað öt- ullega undanfarið ár, og er vel búið undir átök kom- andi missera við undirbún- ing kosninga og flokks- þings á næsta ári. Til starfa í sambandinu hefur síðustu tvö árin komið stór hópur ungs fólks með brennandi áhuga á þjóðmálum, tilbú- ið að leggja á sig vinnu og erfiði til að efla áhrif jafn- aðarstefnunnar hér á Iandi. Þessi hópur hefur vaxið úr 100 manns í 800 á þremur árum. Það er mikilvægt fyrir lýðræðishefðir og þing- ræðisskipulag að stjóm- málaöfl laði til sín ungt fólk til þátttöku í pólitískri umræðu og ákvarðana- töku. SUJ hefur haft frum- kvæði að umræðu um hlut- verk ungs fólks í stjóm- málum, leitast við að tryggja sjálfstæði sitt í starfsháttum og stefnumál- um og náð að efla áhrif sín innan flokksins og í samfé- laginu. Ungir jafnaðarmenn munu áffam sem hingað til vera öflugir málsvarar jafnaðarstefnunnar, launa- fólks og neytenda í þessu landi, undir merkjum Al- þýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands. Jafnaðarmönnum öll- um óska ég árs og friðar. Höfundurer formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. OUUFÉLAGH) HF óskum við landsmönnum öllum og þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum aAA/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.