Alþýðublaðið - 04.03.1994, Page 6

Alþýðublaðið - 04.03.1994, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LAN D B UNAÐARBLAÐ Föstudagur 4. mars 1994 PALLBORÐIÐ: Sigurður Tómas Björsvinsson Bændur og neytendur eiga samleið SIGURÐUR TÓMAS BJÖRGVINSSON: „Niðurstaðan er þessi: Alþýðuflokkurinn er ekki að ráðast á bændur - heldur á stjórnkerfi landbúnaðarins og hagsmunaverðina sem af skammsýni segjast vera verja hagsmuni bænda. Blýantsbændurnir berjast fyrir því að viðhalda kerfínu, sem er í raun andsnúið hags- munum neytenda og bænda. Þær hörðu deilur sem orðið hafa í þjóðféiaginu um landbúnaðarmálin endurspegla aðeins dauðateygjur þessa úrelta kerfís og hafa vakið athygli á háu matarverði og kröppum kjörum bænda.6í í þeini ítarlegu umræðu sem átt hefur sér stað að und- anfömu um íslenskan land- búnað hafa ýmsir aðilar reynt að koma þeirn skoðun inn hjá almenningi að Alþýðuflokk- urinn - Jafnaðarmannaflokk- ur Islands - stefni að því að útrýma bændum og leggja ís- lenskan landbúnað í rúst. Slíkar fullyrðingar hafa fyrst og fremst komið frá útvörð- um „landbúnaðarmafíunnar" svokölluðu, en þó einnig frá „ábyrgum" þingmönnum á hinu háa Alþingi. Alvarlegar ásakanir sem þessar er vert að leiðrétta. Jafnaðarmenn hafa löngum haft þá sérstöðu í hinu pólit- íska litrófi að þeir hafa tekið að sér að gæta hagsmuna allra neytenda en ekki verið bundnir á klafa sérhagsmuna- hópa eins og aðrir flokkar. Með þetta að leiðarljósi hcfur Alþýðuflokkurinn litið til hins meingallaða stjómkerfís landbúnaðarins og beint spjótum sínum að því. Flokk- urinn hefur þvi ekki verið að gagnrýna bændurna sjálfa heldur hið ofvaxna hags- munakerfi landbúnaðarins sem fyrir löngu er búið að gleyma hagsmunum bænda. Blýantsbændur Hin ötluga hagsmunagæsla bændaveldisins á sér langa sögu. Bændasamtökin höfðu komið sér upp eigin stjóm- kerfi áður en sjálft ríkisvaldið varð til á Islandi. Vegna stærðar bændastéttarinnar í byrjun aldarinnar og pólit- ískra áhrifa bænda á þeim tfma var framkvæmdavaidið í landbúnaðinum í raun fært yf- ir til hagsmunasamtaka bænda. Nú hefur bændum hins vegar fækkað stórlega og mikilvægi landbúnaðar fyrir afkontu þjóðarinnar hefur minnkað verulega. Valdið er hins vegar ennþá í bændahöll- inni og blýantsbændumirhafa alltof mikil pólitísk áhrif. Það er þó öilu verra að hagsmunagæsla í nafni bænda hefur verið og er enn - ríkisrekin. Það em því skatt- greiðendur sem borga fyrir villandi áróður þeirra sem berjast á móti sjálfsögðum breytingum. En vita menn um hvaða stærðir er að ræða þeg- ar landbúnaðurinn er annars vegar? Hagsmunaverðimir halda því fram að til þess að þjónusta 4000 bændur þurfi 192 hreppsbúnaðarfélög, 15 búnaðarsambönd, 12 sérbú- greinasambönd, kjörmanna- fundi í 23 sýslum og síðast en ekki síst 265 starfsmenn sem langflestir eru á launum hjá ríkinu. Samkvæmt þessu eru 15 bændur um hvern launað- an starfsmann. Þrátt fyrir fækkun bænda hefur hags- munavörðunum fjölgað um 51 prósent á undanfömum 15 ámm. A þessu ári mun ríkið greiða á milli 300-400 millj- ónir í hagsmunagæslu og fag- þjónustu bænda. Afsprengi kerfisins Það ætti að vera öllum Ijóst að báknið í bændahöllinni hefur fyrir löngu öðlast eigið líf og eigin hagsmuni sem í raun em andsnúnir hagsmun- um bænda. Baráttan stcndur því um það að soga til sín sem mest fjármagn, hvort sem það er þjóðhagslega hagkvæmt eða ekki. Hagsmunir heildar- innar skipta engu máli. Hag- tölur landbúnaðarins em stór- ar. Sem dæmi má nefna að skattgreiðendur borguðu rúmlega 10 milljarða í út- flutningsbætur á ámnum 1985-1992. Á þessu ári mun ríkið greiða 5 milljarða í bein- greiðslur til bænda. Segja má að Egill Jónsson formaður landbúnaðamefnd- ar Alþingis sé afsprengi þessa kerfis. Hann er fyrrverandi ráðunautur hjá landbúnaðar- kerfinu og núverandi pólitísk- ur hagsmunavörður. Hann hefur ekki farið leynt með það að hann vill festa hagsmuna- kerfið og hið úrelta stjórnkerfi landbúnaðarins í sessi. Á meðan allur þorri manna sér mikilvægi þess að taka þátt í alþjóðasamningum eins og GATT þá berst Egill Jónsson fyrir haftastefnu og vill af- henda landbúnaðarráðherra alræðisvald yfir innflutningi og verðlagningu matvæla. Egill og félagar vilja festa úr- elta lramlciðslustýringu í landbúnaði í sessi. Ekki nóg með það þeir vilja stjórna neysluvenjum íslendinga - með því að fjarstýra lamba- kjötinu á diska landsmanna, þegar almenningur vill hafa eigið val. Margir íslenskir bændur hafa lýst því yfir að þeir séu ekki hræddir við aukna sam- keppni, enda hefur þeim verið tryggður góður aðlögunar- tími. Það er nákvæmlega þetta sem jafnaðarmenn hafa stefnt að, það er að segja að neytendum verði tryggður sá ávinningur sem hlýst af frjáls- um viðskiptum, en jafnframt að innlend landbúnaðarfram- leiðsla njóti sanngjamar að- lögunar. Neytendur blæða Fram hefur komið í rann- sóknum á vegum OECD að kjör bænda eru hvað lökust í þeim löndum sem búa við ströngustu innflutningshöftin á landbúnaðarvörur. Sömu at- huganir gefa til kynna að að- eins 25% af styrkjum til land- búnaðar lenda hjá bændunum sjálfum. Það virðist einnig vera sameiginlegt hjá stjóm- völdurn á Norðurlöndunum að þeim hefur mistekist að gera nauðsynlegar endurbæt- ur á framleiðslukerfum land- búnaðarins og því em þau fyr- ir löngu orðin óbærileg. Það hafa hins vegar fyrst og fremst verið samtök neytenda sem hafa lekið að sér að krefj- ast úrbóta og aukins frelsi í viðskiptum með landbúnað- arvömr. Stuðningur við fslenskan landbúnað er mun meiri en hjá öðmm þjóðum sem OECD hefur rannsakað. Það var fyrst á síðasta ári sem áhrifa búvörusamningsins fór að gæta til lækkunar, en þrátt fyrir það er stuðningurinn 95% af framleiðsluverðmæti landbúnaðarins. Stuðningur- inn er samtals 13 milljarðar, sem skiptist þannig að 7 millj- arðar er stuðningur stjórn- valda og 6 milljarðar eru gjald neytenda fyrir innflutnings- höft á landbúnaðarvömm, þar sem verð þeirra myndi lækka vemlega ef frjáls innflutning- ur matvæla,yrði leyfður. Það hefur einnig verið sýnt fram á það að styrkir til land- búnaðar em langhæstir á ís- landi af öllum Norðurlöndun- um og að hver fjögurra manna fjölskylda borgar um 225 þúsund á ári með land- búnaðinum. I góðæri er þetta of mikið, í kreppu og atvinnu- leysi er þetta óbærilegt ástand. Viðskiptavernd og þving- anir hafa hvergi leitt til bættra lífskjara, heldur heft framfar- ir. Nánast allar niðurgreiðslur og verndaraðgerðir í landbún- aði em öllum til óþurftar, valda hærra vöruverði og hærri sköttum. Hér er því á ferðinni. stórt hagsmunamál fyrir hina lægst launuðu í þjóðfélaginu, þar sem hlutfall matarkostnaðar er mun hærra af framfærslunni hjá þeim en öðmm. Það á því að vera sam- eiginleg krafa launþega, neyt- enda og bænda að stjómvöld geri lagfæringar á kerfínu og opni fyrir heilbrigða sam- keppni í landbúnaði. Á tímum þrenginga í ríkisbúskapnum og á vinnumarkaði, snýst kjarabaráttan um lækkun á mátarkostnaði heimilanna. Það er þyf óskiljanlegt af hverju ASI hefur ekki tekið undir kröfuna um aukna hag- ræðingu í landbúnaði sent skilar sér í bættum lífskjörum skjólstæðinga þeima. Ur hlekkjum kerfisins En það eru að sjálfsögðu tvær hliðar á málinu. Ekki er hægt að ætlast til þess að bændur einir taki á sig stóra skerðingu til þess að koma til móts við óskir neytenda um lægra matarverð. Hagsntuna- veldið heldur því fram að þama sé um andstæður að ræða, að ekki sé htégt að lækka matarkostnað heimil- anna án þess að skerða beint tekjur bæntia. Þetta er aðeins rétt ef núverandi stjómkerfi í landbúnaði verður fest í sessi um ókomna framtíð. Vanda- málið er að hið ofvaxna keifí, sem hér hefur verið lýst, hefur algjörlega rofið tengslin milli neytenda og bænda. Þetta þarf að bæta með því að minnka þessa yfirbyggingu og fækka milliliðum, sem taka alltof stóran hluta af þeim tekjum sem annars ættu að renna til bænda. Núverandi kerfi skammtar sauðíjár- og mjólkurframleið- endurn sina kvóta. Þeir eru skikkaðir til þess að framleiða svo og svo mikið, alveg óháð föstum kostnaði sem er lítið lægri hjá smábændum og stórbændum. Bændur og fleiri hafa bent á að um 640 bú hafa aðeins 100 ærgildi eða minna og um helmingur allra bújarða í landinu hefur aðeins um 400 ærgildi eða minna. Margir halda þvf fram að hagkvæmustu einingarnar séu bú með 500-800 ærgildi og þess vegna liggur það í augum uppi að veruleg sam- þjöppun þarf að eiga sér stað. Þetta þarf ekki endilega að leiða til stóraukins atvinnu- leysis meðal bænda. Jafnað- armenn munu á næstunni beita sér fyrir því að fmmvarp verði lagt fram á Alþingi sem felur það í sér að eldri bændur geti hætt sauðfjárbúskap en snúið sér í staðinn að gróður- vernd og uppgræðslu, en halda samt fullum bein- greiðslum. Þetta þyrfti jafnvel að útvíkka frekar, þannig að bændum með óhagkvæmar rekstrareiningar verði gefinn kostur á aðstoð sem þessari, að minnsta kosti í ákveðinn tíma til aðlögunar. Þetta yrði til bóta þar sem núverandi framléiðslukerfi er þannig uppbyggt að bændur geta hvorki lifað né dáið. I kjölfar- ið þyrfti Ifka að breyta lögum um sölu og skiptingu bújarða, því þau vemda einnig þessa rfkisreknu framleiðslu og standa í vegi fyrir að bændur geti breytt búskaparháttum sínum og farið út í hagkvæm- ari rekstur. Einnig er mikilvægt að falla alveg frá beingreiðslum sem fara eftir framleiðslu- magni, þvf slíkt hefur offram- leiðslú í för með sér. I stað þess þarf að taka upp beinan tekjustuðning sem verður óháður framleiðslumagni. Þetla er í samræmi við mark- mið GATT. Þessar breytingar þurfa að heíjast strax, því jafnaðar- menn ntunu aldrei sætta sig við það að neytendum sé endalaust haldið í fjötrum innflutningshafta og ríkisrek- innar framleiðsíustýringar. 'Framtíð bænda Þegar þetta úrelta kerfi hef- ur verið aflagt, liggur beinast við að framleiðslan í hefð- bundnum landbúnaðargrein- urn verði gefin frjáls, þannig að bændur ákveði sjálfir hvað þeir lramleiða mikið og hvað varan kostar. Þannig komast þeir í návfgi við neytendur - í beina snertingu við markað- inn. Reikna má með því að áframhaldandi samdráttur verði í neyslu lambakjöts á innanlandsmarkaði, en út- flutningurinn lofar góðu. Hreinleikavottorðið frá bandarískum yfirvöldum get- ur haft afgerandi áhrif ef rétt er á málum haldið. Það er þessi lífræna og umhverfis- væna framleiðsla sent gefur íslenskum bændum tækifæri á að flytja út sérstaka gæða- vöru á mjög háu verði. Þama verður að setja markaðsmálin á oddinn, því ef mikil eftir- spum verður eftir íslenskum kjötvömm þá geta bændur aukið framleiðslu sína á ný. Þá hefur það sýnt sig að margir bændur hafa bjargað sér með því að fara út í nýjar greinar. Þar má nefna ferða- þjónustu bænda sem hefur vaxið verulega og hefur getið sér góðs orðs hér heima og er- lendis. Þá hefur hrossarækt og útflutningur hesta færst í auk- ana, enda íslenski hesturinn afar vinsæll erlendis, Einnig virðist vera vaxtarbroddur í silungseldi og grænmetis- rækt, en þar þyrfti að koma til verðlækkun á rafmagni til garðyrkjubænda. Niðurstöður Niðurstaðan er þessi: Al- þýðuflokkurinn er ekki að ráðast á bændur - heldur á stjórnkerfi landbúnaðarins og hagsmunaverðina sem af skammsýni segjast vera verja hagsmuni bænda. Blýants- bændumir beijast fyrir því að viðhalda kerfinu, sem er í raun andsnúið hagsmunum neytenda og bænda. Þær hörðu deilur sem orðið hafa í þjóðfélaginu um landbúnað- armálin endurspcgla aðeins dauðateygjur þessa úrelta kerfis og hafa vakið athygli á háu matarverði og kröppum kjömm bænda. Með þvi' að draga verulega úr ríkisstyrkjum lil hefðbund- ins landbúnaðar og opna að einhverju leiti fyrir innflutn- ing landbúnaðarafurða er hægt að lækka ríkisútgjöld og bæta h'fskjör almennings. Þess vegna vilja jafnaðar- menn nýta ávinninginn sem hlýst af þátttöku í alþjóðleg- um samningum eins og EES og GATT. Hagsmunir neytenda og bænda geta farið sarnan, en það gerist ekki nema í heil- brigðu viðskiptaumhverfi, þannig að bóndinn sé í bein- um tengslum við markaðinn. Hölundurer Iramkvæmdastjóri AlþýðuMksins - Jalnaðarmannallokks íslands.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.