Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ TIÐIMDI Fimmtudagur 3. mars 1994 Út er komin bókin „Réttindi og skyldur á vinnumarkaði“, eftir Láru V. Júlíusdóttur lögfræðing hjá Alþýðusambandi ísiands: HAGNÝT BÓK fyrir launafólk og vinnuyeitendur ÞAÐ VAR tími til koniinn að á niarkað- inn kæmi bók eins og sú sem Lára V. Júlíusdótt- ir, lögfræðingur hjá Al- þýðusambandi íslands, hefur skrifað og nú er komin á markað. Mikil þörf er fyrir upplýsing- ar á einum stað eins og þær sem fram koma í bók Láru. Alþýðusamband ís- lands hefur gefið bókina út og gert það af'ar mynd- arlega. Hér er um að ræða handbók, sem launþegar, vinnuveitendur, lögfræð- ingar og fólk sem starfar við starfsmannahald fyr- irtækja, mun án efa nýta sér vel. Bókin fjallar um þær reglur sem gilda í sam- skiptum starfsmanna og atvinnurekenda. FjaJlað er um ráðningu til starfa, skyldur atvinnurekenda og starfsmanna, orlof, aukahelgidaga, lífeyris- sjóði og tryggingar, sjúk- dóma og slys, fæðingar- orlof. atvinnuleysisbæt- ur, breytingar á ráðning- arkjörum. uppsagnir. brottrekstur úr staifi og reglur sem tengjast gjald- þrotum fyrirUekja svo nokkuð sé nefnt. Bókin er 280 blaðsíður og skiptist í þrjá megin- kafla: Upphaf ráðningar, réttindi og skyldur stiufs- manna og lok ráðningar. Bókin fæst hjá Menning- ar- og fræðslusambandi alþýðu. Bókin kostar að- Æskulýðsdagur Þjóðkirkjan verður á sunnudaginn með yfirskriftinni: TrÚ, von & KÆRLEIKUR LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR er höfundur handbókar- innar „Rctiindi og skyldur á vinnumarkaöisem launþegar, vinnuveitendur, lögfneðingar ogfólk sem starfar við starfsmannahald fyrirtœkja, mun án efa nýta sér vel. eins 1200 krónur fyrir fé- laga í Alþýðusamband- inu. Láru hefur tekist að skila efninu á máli sem verður öllum auðskiljan- legt, ekki á hinu illræmda kerfismáli sem fæstir botna mikið í. Þegar bókin er skoðuð kemur ýmisfegt lróðlegt í Ijós. Við skulum grípa niður í kafla um fæðing- arorlof og kanna réttindi kvenna sem fara í glasa- fijóvgun: „Á seinni árum hefur það færst í vöxt að konur, sem ekki hafa getað átt böm, hafa undirgengist gervifijóvgun, svokall- aða glasafrjóvgun. Til að byrja með voru þessar aðgerðir eingöngu fram- kvæmdar erlendis en nú eru þær framkvæmdar hér á landi. Vinnutap vegna glasafrjóvgunar er oftast ekki nema örfáir dagar. I kjarasamningum opinberra starfsmanna og samningum starfsmanna sveitarfélaga em bókanir um það að 15 vintiudagar em greiddir jregar konur undirgangast glasa- fijóvgun. Aðeins er heimilt að greiða starfs- manni laun á þessum for- sendum einu sinni. Ekki er að frnna sambærileg ákvæði í kjarasamning- um á almennum vinnu- markaði. Þar sem frávera vegna glasafrjóvgunar getur ekki talist vera sjúkdóm- ur f merkingu laga um sjúkdóma og slys ber at- vinnurekíinda ekki skylda til að greiða starfs- manni launatap vegna frávem jægar sjálf frjóvgunin á sér stað. Leiði þungunin hins veg- ar til sjúkdóma og frá- veru í tengslum við þá, gilda almennar reglur um rétt bamshafandi kvenna tíl greiðsfna í veikindum. Barnshafandi konur eiga með öðrum orðum sama rétt til greiðslna í veik- indum, hvort sem þung- unin er afleiðing af tæknifrjóvgun eða ekki. Hér má geta þess að margir sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga greiða konum bætur vegna frá- vem vegna glasafrjóvg- unar", segir Liíra Júlíus- dóttir um þetta tiltekna og forvitnilega atriði. ÆSKULÝÐSDAGUR Þjóðkirkjunnar er sunnudagurinn 6. mars. Haldið er upp á hann í flestum kirkjum og söfn- uðum landsins. Yfirskrift dagsins er TRÚ, VON og KÆRLEIKUR. Æskulýðsdagurinn er haldinn til að minna á bama- og unglingastarf kirkjunnar. Hann er jafn- framt einskonar uppskem- dagur starfsins sem unnið hefur verið með bömum og unglingum frá því í haust. Æskan, hennar hæfileik- ar og viðfangsefni, em í fyrirrúmi í helgihaldi og samkomum kirkjunnar á æskulýðsdaginn. Meðal annars verður sjónvarpað æskulýðsmessu í Selja- kirkju að morgni æsku- lýðsdaginn. Iðnaðarmenn á opnum fundi með Sighvati í kvöld: Ógnvænleg staða IÐNAÐARINS RÆDD SAMIÐN, samband iðnfélaga, gengst fyrirfundi í kvöld til að rœða vandamál iðnaðarins. Þar mun Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, gera grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum iðnaðarins. Á UNDANFÖRNUM 7 árum hafa íslensk út- gerðarfélög látið smíða, gera við og endurnýja skipakost sinn fyrir 42 milljarða króna, - aðeins 14 milljarðar hafa orðið eftir í íslensku þjóðfélagi. Staðreynd er að aðrar þjóðir hafa undirboðið íslenskar skipasmíðar, sem hefur leitt til gífur- legs samdráttar í þessari iðngrein, þannig að nú eru flest íslensk fyrirtæki í skipasmíðaiðnaði með greiðslustöðvun eða jafn- vel gjaldþrota. Skuldir fyrirtækjanna nema um einum milljarði króna. d!!!b tít Samiðn Ástandið í íslenskum húsgagnaiðnaði er ekki björgulegra. Þar er inn- flutningurinn að ganga að honum dauðum. Sama má segja um byggingaiðnað á Islandi. Staðan hjá mörg- um iðngreina okkar er sannarlega ógnvænleg. Sighvatur Björgvinsson hefur hinsvegar tekið til hendinni í iðnaðarráðu- neytinu og vill búast til vamar fyrir íslenskan iðn- að. Samiðn, samband iðnfé- laga, gengst fyrir fundi í kvöld klukkan 20 að Suð- urlandsbraut 30 til að ræða vandamál iðnaðarins. Þar mun Sighvatur Björgvins- son, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, gera grein fyrir stefnu ríkisstjómarinnar í málefnum iðnaðarins. Ráðherrann mun svara fyr- irspurnum fundarmanna Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason að lokinni framsöguræðu sinni. Auk atvinnumálanefnd- ar Samiðnar, boða átta fé- lög til fundarins, en þau eru: Félag jámiðnaðar- manna; Bíliðnafélagið; Nót, sveinafélag netagerð- armanna; Félag blikk- smiða; Málarafélag Reykjavíkur; Trésmiðafé- lag Reykjavíkur; Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði; og Félag garð- yrkjumanna. Laugardagskaffi Kvennalistans í LAUGARDAGS- KAFFI Kvennalistans 5. mars verður fjallað um sögu Kvenréttindafélags Islands. Gestir verða Sig- ríður Th. Erlendsdóttir og Björg Einarsdóttir. Sigríður Th. er höfundur mtim bókarinnar Veröld sem ég vil - saga Kvenréttindafé- lags íslands 1907-1992, en Björg valdi myndimar í bókina. Laugardagskaffi Kvennalistans er að Laugavegi 17, II. hæð, og hefst klukkan 11. Þangað em allir velkomnir. ÆSKULÝÐSDAGURINN verður haldinn á sunnudaginn kemur íflestum kirkjum og söfnuðum landsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.