Alþýðublaðið - 16.02.1994, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 16.02.1994, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ATHUGIÐ Miðvikudagur 16. febrúar 1994 RAÐAUGLÝSINGAR Hefur þú tillögu um nafn? Sameiningarnefnd Suðurdala-, Haukadals-, Laxárdals-, Hvamms- og Fellsstrandarhrepps í Dalasýslu óskar hér með eftir tillögum að nafni nýs sveitarfélags er verður til við sameiningu fyrrnefndra sveitarfélaga að loknum sveitar- stjórnarkosningum 28. maí í vor, sbr. auglýsingu félags- málaráðuneytisins dagsettri 18. janúar 1994. Nefndin velur úr aðsendum tillögum 5-10 nöfn og gengst fyrir skoðanakönnun um þau meðal íbúa hreppanna dag- ana 14.-30. mars. Öllum er frjálst að senda inn tillögur að nafni og óskast þær sendar Sameiningarnefnd, pósthólf 30, 370 Búðardalur, fyrir 8. mars nk. Sameiningarnefnd. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Siglufirði (Siglufjarðar Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga nr. 76/1982 um lyfjadreifingu, að viðtakandi lyfsöluleyfishafi kaupi vörubirgðir, allan búnað apóteksins og innréttingar þess. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi fasteign apóteksins, auk íbúðar lyfsalans. Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. apríl 1994. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði- menntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 14. mars 1994. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið 14. febrúar 1994. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir úr íþróttasjóði Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé í íþróttasjóð. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana sbr. reglugerð um íþróttasjóð nr. 609/1989. Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjárveitingar til sjóðsins 1995, en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar. Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna styrk- veitinga ársins 1995 þurfa að berast fyrir 1. maí nk. íþróttanefnd ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöð- um ásamt greinargerð um fyrirhuguð verkefni. Öskudagur í Reykjavík: • • Oskudags- skemmtun á Ingólfstorgi Reykvíkingar og fleiri hafa í vaxandi mæli tekið upp þann sið Akureyringa að halda upp á ösku- daginn með sérstökum hætti. Börn klæðast þá alls konar furðu- fatnaði og mála sig í framan, fara í flokkum í verslanir og fyrirtæki og taka lagið. Iþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur stendur fyrir skemmtun Ingólfstorgi á morgun, öskudag og þar verður kötturinn sleginn úr tunnunni. Skrúðgöngur verða frá Austur- bæjarskóla og Vesturbæjarskóla nið- ur á Ingólfstorg klukkan 11 í fyrra- málið. Frá klukkan 11.30 verður hluti af hljóðkerfi borgarinnar í notk- un á torginu þar sem skemmtikraftar úr hópi ungu kynslóðarinnar fá tæki- færi til að koma fram. Öll böm og unglingar sem vilja koma fram með söng, dans, töfrabrögð eða önnur skemmtiatnði geta látið skrá sig á skrifstofu Iþrótta- og tómstundaráðs. Verðlaun verða veitt fyrir besta skemmtiatriðið og frumlegustu bún- ingana. Skemmtuninni lýkur um klukkan 13.30 með því að kötturinn verður sleginn úr tunnunni eins og tilheyrir á þessum degi. Samtök kaupmanna við Laugaveg hafa ákveðið að taka vel á móti böm- um sem koma í heimsókn í búðimar á þessum degi. Fyrir góðan söng verður boðið upp á eitthvað góðgæti fram til klukkan 13. Byggð og samgöngur Ráðstefna á vegum Eyþings — sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum — á Hótei Húsavík föstudaginn 18. febrúar 1994. Kl. 9.40 Skráning ráðstefnugesta Kl. 10.00 Ráðstefnan sett: Einar Njálsson, formaður Eyþings Kl. 10.05 Ávarp: Halldór Blöndal samgönguráðherra Samgöngur og atvinnulíf (vega-, flug og sjósamgöngur) Kl. 10.15 Samgöngur olg ferðaþjónusta: ReynirAdólfsson Kl. 10.30 Samgöngur og fiskyinnsla: Jóhann A. Jónsson Kl. 10.45 Samgöngúr og markaður: Jón Þór Gunnarsson Kl. 11.00 Kaffihlé Kl. 11.20 Umræður Samgöngur og þróun byggðar (þjónusta og mannlíf) Kl. 11.50 Áhrif bættra samgangna á byggð og atvinnulíf: Sigurður Guðmundsson Kl. 12.05 Áhrif tengingar Norður- og Austurlands: Valtýr Sigurbjamarson Kl. 12.20 Mannlíf fyrir og eftir tilkomu Ólafsfjarðarganga: Jónína B. Óskarsdóttir Kl. 12.35 Matarhlé Kl. 13.50 Umræður Framtíðarsýn Kl. 14.20 Framtíðarsamgöngukerfið — áherslubreytingar og stefnumörkun í samgöngumálum: Þorgeir Pálsson Kl. 14.45 Ný viðhorf og þróun í vegamálum: Guðmundur Svavarsson Kl. 15.05 Mat á gildi samgöngubóta: Kristján Kristjánsson Kl. 15.30 Kaffihlé Kl. 16.00 Umræður Kl. 16.45 Panell: Halldór Blöndal, Helgi Hallgrímsson, Sigurður Aðalsteinsson, Ámi Steinar Jóhannsson og Bjöm Benediktsson Kl. 18.00 Ráðstefnuslít Þátttaka tilkynnist stjóm Eyþings (síma 96-41222 fyrir 17. febrúar. Ráðstefnugjald er 3000 krónur. Heilsustofnun NFLFÍ: Endur- hæfíng fyrir bakveika Á vegum Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði hefur verið skipulögð sérstök endurhæflng fyrir fólk með viðvarandi verki í baki. Tveir hópar hafa þegar hlotið slíka endurhæfíngu með góðum árangri og fyrirhugað cr að taka við nýjum hópi 1. mars. Endurhæfingin er byggð á meðferðaráætlunum sem mikil reynsla er komin á. 1 hverjum hópi eru sex einstak- lingar sem eru fjórar vikur í senn. Meðferðin byggir á þrek-. þol- og sjókraþjálfún og einnig á fræðslu, einstaklingsmeðferð og virkum stuðn- ingi fagfólks. Að nieðferð lokinni er lagt á ráðin um ffarn- haldið í samráði við heimilislækna og sérfræðinga. Sál- ffæðingur og læknir sem sérstaklega hafa kynnt sér með- ferð af þessu tagi starfa í meðferðarteyminu. Þessi hópmeðferð cr ætluð fólki á vinnufærum aldri sem hefúr verið með óþægindi í baki lengur en sex mán- uði. Það þarf að hafa reynt hefðbundna göngudeildarmeð- ferð og sjúkdómsgreining þarf að liggja fyrir. Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Magnúsdóttir læknafulltrúi á Heilsustofnun. ALÞÝÐUFLOKKURINN VESTFJÖRÐUM HAPPDRÆTTI Alþýðuflokksins í Vestfj a rðakj ördæmi Vinningar: Flugfar fyrir tvo, Keflavík - Luxemborg - Keflavík, að verðmæti kr. 80.000.- Flugfar fyrir tvo, Keflavík - Kaupmanna- höfn - Keflavík, að verðmæti kr. 42.920.- Upplýsingar gefa Pétur Sigurðsson í síma 94 - 35 36, Snorri Hermannsson í síma 94 - 35 36 og Karitas Pálsdóttir í síma 94 - 36 64. Útgefnir miðar: 1.000 - Verð kr. 500 - Dregið verður 1. apríl 1994. ALFÝÐUFLOKKSFÉLAG AKRANESS Framboðs- frestur til prófkjörs Framboðsfrestur til prófkjörs Alþýðuflokksins á Akranesi vegna komandi bæjarstjórnarkosninga rennur út sunnudaginn 20. febrúar næstkomandi. Framboðum skal skila til formanns Alþýðuflokksfélags Akraness, Rannveigar Eddu Hálfdánardúttur, Esjubraut 20, Akranesi. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.