Alþýðublaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. febrúar 1994
TIÐIHDI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
íslendingar „erí‘a“ allt að 100 þúsund tonna loðnukvóta eftir Grænlend-
inga og Norðmenn sem varla mun nást að veiða fyrir lok loðnuvertíðar:
FREGNIR AF NÝRRIGÖNGU
Á FERÐINNIFYRIR AUSTAN
„Það er býsna góð veiði
þessa dagana og búið að
landa á næstum öllum hefð-
bundnum höfnum lands-
ins“, sagði Teitur Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra fiskmjöls-
framleiðenda í samtali við
Alþýðublaðið í gær. Víða
um land eru annir við
loðnubræðslu og frystingu
og loðnan ótvíræð blessun
fyrir atvinnulífið um sinn.
Teitur sagði að svo virtist
sem íslenski flotinn fengi um
100 þúsund tonna aukakvóta,
sem hann „erfir“ eftir Norð-
menn og Grænlendinga, sem
ekki hefur tekist að taka sinn
hluta kvótans innan fiskveiði-
lögsögu okkar á tilsettum líma.
Þá eru eftir 450 þúsund tonn
fyrir íslenska flotann. Teitur
sagði að svo gæti farið að ekki
næðist að ná þeirri viðbót, ekki
nema að veiðar gengju áfram
með sama krafti og undanfarið.
Aðalganga loðnunnar steðjar
vestur með Suðurlandi, en að
sögn Teits hefur firést af göngu
við Hvalbak suðaustur af
Breiðdalsvík. Binda menn eðli-
lega miklar vonir við nýja
göngu, því reynist hún efnileg
lengist veiðitfminn. Yfirleitt
hefur loðnan staðið fram undir
mánaðamót mars-apríl, en þá
leggst hún til botns og verður
ekki veiðanleg.
Fremur hljótt hefur verið um
mjölmarkað að undanfömu.
Teitur sagði þó að frést hefði af
allgóðu verði á okkar helsta
markaði, Bretlandi, 315 pund
fyrir tonnið af eldþurrkuðu
mjöli, og nokkru hærra verði
fyrir gufuþurrkað. Auk útflutn-
ings til Bretlands fara markaðir
í Noregi og í Danmörku vax-
andi. Lýsisverðið er nú 390
Bandaríkjadalir og fer afurðin
aðallega til Danmerkur og Nor-
egs, þar sem lýsið er einkum
notað til smörlíkisgerðar og til
fiskeldis.
Háskóli íslands:
Konur í meirihluta
I vetur em konur í meirihluta námsmanna við Háskóla ís-
lands. þær em 2.712 eða 55,7% - karlar em 2.160 eða 44,3%.
Athygli vekur að læknastarfið virðist æ meira verða kvenna-
grein. í læknadeild stunda nú nám 716 konur og 280 karlar, þar
af eru í læknisfræði 203 karlar og 158 konur, í lyfjafræði 23
karlar og 46 konur, í hjúkmnarfræði 409 konur en 11 karlar og
í sjúkraþjálfun 43 karlar og 103 konur. Karlar em í miklurn
meirihluta í verkfræði, viðskiptafræði, og raunvísindum. Konur
em fleiri í guðfræði 59 á móti 44 körlum. heimspékideild og fé-
lagsvísindadeild.
Námsgagnastofnun:
Nýjar bækur og tvö myndbönd
Námsgagnastofnun hefur sent frá sér nokkrar nýjar bækur
og tvö myndbönd með fræðsluefni. Hér er um að ræ&aíslenska
lýðveldið 50 ára eftir Guðrúnu Guðfinnu Jónsdóttur og Stef-
aníu Björnsdóttur, bækling með hugmyndum fyrir grunn-
skólakennara til að minnast afmælis lýðveldisins. Nokkrar smá-
bækur gefur stofnunin út, en þær em ætlaðar til lestrarkennslu,
bækumai’ Pysja og Pœja eftir Bryndísi Gunnarsdóttur og
Kaninur og kátir krakkar eftir Björgyin Jósteinsson, Ragn-
hciði Herniannsdóttur og Þóru Kristiasdóttur með teikning-
um eftir Magnús B. Óskarsson. Þá gefur Námsgagnastofnun
út bókina Annað sumar hjá afa eftir Friðrik Erlingsson.
Pennasala Rauða
krossins í dag
Börn og unglingar á vegum
deilda Rauða krossins munu
núna á öskudaginn selja
penna til fjáröflunar fyrir
deildir félagsins. Deildirnar
eru 50 talsins og öskudagur
hefur verið Ijáröflunardagur
Rauða krossins allar götur
síðan 1926.
Pennasalan er mikilvæg l]ár-
öflun fyrir Rauða kross deild-
imar en blómlegt starf þeirra
byggist á sjálfboðavinnu. Þar til
í fyrra vom seld merki á ösku-
daginn en þá vom pennar seldir
í staðinn. Pennasalan gafst vel
og var því ákveðið að endurtaka
leikinn. Hver penni kostar 200
krónur.
Flestar deildir Rauða kross-
ins reka sjúkrabíla, sinna öldr-
uðum með námskeiðahaldi,
opnu húsi, skipulögðum ferðum
og heimsóknarþjónustu. Þær
halda skyndihjálpamámskeið
fyrir almenning, sjá um blóð-
söfnun og fatasöfnun. Saman
leggja þær fram fé til reksturs
Hússins, sem neyðarathvarf fyr-
ir böm og unglinga í Reykjavík,
og styrkja þróunarverkefni í
fjarlægum löndum.
Verðlaun fyrir
tíu ára starf.
Frœðimaöurinn JÓN GUNN-
L4 UGUR FRWJÓNSSON, 49 ára
gamall, hlaut Islensku bókmennta-
verðlaunin 1993 í flokki frœðirita
fyrir bók sína MERG MÁLSINS,
sem Örn og Örlygurgaf út fyrir jól-
in. Að þeirri bók vann höfundurinn
meira og minna í fristundum sín-
um í heilatt áratug. Arangurinn er
líka frábœr. HANNES PÉTURS-
SON, Ijóðskáld, hlaut Itinsvegar
verðlaunin í flokki fagurbók-
mennta, fyrir Ijóðabók sína ELD-
HYL, sem Iðunn gaf út. Forseti ís-
lands, frú VIÖDÍS FINNBOGA-
DÓTTIR, afhenti verðlaunin í
fyrradag. Verðlaun hvors verð-
launahafa um sig eru 500 þúsund
króitur. A myndinni er Jón G.
Friðjónsson ásamt AGLI
BJARKA, syni sínum, sem lieldurá
verðlaunagripnum, sem listasmið-
urinn JENS GUÐJÓNSSON
gcrði, opna silfurbók i granitstöpli.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
§ FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - boðar til
flokksstjórnarfundar laugardaginn 5. mars 1994. Fundurinn verður
haldinn á Hótel Holiday Inn í Reykjavík og hefst klukkan 10.15.
Dagskrá auglýst síðar.
Að venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum, en ef til
atkvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar
í flokksstjórn atkvæðisrétt.
- Formaður.
STIJTTFRFTTIR
Nýr sýslumaður í Borgarnesi
Forseti íslands hefur að tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra skipaðStefán Skarp-
héðinsson, sýslumann á Patreksfirði, tii að vera sýslumaður í Borgarnesi frá og með
næstu mánaðamótum.
Málfarið í sænska ríkisútvarpinu
Það er víðar en á íslandi sem menn hafa áhyggjur af málfarinu í fjölmiðlum. Á morg-
un, fimmtudaginn 17. febrúar. heldur Dr. Áke Joasson, lektor, fyrirlestur í stofu 101
í Odda, um skoðanir hlustenda á málfari sænska ríkisútvarpsins. Fyrirlesturinn heitir
Men snalla Sveriges radio! Jonsson var á árunum 1981-1991 málfarsráðunautur
Sveriges Radio, en stundar nú rannsóknir á kvörtunum almennings um málfar í ljós-
vakaljölmiðlunum. Fyrirlesturinn er á sænsku og er öilum opinn.
Minningar frá Sigló í Fold
Gallerí Fold í Austurstræti 3, sýnir um þessar mundir vatnslitamyndir eftir Sigurjón
Jóhannsson. Sigurjón er ekki aðeins einhver besti leiktjaldamálari okkar, heldur hef-
ur hann vakið athygli fyrir minni myndir sínar og málverk. Hann hefur haldið nokkr-
ar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Myndimar sem Siguijón sýnir eru
minningar ffá Siglufirði, heimabæ málarans, frá stldarárunum þar í bæ. Opið er á af-
greiðslutímum verslana í Gallerí Fold.
Líf kvenna árið 2000
Framkvæmdanefnd Nordisk Forttm, norræna kvennaþingsins sem fram fer í Aho í
Finnlandi í sumar, hefur ákveðið að cfha til ritgerðarsamkeppni ungs fólks 16 til 19
ára um efnið: Ungar komir á Norðurlöndunum, - hvernig verður Itf kvenna árið
2000? Upplýsingar um keppnina hafa verið sendar til framhaldsskólanna. Vegleg
verðlaun eru í boði, frá 30 þúsundum niður í 10 þúsund. Auk þess er vinningshöfum
boðið á Nordisk Forum og frítt uppihald þar. Það er því til mikils að vinna. Birna
Hreiðarsdóttir hjá skrifstofu Nordisk Forurn, símar 27065 og 27420 veitir allar upp-
lýsingar.
Mannlífsmynd frá Ábo, scm Finitar nefna reyndar oftast Turku, borg sem fólk hrífst auð-
veldlega að. Myndirnar tók Þórunit Gestsdóttir, ritstjóri Farvtss-Áfanga, en í blaðinu sem
varað koma út ergrein um borgina.
Talar gegn Evrópusambandinu
Daninn Jens Peter Bondc er frægur fyrir andstöðu súia gegn Evrópusambandinu
eins og það nú heitir. Hefur hann haldið fyrirlestra svo hundmðum skiptir og gefið út
bækur og blöð og haldið úti hinu harðvítugasta trúboði gegn Evrópubandalaginu - nú
Evrópusambandinu. Bonde er með fyrirlestur í dag klukkan 16 íNorrœna húsinu.
Hann þykir sérlega áheyrilegur. Allir velkomnir.
Gjaldskrá lögmanna hafnað
IJjgmannafélag íslands óskaði eftir því við Samkeppnisráð að fá undanþágu frá
banni í samkeppnislögum til að gefa út leiðbeinandi gjaldskrá. Á lúndi Samkeppnis-
ráðs í síðustu viku var þcssari beiðni lögmanna um undanþágu alfarið hafnað. Þeir
verða í framtíðinnl að semja sínar eigin gjaldskrár, hver fyrir sig, og án samráðs við
kollegana.
Sterkasfa kona
landsins valin
Nýstárleg keppni verður haldin í Reiðhöllinni í
Víðidal 16. apríl næstkomandi. Þar verður valin
Sterkasta kona landsins, eftir að keppendur hafa
stundað bfidrátt; haldið útréttum höndum;
sekkjadrátt, steinatök á tunnur og gengið
Dauðagöngu. Upplýsingar um þetta gefa Andr-
és í sfma 79234 og Pétur í 650809.
Konurgeta vcrið stcrkar eins og sjá má á myndinni,
þessi cr ekki beinlinis að lyfta innkaupapokum frá
Bónus.
Einar Hákonarson í Hafnarborg
Listmálarinn Einar Hákonarson opnaði 18. einkasýningu sfna íHafnarborg í Hal'n-
artirði á laugardaginn. Hann hefur undanfarið mikið sýnt í útlöndum. en síðast hér
heima á Kjarvalsstöðum 1991. Á sýningunni í Hafnarborg eru 30 verk unnin með
akrýllitum á striga og plexígler. Aðferðin gerir Einari kleift að fá myndimar til að rísa
upp af léreftinu og f'á aukna dýpt, auk þess sern tvöfaldur flöturinn - léreftið og plex-
íglerið - býður upp á óvænta möguleika í samspili mynda og bakgrunns. Opið í Hafn-
arborg frá 12 til 18 alla daga nema þriðjudaga. Sýning Einars stendur til 28. febrúar.