Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 11
Föstudagur 31. desember 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Atvinnan Með nýju ári gengur í garð Fjölskylduár Samein- uðu þjóðanna. Okkur ber því fremur en nokkru sinni fyrr að setja kastljósið á málefni fjölskyldunnar, að- búnað hennar og mögu- leika í íslensku þjóðlífi. í félagsmálaráðuneytinu hefur undirbúningsstarf fyrir ár fjölskyldunnar meðal annars falist í störf- um nefndar um mótun op- inberrar stefnu í fjölskyldu- málum. Alþýðuflokkurinn hefur einnig komið á fót málefnahópi um fjöl- skyldumál sem einum liði í undirbúningi flokksþings síðar á þessu ári. Efnahagsþrengingar, samdráttur í atvinnulífinu og þar með fjárhagsörðug- leikar víða á heimilum hafa leitt í ljós veikleika í okkar velferðar- og félagsmála- kerfi. Einn þáttur þess eru fordómar varðandi félags- lega aðstoð tengda atvinnu- leysi. Margt hefur áunnist Með rammalöggjöf um félagslega þjónustu sem sett var fyrir tveimur til þremur árum varð almenn- ur réttur til félagslegrar þjónustu sveitarfélaga lög- bundinn og var það mikill áfangi þar sem áður giltu gömul framfærslulög í landinu. Hjálp til sjálfs- hjálpar hefur verið mark- mið þeirra sveitarfélaga sem fengið hafa góðan orð- stír fyrir félagslegar áhersl- ur. Þegar langvarandi at- vinnuleysi, eða mikill sam- dráttur í afkomu lendir á fjölskyldu, verða úrræðin mögur og sjálfsvirðing þverr. Þó það sé mikilvægt að taka á þeim ágöllum sem okkar félagsmálakerfi hefúr leitt í Ijós er þó allra mikilvægast að gera allt sem hægt er til að efla at- vinnulífið í landinu. Við- varandi atvinnufeysi á Is- landi er meinsemd sem stjómvöld verða að leggja alla áherslu á að afstýra. Breytt skattalög Miklar breytingar á skattalögum voru gerðar í lokarispunni á Alþingi fyrir jól. Meðal annars er um að ræða framhald á breyting- um sem hófust með afnámi aðstöðugjalds og lækkun skatta á fyrirtæki í fyrra. Sveitarfélögin fá aukna hlutdeild í tekjuskattinum, þannig að þau mega hækka útsvar í allt að 9,2 prósent. Samhliða fá þau heimild til að leggja sérstakan fast- eignaskatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. í fram- haldi af kjarasamningum og sem sáttargjörð á vinnu- markaði er virðisaukaskatt- ur lækkaður á matvælum auk þess sem tekjuskattur hækkar um 0,35 prósent í stað fýrirhugaðs trygginga- gjalds. Lækkun tekjuskatts samtals á móti útsvars- hækkun nemur 1,15%. Bif- reiðagjöld hækka og vöru- gjöld eru lögð á í stað af- náms landsútsvars á olíufé- lögin svo stiklað sé á helstu breytingum. Þessar aðgerðir í heild þýða frá sjónarhóli ríkis- valdsins, lækkun skatta um 1,8 milljarða króna þó þar komi á móti ýmsar aðgerð- ir svo sem lækkun vaxta- bóta. Skattamir lækka því um rúman núlljarð í heild og það eykur kaupmátt ráð- stöfunartekna heimilanna um hálft prósent. Tilgangur skattabreyt- inga er meðal annars að bæta stöðu fyrirtækja og gera þau samkeppnishæf- ari. Er hagur fyrirtækja okkar hagur? Þegar kom fram á síð- ustu daga kosningabarátt- unnar í Noregi í september síðastliðinn, fjölluðu ffétta- skýrendur óháðs dagblaðs um stöðu Hægri fiokksins gagnvart Verkamanna- flokknum. Þeir töldu Hægri flokkinn myndu bíða af- hroð í kosningunum meðal annars vegna þess að Verkamannaflokkurinn væri þegar búinn að ffam- kvæma þá skattapólitík sem Hægri flokkurinn hefði ávallt boðað, að for- svarsmenn stórfyrirtækja í Noregi hefðu lýst því yfir að þeir vildu Gro Harlem áffam við stjómvölinn vegna skilnings hennar á þörfum atvinnulífsins, að þegar Verkamannaflokkur- inn væri að búa í haginn fyrir lítil og meðalstór fyr- irtæki svo þau gætu blómstrað og veitt fleiri at- vinnutækifæri þá ætti Hægri flokkurinn litla möguleika. Þetta gekk eftir í kosningunum og Verica- mannaflokkurinn sýndi að hann hafði axlað hlutverk sem máttarstólpi atvinnu- lífsins samhliða því að vera áfram sameiningarafl launafólks. Þetta var glæsi- legur sigur. Hjá okkur hafa hags- munir atvinnulífs og hags- munir launþega oft verið hin andstæðu öfl. Ég er sannfærð um að breyta þarf viðhorfum í þessum efn- um. Ríkisstjómin hefúr létt sköttum af atvinnulífinu með afnámi aðstöðugjalds, sem reyndar ætti að skila sér í lægra vömverði en ella, og hún hefur lækkað tekjuskatt fyrirtækja. Það sem réttlætir þessa gjörð er einmitt viljinn til að efla hag fyrirtækja, afstýra gjaldþrotum og stuðla að auknum möguleikum á vinnumarkaði, það er vinna bug á atvinnuleysi. Opinberar aðgerðir til atvinnueflingar f fréttabréfi Verðbréfa- - stærsta fjölskyldumálið Aukin tækifæri Ég hef í þessum pistli mínum lagt þunga áherslu á aðgerðir til eflingar at- vinnuiífsins en hef þó enn ekki nefnt lækkun vaxta sem er mikil hagsbót jafn fyrirtækja og heimilanna í landinu. Mér hefúr þótt mikilvægt að draga fram vilja ríkisstjómarinnar til að búa í haginn fyrir at- vinnulífið. Ég ætla þó eng- an veginn að draga úr ábyrgð fyrirtækjanna stafarúr tíl að auka atvinnu náðu fram að ganga. Fjár- hæðin sem þar var deilt um nam þó einungis 0,2% landsframleiðslu. Til sam- anburðar samsvömðu kjararáðstafanir ríkisstjóm- arinnar síðastliðið vor 0,8% af landsframleiðslu.“ Þetta em staðreyndir sem minna þarf á. Það er fuU ástæða til að fólk áttí sig á hve mikilvægar aðgerðir vom gerðar tíl að efla at- vinnu og spoma gegn yfir- vofandi auknu atvinnuleysi á árinu. Sérstök framlög vom veitt tíl atvinnuskap- andi verkefna fyrir konur, eða um 60 milljónum til viðbótar þeim 15 sem á fjárlögum var veitt til at- vinnuaðgerða fyrir konur á landsbyggðinni. Þó marg- falt hærri upphæðir hafi farið tíl stærri fram- kvæmdaverkefna verður að hafa í huga að slíkum verk- efnum fylgja jafnffamt þjónustuþættír sem konur vinna að. Ég nefni þetta sérstaklega vegna ásakana um að stjómvöld með at- vinnustefnu sinni vilji ýta konum af vinnumarkaði og aftur inn á heimilin. fyrir meiri afla og betri af- komu markvissar og sam- hæfðar. Starfsmenntun í at- vinnulífinu, styrkveitingar til atvinnumála kvenna, stuðningur við ýmsar at- vinnugreinar og tíl þróunar þeirra, átaksverkefnin, framlög til atvinnumála úr Atvinnutryggingasjóði og fleira mætti, nefna, allar slíkar aðgerðir hafa sama markmið en koma úr ólfk- um áttum og jafnvel mörg- um ráðuneytum. Það er ástæða tíl að skoða hvemig best er hægt að tíyggja yfir- sýn og farsæla ffamkvæmd þessara mála og hvort til dæmis er kominn tími til að setja á laggir sérstaka at- vinnumálastofnun. Mikilvægasta fjölskyldustefnan Á erfiðum tímum hefúr margt áunnist í þeim þátt- um sem ég flokka undir fjölskyldustefnu. Þar nefni ég byggingu 500 félags- legra íbúða á ári fjölgun íbúða fyrir aldraða, bættan hag fatlaðra með tilkomu nýrra laga um þeirra mál- efiú, lagasetningu um mál- efni bama og unglinga og tílflutningur málaflokksins. til félagsmálaráðuneytis en þar hefur þegar verið kom- ið á meðferðarheimili fyrir vegalaus böm og böm sem lent hafa í afbrotum. Þegar litið er fram á veg er mikil- vægt að stjómarflokkamir hafa náð samkomulagi um húsaleigubætur og að ljóst er að aukin verkefni verða flutt til sveitarfélaga. Hin fyrirbyggjandi verk- efni og ábyrgðin á aðbún- aði fjölskyldunnar liggur fyrst og fremst hjá sveitar- félögunum. Þess vegna er mikilvægt að efla þau og fá þeim sjálfstæða tekjustofna og aukin verkefni, í því liggur meðal annars efling fjölskyldustefnu. En það sem er allra mikilvægast hverri íjölskyldu er að hafa bolmagn til að sjá sér og sínum farborða, sjálfsvirð- ingin. Þess vegna er mikil- vægasta fjölskyldumálið, atvinnan. Höfundur er varafor- maður og þingflokksfor- maður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. viðskipta Samvinnubank- ans í haust gat að líta eftir- farandi klausu: „Án efa er fátítt í nálægum löndum að jafn afdrifaríkar ákvarðanir séu teknar í ríkisfjármálum og hér á landi eftir að inn á fjárlagaárið er komið. I þessu sambandi nægir að rifja upp að mikið gekk á í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári áður en tillögur Clintons forseta um ráð- sjálfra. Þó mörg þeirra þurfi stuðning þá em önnur öflug og staða þeirra bætist enn við þær aðgerðir sem ég hef bent á. Þeúra ábyrgð verður að bættur hagur komi launþegum til góða og að stöndug fyrirtæki taki þátt í nýrri atvinnuupp- byggingu og fjölgi störfúm á vinnumarkaði. Ný tækifæri bjóðast í viðskiptum við Evrópu með tílkomu EES á næsta ári og á árinu 1995 opnast enn frekar möguleikar í al- þjóðaviðskiptum með sam- komulaginu um GATT. Þjóðhagsspáin sem kynnt var fyrir jól gaf tilefni til meiri bjartsýni en þær fyrri. Þó ljóst sé að næsta ár verð- um við áffarn í efnahags- legum öldudal þá er útlit ÁRAMÓTAPISTILL - RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR SKRIFAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.