Alþýðublaðið - 25.01.1994, Síða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1994, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ BORGARSTJORNARKOSNINGARNAR Þriðjudagur 25. janúar 1994 PALLBORÐIÐ: Gylfi Þ. Gíslason skrifar s PALLBORÐIÐ: Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar S PALLBORÐIÐ: Njáll Harðarson skrifar Söguleg stund Tvær skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir skömmu sýna fram á að sam- eiginlegur listi getur fellt núverandi meirihluta í komandi borgarstjómar- kosningum. Eftir að þessar kannanir birtust tókst félagshyggjuflokkunum að koma sér saman um sameiginlegt fram- boð þessara flokka. Þetta er söguleg stund: félagshyggjuflokkunum er tak- ast að sameinast um einn lista gegn íhaldinu í borginni. Draumur félags- hyggjumanna er að verða að raunveru- leika. Ég gekk til liðs við Samband ungra jafnaðarmanna árið 1978. Síðan þá hef ég gengt ýmsum störfum fyrir Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og SUJ. Ég tók þátt í prófkjöri Nýs vett- vangs fyrir síðustu borgarstjómarkosn- ingar. I því prófkjöri varð ég annar al- þýðuflokksmaðurinn af átta sem þátt tóku í prófkjörinu, næstur á eftir Bjarna P. Magnússyni. Ég gef kost á mér í prófkjöri fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykja- vík um val fulltrúa Alþýðuflokksins í 4. og 9. sæti á sameiginlegum lista félags- hyggjuflokkanna fyrir komandi borg- arstjómarkosningar í vor. Vilji borgarbúa Það er ljóst að borgarbúar vilja breytingar. Borgarbúar vilja sjá mann- eskjulegri borg. Borgarbúar vilja hafa meiri áhrif við stjómun borgarinnar. Reykjavíkingar em búnir að fá nóg af yfirgangi íhaldsins við stjómun borgar- innar. Reykjavíkingar hafa horft upp á íhaldið ráðstafa eigum borgarbúa án þess að nokkuð tillit hafi verið tekið til óska þeirra. Borgarbúar vilja sjá borg þar sem öryggi barna þeirra er tryggt og tekið verði tillit til þarfa fjölskyldnanna íborginni. Ég gef kost á mér til baráttu um borgarmálin þar sem ég vil hafa áhrif til að stuðla að manneskjulegri og betri borg. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og forseti Æskutýðssambands íslands. Útsala - Útsala 50% afslóttur til Verslunin flytur. Verslunin okkar Strandgötu 9, Hafnarfirði. A mótum breyttra tíma Það rikja merkileg tímamót hjá íslensku þjóðinni um þessar mund- ir. Á nokkurra ára tímabili, sem ein- kennst hefur, öðm fremur, af vam- arbaráttu gegn versnandi ytri sem innri skilyrðum þjóðarbúsins, hefur loks tekist að skapa heibrigðari stoðir undir hið íslenska efnahags- og atvinnulíf. Hér á ég fyrst og fremst við vaxta- og verðbólguþró- unina, EES- og GATT- samning- ana, betrumbætta Qármálapólitík og lækkun skatta á fyrirtækin. Al- þýðuflokkurinn hefur gengt ákveðnu forystuhlutverki í þessum áfangasigrum, sem em í sjálfu sér mjög táknrænir fyrir meginmark- mið okkar jafnaðarmanna, það er að móta varanlegan gmnn undir velmegun og velferð íslenskrar al- þýðu. Með hlutdeild sinni í áðurnefnd- um áfangasigmm, hefur Alþýðu- flokkurinn enn sýnt og sannað, hvers hann er megnugur við stjórn- völinn, þegar hann fær tækifæri til að ná árangri í baráttunni fyrir hin- um almennu hagsmunum. En þótt farið sé að birta til á landsvísu, em stór verkefni framundan. Það er verið að sá og öll þjóðin bíður upp- skemnnar. Meðal annars með tilvísan í áfangasigra Alþýðuflokksins í rík- isstjómarsamstarfi undanfarin ár, er það raunar skylda flokksins að taka tilboði um samstarf um stjórnun sveitarfélags á grundvelli þeiira gilda, sem flokkurinn stendur fyrir. Því var það ekkert annað en löngu tímabært verk, þegar gengið var frá samkomulagi við félaga úr núver- andi minnihiuta borgarstjómar um að bjóða fram sameiginlegan lista, vegna borgarstjómarkosninganna í vor. Það er kominn tími til að breyta forgangsröðun verkefna í Reykjavík. Nú skulu almennir hagsmunir borgarbúa verða að leið- arljósi. Um þessar mundir er verið að fínpússa málefnasamning þar að lútandi. Þann 5. og 6. febrúar næstkom- andi verður haldið prófkjör, þar sem valdir verða fulltrúar Alþýðu- flokksins í 4. og 9. sæti hins sam- eiginlega lista. Ég hef lýst yfir áhuga á því að verða fulltrúi flokks- ins á þessum lista. Eftir 15 ára starf sem heimilis- læknir í Reykjavík, hef ég öðlast dágóða þekkingu á högum borgar- búa. Mér telst til að ég eigi til dæm- is að baki að minnsta kosti 3000 heimavitjanir víðs vegar um borg- ina á þessum ámm. Hvað varðar reynslu af stjómun og félagsmálum má benda á eftirfarandi: Ég hef verið nokkuð virkur í fé- lagsmálum lækna. Tók þátt í stofna Félag íslenskra heimilislækna og var um tíma í stjóm þess. Hef verið formaður nokkurra ^ samninga- nefnda Læknafélags Islands um nokkurra ára skeið. Frá 1986 hef ég verið formaður stjómar Lækna- vaktarinnar sf. Ég hef setið í stjóm- arnefnd Ríkisspítalanna frá 1991 og var stjómarformaður fyrirtækis- ins Biro-Steinar hf. um nokkurt skeið. Ég sit í stjóm Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur. Sem dæmi um áhugasvið mín, varðandi borgannálefnin, má nefna: Heilbrigðismál, atvinnumál, um- hverfismál, öryggismál og málefni fjölskyldunnar. Á næstu dögum mun ég kynna lesendum Alþýðublaðsins nánar viðhorf mín til þessara málaflokka. Hafi einhver hug á að ræða málin, þá er heimasínti minn 87 04 77 og vinnusími 67 15 00. Höfundur er heimilislæknir við heilsugæslustöðina í Árbæ. Opin s a m k e p [ ini um g e p ð söng 1 a g s 1 y p i p Þ 1 óöhátíöapárið 1994 Þjóðhátíðamefnd 50 ára lýðveldis á fslandi hefur ákveðið að gangastfyrir opinni samkeppni um gott sönglag í tilefni 50 ára lýðveldis á fslandi. Lagið skal verafrumsamið viðfrumsaminn texta, eða útgefið Ijóð eða texta sem talinn er hæfa verkefninu íslandslag. Þátttökuskllyrði: o Þátttaka er öllum heimil. Laginu skal skila á nótum eða hljóðsnœldu og má það taka allt að 3-4 mínútur íflutningi TextíAjóð skal fylgja. Lagið má ekki hafa komið út áður né hafa verið flutt opinberlega. Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnefni höfundar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu fylgja með í lokuðu umslagi, sem merkt skalsama dulnefni. © Tillögur skulu merktar: „íslandslag" og sendast Þjóðhátíðamefnd, Bankastræti 7,150 Reykjavík. Skilafrestur er til 10. mars 1994. © Sérstök dómnefnd velur lagið og útnefnir sigurlag. í dómnefndinni eiga sœti 5fulltrúar, einn frá hverjumþessara aðila: Tónskáldafélagi fslands, T.Í., Félagi tónskálda og textahöfunda F.T.T., Félagi islenskra hljómlistarmanna, F.Í.H., hljómplötuútgefendum og Þjóðhátíðamefnd. e Veitt verða ein verðlaun 400.000,- kr. o Þjóðhátíðamefnd áskilur sér tímabundinn notkunar- og ráðstöfunarrétt á því lagi og þeim texta sem hlýtur verðlaun í samkeppninni og notað verður án þess að aukagreiðslur komi til. Þjóðhátíðamefndin mun taka ákvörðun um hvaða tillaga, sem borist hefur, verður notuð sem fslandslag. Nánari upplýsingar um tilhögun eru veittar hjá Þjóðhátíðamefnd í síma: 60 94 60. Trúnaðarmaður dómnefndar er Steinn Lárusson ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 50 ÁRA LÝÐVELDIS Á ÍSLANDI Kjósum Bolla Runólf í annað sætið Fyrir þá sem ekki þekkja til Bolla Runólfs er sjálfsagt að týna ffam eftirfarandi stað- reyndir: Bolli Runólfur Val- garðsson er ungur og upp- rennandi stjómmálamaður með mikla pólitíska hæfileika og gott auga fyrir smáatrið- um. Hann er fæddur og upp- alinn í Hveragerði og hefúr B.A. próf í Islensku. Bolli Runólfur hefur meðal annars starfað sem fréttamaður Bylgjunnar, blaðamaður á Pressunni, háseti, við kennslu og unnið verkamannavinnu svo eitthvað sé nefnt. I dag er hann starfandi sem biaða- maður hjá Kynningu og markaði í Austurstræti. Það er því ljóst að Bolli Runólfur hefur haldgóða þekkingu á hinum ýmsu sviðum atvinnu- lífsins. Það má jafnframt geta þess að Bolli Runólfur átti stóran þátt í að settar vom á laggimar málefnanefndir Al- þýðuflokksins síðastliðið haust, en þær eru að sjálf- sögðu mikilvægur þáttur í efl- ingu innra starfs flokksins. Bolli Runólfur Valgarðsson á svo sannarlega erindi inn á lista Alþýðuflokksins til borgarstjómarkosninga nú í vor, sem verðugur fulltrúi flokksins og allra ungra jafn- aðarmanna innan hans. Mikið og gott stari' Bolli Runólfur hefur und- anfarin ár starfað sem for- maður Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík og var einnig nýlega kjörinn vara- formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Innan hreyf- ingar ungra jafnaðarmanna hefur hann unnið mikið og gott starf sem kemur best fram í auknum umsvifum í starfinu og auknu félagatali. Allir þeir sem fylgst hafa eitt- hvað með starfi FUJ í Reykja- vík og SUJ gegnum árin sjá hve miklu lífi hefur verið blásið í þau síðan Bolli Run- ólfur kom þar að málum. Ef verkin hafa einhvem tímann talað, þá hafa þau talað þama og sýnt það og sannað að þama fer mikill efniviður í rösku dreng til framfara. Það em svona menn sem við þurf- um í borgarstjóm til þess að hrista upp í gömlum glæðum borgarinnar og reisa við tengslin við almenning og mannlega fyrirhyggju. Það er einmitt núna á þess- um tímamótum sem em að renna upp, þar sem Alþýðu- flokkurinn verður þátttakandi í því að endurheimta borgina úr greipum íjölskyldnanna fjórtán og öllum þeirra kol- krabbaörmum, að við eigum að verðlauna og hvetja ung- liðanna fyrir þeirra mikla og fómfúsa starf. Sýnum þeim það í verki að það sé tekið Bolli Runólfur Valgarðsson. mark á þeim og tillit til þeirra skoðana með því að kjósa fulltrúa þeirra, Bolla Runólf Valgarðsson, í annað sæli á lista Alþýðuflokksins til borgarstjómarkosninga nú á vori komanda. Ný viðhorf og brennandi áhugi Okkur vantar menn einsog Bolla Runólf Valgarðsson í borgarstjóm, menn sem ekki hafa tamið sér gamla siði heldur konta inn með ný við- horf og brennandi áhuga á málefnum borgarinnar. Það er beinn hagur allra þeirra sem áhuga hafa á málefnum borgarinnar. Það er beinn hagur allra þeirra sem áhuga hafa á þeim málefnum sem að yngra fólki, svo sem atvinnu- málum, húsnæðismálum og ýmsum íþrótta- og útivistar- málum, að sjá til þess að Bolli Runólfur Valgarðsson verði kosinn í annað sætið. Sannar- lega verður því atkvæði ekki kastað á glæ. Ég skora á alla sem vilja borginni vel og vilja stuðla að því að efla og treysta hag borgarinnar til framtíðar að kjósa BoIIa Runólf í annað sætið - níunda sætið á sam- eiginlegum lista minnihluta- flokkanna. Með því tryggjum við okkur stuðning ungs fólks úr öllum flokkum til sigurs í komandi kosningum til borg- arstjómar þar sem Bolli Run- ólfur mún koma fram sem ímynd alls ungs fólks úr öll- um flokkum í Reykjavík. Það er því rökrétt fyrir Alþýðu- flokksmenn, bæði unga og gamla, að styðja hann í það sæti og þannig auka vel- gengni og bæta ímynd flokks- ins ásamt því að stuðla að tryggri framtíð Alþýðu- flokksins. Það er brýnt að þú, lesandi góður, látir ekki undir höfúð leggjast að koma og taka þátt í kosningu Alþýðuflokksfé- laganna um efstu tvö sæti Al- þýðuflokksmanna á sameig- inlegum lista og leggja þann- ig þín lóð á vogarskálamar við að skapa nýjan borgar- stjómarmeirihluta. Höfundur er framkvæmdastjóri Drögum úr hraða 63- -ökum af skynsemi! mÉUMFEROAR Urád

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.