Alþýðublaðið - 04.03.1994, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 04.03.1994, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 4. mars 1994 t LANDB ÚNAÐARBLAÐ MÞYBUBLiÐIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Búvörudeilan A síðastliðnu hausti urðu deilur í kjölfar þeirrar lögmætu ákvörðunar utanríkisráðherra að heimila innflutning á unn- inni landbúnaðarvöru um Keflavíkurflugvöll. Varan var síðan gerð upptæk á afar hæpnum forsendum. Af þessu spratt óvenjuleg umræða í fjölmiðlum, sem einkenndist af gífuryrðum í garð utanríkisráðherra, sem var meðal annars sakaður um að láta ákvarðanir sínar ráðast af geðþótta, - en ekki lögum. Niðurstaða Hæstaréttar í dómsmálinu sem á eftir fylgdi var hins vegar fullkominn sigur fyrir utanríkis- ráðherra: Jón Baldvin Hannibalsson reyndist hafa lögin sín megin, - túlkun hans á lögunum var að dómi Hæstaréttar hin eina rétta. Þrátt fyrir að dómur Hæstaréttar sýndi svart á hvítu, að lagastoð væri ekki fyrir því að hamla innflutningi vara af þessu tagi, þá ákvað Alþýðuflokkurinn eigi að síður að standa við samkomulag sitt við Sjálfstæðisflokkinn frá í desember, um innflutning á búvörum fram til gildistöku GATT. I honum fólst tvennt: að landbúnaðarráðherra yrði heimilað að leggja verðjöfnunargjald á innfluttar búvörur í samræmi við milliríkjasamninga; en nefnd fímm ráðuneyta myndi síðan gera tillögur um breytingar á innflutningslög- gjöfínni í samræmi við skuldbindingar GATT. s I kjölfarið var lagt fram stjórnarfrumvarp, sem einhugur var um í ríkisstjóminni. Það er ástæða til að ítreka, að í framsögu sinni með frumvarpinu margtók landbúnaðarráð- herra fram, að frumvarpinu væri ekki ætlað að taka til GATT. Eigi að síður gerðist það, að formaður landbúnaðar- nefndar - stjómarliði - hugðist hafa samkomulag flokk- anna að engu. í meðfömm hans breyttist fmmvarpið veru- lega, og meðal annars hugðist hann láta það ná til GATT, auk annarra veigamikilla breytinga sem gerðar vom á fmmvarpi stjómarinnar. Um þetta hefur deila síðustu daga staðið. En í raun snérist hún ekki einungis um búvömr, heldur um það, hvort menn hygðust standa við samkomu- lag eða ekki. Lyktir urðu þær, að í veigamiklum atriðum var fallist á að halda samkomulag flokkanna frá í desember. Sjónarmið Alþýðuflokksins vom í samræmi við það tekin til greina, og miklar breytingar gerðar á því frumvarpi, sem formaður landbúnaðamefndar hafði látið gera. Þær helstu eru þessar: (1) Sérstakt 50% aukagjald var fellt niður; (2) verðjöfnun á unnum vömm mun aðeins miðast við hráefnisþáttinn; (3) verðjöfnunargjöld leggjast einungis á vömr, sem em fram- leiddar á íslandi; (4) álagning þeirra verður í fullu samræmi við milliríkjasamninga; (5) hugtakið „tilsvarandi vömr“, sem mikið var um deilt og hefði fellt aukagjöld á ýmsar iðnaðarvömr eins og smjörlíki, var fellt niður; (6) síðast en ekki síst, þá vom gjaldaheimildir upp að GATT- binding- um felldar niður og komið í veg fyrir gjaldaálagningu upp fyrir innanlandsverð. Niðurstaðan er því sú, að samkomulag stjómarflokkanna stendur óbreytt. Páll Pétursson, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, orðar það svo í einu dagblaðanna í gær, að enn einu sinni hafi Alþýðuflokkurinn kúgað sjálfstæðis- menn í landbúnaðarmálum. í sama streng hafa talsmenn annarra flokka úr stjómarandstöðunni talað. En deilan snérist ekki um það hver sigrar. Hún snérist um það, að samkomulag sem gert var af heilindum, standist. Hefði það brugðist, er ekki að efa, að trúnaðarbrestur hefði orðið í samstarfi flokkanna. Hvert stefnir í landbúnaðarmálum? - eftir JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, utanríkisráðherra og formann Alþýðuflokksins JÓN BALDVIN: „Egill bóndi talaði digur- lega til Alþýðuflokksins og þóttist hafa öll ráð í sinni hendi, en bæði var að hann hafði ósnjalla ráðgjafa sem og hitt að hann reyndist þegar á hólminn var komið ekki vera Egill sterki. Því fór sem fór. Sannast hér hið fornkveðna að sér grefur gröf þótt grafi.“ Á undanfomum vikum hafa stjómarflokkamir tek- ist á um lagasmíð sem veit- ir landbúnaðarráðherra all- víðtæk völd varðandi inn- flutning landbúnaðarvara. Málið snertir nokkur grundvallaratriði varðandi framtíðarstefnu Islendinga í landbúnaðarmálum og urðu átökin því ef til vill meiri en efni stóðu til. Stjómarflokkarnir eru báðir sammála um að auka frjáls- ræði í innflutningi landbún- aðarvara eftir gildistöku nýs GATT-samnings, en greinir á um leiðir að því marki. Island gerðist aðili að Hinu almenna samkomu- lagi um tolla og viðskipti (GATT) árið 1967, á við- reisnartímabilinu þegar stjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks höfðu tekið höndum saman um að aflétta haftastefnu eftir- striðsáranna. GATT- samn- ingurinn veitir íslenskum útflutningi aðgang að mörkuðum yfir 100 ríkja á svokölluðum „bestu-kjör- um“, sem hefur haft ómet- anlega þýðingu fyrir þjóð- arhag. Óhugsandi er með öllu að Island gerist ekki aðili að hinum nýja GATT- samningi, sem verður und- irritaður í apríl næstkom- andi, enda myndi Island annars missa þau kjör, sem núverandi GATT-samning- ur veitir. Með nýja GATT- samningnum verður ekki lengur heimilt að takmarka innflutning á landbúnaðar- vömm, auk þess sem hann eykur fijálsræði í viðskipt- um á mörgum öðrum svið- um. Eftir að Hagkaupsdóm- urinn svokallaði féll í janú- ar síðastliðinn staðfesti Hæstiréttur það sem ég hafði haldið fram frá því síðastliðið sumar, að bú- vömlögin veittu ekki land- búnaðarráðherra sjálfstæða heimild til þess að banna innflutning á flestum land- búnaðarvömm. Innflutn- ingur landbúnaðarvara hef- ur því að mestu verið fijáls að lögum ffá því haustið 1992. Samkomulag stjórnarflokkanna I kjölfar þessa dóms varð að samkomulagi stjómar- flokkanna að viðhalda óbreyttu ástandi í innflutn- ingsmálum þangað til nýi GATT-samningurinn tæki gildi, til þess að veita bænd- um hæfilegan aðlögunar- frest að samkeppni við inn- fluttar landbúnaðarvömr. Jafnframt gerðu stjómar- flokkamir með sér sam- komulag um að nefnd fimm ráðuneyta endurskoði innflutningslöggjöfina, meðal annars búvömlög og tollalög, í tengslum við nýja GATT-samninginn. Lóks var ákveðið að land- búnaðarráðherra fengi heimildir til þess að leggja jöfnunargjöld á innfluttar landbúnaðarvömr, með því skilyrði að hann myndi virða samning Islands og Evrópusambandsins (áður Evrópubandalagsins) varð- andi tollfrjálsan innflutning á grænmeti yfir veturinn, svo og aðra milliríkjasamn- inga, sem kveða á um inn- flutning á framleiðsluvör- um sem innihalda landbún- aðarhráefni. Má þar nefna samning íslands við Evr- ópubandalagið ffá 1972 sem heimilaði innflutning á vissum jógúrt-tegundum, EES-samninginn og frí- verslunarsamningana við Israel, Tyrkland, Pólland, Tékkland, Slóvakíu og fleiri ríki. Alþýðuflokkurinn var að sjálfsögðu mótfallinn því að flytja slíkt skattlagning- arvald til landbúnaðarráð- herra. Slíkar heimildir hefðu átt að heyra undir fjármálaráðherra. Niður- staðan varð hin vegar sú að þetta skyldi gert, að minnsta kosti til bráða- birgða fram að gildistöku GATT, enda yrðu verðjöfn- unargjaldaákvarðanir land- búnaðarráðherra bomar upp í nefnd fulltrúa þriggja ráðuneyta og jafnframt undir ríkisstjóm, ef sam- komulag næðist ekki. Brevtingartillögur Egilsbónda Breytingartillögur for- manns landbúnaðamefndar á frumvarpi ríkisstjómar- innar umbyltu því við- kvæma samkomulagi sem stjómarflokkamir höfðu gert. Þær miðuðu að því að festa í sessi verðjöfhunar- gjaldahugmyndir landbún- aðarráðherra og auka við þær þannig að hann hefði svigrúm til skattlagningar upp í efstu mörk sem milli- ríkjasamningar leyfa. Fjölga varð þeim vömteg- undum sem landbúnaðar- ráðherra átti að fá heimildir til þess að skattleggja, með- al annars átti hann nú að geta lagt gjöld á hreinar iðnaðarvömr, sem keppa við landbúnaðarvörur, eins og jurtasmjörlíki. Hér var bryddað upp á alveg nýjum vinnubrögð- um í stjómarsamstarfi. Samkomulag var virt að vettugi. Yfirlýsingar flugu um að líf ríkisstjómarinnar skipti þennan þingmann engu. Fengnir vom lög- fræðingar út í bæ til þess að gera breytingartillögur fyrir hann, án þess að þeir væm látnir kynna sér samkomu- lag stjómarflokkanna eða þá milliríkjasamninga sem málið varðaði. Þingmaður- inn skyldi ná sínu fram, hverju sem tautaði og raul- aði. En hver varð svo niður- staðan? vinnsluþáttinn í vömnum. (6) Gjaldaheimildir land- búnaðarráðherra vom betur skilgreindar og afmarkaðar, tii dæmis var hugtakið heimsmarkaðsverð sem verðjöfnunargjöldin miðast við, betur skilgreind. (7) Bætt var við öryggis- ákvæði um þriggja mánaða frest áður en verðjöfnunar- gjöldum er breytt, ef í ljós kemur að innflutningur á sér stað undir heimsmark- aðsverðuin. Neytendur njóta góðs af á meðan. Samkomulag um brevtt stjórnar- frumvarp Alþýðuflokkurinn kvaðst reiðubúinn að gera tæknilegar breytingar á frumvaipinu, svo framar- lega sem efnisinnihaldinu yrði ekki breytt. Að lokinni yfirferð sérfræðinga þrigg- ja ráðuneyta var breytingar- tillögum þingmannsins breytt í eftirfarandi megin- atriðum: (1) Heimildir til álagn- ingar verðjöfnunargjalda upp að GATT-hámarkstoll- um voru felldar niður. Gjaldaheimildir eins og þær nú standa ættu ekki að gera þær innfluttu landbún- aðarvörur, sem frumvarpið nær til, dýrari en þær inn- lendu. GATT-hámarkstoll- amir hefðu veitt rýmri inn- flutningsvemd vegna þess að þeir taka mið af 6-9 ára gömlum heimsmarkaðs- verðunt. Sem dæmi má taka að leggja hefði mátt tolla allt upp í 719% á sell- erí, 674% á smjör, 586% á mjólk, 538% á svínakjöt, 467% á kjúklinga, og 445% á kartöflur. Þessar tölur hefðu getað orðið hærri í vissum tilvikum. (2) Heimildir til þess að leggja á sérstakt jöfnunar- álag, allt að 50%, var fellt út úr frumvarpinu. (3) Sá fjöldi vömtegunda sem landbúnaðarráðherra má leggja verðjöfnunar- gjöld á er verulega tak- markaður frá því sem til- lögur formanns Iandbúnað- amefndar gerðu ráð fyrir. (4) Skýrt er tekið fram að landbúnaðarráðherra megi eingöngu leggja gjöld á vömr og landbúnaðarhrá- efni sem jafnframt em framleidd hér á landi. Til- lögur nefndarformanns gengu út á að einnig mætti leggja gjöld á samkeppni- svömr þeirra, svokallaðar „tilsvarandi vömr“, jafnvel þótt þær væru ekki fram- leiddar hérálandi. (5) Verðjöfnunargjöld á unnar landbúnaðarvömr eða vömr sem innihalda landbúnaðarhráefni má ein- göngu leggja á hráefnisþátt þeirra. Þar með er komið í veg fyrir álagningu gjalda á (8) Heimildir landbúnað- arráðherra voru afmarkaðar við það sem milliríkja- samningar heimila. (9) Landbúnaðarráðherra verður ekki heimilt að banna innflulning á vömm sem hafa verið í frjálsum innflutningi hingað til. í upphaflegum tillögum vom slíkar vömr settar á leyfis- lista landbúnaðarráðherra með þeim rökum að það væri nauðsynlegt til þess að hann gæti lagt á þau verð- jöfnunargjöld, að svo miklu leyti sem milliríkjasamn- ingar leyfa. Nú er listanum skipt í tvennt, annars vegar vömr sem landbúnaðarráð- herra leyfir innflutning á, og hins vegar vömr sem hann má eingöngu leggja verðjöfnunargjöld á. Niðurstaða Eftir að ofangreindar breytingar höfðu verið gerðar var fmmvaipið kontið nokkum veginn í það horf sem stjómarflokk- amir höfðu upphaflega náð samkomulagi um. Við þessar aðstæður gat Al- þýðuflokkurinn stutt breyt- ingamar, enda er áfram stefnt að því að nefnd full- trúa fintm ráðuneyta vinni að endurskoðun innflutn- ingslöggjafarinnar eftir til- komu nýs GATT-samn- ings. Þótt landbúnaðarráð- herra hafi fengið allvíðtæk- ar heimildir til álagningar verðjöfnunargjalda á land- búnaðarvömr, þá er enn eft- ir að móta stefnu um það að hve miklu leyti þær heim- ildir verði nýttar. Enda er það sjálfsögð krafa af hálfu framleiðenda að stjómvöld kynni það með góðum fyr- irvara hvaða innflutnings- vemd þeir komi til með að njóta í upphafi og hvemig hún muni rninnka á næstu ámm. Egill bóndi talaði digur- lega til Alþýðuflokksins og þóttist hafa öll ráð í sinni hendi, en bæði var að hann hafði ósnjalla ráðgjafa sem og hitt að hann reyndist þegar á hólminn var komið ekki vera Egill sterki. Því fór sem fór. Sannast hér hið fomkveðna að sér grefur gröf þótt grafi. F

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.