Alþýðublaðið - 16.02.1994, Síða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
Miðvikudagur 16. febrúar 1994
PÓLITÍK
RÖKSTOLAR
„Alveg óvenjulega ógeð-
felldur ungur maður“, sagði
Bjarni heitinn Benedikts-
son með sínum sérkenni-
lega hreim urn Ólaf Ragnar
Grímsson á árum áður þeg-
ar Ólafur Ragnar kom einna
fyrst fram opinberlega. Frá
þessu segir í fréttaskýringu
tímaritsins EFST Á BAUGI
sem nýkomið er út. Jónas
Sigurgeirsson sagnfræð-
ingur tekur skrautlegan
stjórnmálaferil Ólafs Ragn-
ars fyrir í mikilli grein í
blaðinu. Þar kemur fram að
Ólafur Ragnar hefur nú
gerst talsmaður siðbótar í ís-
lenskum stjómmálum. Sú
siðbót kemur úr nokkuð
óvæntri átt.
I fréttaskýringu blaðsins
er lýst uppvexti Ólafs Ragn-
ars sem einbirni vestur á
fjörðum, hann er sonur
Gríms Kristgeirssonar,
rakarameistara, krata og
bæjarfulltrúa Alþýðuflokks-
ins á ísafirði, og Svanhildar
Ólafsdóttur Hjartar, sem
lést fyrir aldur fram.
Snemma bar á röggsemi í
fari Ólafs Ragnars, rnælsku
og stjómsemi. Hann haslaði
sér ungur völl innan ung-
liðahreyfingar Framsóknar-
flokksins og hvatti þá mjög
til „víðtækrar vinstri hreyf-
ingar“.
Hvað getur Framsókn gert
fyrir Ólaf Ragnar..?
En hjá Ólafi Ragnari
gætti snemma þess ágalla að
fara fijálslega með fé, kem-
ur fram í tímaritinu á EFST
Á BAUGI. Aðeins 23 ára
gamall var hann með út-
varpsþáttinn Þjóðlíf og þá
gerðist það að hann lét Rík-
isútvarpið borga fyrir sig
Vestmannaeyjaferð sem
hann notaði meðfram til að
halda fund með ungum
framsóknarmönnum þar í
bæ. Þetta komst í hámæli og
þótti hið versta mál hjá ung-
um siðvæðingarmanni.
Eitt fyrsta verk Ólafs að
loknu doktorspróli í stjóm-
málafræðum í Manchester
var að bjóða þeim Eysteini
Jónssyni, leiðtoga fram-
sóknarmanna, og Erlendi
Einarssyni, þá forstjóra
SÍS, í hádegisverð í Grillinu
á Hótel Sögu. Að loknum
snæðingi lagði Ólafur
Ragnar frá sér hnífapörin,
leit á boðsgesti sína og
sagði: „Jæja, hvað getur
Framsóknarflokkurinn gert
fyrir Ólaf Ragnar Gríms-
son?“ Varð fátt um svör.
Hinsvegar segir í grein-
innni að í raun hafi Gylfi Þ.
Gíslason komið Ólafi
Ragnari til hjálpar með því
að beita sér fyrir stofnun
bandalag-
ið 1976 og var tekið með
kostum og kynjum. Fór Ól-
afur senn hamfömm á
mannamótum og boðaði nú
stefnu Alþýðubandalagsins.
Inn á þing -
og út af því aftur
Ólafur Ragnar náði lang-
þráðu rnarki þegar hann
settist á þing 1978 og náði
endurkjöri í kosningunum
1979, en féll út af þingi
1983 og hafði þá verið for-
maður þingflokksins í þrjú
ár.
í grein Jónasar Sigur-
geirssonar er greint frá íjöl-
miðlabrellum Ólafs Ragn-
ars. Hann stundaði það að
hringja í fréttafátæka DV-
menn á réttum tímum á
morgnana og lak í þá ýmsu
sem honum kom vel. Síðar
áttuðu blaðamenn sig á
hvemig þeir höfðu verið
(mis)notaðir, og símtöl Ól-
afs Ragnars mæltust ekki
eins vel fyrir og fyrrum.
Margar þær „fréttir" sem
Ólafur símaði inn eins og
hver annar fréttaritari blaðs-
ins, voru þvaður eitt og urðu
fjölmiðlum síður en svo lil
framdráttar.
Formennskan undirbúin
Rúinn fylgi og þing-
mennsku tók Ólafur við rit-
stjórastarfi á Þjóðviljanum
sáluga frá 1983 til 1985 auk
þess sem hann gerðist frið-
arpostuli í alþjóðlegunt
þingmannasamtökum. Inn-
an samtaka þessara villti Ól-
námsbrautar við Háskóla ís-
lands í almennum
þjóðfélagsfræð-
um. Þar fékk
hinn ungi
f r a m -
sókn-
a r -
m a ð u r
stöðu sem
lektor og síðar
sem prófessor.
Síðar átti hann eftir að
láta „geyma“ stöðuna fyrir
sig árum santan við litlar
vinsældir manna meðan
hann vasaðist í pólitík.
Vonlaust í Framsókn
En metorðin innan Fram-
sóknarílokksins létu á sér
standa. Ólafur Jóhannes-
son sem tók við formennsk-
unni 1968 var sama sinnis
og Bjarni Benediktsson og
lagði fæð á efnisdrenginn.
Ólafur Ragnar varð þó full-
trúi í útvarpsráði og varð
frægur að endemum í því
staríi sínu, fékk jafnvel út-
varpsstjórann, Andrés
Björnsson, gegn sér og
neitaði Andrés að sækja
fundi útvarpsráðs.
Árið 1971 sá Ólafur fram
á að framinn yrði enginn
innan Framsóknarflokksins
og ákvað að róa á önnur
mið. Hann gekk þá í Samtök
frjálslyndra og vinstri
manna undir forystu Hanni-
bals Valdimarssonar og
Björns Jónssonar. Þar
hreiðraði hann um sig og
myndaði hóp sem kallaður
var Möðruvallahreyfingin.
I þingkosningum 1974
var Ólafur í framboði á
Austfjörðum og átti nokkrar
snerrur við Lúðvík Jóseps-
son. Leist Lúðvík vel á pilt-
inn. Samtökin áttu ekki upp
á pallborðið hjá kjósendum
og lognuðust senn útaf, - en
Ólafur var nánast kominn
með boðsmiða inní Alþýðu-
bandalagið vegna áhuga
Lúðvíks á hinum orðljóta
klofningsmanni úr Fram-
sóknarflokknum. Ólafur
gekk því til liðs við Alþýðu-
Pínulítið útgáfufélag,
Svart á hvítu, í eigu Alþýðu-
bandalagsmanna, var að
fara á hausinn. Ólafur Ragn-
ar gerði þá þau siðlausu
„viðskipti" við vini sína í
því félagi að kaupa af þeim
gagnagrunn fyrir 24 millj-
ónir króna sem veð upp í
launa- og söluskattsskuldir.
Þetta var að sjálfsögðu hrein
gjöf til vina og gerði ekki
annað en að lengja líf þessa
ólukkufyrirtækis um meira
en ár. Gjaldþrolið varð fyrir
vikið enn stærra en ella, hátt
í 400 milljónir króna þrátt
fyrir smæð Svarts á hvítu.
Siðleysi Ólafs Ragnars í
þessu tilviki vakti óhemju
athygli enda var hann kom-
inn til valda sem hinn flekk-
lausi stjómmálamaður og
siðvæðingarmaður. Sem
fjármálaráðherra hafði hann
líka heldur betur gert í bólið
sitt, því veðtakan í hinum
gagnslausa gagnagrunni
þýddi að ríkissjóður missti
forgangskröfurétt í búið og
tapaði um 10 milljónum
króna.
Samherjum þakkað með
tugmilljóna gjöf
En einkavinir Ólafs
Ragnars voru víðar en í Al-
þýðubandalaginu. Sem fjár-
Nú
blasti við Ól-
afi nrikil dýrð
og mikil dásemd,
frægð, frami og völd.
Haustið 1988 varð hann
(jánnálaráðherra í stjóm
Steingríms Hermannsson-
ar. Jónas Sigurgeirsson
bendir á að snemma hafi
hann notað tækifærin til að
hygla einkavinum sínum.
Em þar nefnd nokkur skýr
dæmi.
málaráðherra gerði hann
góðverk við samheija sína í
Framsóknarflokknum þegar
hann gaf eftir skatlaskuldir
Nútímans - blaðsins NT
sem frægt var að endemum.
Það kostaði skattborgarana
8,5 milljónir króna - og ekki
afur Ragnar á sér heimildir,
enda ekki þingmaður
lengur.
Þrátt fyrir
v a x a n d i
a n d ó f
g e g n
Ólafi
nóg með það, Coca Cola
keypti tap Nútímans og rík-
issjóður varð þarmeð af 70
milljón króna skatttekjum
framleiðanda drykkjarins,
Vífilfells hf.
Einkavinavæðingin tók
nú á sig hin ýmsu form.
Rifjað er upp dæmið af Jóni
Gunnari Ottóssyni, for-
stöðumanni rannsókna-
stöðvar Skógræktar ríkisins
sem Steingrímur Jóhann
Sigfússon vék úr stöðu
sinni. Ólafur tók hinn brott-
rekna upp á sína arma og réð
hann þegar í sérverkefni á
vegurn fjánnálaráðuneytis
þrátt fyrir svarta skýrslu rík-
isendurskoðunar á embætt-
isfærslu hans. Með þessu
hreppti Ólafur vináttu
Margrétar Frímannsdótt-
ur alþingismanns, sarnbýl-
iskonu forstöðumannsins.
Bruðlið í ráðuneyti Ólafs
Sem ljármálaráðherra réð
Ólafur Ragnar þrjá aðstoð-
armenn, vini sína, Má Guð-
mundsson, Svanhildi Jón-
asdóttur, varaformann Al-
þýðubandalagsins og loks
Mörð Árnason. Hækkaði
rekstrarkostnaður ráðuneyt-
is Ólafs mest allra ráðu-
neyta, eða um 112% á tveim
árum. Skrifstofukostnaður
sjálfs ráðherrans hafði
hækkað um 129% frá tíð
fyrirrennarans, Jóns
B a 1 d v i n s
Hannibals-
sonar og
þurfti
ráðu-
neytið
990 millj-
óna króna
aukafjárveit-
ingu í fjáraukalög-
urn vegna taumlausrar
eyðslu. Þannig hafði Ólafi
nær tekist að gera tjármála-
ráðuneytið gjaldþrota!
Brotlegum embættismanni
umbunað
En Ólafur Ragnar telur
sig þó þess umkominn að
i nnan
Alþýðu-
bandalags-
ins undirbjó
hann framboð sitt
til formennsku í
fiokknum 1985, þegar vitað
var að Svavar Gestsson
hygðist láta af fonnennsku á
landsfundinum 1987.
Flokkseigendur svokallaðir
vildu fyrir alla muni hindra
Ólaf Ragnar, en tókst ekki.
Fámennt lið en harðsnúið
nægði Ólafi til að ná æðstu
völdum.
Vinirnir fá
sín laun -
þjóðin
borg-
ar
ræða af hita um ráðdeild og
spamað. Það rifjar upp und-
irfurðuleg afskipti hans af
málefnum fræðslustjóra
norðan heiða, sem Sverrir
Hermannsson lét reka fyrir
að l'ara ítrekað fram úr Ijár-
lögunt. Ólafur lék í þessu til-
viki hinn miskunnsama
samverja og lél greiða hin-
um brotlega embættismanni
stórl'elldar bætur og tók mál
hans frá Hæstarétti. Það
kostaði ríkissjóð mikið fé og
var slæmt fordæmi fyrir
aðra embættismenn.
í grein Jónasar eru rifjaðir
upp hinir stórkostlegu
samningar Ólafs Ragnars
við vini sína í Bandalagi há-
skólamenntaðra ríkisstarfs-
manna - BHMR í maí 1989.
Öllum er Ijóst hvílík tíma-
sprengja þar var tendmð.
Enda lýsti Ólafur Ragnar
því yfir 14 mánuðum síðar
að samningurinn væri
óskapnaður og sagði honum
upp. Öll voru vinnubrögð
Ólafs Ragnars lítt ígrunduð
og flaustursleg og honurn til
mikillar skammar sem
stjómmálamanni.
Fyrirtæki
nánast gefin
- vinum
Enn dæmi um einkavina-
væðinguna eru nefnd. Ólaf-
ur Ragnar gaf nánast fyrir-
tækið Þormóð ramma á
Siglufirði undir merkjum
einkavæðingar. Ríkisendur-
skoðun fór í kaupsamning-
inn og komst að raun um að
fyrirtækið hafði verið afhent
á hálfvirði. Kaupendur voru
ein tjölskylda, vilhöll Al- *
þýðubandalaginu. Fómar-
kostnaður skattborgara var
talinn vera í það minnsta
100 milljónir króna. Annað
fyrirtæki á Siglufirði afhenti
Ólafur reykvískum aðilum á
undirverði og skaðaði ríkis-
sjóð þar stórlega.
Fleiri dæmi em urn óráð-
síu og einkavinavæðingu
Ólafs Ragnars á valdastóli í
greininni í EFST Á BAUGI,
en hér látum við staðar num-
ið að sinni. Ljóst er að Ólaf-
ur Ragnar hefur reynst þjóð-
inni dýr starfskraftur. Það
var því ánægjuefni að Davíð
Oddsson tók af öll tvímæli
urn það að hann muni aldrei
sitja í ríkisstjóm með þess-
um fyrrverandi tjármálaráð-
herra þjóðarinnar á ámnurn
1988-1991. Nú bíðurn við
eftir næstu siðvæðingar-
ræðu ráðherrans fyirverandi
úr ræðustóli Alþingis. Mun-
ið að þar fer maðurinn sent
slundum hefur verið kallað-
ur Hriflujónas án hugsjóna.
H