Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 1
Sighvatur Björgvinsson samstarfsráðherra Norðurlanda um forystuskipti í Norðurlandaráði: / ISLENSK FORYSTA á mikilvægum tíma o 44. þing Norðurlandaráðs hefst í Stokkhólmi á mánu- daginn - „Við eigum að hafa virka pólitíska forystu í Norðurlandaráði á mikilvægum tíma þegar hin aðildarlöndin eru upptekin af aðildinni að Evrópu- sambandinu,66 segir Sighvatur Björgvinsson SIGHVATUR RJÖRGVINSSON: „Við getum haft áhrif áþað hvernig norrœnt samstarfþró- ast og það er okkur í hag að samstarfið verðí sem best.u Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason „ÞAÐ KEMUR í hlut okkar Islendinga að hafa á hendi forystu í Norður- landaráði þar til í mars á næsta ári. Þetta þýðir að við eigum að hafa virka pólitíska forystu í Norð- urlandaráði á mikilvæg- um tíma þegar hin aðild- arlöndin eru upptekin af aðildinni að Evrópusam- bandinu. Við getum því haft áhrif á það hvernig norrænt samstarf þróast og það er okkur í hag að samstarflð verði sem best. Það er sagt að í samningum Finna og Svía við Evrópusam- bandið sé klásúla um áframhaldandi norrænt samstarf,“ sagði Sighvat- ur Björgvinsson sam- starfsráðherra Norður- landa á fundi með frétta- mönnum í gær. Þing Norðurlandaráðs hið 44. í röðinni fer fram í Stokkhólmi dagana 7. til 10. mars. Þar tekur Island við formennsku í ráðherra- nefndinni og í efnahags- nefndum þingsins. Sig- hvatur Björgvinsson og Halldór Ásgrímsson for- maður Islandsdeildar ráðs- ins voru sammála um að aðildarviðræður Svíþjóðar, Finnlands og Noregs að E.vrópusambandinu myndu setja mark sitt á þingið í Stokkhólmi. Sig- hvatur sagði að þetta væri hins vegar ekkert sem kærni á óvart heldur hefði verið í farvatninu síðustu ár og áherslum verið breytt í norrænu samstarfi með þetta í huga. Virk forysta formennskulands Samkvæmt nýjum verk- lagsreglum í norrænu sam- starfi er gert ráð fyrir að það land sem veiti forystu hverju sinni innari norrænu ráðherranefndarinnar geri það með virkri forystu. Með því er átt við að for- mennskulandið eða full- trúar þess láti sér ekki nægja að stjórna fundum og afgreiða mál eins og þau em lögð fyrir af emb- ættismönnum heldur eigi hlut í að móta virka pólit- íska stefnu þar sem skýrt komi fram hver sé hinn pólitíski vilji formennsku- landsins varðandi áherslu- atriði í norrænu samstarfi. Grunnur lagður að stefnumótun Sighvatur sagði að Svíar hefðu fyrstir farið með for- mennskuna samkvæmt þessum nýju reglum og verið mjög virkir í að móta pólitíska stefnu um áhersluatriði. Nú tækjum við Islendingar við foryst- unni og þyrftum að undir- búa okkur vel. Lagður hefur verið grunnur að pólitískri stefnumótun íslensku rík- isstjórnarinnar á for- mennskuári íslands og mun sú stefnumótun með- al annars koma fram í ræðu Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra á fyrsta degi þingsins í Stokkhólmi. Þá hefur verið unnið að því að taka saman eins konar stefnuskrá um þá þætti sem Island vill leggja sérstaka áherslu á í ráð- herranefndunum og hinum ýmsu embættismanna- nefndum og starfshópum þar sem íslendingar munu taka forystu. Sigið í Perluna í tilefni af BJÖRGUN 5 94 Um þessar mundir er að fara af stað iPERLUNNI sýningin BJÖRGUN '94. Þeita er viðamesti sam- eiginlegi atburður tveggja stœrstu björgunarsamtaka landsins, LANDSHJA RGAR og SLYSA- VARNAFÉLAGS ISLANDS. Fjöldi félaga i samtökunum tveimur kemur til borgarinnar af þessu tilefni til að taka ]>átt, sýna sig og sjá aðra cinsog þar stendur. BJÖRGUN '94 er spennandi atburð- ur. Þar verður til dœmis aðfinna fjiilbreytt frœðsluefni og yfirgripsmikla sýningu á hérumbil öllu sem tengist björgunarmálum og skyldum málefnum. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Keflavík-Njarðvík-Sandgerði: Hvað á barnið að heita? NÝTT SVEITARFÉLAG á Austurlandi, sameinaður Nes- kaupstaður og Norðfjarðar- hreppur mun í framtíðinni heita Neskaupstaður. Hinsvegar mun fara fram skoðanakönnun um nafn hins nýja sveitarfélags á Suðurnesjum sem verður til við sameiningu Kcflavíkur, Njarð- víkur og Hafnahrepps. Nafriið á að ákveða á grundvelli könnun- arinnar. Félagsmálaráðuneytið staðfesti í í hinu nýja sveitarfélagi á Suður- gær fyrir silt leyti sameiningu fimm nesjum skal kjósa ellefu fulltrúa en sveitarféiaga, sem renna saman í eystra níu. Kjörstjómir sem kosnar tvö. Hér er um að ræða Neskaup- voru í upphafi yfirstandandi kjör- stað og Nörðfjarðarhrepp annars tímabils skulu vera undirkjörstjóm- vegar, og hinsvegar Ketlavík, ir við kosningarnar. Bæjarsljórnir Njarðvík og Hafnahrepp. og hreppsnefndir eiga að korna sér Ákveðið hefur verið að sveitar- sarnan um kosningu þriggja aðal- stjórnarkosningar hinna nýju sveit- manna og jafnmargra til vara í yfir- arfélaga skuli fara fram sarna dag kjörstjóm hinna nýju sveitarfélaga. og reglulegar sveitarstjómarkosn- Formleg sameining sveitarfélag- ingar, laugardaginn 28. maí næst- anna tekur gildi 11. júní næstkom- komandi. andi. Nafni Samvinnubankans útrýmt - Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans heita nú Sainvinnubréf Landsbankans: ✓ - segir Þorsteinn Olafs, forstöðumaður Bankastjórn Lands- banka Islands hefur ákveðið nýtt nafn á deild innan bankans, sem lengi hefur heitið Verðbréfa- viðskipti Samvinnu- bankans. Sú deild heitir nú Samvinnubréf Landsbankans, og minn- ir nafnið sannarlega á upprunann. Þetta er gert til að sam- ræmast nýjum lögum um fyrirtæki sem stunda verð- bréfaviðskipti, sem er vett- vangur Samvinnubréfa Landsbankans. Með þess- ari nafnbreytingu bera öll útibú og deildir sem áður voru í Samvinnubanka ís- lands hf. nú nafn Lands- banka íslands. „Nafnbreytingin breytir engu um reksturinn", sagði Þorsteinn Ólafs, við- skiptafræðingur, sem er forstöðumaður Samvinnu- bréfa Landsbankans í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.