Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. mars 1994 ALÞÝÐUBLAÐiÐ 3 FRETTIR Arsreikningar fyrirtækja 1992: Samdráttur í veltu og tap á rekstri ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur gefið út ritið,,Ársreikningar Jyrirtœkja 1991-1992“. í rit- inu er að finna niðurstöður úr ársreikningum 1.150 Jyrirtœkja fyrir þessi tvö ár. Heildar- velta fyrirtœkjanna 1.150 var um 284 milljarðar króna á árinu 1992. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur gefíð út ritið „Ars- reikningar fyrirtækja 1991-1992“. í ritinu er að fínna niðurstöður úr árs- reikningum 1.150 fyrir- tækja fyrir þessi tvö ár. Um er að ræða sömu fyrir- tækin bæði árin og því gef- ur ritið góða mynd af breytingum á rekstri og efnahag þessara fyrir- tækja. Niðurstöðurnar sína tap af reglulegri starf- semi og samdrátt í veltu milli ára. Heildarvelta fyrirtækj- anna 1.150 var um 284 milljarðar króna á árinu 1992. Það er um 40-45% af veltu atvinnurekstrarins í heild en hlutfallið er nokkuð misjafnt eftir greinum. Hagnaður fyrirtækjanna af reglulegri starfsemi sem hlutfall af tekjum fór úr 1,9% hagnaði árið 1991 í 1,1% tap 1992. Veltuaukn- ing fyrirtækjanna í heild var 1,1% milli ára en á sama tíma hækkaði framfærslu- vísitalan um 3,7%. Þetta jafngildir um 2,5% sam- drætti veltunnar á mæli- kvarða framfærsluvísitölu. Hagnaður án innláns- stofnana, íjármála- og orku- tyrirtækja lækkar úr 1,3% í 0,3%. Lakari afkomu 1992 en árið áður má rekja til hækkunar á vöxtum og verðbreytingarfærslu. Þessi gjaldaliður hækkar úr 1,7% af tekjum í 3,7% árið 1992. Hækkun á þessum gjaldaliði má að mestu rekja til mis- vægis milli gengisbreytinga og breytinga á innlendu verðlagi. Eigið fé fyrirtækjanna í árslok 1992 var 188 millj- arðar króna og lækkaði um 2,1% frá fyrra ári. Eiginfjár- hlutfall, það er eigið fé í hlutfalli af heildareignum var 28,1 % í árslok 1992 bor- ið saman við 29,6% í árslok 1991. Hlutfall veltuljár- muna af skammtímaskuld- um er um það bil einn og óbreytt milli ára. í ritinu er einnig gerð til- raun til að meta arðsemi at- vinnugreinanna. Annars vegar er metin arðsemi sem bundin er í birgðum, fasta- fjámiunuin og öðrum eign- um, hins vegar er reiknuð arðsemi eigin fjár. Smirnoff framleiðir ekki bara vodka: Alþjóðleg samkeppní ungra tískuhönnuða FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR, 24 ára iðnskólanemi í Reykjavík, varð sigurvegari á síðasta ári í alþjóðlegri keppni ungra tískuhönnuða sem The Pierre Smirnoff Co. Ltd., Smirnoff vodkafram- lciðandinn, gengst fyrir ár- lega. 1993 voru um 10 þátt- takcndur í kcppninni hér á landi. Nú er aftur blásið til leiks og hefur umboðsmaður Smimoff á Islandi, Júlíus P. Guðjónsson, sent út tilkynningu um keppn- ina í ár. Aðalþema keppninnar að þessu sinni verður andstœð ímynd og em reglur keppninnar nánar skilgreindar í keppnis- gögnum. Úrslit í undankeppninni hér heima verða lilkynnt í þessum mánuði og endanleg úrslit 22. april næstkomandi. Sigurvegar- inn mun taka þátt í úrslita- keppninni á Irlandi í nóvember 1994, en þar mun fjöldi tfsku- hönnuða frá um 30 þjóðlöndum sýna verk sín. I dómnefndinni á Irlandi verða ekki minni menn en John Galliano, Joe Casely Ilayward, John Rocco og Bono, söngvari írsku rokk- hljómsveitarinnar U2. Bara að dýfa f, og fiskurinn bítur á Sjóstangavciði l'reistar margra úllendinga. Og íslensk veiðisvæði eru lreistandi í þeirra augum. Þama er eflaust einn vaxtarbroddurinn í fcrðamálagreininni, sem van- nýttur hefur verið. í nýútkomnu bresku blaði Iiaat Angler er lýsing á veiðiferð frá Akranesi, afar lofsamleg í ílestu, aðeins kvartað undan dýrtíðinni. Islensk sjóstang- veiðilækni er sögð einföld, lfk þvf sem vcrið hali á írlandi fyrir áratugum síðan. bara dýfa önglinum í, og ftskurifin er búinn að bíta á. íslenskar sjóslangaveiðarJá lof i bresku tímariú sjrístangavciiUmanna. VVITH DATNDUNG FfSH STOCKS iN BWT1SH WATERS. PHtLL WILLtAMS fUESNORTHTO Hvað kostar að snúa almenningsáliti? Miklu er greinilega til kostað að breyta almenningsáliúnu á húsbyggingu Hastarétt- ar í bakgarði Safnahússins við Hverfisgötu. Lesandi Iiringdi og spurði um kostnað af þessari sýningu. Hverborgar? Hvcrer herkostnaðurinn? Ekki viturn við þaðen reikn- um með að Dótnsntálaráðuneytid greiði þann kostnað sem verður af sýningarhald- inu að Hverfisgötu 6, og hann er veruiegur. Greinilegt er þó að ailt er reynt til að breyta almenningsálitinu Hæstaréttarhúsinu í hag, - og þá virðist kostnaður ekki skipta máli. BARNAHEILL - stærsta tímaritið Tímaritið Barnaheill er stærsta tímarit iandsins samkvæmt upplagskönnun Verslutt- arráðs íslands. Prentað upplag þess er 15 þúsund cintök, og dreifing út félagsmanna 12.500. Tímaritið Heimili og skóli er prcntað í 12.250 eintökum og dreift til félags- manna 10.650 eintökum. Heilhrigðismál er prentað í 5.610 eintökum og fá áskrif- endur rétl rúmlega 5 þúsund eintök send. Heimsmynd er með 7.626 prentuð eintök, og fara 825 eintök úl áskrifenda en afgangurinn í lausasölu. Ýniis ferðamannagögn cru prcntuð í stæira upplagi, scgir Verslunarráðið. Þannig er Complcte lceland. kort af Jandínu, prentað f 80 þúsund eintökum, - og Sjónvarpshandhókin er prentuð í 42.400 eintökum og dreift ókeypis í hús. Baltasar og Kristjana opna sýningu A laugardaginn opna þau hjónin Baltusar og Kristjana Sampcr sýningu á verkum sínum í Hafnarborg í Hafnar- firði. Kristjana sýnir tíu skúlptúra og sex lágmyndir en Baltasar sautján málverk og sex teikningar. Öll em verkin unnin á síðustu þrcm árum. „Ég hef á næstliðnum árum leitast við að draga fram f verkum mínum hliðstæður og samsvaranir á milli huliðsheima eins og við þekkjum þá úr þjóðsagnaarfmum og tíðinda sem eru að verða í okkar sam- tíð. Einnig má þar sjá önnur cfni og skyld, fantasíur og draunta“, segir Kristjana. Baltasar hefur undantárin ár einkum málað myndir, margar hverjar stórar í sniðum, sem sækja efnivið og hugblæ til Eddukvæða, og halá þær verið uppistaðan í einum sjö sýningum hans hér heirna og er- lendis. Ein slík sýning stendur nú í Dcn Haag í Hollandi. „Á þessari sýningu held ég áfram að ferðast unt þennan undarlega og magnaða gtxðaheim, glími við táknsæi hans og ramrnan galdur og rck saman þá þræði sem tengja hann við okkar tíma“, segir Baltasar. Kristjana og Baltasar, ■ ivitahjón. Tveimur tilboðum tekið Fimm úlboð frá fjórum aðilum bárust við 3. útbtxð húsnæðisbréfa hjá Húsnteðis- stofnun ríkisins í fyrradag, - úlboðum aðeins tveggja var tekið. Tilboðin námu að nafnvirði 61 milljónum króna. Hæsta ávöxtunarkrafa var 5,20% en sú lægsta 5%. Meðalávöxtun 5,12%. Samþykkt var að taka tilboðum með lokaávöxtun 5.00%, en þau voru tvö, að nafnvirði 11 milljónir króna, eða um það bil 13 milljónir að sölu- verði. Fyrirlestur um finnsku forsetakosningarnar Tom Siiderman, sendiherra Fmnlands á íslandi, heldur tyrirlestur um finnsku for- setakosningamar í Norræna húsinu á sunnudaginn klukkan 16. Hann fjallar meðal annars um gildi forsetaembætúsins í finnskum stjómmáium. Sendiherrann svarar fyr- irspumum gesta að fyrirlestri loknum. Eins og kunnugt er tók hinn nýkjömi t'orscti Fmníands, Martti Ahtisaari við embætti um mánaðamóún. Allir velkomnir á tyrir- lesturinn. Sendum Jón Baldvin í víking til Frakklands Sjómaður hafði santband við Alþýðublaðið og bað okkur unt aö korna því á frantfæri að þarsem Jón Baldvin Hannibalsson beri ábyrgð á utanrflcismálum okkar þá ætti hann að fara í víking til Frakklands og höggva á hnúúnn sem rnyndast hefur í inn- fiutningsmálum íslendinga. Sjómaðurinn varáþví að Jón Baldvin þekkti manna best króka og kima Evrópusamvinnunnar og væri því liæfastur til að leysa málið. I»or- stcinn I’álsson sjávarútvegsráðherra hetði hinsvegar ekkert að gera þama út, Jón Baldvin ætti að fara og ekki orð um það meira. Aðspurður sagði hann að samtök sjó- manna væru aö thuga aö álykta um málið, senda áskomn til utanríkisráöhcrrans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.