Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 31. desember 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 „HIN NÝJA SJÁLFSTÆÐIBARÁTTA“ - JÓN BALDVIN HANNIBALSSON SKRIFAR 6. KRAFTAVERK(IR)? Þegar við freistum þess að meta arfleifð genginna kynslóða eða hugleiðum afrek og mistök endurreisnarmanna lýðveldis- ins, er oft auðveldara að virða það fyrir sér með augum útlend- ingsins. Árið 1988 kom hingað í heimsókn valinn hópur þingmanna sem áttu sæti í fjárlagnefnd neðri deildar breska þingsins. Aldrei þessu vant gafst þeim einhver tími til skoðunarferða um landið, áður en þeir fengu tækifæri til að bera saman bækur sínar við innlenda starfsbræður og systur. Sá sem hafði orð fyrir nefndarmönnum var íhaldsþingmað- ur úr einu af úthverfúm Lundúnarborgar. Kjördæmi hans taldi um 300 þúsund manns. Það var einhvers konar sambland af vantrú, ergelsi og aðdáun í röddinni um leið og hann lét spum- ingunum rigna yfir mig. Ræða hans var eitthvað á þessa leið: Ég er búin að fara norður, austur og suður um þetta eyland ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að það er á stærð við England og Wales. En miklu harðbýlla land, hijóstugra, erfiðaðra yfir- ferðar, óhagkvæmara og dýrara til búsetu. Ég er búin að sjá stórvirkjanir og orkuflutningsnet þvers og kmss um landið. Mér er sagt að þið hafið 120 hafnir. Ég veit þið bjóðið upp á ókeypis skólavist ffá bamaskóla til háskóla og styrkið nem- endur til náms í dýmstu háskólum heims. Þið hafið fullkomn- ustu sjúkrahús og heilbrigðisþjónustu sem ég hef séð - allt ókeypis. Mér sýnist þið búa við miklu betri lífskjör en við Bretar, og stýrðum við þó heimsveldi þar sem sólin settist aldrei. Ég sé það á húsakosti almennings, bflaflotanum og þetta er staðfest af tölum, sem ég hef fyrir framan mig, um þjóðartekjur á mann, um heimilistækjaeign, um ferðalög o.s.frv. Svo er mér sagt að þið hafið um 4 þúsund fiskimenn á þorsk- veiðum, sem standa undir þessu öllu saman. Þér hafið sjálfir búið í Skotlandi og lært hagfræði þar, hr. íjármálaráðherra (þetta var árið 1988): Verið nú svo elskulegir að útskýra fyrir mér, hvemig svona nokkuð getur gengið upp. Ég þarf ekki að útskýra fyrir yður að 300 þúsund manns í mínu kjördæmi geta ekki einu sinni staðið undir einu sjúkrahúsi, hvað þá meir. En 4 þúsund fiskimenn, guð minn góður, þetta er ekki hægt. I Biblíunni er að vísu einhver ýkjusaga um að Kristur hafi mett- að fimm þúsund af einum fiski. Ég trúði því nú mátulega á sinni tíð. En þetta hlýtur að vera eitthvað svipað. Eða kunnið þér nokkra skynsamlega skýringu á þessu fyrirbæri, hr. fjár- málaráðherra? Ég viðurkenni að mér vafðist tunga um tönn að útskýra hið íslenska kraftaverk fyrir þessum efasemda-Tómasi breska íhaldsins. Ég fór með ræðuna um auðug fiskimið (þetta var 1988), dugnað fólksins, langan vinnudag - og miklar skuldir. Við væmm að bæta okkur upp margra alda stöðnun; eftir fyrstu þúsund árin hefði ekki verið uppistandandi eitt mann- helt mannvirki í landinu. Bretland með allar sínar glæstu hall- ir og kastala aftan úr sögulegri fortíð þyrfti nú minna fyrir sig að leggja. Við þyrftum að bæta okkur upp þúsund ár í einum grænum - og þess vegna væri þetta mikið upp á krít. íhaldsmaðurinn breski bandaði frá sér hendinni til marks um að útskýringar mínar hefðu lítinn sannfæringarmátt. Ég heyri á yður að þér hafið lært hrafl í hagfræði, en bresk hagfræði dug- ar ekki til að útskýra kraftaverk (miracles). Hann fór af mínum fundi engu nær og jafn vantrúaður og hann kom. 7. AÐ LÁTA BÖRNIN BORGA REIKNINGINN Nú er ekki laust við að vantrú og efasemdir um að þetta sé hægt sæki að okkur sjálfum. Auðuppspretta þorsksins er ekki eins árviss og óþrjótandi og áður var. Við horfum til annarra þjóða og þjóðarbrota, sem eiga lífsafkomu sína undir sjávar- fangi eins og við, og sjáum að þegar nytjastofnamir bresta, brestur samfélagið sem á þeim hvflir. Okkur hefur mistekist að renna fleiri stoðum undir þjóðar- búskap okkar. Utlendingamir sem áttu að sitja um hvert tæki- færi til að eignast hlutdeild í orkulindum okkar, hafa látið bíða eftir sér. ísland er að verða eina landið í Evrópu, sem erlendir fjárfestar sýna lítinn sem engan áhuga. Landið er ekki eins hemaðarlega mikilvægt og það var á dögum kalda stríðsins. Það getur jafnvel farið svo innan tíðar að við verðum sjálfir að kosta nokkm til að verja okkar eigið fullveldi. En í stað þess að laga útgjöld okkar að minnkandi tekjum (sjá línurit og skýringar annars staðar í blaðinu) höfum við viljað trúa því að þetta myndi bjargast. Við höfum því í lengstu lög forðast að lækka útgjöldin, þrátt fyrir sjö ára samdráttar- skeið, og í staðinn tekið þann kost að slá lán fyrir eyðslu okk- ar. Tuttugu og tvær milljónir á dag alla daga ársins, í erlendum lánum síðan xxxx til þessa dags. A næsta ári, þegar við fögnum hálfrar aldar afmæli lýðveld- isins, er svo fyrir okkur komið að erlendir íjármagnseigendur munu fá í sinn hlut stærri sneið af þjóðartekjum okkar en við verjum á sama ári til heilbrigðis- og tryggingamála (til sjúkra- og lífeyristrygginga og reksturs allra sjúkrahúsa og heilsu- gæslustofnana í landinu). Þetta em 51 þús. milljónir króna sem steyma munu út úr landinu í erlendum gjaldeyri í formi vaxta og afborgana af áður teknum lánum. Bara að þessum lánum hefði verið varið í arðbærar fjárfestingar, sem skiluðu nægum arði til að standa undir afborgununum. En því er ekki að heilsa. Mynd 3. 180,00 160,00 • 140,00 120,00 - —■— Einkaneysla 100,00 ' « —■ Samneysla 80,00 —■— Fjárfesting 60,00 —0— QDP 40,00 20,00 0JB 1980=100 hlutfallsleg breyting SOOOCOOOCOCOCOOOMOOO.O'g'g'g' Mynd þessi sýnir þróun helstu hagstærða á árunum frá 1980. Athygli vekur að raunneyslan (kaup hins opinbera á vörum og þjónustu) fer hlutfallslega hækkandi allan tímann meðan aðrar stærðir ýmist standa í stað eða dragast saman. Einkum er athyglisverð þróun fjárfestinga frá 1987 og þó sérstaklcga frá 1991. Pólitík á Norðurlöndum snýst enn um öxulinn hœgri/vinstri. Pólitík á Islandi er allt öðru vísi; hán snýst um öxulinn fram/aftur. Alþýðuflokk- urinn og hluti Sjálfstœðisflokksins snýrfram... Afborganir og vextir aferlendum skuldum okk- ar munu á nœsta ári nema hœrri upphœð en samsvarar hráefnisverði upp úr sjó alls afla á ís- landsmiðum á síðastliðnu fiskveiðiári. Þegar efnahagsbatinn loksins birtist verður drjúgur hluti hans veðsettur erlendum lánadrottnum... Þegar svona er komið fjárhagslegum högum lýðveldisins er stjórnmálabaráttan í reynd ekki lengur hversdagsleg hagsmunatogstreita - held- ur ný sjálfstœðisbarátta. Mynd 4. Á þessari mynd sést þróun erlendra skulda sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Við sjáum að hlutfaU þetta hefiir vaxið úr 30% árið 1980 í 67% árið 1994. Greiðslubyrðin af skuldunum hefur vaxið úr 12% 1980 í 36% 1994. Að svo miklu leyti sem þessi lán hafa ekki farið í hreina eyðslu (samneyslu á vegum hins opinbera eða einkaneyslu) þá var þeim varið í fjárfestingar, sem flestar hafa bmgðist og engum arði munu skila. En nú er komið að skuldadögum. Afborganir og vextir á næsta ári munu nema hærri upphæð en samsvarar hráefnis- verði upp úr sjó alls afla af Islandsmiðum á fiskveiðiárinu 1992 - 1993. Við munum á næsta ári greiða 16.5 milljarða króna í eina saman vexti til útlendra lánardrottna. Til saman- burðar má geta þess að menntamálaráðuneytið hefur sömu upphæð til ráðstöfunar til stofnframkvæmda og reksturs við alla gmnnskóla, framhaldsskóla, sérskóla og háskóla, og til vísindarannsókna og framlaga til menningar- og lista. Og af því að við munum á næstunni ganga til sveitarstjórnarkosn- inga má geta þess, að heildartekjur Reykjavíkurborgar á síð- asta ári hefðu hvergi nærri hrokkið fyrir vöxtunum einum sam- an af erlendum skuldum okkar. Hér hefur áður verið vikið af norrænum uppmna okkar. Með vísun til þess sakar ekki að geta þess að á næsta ári munu Norðmenn fagna því á þjóðhátíðardaginn sinn, 17. maí, að þá verður Noregur í fyrsta sinn á eftirstríðstímanum skuldlaus með öllu við útlönd. Hin unga og upprennandi kynslóð íslend- inga annars vegar og Norðmanna hins vegar mun því standa ójafnt að vígi í kapphlaupinu um lífsgæðin á næstu öld. Hin ungi Islendingur mun þurfa að veija bróðurpartinum af gjald- eyristekjum sínum fyrir útflutning til að borga vexti og afborg- angir af eyðslu foreldra sinna; Norðmaðurinn ungi getur varið öllu sínu aflafé til að búa í haginn fyrir sig og sína. Þar er ólflcu saman að jafna. 8. HIN NÝJA SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA Sagan segir að fréttamaður nokkur náði að króa af einhvem Islandsbersa útgerðarsögunnar og spurði hvemig reksturinn gengi. Islandsbersi var mikill á velli og aðsópsmikill og svar- aði að bragði að allt væri í uppgangi og umsvif mikil; rekstur- inn gengi því í alla staði ágætlega - nema bara fjárhagslega. Með eftirgangsmunum varð hann loks að viðurkenna að Ijár- hagslega væri reksturinn eiginlega í skötulíki. Það er óneitanlega margt sameinginlegt með íslandsbersan- um í þessari sögu og hinu unga lýðveldi: Umsvifin hafa verið mikil og miklu hefur verið komið í verk. Það hefur verið látið vaða á súðum, og fjárhagshliðin er eftir því. Þegar svona er komið fjármálum hins unga lýðveldis fær stjómmálabaráttan aðra merkingu en þegar minna er í húfi. Hún er ekki lengur venjuleg hagsmunatogstreita um styrki og framlög til þessa hóps eða hins, í þetta verkefnið eða hitt. Við emm komin að endimörkum vaxtar varðandi nýtingu nytjastofna, a.m.k. um sinn; við emm komin að endimörkum vaxtar að því er varðar skattheimtu á almenning, sem á undanfömum ámm hefur orð- ið að sætta sig við rýmandi tekjumöguleika og versnandi af- komu; og við emm komin á hættusvæði varðandi erlenda skuldasöfnun. Fram hjá þessum staðreyndum komust við ekki með skmmi og vífilengjum. Við verðum að horfast í augu við þessar stað- reyndir og hegða okkar í samræmi við þær. Þegar svona er komið er stjómmálabaráttan í reynd orðin að nýrri sjálfstæðis- baráttu. Sannast hér enn hið fomkveðna að stundum er vanda- samara að gæta fengins fjár en afla þess. Við þessar kringum- stæður er aðhaldsstefna og raunsæi í ríkisijármálum hluti sjálf- stæðisbaráttunnar; stöðvun erlendrar skuldasöfnunar er hin nýja sjálfstæðisbarátta. f þessu samhengi er staðfesting EES- samningsins hluti af sjálfstæðisbaráttu sjávarútvegsþjóðar, sem er lífsnauðsyn að tryggja sjávarafurðum sínum tollfijáls- an aðgang að þeim markaði, sem tekur við 3/4 af útflutning- svömm okkar. Það er athyglisvert að þeir sem beija sér á bijóst að hætti faríseanna forðum og hafa einna hæst um ættrækni sína og þjóðemisást em yfirleitt þeir hinir sömu og snúist hafa hvað hatrammlegast gegn núverandi ríkisstjóm fyrir aðhaldssemi og spamað í ríkisíjármálum. Og gert í leiðinni hróp að þeim sem gætt hafa hagsmuna þjóðarinnar í samningum um frí- verslun, hvort heldur þeir em kenndir við EES eða GATT. Þannig skirrast virkisbúar fortíðarinnar ekki við að gera hróp að hinum, sem eiga sér þann metnað að ísland haldi hlut sín- um meðal þjóða og dagi ekki uppi sem fomminjasafn úr ala- faraleið. Það er því ekki allt sem sýnist í stjómmálabaráttu hins unga lýðveldis á seinasta áratug aldarinnar. Nú reynir á hina ungu kynslóð, hvar hún muni skipa sér í sveit. Um brautryðjendur lýðveldsins verður sagt, að þeir gerðu allt af engu. Unga kyn- slóðin, hin best menntaða í sögu þjóðarinnar, getur ekki látið það um sig spyijast, að hún geri allt að engu. Það er ekki nokkur minnsta ástæða til að leggjast í hugarvfl eða bölmóð, sem lamar baráttuþrek og sigurvilja fyrirfram. Þvert á móti. Erfiðleikamir era til þess að sigrast á þeim. Og það er ekki í meðlætinu heldur í mótlætinu, sem manninn skal reyna. Er þetta ekki sú þrekraun, sem unga kynslóðin í landinu verður að vinna, til þess að sanna dug sinn og trúnað við sjálfa sig, land og þjóð? Ég fæ því ekki betur séð en að sagan af Eggja-Grími eigi brýnt erindi við okkur öll, sem nú stöndum frammi fyrir þess- um vanda. „Auk þess er minnstur skaðinn að Grími“, sagði faðirinn, af fullkomnu vægðarleysi þess, sem hafði lært það af harðri lífsbaráttu, að það eitt gildir að duga eða drepast. „Þessi orð föðurins brenndu sig inn í vitund unglingsins. Aldrei framar skyldi hann biðjast vægðar af nokkmm manni. Við sólampprás seig hann í bjargið og stóðst þá manndóms- raun, þótt með lífið í lúkunum væri. Við getum ímyndað okk- ur, hvemig unglingnum var innanbrjósts, með þrítugt bjargið, stórgrýtta urðina og svarrandi Atlantshafið í öllu sínu veldi við fætur sér. En lífsbjörg íjölskyldunnar og karlmannsheiður hans var að veði. Eflir þessa þrekraun þurfti Eggja-Grímur aldrei framar að biðja sér vægðar. Það orð fór af honum um alla Vest- firði, að hann væri mesti sigmaður þeirra bræðra“. Ég óska öllum íslendingum farsæls komandi árs. íslenskum jafnaðarmönnum flyt ég baráttukveðjur á komandi kosninga- ári með lögeggjan að duga nú vel góðum málstað. Reykjavík, 30. desember, 1993. Jótt Baldvin Hannibalsson, formaður Ælþýðuflokksins — jafnaðarmannaflokks íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.