Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 8
$ I i T Ö I UM ADSKILNflÐ RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda JSjörgvin s: 95-22710 (kl. 17-19) J ÍS A I T Ö l| UM APSKILWflD RlKIS og kirkju upplýsingar og skráning stofnenda vBjörgvin s: 95-22710 (kl. 17-19) J Fimmtudagur 3. mars 1994 35. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR LEIKHÚS / ARNIOG BESSI,- GLEÐI- GJAFAR STÓRi.EIKARARNIR Ámi Tryggvason og Bessi Bjarnason f'ara með hlutverk tveggja gam- alla skemmtikral'ta, Alla og Villa, sem eiga endur- f'undi el'tir 12 áni sambandsleysi í leikriti Neil Sim- on, Gleðigjöfunum, sem frumsýnt verður í Borgar- leikhúsinu í kvöld. Þeir l'élagar liöfðu áður unnið saman sem gleðigjafar um 40 ára skeið. Neil Simon er heimsfrægur leikritahöfundur og nýtur gríðarlegra vinsælda. í jressu verki. sem á frummálimt heitir The Sunshine Boys lýsir Simon einskonar ástar/haturssambandi gleðigjafanna tveggjít. Lýst er sambúð og vináltu tveggja and- stæðra persónuleika og rannsókn gerð á samstarfi tveggja listamanna. Gísli Rúnar Jónsson er leikstjóri Gleðigjaftinna, en hann þýddi jafnframl verkið og staðfærir það, flytur atburðarásina til íslands. Hér á landi eru vissulega til dæmi um tvíeyki á borð við söguhetjur verksins og má þar til nefna Alfreð Andrésson og Harald Á. Sigurðsson og Nínu Sveins og Áróru frá fyrri árum, - og Halla og Ladda og Kaffibrúsa- karlana Gísla Rúnttr og Júiíus Brjánsson frá síðari U'mum. Þá má benda á að starf aðalleikara sýningar- innar, Bessa og Áma. á samanlögðum 80 ára ferli við fíutning gamanmála, eykur enn við íslenska samsvörun Gleðigjafanna. Þeir félagar jrekkja áreiðanlega þá sálfræði sem að baki verkinu liggur. Með eitt aðalhlutverkanna fer Guðmundur Ol- afsson, hann leikur Benna Breiðfjörð, ungan og stressaðan umboðsmann þeirra Alla og Villa, sem reynir hvað hann getur að fá þá satnan að nýju í glæsilegri sjónvarpsdagskrá. Verk Neil Simons njóta mikilla vinsælda hér á landi sem annars staðar. Nægir þar að nefna Kjaftagang sem hefur rokgengið í Þjóðleikhús- inu, Heima lijcí ömmu. og söngleikinn Sweet Cha- rity, sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sýnir um Jressar mundir. í Gleðigjöfunum í Borgarleikhúsinu em önnur hlutverk í höndum jxtirra Bjarkar Jakobsdóttur, EllerLs A. Ingimundarsonar, Steindórs Hjör- leifssonar, Péturs Einarssonar og Guðrúnar Ás- mundsdóttur. Lýsing er eftir F.lvar Bjarnason, ieikmynd og búnínga annast Steinþór Sigurðsson. ÚR GLEÐIGJÖFUNUM, - aldraður og þreyttur skemmti- kraftur (Bessi Bjarnason) og stressaður umboðsmaður (Guð- mundur Ólafsson). Þjóðleikhússmynd Þórður Magnússon skipstjóri á Þerney RE 101, eina fiski- skipi flotans sem bannað er að sækja í SMUGUNA: Þorskstofninn á uppleið sama hvað fræðingarnir segja ÞÓRÐUR Magnússon, skipstjóri á hinu nýja frystiskipi Granda hf., Þerney RE 101, fullyrðir að þorskurinn sé á uppleið í viðtali sem haft er við hann í Frosti, blaði Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna. Hann segir að þá skipti engu máli hvað „fræðingarnir“ segja. Hinsvegar hefur Þórður áhyggjur af karfanum. Erfitt verði að láta endana ná sam- an í vinnslu karfaflakanna um borð, hún sé vinnuafls- frek og verðið á úthafskarfa- flökum lágt um þessar mundir. Um borð í Þemey ÞÓRÐUR MAGNÚS- SON skipstjóri á Þerney - hjartsýnn á þorskimt, - en hefur áhyggjur af ís- lenska karfastofninum. em fullkomnar vélar til karfaflökunar. „Maður vonar bara að út- hafskarfinn veiðist vel og hann seljist á þokkalegu verði. Það verður vonandi meiri stöðugleiki á mörkuð- unum á næstunni en undan- farin tvö ár. Það væri líka óskandi að veiðarnar væru ögn stöðugri svo hægt væri að gera einhverjar áætlanir“, segir Þórður og segir jafn- framt að hann hafi ákveðnar áhyggjur af Islands-karfa- stofninum. Þerney mun stunda veiðar á hefðbundnum miðuni frystitogara og sækja í út- hafskarfann á surnrin en heimamið á vetmrn. SMUGAN er bannsvæði fyrir togarann, - á honum hvfla skilyrði þar um frá Hinum norska seljanda, Den Norske Bank, sem seldi skipið á einkar góðu verði. Skipið var smíðað í Krist- anssund, eitt af 20 rað- smíðaskipum sem Norð- menn smíðuðu fyrir Rússa. Skipið er 64 metrar á lengd og 13 metra breytt með 3.400 hestafla vél, afar vel búið öllum tækjum til sigl- ingar og vinnslu á afla. Um borð starfa 26 skipverjar. Nokkrar nýjungar eru um borð í Þemey, meðal annars ntjölvinnsla, sem getur af- kastað 50 tonnum af hráefni á góðum sólarhring. Spum- ingin verður ekki um af- kastagetuna, heldur það hversu lengi er hagkvæmt að keyra bræðsluna í einu. Þórður segir að þama muni brátt koma í Ijós hversu vel eða illa fullyrðingar sér- fræðinga Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins standast um hagkvæmni bræðslu úti ásjó. „Ég er ekki bjartsýnn á hagkvæmnina ef kaupa þaif svona verksmiðju í frysti- togara á fullu verði miðað við núverandi mjölverð", segir Þórður. Búnaður til að spara olíunotkun: Gæti sparað meðalskuttogara eina milljón króna á ári - þegar haft er í huga hversu risavaxinn íslenski togaraflot- inn er orðinn er þarna um umtalsverðar fjárhæðir að ræða NIÐURSTÖÐUR fyrsta hluta- verkefnis til könnunar á bætiefnum og búnaði til að draga úr eldsneyti- snotkun fiskiskipa bendir til að unnt sé að ná fram nokkrum sparnaði í eldsneytisnotkun. Styrkur fékkst frá umhverfisráðuneytinu til að hef ja samanburðarmælingar á elds- neytisnýtingu fiskiskipa og fram- haldið ræðst af því hvort frekari styrkveitingar fáist. Takist að ná fram 4-5% olíusparnaði lækkaði það olíureikning meðalskuttogara um allt að 1,2 milljónir króna. Ymis bætiefni og búnaður til að draga úr eldsneytiseyðslu hafa verið að koma á markað hérlendis að undan- fömu. Notkun þéirra er hafin í fiski- skipum hérlendis f mjög litlum mæli. Útgerðarmenn hafa haldið að sér höndum eða hafa ákveðnar efasemdir um ágæti bætiefna og búnaðar. Því var talin full ástæða til að gera faglega og eins nákvæma úttekt og unnt er hér- lendis af óháðum aðilum til að fá svör við ýmsum spurningum þessu við- komandi. Þvf var það að LIÚ, tæknideild Fiskifélags Islands og Fiskveiðasjóðs og Vélskólinn réðust í samstarfsverk- CLEANBURNBÚNAÐUR er sellur inn á eldsneytislögnina sem nœst eldsneytis- kerfinu. efni, sem hafði það að markmiði að kanna sem flesta þætti notkunar á bætiefnum og búnaði í náinni sam- vinnu við útgerðarfélög. Fyrsta hluta- verkefnið í þessu samstarfsverkefni var prófun á Cleanburn búnaði í sam- vinnu við Granda hf. þar sem gerðar vom samanburðarmælingar á stóni hjálparvél í Snona Sturlusyni RE 219. Um var að ræða tvíþættar mælingar, annars vegar mælingar á eldsncyti- seyðslu og hins vegar mengandi snef- ilefnum í útblæstri. Ávinningur við álag Hvað viðkemur ávinningi í olíu- notkun þá mælist hann enginn við um 20% álag, en jafnt vaxandi eftir það og mældist um 2,6% við 43% álag. Ekki reyndist unnl að fá marktækar mæling- ar á hærra álagi, en leiða má að því lík- um að við 64% álag náist allt að 5% ávinningur í olíunotkun. Santanburð- armælingar á eldsneytisnýtingu vom tvíþættar, annars vegar skráningar í veiðiferðum og hins vegar mælingar í höfn. Hvor aðferðin sem er styður hina og em samfallandi. Mælingar á meng- andi snefilefnum sýndu merkjanlega lækkun þeirra. Umrædd samanburðarmæling er aðeins fyrsta skrefið í samstarfsverk- efninu, en styrkveiting frá umhverfis- ráðuneytinu varð til þess að því var hleypt af stað. Framhaldið ræðst af því hvoit frekari styrkveitingar fáist. Milljarðar í olíukostnað Olíukostnaður íslenska fiskiskipa- flotans er nálægt fjórum milljörðum króna á ári. Ef til dæntis 5% olíusparn- aður næst með notkun bætiefna og búnaðar er um verulegar upphæðir að ræða ogjafnvel þótt sparnaðarprósent- an sé lægri, en á móti einhver kostnað- ur við kaup á bæliefnum og búnaði. Einnig hefur verið bent á minni við- haldskostnað á vélbúnaði við notkun bætiefna og búnaðar. Þá hlýtur það einnig að vera keppikefli sérhveirar þjóðar að draga sem mest úr mengun- aráhrifum nú á tímum vaxandi tillits til umhverfissjónarmiða. Ekki er langt frá lagi að meðalskut- togari noti um 1,5 milljónir lítra af eldsneyti á ári og tilheyrandi olíu- kostnaður um 16-23 milljónir króna eftir því hvaða eldsneyti er notað. 01- íusparnaður á bilinu 4-5% gæti þá samkvæmt þessu gefið 650-1.150 þús- und króna lækkun á olíureikningi íyrir meðalskuttogara, að því er verkefnis- stjóm segir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.