Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fimmtudagur 3. mars 1994 miYHBiiin) HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 PA.LLBORÐIÐ: Hreinra Hreinsson AUKIN ÁHERSLA Á VELFERÐARMÁL Umhverfi og náttúruvernd Forystumenn í stjómmálum eru jafnan ósparir á að gefa dijúgar yfirlýsingar um hversu mikla áherslu flokkar þeirra leggja á nátt- úruvemd og umhverfismál. Þessir málaflokkar em í tísku; unga fólkið í heiminum leggur síaukið vægi á þá, og það er því væn- legt til atkvæða að tala lofsamlega um blessað umhverfið. En reynslan sýnir, að eitt er að tala, - en annað að framkvæma. Núverandi ríkisstjóm er hin fyrsta sem leggur í stefnuskrá sinni raunverulegt vægi á þessa málaflokka. í Hvítbók stjómarflokk- anna er umhverfi og náttúm gert hátt undir höfði, og ákveðnum verkefnum lýst. A kjörtímabilinu hefur verið unnið að kappi við að uppfylla þær væntingar, sem stjómin gaf í upphafi ferils síns. Nýlega er lokið viðamikilli úttekt á fráveitumálum í landinu og að henni lokinni liggur fyrir, í vandaðri skýrslu frá sérfróðum mönnum, umfang þess vanda sem við er að glíma. Skýrslan er raunar einnig merk fyrir þá sök, að í henni er einnig að finna tillögur um hvemig rík- isstjómin gæti komið að því að aðstoða sveitarfélögin við að ijármagna geysidýrar úrbætur í fráveitumálum. Samhliða þessu er svo unnið að því fyrir tilstilli stjómarinnar að styrkja löggjöf- ina á sviði mengunarvama. Annað mál, sem hefur verið ofarlega á baugi í umræðu um bætta umgengni við náttúmna er förgun sorps. Hún hefur verið vandamál, og víða hafa blasað við opnir öskuhaugar, þar sem löngu úreltum aðferðum er beitt til að eyða sorpi. En sem betur ferhafa sveitarfélögin í landinu ekki aðeins sýnt skilning, heldur tekið fmmkvæði, til að ráða bót á vandanum. Ríkisstjómin hefur jafnframt komið til aðstoðar með því að standa fyrir úttektum á ástandi sorpmála í flestum kjördæmum, þar sem í samvinnu við sveitarfélögin em valdar þær leiðir, sem hentugastar þykja að mati sérfræðinga til að bæta meðferð og förgun sorps. A næstu ámm mun sú vinna skila vemlegum árangri, og er raunar gott dæmi um samstarf rikis og sveitarfélaga. Sömuleiðis ákvað ríkisstjómin að beita sér fyrir því að auka endurvinnslu og endumýtingu úrgangs, meðal annars með því að koma á sérstökum eyðingar- eða skilagjöldum. Afrakstur þeirrar vinnu er að finna í sérstöku lagafmmvarpi um spilliefni, sem verður lagt fram á næstunni. Þá skiptir líka máli, að á kjörtíma- bilinu hefur viðbúnaður til að mæta mengunarslysum verið stór- aukinn með kaupum á sérstökum búnaði sem staðsettur er við helstu hafnir landsins. Það tengist ekki síst þeirri miklu áherslu sem stjómvöld leggja nú á aukið eftirlit með mengun sjávar, en Islendingar standa nú framarlega í samstarfi þjóða Norðurhjar- ans um eftirlit með ástandi sjávar og mengunarstigi norður- skautsins. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein, en það er eigi að síður staðreynd, að virk náttúmvemd er undirstaða hennar. Erlendir ferðamenn koma hingað til lands til að njóta ósnortins víðemis, sem óvíða er að finna. En líka hér á Islandi eykst samkeppnin um landið og nýtingu þess. Það er því bæði með hliðsjón af mikil- vægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar en jafnframt af virð- ingu við náttúmna, sem ríkisstjómin hefur lagt áherslu á að frið- lýsa fleiri svæði. Að því er unnið hjá Náttúmvemdarráði af krafti, en auk þess hefur ríkisstjómin sjálf beitt sér sérstaklega á þessu sviði. Þannig má nefna merkilegt stjómarfrumvarp um vemd Breiðaíjarðar, sem liggur nú fyrir þinginu, og mun brjóta blað í sögu náttúruvemdar á Islandi. Sömuleiðis samþykkti rík- isstjómin að heíja undirbúning að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi, sem mikill áhugi hefur verið á um áratuga skeið. Hvað sem líður þrætum um einstök mál eins og búvömr, þá hef- ur ríkisstjómin eigi að síður jafnt og þétt unnið að því að hrinda í framkvæmd markmiðum sínum, - og það gildri ekki síst um náttúmvemd og umhverfismál. Þegar horft er til þess að 60% útgjalda ríkisins fara í að halda uppi vel- ferðarkerfinu hefur mér oft fundist það sorglegt hversu lítið hefur verið fjallað um velferðarmál innan Sambands ungra jafnaðarmanna. Til að bæta úr þessu var nú í haust sett af stað mál- stofa um velferðarmál og var markmiðið að málstofan yrði vettvang- ur ungra jafnaðarmanna fyrir umræður um heil- brigðis- og félagsmál. Þetta markmið hefur gengið eftir og þannig meiri áhersla verið lögð á velferðarmál en oftast áður. Hvatt til aukinnar áherslu á forvarnastarf Á málefnaþingi Sam- bands ungra jafnaðar- manna í Keflavík, sem haldið var 12. febrúar, var meðal annars sam- þykkt ályktun þar sem hvatt er til aukinnar áherslu á forvamastarf í sem flestum málaflokk- um. Einnig var samþykkt að marka þyrfti skýrari fjölskyldustefnu. Ein leiðin að því markmiði gæti verið að opna skrif- stofu sem yrði málsvari fjölskyldunnar gagnvart stjómvaldsaðgerðum. Oftast hefur orðið minna úr gjörðum en orðum Enginn efast um það hversu mikilvægt það er að efla forvamir en því miður hefur oftast minna orðið úr gjörðum en orð- um. Fræðsla er eitt form forvama og Hklega það sem mest er notað. Fólk er frætt um skaðsemi reykinga og áfengis- neyslu, fólk er einnig frætt um hvemig með- höndla á ungaböm og svona mætti lengi telja. Allt þetta starf er ómetanlegt en betur má ef duga skal. Þessi fræðsla er nokkuð sund- urlaus og er hver að vinna á afmörkuðu sviði í sínu homi. Taka þyrfti upp almennar forvamir sem hafa það að mark- miði að hvetja fólk til HREINN HREINSSON: „Enginn efast um það hversu mikilvægt það er að efla forvarnir en því miður hefur oftast minna orðið úr gjörðum en orðum. Fræðsla er eitt form forvarna og líklega það sem mest er notað. Fólk er frætt um skaðsemi reykinga og áfengisneyslu, fólk er einnig frætt um hvernig meðhöndla á unga- börn og svona mætti lengi telja. Allt þetta starf er ómetanlegt en betur má ef duga skal. Þessi fræðsla er nokkuð sundurlaus og er hver að vinna á afmörkuðu sviði í sínu horni. Taka þyrfti upp almennar forvarnir sem hafa það að markmiði að hvetja fólk til heilbrigðari lifnaðarhátta á öllum sviðum.u heilbrigðari lifnaðar- hátta á öllum sviðum. Fræðsla um Iífshlaup einstaklingsins Leiðin að þessu mark- miði gæti verið að útbúa fræðsluefni, sem væri nokkurs konar fræðsla um lífshlaup einstak- lingsins. Þar væri fjallað um æviskeið einstak- lingsins og hvað það er sem brennur helst á hon- um á hverjum tíma. Inn í þessu væru hlutir eins og slysavamir bama, kynfræðsla ung- linga, fræðsla um skað- semi vímuefna, fræðsla um hjónaband, fræðsla um líkamlegt ástand miðaldra fólks, fræðsla um öldmn og svona mætti lengi telja. Áhrifhöfð á neysluvenjur og lifnaðarhætti Forvamir geta Iíka verið í formi ýmis konar stjómvaldsaðgerða sem miða að því að hafa áhrif á neysluvenjur og lifnað- arhætti fólks. Þama er átt við hluti einsog að hafa lægri tolla á vömm sem teljast heilsuræktarvömr eða hærri tollar á vömm eins og sælgæti. Annað dæmi gæti verið að hafa sterkt áfengi hlutfallslega mik- ið dýrara en léttvín og bjór. Hægt er að tína til miklu fleiri hluti en aðal- atriðið er að stjómvöld geta vel haft það sem út- gangspunkt að heil- brigðir lífshættir séu að- alatriði og mótað að- gerðir sínar út frá þeim punkti. Skýrari stefnu í málefnum fjölskyldunnar Ungir jafnaðarmenn hvetja til þess að mörkuð verði skýrari stefna í málefnum fjölskyldna á íslandi. Með því að opna skrifstofu um málefni ljölskyldna myndi fjöl- skyldan eignast mál- svara gagnvart aðgerð- um stjómvalda. Málsvara sem þessum má vel líkja við hags- munasamtök eins og bændasamtökin og verkalýðsfélögin. Þegar stjómvöld koma fram með aðgerðir sínar koma málsvarar ýmissa hópa fram og segja að þessar aðgerðir leiði til þessara og þessara hluta fýrir þennan og þennan hóp. Enginn einn málsvari stendur þó upp og ver fjölskyldumar í landinu. Öll tilheymm við þó fjölskyldum og flestir em sammála um það að fjölskyldan er sá bak- hjarl sem flestir sækja styrk sinn í. Hlutverk fjölskyld- unnar hefur þó sífellt verið að minnka síðustu áratugi og er ekki fráleitt að hugsa sér að hluti skýringarinnar gæti ver- ið sá að aðgerðir stjóm- valda taka sjaldnast mið af fjölskyldunni sem heild. Sterk fjölskylda er besta forvörnin fyrir einstaklinga Allt ber þetta að sama bmnni því sterk fjöl- skylda er sú umgjörð sem líklegust er til þess að móta sterka og heil- brigða einstaklinga. Þá komum við aftur að forvömum því sterk ljöl- skylda er sá bakhjarl sem nauðsynlegur er þegar fólk stendur frammi íyrir þeim mörgu glapstigum sem verða á leið manns í gegnum lífið. Sterk (jöl- skylda er því í raun besta forvömin og þar með er fjölskyldustefna um leið míkilvægasta forvama- starfið. Iliifundurer foneti málstofu Sambands unga jafnadarmanna um velferðarmáj formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og starfar sem félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun Uafnarjjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.