Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. mars 1994 BÆKUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 FORLAGIÐ hefur geílð út bókina „f IÍLÍÐU OG STRÍÐU - bókin um ástina og hjónabandið“ eftir VALGERÐI KATRÍNU JÓNSDÓTTUR. Höfundur bókarinnar er þjóðfélagsfræðingur að mennt og hefur lok- ið kennsluréttindum. Á námsárunum vann hún ásamt fleirum að gerð útvarpsþátta um jafnréttis- og skólamál. Valgerður Katrín hefur gengt fjölmörgum störfum, verið upp- eldisfulltrúi, félagsmálafulltrúi og flug- freyja, svo dæmi séu tekin. Undanfarin ár hefur hún verið í blaðamennsku, lengst af á Morgunblaðinu en auk þess hefur hún skrif- að fjölda tímaritsgreina og um tíma var hún fréttamaður á Stöð 2. Þá var Valgerður Katrín framkvæmdastjóri landssöfnunar Kvennaathvarfs 1992. Hún er tvígift og á son frá fyrra hjónabandi. í bókarkynningu Forlagsins segir: „Hjónabandið er nánasta samband tveggja einstaklinga, hornsteinn fjölskyldunnar, og fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins. En við vitum Iítið um þennan hyrningastein og hvað samfélagið gerir í rauninni litlar kröf- ur til þeirra sem láta innsigla samband sitt með hjónavígslunni. Þessi bók er þess vegna ætluð þeim sem eru að leita sér að lífsförunaut, og einnig þeim sem hafa fundið förunautinn en eru enn að leita hamingjunnar með honum. Hér er fjallað um makaval, þroskaða og óþrosk- aða ást, réttarstöðu hjónabandsins, brúð- kaup og brúðkaupssiði, ólíka menningu kvenna og karla og leitina að jafnrétti í hjónabandi. En erfiðleikarnir eru margvíslegir og því er í bókinni fjallað á nærfærinn hátt um þau margvíslegu vandamál sem mæta öllum hjónum á lífsleiðinni og bent á leiðir til að leysa þau og gera gott hjónaband betra. Því ef manneskjunum tekst að lifa náið saman um árabil, í eindrægni og kærleika, þá er heimurinn vissulega framtíð fyrir sér.“ Hér á eftir fara tveir kaflar úr bókinni: fið stilla saman strengi Þegar i'ólk byrjar að búa saman eru ótal atriði í hinu daglega lífi sem þarf að ná samkomulagi um. Annar makinn er ef tií vill morgunsvæfur, en hinn kvöldsvæfur. Annað hjónanna sefur við opinn glugga en hitt við lokaðan. Bæði vilja fara í bað á morgnana á sama tíma. Annað hjónanna er sam- kvæmisljón en hitt er bókaormur. Þar að auki hefur annað hjónanna eða bæði einhverja kæki sem fara í taugamar á hinu. Ýmsir erfiðleikar kunna að vera í samlífi hjóna þótt ekki sé tekist á við þá. Æskilegra er að glíma við þann ágreining sem upp kemur og vinna úr honum sem fyrst því annars er hætt við að allt safnist saman í undirvitundinni og brjótist út með einum eða öðrurn hætti. Stundum koma slík útbrot í kjölfar vandamála sem bömin eiga við að etja, þegar þau flytja að heiman eða ef íjölskyldan verður fyrir áfalli. Það slanda tvær Ijölskyldur að þeim tveimur manneskjum sem ákveða að binda trúss sitt saman. Fjölskyldubönd em sterkari á íslandi en víðast hvar í nágrannalöndunum, bæði vegna fámennis og land- fræðilegrar nálægðar manna þar sem ríflega helnt- ingur þjóðarinnar býr á tiltölulega litlu og afntörk- uðu landsvæði. Víða erlendis Ilytur ungt fólk hins vegar snemma að heiman, býr á heimavistarskólum meðan það er í framhaldsnámi og kemur sjaldan heint í foreldrahús eftir það nema á stórhátíðum. I surnunt tilfellum vilja foreldrar ekki sleppa foreldra- hlutverkinu löngu eftir að börnin em flutt að heiman. Kona nokkur á fertugsaldri hefur þessa sögu að segja: „Tengdamamma er óþolandi ráðrík. Þegar hún hefur komið í mat til okkar, þarf hún yfirleitt alltaf að segja mér hvemig hún búi til matinn. Því næst geng- ur hún að matarborðinu og segir mér hvernig henni finnist best að leggja á borðið og breytir á þann hátt VALGERÐUR KATRÍN JÓNSDÓTTIR, höfundur „í blíðu og stríðu“. Ljósmynd: Jón Fjömir sem henni hentar. En ekki nóg með það, heldur gengur hún um og stillir upp húsmununum eins og hún vill að þeir séu og vökvar blómin, segir að þau séu hvort eð er öll að drepast hjá mér.“ Og kona á fimmtugsaldri lýsir svipuðu vandamáli með þessum orðum: „Tengdapabbi er alveg að gera út af við mig. Hann er mjög frekur persónuleiki og vill ráða yfir sinni fjölskyldu, tengdabömum og barnabömum. Hann ræður þó ekkert yfir mér og því þarf hann að sýna lítilsvirðingu sína sem felst meðal annars í því að hann fer aldrei inn á bað öðmvísi en að alls sé þar útmigið á eftir. Ég hef látið manninn minn um að þrífa baðherbergið eftir að tengdapabbi kemur í heimsókn, því ekki fæst hann til að þrífa upp eftir sig sjálfur." Ý msir erfiðleikar skjóta upp kollinunt þegar böm- in koma til sögunnar. Fram til þessa hafa hjónin get- að farið eigin leiðir, en nú verður annað þeirra að annast börnin og það veldur oft togslrcitu milli þein'a. íslensk hjón eignast nú að meðaltali færri börn en áður. Á tímum getnaðarvama er hægt að skipuleggja barneignir og flestir gera það. Samt er algengt að kornungt fólk eignist börn hér á landi, og á landsbyggðinni virðast foreldrar jafnvel ennþá yngri en í Reykjavík. Flestir myndu telja að æskileg- ast væri að fresta bameignum þar til hjón hafa hreiðrað bærilega um sig, eignast húsnæði og lokið námi. Samt reyna mjög margir að sinna öllu þessu í senn og eykur það mjög álag á slíka foreldra. En samfélagið hvetur einnig til þessa eins og eftirfar- andi dæmi 25 ára tveggja bama rnóður í lögfræði- námi sýnir, en hún býr á hjónagörðum með eigin- manni og bömum: „Það er ntiklu auðveldara að eignast böm meðan maður er í námi. Við getum fengið inni á bamaheim- ili fyrir börnin núna, en það fáum við ekki þegar við höfum lokið námi. Vinnutími okkar er líka sveigjan- legri en hann verður þegar við sækjum út á vinnu- markaðinn og það er betra fyrir okkur að skiptast á að vera heima þegar bömin eru veik.“ Báðir foreldrar taka meiri og jafnari þátt í umönn- un barna sinna en áður tíðkaðist. Margir feður em nú á tímum viðstaddir fæðingu barna sinna en áður fyrr vom feður gerðir brottrækir af fæðingarstað er kon- ur fóm til að fæða á sjúkrahúsum. Þeir karlmenn, sem hafa verið viðstaddir fæðingu bama sinna, ininnast hennar gjaman sem einhverrar stærstu stundar í lífi sínu. 27 ára gamall faðir segir svo frá: „Ég get ekki sagt annað en ég hafi verið hálfkvíð- inn þegar ég hafði tekið þá ákvörðun að vera við- staddur fæðingu eldri sonar okkar. En þetta var stór- kostleg stund, alveg ógleymanleg. Því miður gat ég ekki verið viðstaddur fæðingu yngri sonarins vegna vinnu minnar, en í það skiptið var á harðákveðinn í að vera við fæðinguna ef ég gæti.“ Það treystir fjölskylduböndin að feður taki þátt í umönnun bama sinna og séu ntikið með konum sfn- unt á meðgöngutímanum þegar þær þurfa á stuðn- ingi að halda. Sumar konur hafa sagt að því ntiður hafi börn þeirra ekki eignast föður fyrr en þær skildu við ntenn sína, þvt að þá hafi þeir þurft að sinna þeim að minnsta kosti einaog einahelgi. Nú á dögum taka ungir feður mun virkari þátt í utnönnun barna sinna en áður fyrr, þeir vakna til þeirra unt nætur, skipta á þeim, baða þau, fara með þau til læknis og fleira þess háttar sem áður var svo til eingöngu í verkahring kvenna. Við uppeldi bamanna er ntjög mikilvægt að þau fái að vaxa og þroskast í samræmi við eiginleika sína en mótist ekki alfarið af vilja foreldranna. Hjón em oft ósammála varðandi uppeldisaðferðir og þá er æskilegt að þau komi sér saman unt að bregðast eins við þannig að bamið alist ekki upp við að fá já frá móðurinni og nei frá föðumum eða öfugt. Barni líð- ur best þar sem foreldrar em samtaka og sjálfum sér samkvæmir og sýna barninu hlýju og hreinskilni. Stundum er sagt að hjón hafi ákveðið að eignast bam til að bjarga hjónabandinu. Barn bjargar hins vegar aldrei sambandi, því tilkomu nýtrar rnann- eskju í heinrinn fylgja ýmsir erfiðleikar sem er ekki hægt að leggja á veikar herðar ungbarns. Stundum ákveður fólk að ganga í hjónaband vegna þess að það hefur eignast bam saman. Sú staðreynd kann að verða til þess að annað foreldrið eða bæði bera nei- kvæðar tilfinningar í garð bamsins, og út' þeirn þatf að leysa svo það skaði ekki bamið. Fæðing fyrsta bams hefur oft orðið til þess að faðirinn fyllist af- brýðisemi, einkum ef hann fær ekki að taka þátt í þessum mikilvægu straumhvörfum í lífi fjölskyld- unnar. Þá lifir sú goðsögn góðu lífi að bameignir leysi geðræn vandamál meðal kvenna. Staðreyndim- ar segja þó aðrar sögu. Þannig komst sænski geð- læknitinn, Ake Nilsson, að raun um það að um helmingur kvenna sem hann athugaði fann tii auk- inna geðrænna óþæginda innan tveggja mánaða frá bamsburði og 18% þeirra áttu greinilega við geðræn veikindi að stríða. Þrjú erfiðleikatimabil hjónabandsins Gordon Johnson geðlæknir telur að í hjónaband- inu sé einkum um þrjú erfiðleikatímabil að ræða. Fyrsta tímabilið segir hann að séu fyrstu fimm árin, einkunt þó þriðja og ljórða árið, en þriðjungur hjóna- skilnaða verður á því tímabili. Sumir sérfræðingar telja að aðalástæðan sé afstaða karlmannsins til hjónabandsins. Hann gangi í hjónaband til að fá kyn- ferðislegum hvötum sínum fullnægt, en taki ekki tneð í reikninginn að þeir tímar renni upp við bams- burð þegar honum finnst hann afskiptur og konan uppteknari af nýfæddu bami en honunt. Þessir eiTtð- leikar reynast mörgu ungu fólki um megn og leiða til skilnaða, en árekstrar sem þessir eru mjög eðlilegir þegar karl og kona eru að finna hvort annað og bind- ast traustari böndum. En persónuleiki þeitra þroskast ef þau komast yfir þetta tímabil. Næsta erfiðleikatfmabil hefur verið kallað „fjórtán ára kreppan" að sögn Johnsons og er nátengd aldri hjónanna. Flest hjóna em þá um 35-40 ára og þá bytja öldrunarbreytingar Ukamans að gera vart við sig. Oft er hjónabandið komið í fastar skorður og kynlífið tilbreytingarlaust. Bömin em að fjarlægjast móður sína og hún þarf að takast á við ný viðfangs- efni. I suntum tilvikum eignast hjónin bam til við- bótar, en það dugar þó oft ekki til að treysta sam- I B L I i U O Q S: T R I & U bú/iin tuu úsliita o" hjátuibatu/U) BÓKARKÁPA „íblíðu og stríðu“. Ljósmynd: Sigurgeir Sigurjónsson. Hönnun: Jón Ásgeir Hreinsson. Bókina prýðir einnig fjöldi mynda eftir Báru Kristinsdóttur. bandið. Oft endar þetta tímabil með skilnaði, konan verður veik fyrir mönnum setn sýna henni meiri áhuga .en eiginmaðurinn, mönnum sem er á aldrin- um 50-55 ára og eru sjálfir að ganga í gegnum næsta erfiðleikatímabil hjónabandsins. En erfiðleika þessa tímabils er hægt að yfirvinna með því að endumýja hjónabandið. Mikilvægt er að hjónin ræði opinskátt um stöðu stna, hjálpi hvort örðu til að finna nýjar leiðir út úr tómleika og leiðindutn, nteð endurhæf- ingu og með því að taka sér fyrir hendur ný við- fangsefni. Sökum tómleika og óánægju em vímu- gjafar oft misnotaðir á þessu tímabili. Karlmaður um fertugt lýsir reynslu sinni þannig: „Við eigum þrjú börn, átján, sextán og þriggja ára. Við höfunt verið gift í tuttugu ár og nú em komnir vemlegir brestir í sambandið. Ég veit ekki hvar það byrjaði, en ég hef alltaf unnið mikið úti og er ágætis „skaffari“ þó ég segi sjálfur frá. Ég rek blómlegt fyr- irtæki og er virkur í félagslífi. Við höfum haft verka- skiptingu okkar á milli, konan er heima en ég vinn fyrir heimilinu. Vinna mín felur í sér ferðalög innan- lands og utan og ég hef lent í nokkmm ástarævintýr- um sem rista þó ekki djúpt. Samband okkar hjón- anna er orðið mjög stirt, við tölumst varla við og það ríkir þögn á heimilinu. Okkur líður báðum illa, kon- an mín tók upp á því að brjóta rúðuna í stofunni um daginn og fleyja öllu lauslegu út unt gluggann. I kjölfarið fómm við til hjúskaparráðgjafa og emnt nú þar í viðtölum.“ Þriðja erfiðleikatímabilið er um 50-55 ára aldur, en þá k.oma upp vandamál sem kennd em við silfur- brúðkaupið. Bæði konan og karlinn ganga í gegnum tímabil breytinga. Karlmaðurinn verður rólegé minnið skerðist og kyngetan minnkar í þremur af hverjum fórum tilvikum. Börnin eru yfirleitt farin að heiman og konan kvartar yfir því að karlinn sýni sér ekki áhuga og hann kvelst vegna dvínandi kyngetu. Þetta verður stundum til þess að hann fer að sýna yngri konum áhuga þar sem hann telur þær geta örv- að kyngetuna og hann fái þar með tækifæri til að sýna að hann sé ekki dauður úr öllurn æðum. Þetta leiðir til skilnaða ef hjónin átta sig ekki á því sem er að gerast og leysa málin. En ef þeim tekst að komast í gegnunt þessi erfiðleikatímabil geta efri árin orðið ánægjulegur tími fyrir þau bæði. 52 ára gamall karl- maður hefur þetta að segja: „Við höfum verið að bera saman bækur okkar, nokkrir karlar um fimmtugt. Við emm flestir komn- ir í góðar stöður innan samfélagsins og finnst líf okk- ar að vissu leyti staðnað. Konur okkar hafa flest*s>» •verið meira heima við og sinnt uppeldi bamanna, en nú eru þær önnum kafnar við að finna sér ný áhuga- mál. Þær eru famar í skóla á ný eða út í atvinnulífið, fullar af krafti. Okkur langar kannski líta til að breyta um farveg, halda áfram að mennta okkur eða eitt- hvað þess háttar, en getum það ekki þar sem við er- urn fyrirvinnur fjölskyldunnar. Bamabömin koma inn í líf okkar sent miklir gleðigjafar, og þau gefa okkur eflaust nteira en ömmunum því þær hafa var- ið meiri tíma í bamauppeldi en við. - Við erum veik- ir fyrir því ef aðrar konur sína okkur áhuga.“ „Líf okkar er eins og löng röð af andlegum krepp- um. Andleg kreppa er skilyrði alls þroska og sjálfs- þekkingar - en getur líka opnað dyr að ævilangri ör- orku,“ segir Johan Cullberg í bók sinni kreppa og þroski. Orðið kreppa er þýðing á gríska orðinu „krisis“ og þýðir skyndileg hreyting, afdrifarík þátta- skil en jafnframt nýr möguleiki. Áfallakreppur eru til dæmis andlát nákominnar manneskju, efnahagslegt hrun eða atvinnumissir. Lífskreppur nefnast þSb'" kreppur sem tilheyra eðlilegu lífi en geta samt orðið einstaklingum erfiðar, svo sem það að ala bam, afar aftur út á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið heima- vinnandi eða gerast ellilífeyrisþegi svo aðeins fátt sé nefnt af því sem tilheyrir hinunt svokölluðu iíf- skreppum. Af þekktum lífskreppum má nefna kreppu um fertugt, þegar fólk reynir að brjótast úr hlekkjum vanans, og kreppu sem tengist ellilífeyris- aldrinum, það er að segja þegar fólk fer að búa sig undir ævikvöldið, en mörgum finnst erfitt að ljúka þeirn hluta lífsins vegna þess hversu mikil áhersla er lögð á vinnuna í samfélagi okkar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.