Alþýðublaðið - 04.03.1994, Page 7

Alþýðublaðið - 04.03.1994, Page 7
Föstudagur 4. mars 1994 LAN B U R.B ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Kjötiðnaðarmaðurinn Jónas Þór hefur trú á íslenskum bændum: DRAUMASTAÐAN er að útflutningur standi undir verðlækkunum innanlands - Rætt við Jónas Þór Jónasson, kjötiðnaðarmann með meiru, um verðstríðið, misheppnaðar nautaveislur kúabænda og útflutning íslenskra landbúnaðarafurða JÓNAS ÞÓR: „Ég hef oft sagtþað að við eigum til dœmis einstakan nautgripastofn sem hvergi er til annars- staðar íheiminum. Þetta kjöt á þvíað geta selt sig út á bragðið, hollustuna og hreinleikann - eitthvað sem er öðnm'si en stóru framleiðendurnir bjóða upp a.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Það hefur ekki farið framhjá landsmönnum að íslenskur landbúnað- ur hefur verið í kastljósi fjölmiðla að undanförnu og þykir mörgum nóg um. Þetta hafa ekki ein- ungis verið deilur milli stjórnarflokkanna um breytingar á búvörulög- um, heldur hefur geisað verðstríð á kjötmark- aðnuni, sem beint eða óbeint má rekja til kröfu neytenda um lægra mat- arverð. En þrátt fyrir mikið tal um innflutning á erlend- um landbúnaðarafurð- um, þá stendur kjötstríð- ið ekki milli innlendra og erlendra matvæla heldur fljúgast þarna á kjúk- Iingar og naut, svín og sauðfé. Kjúklingabænd- um og svínabændum hefur tekist að skila raunverulegri Iækkun á sínum afurðum til neyt- enda og þessa dagana stendur yflr útsala á lambakjöti. Þetta hefur sett kúabændur í vanda og þeir segjast ekki geta lækkað verð á nautakjöti meira en orðið er. Kaupmenn og kjötiðn- aðarmenn eru á öðru máli og uppá síðkastið höfum við orðið vitni að hörðum skeytasending- um milli formanns Fé- lags kúabænda og Jónas- ar Þórs Jónassonar kjöt- iðnaðarmanns sem rekur fyrirtækið Kjöt hf. Al- þýðublaðið settist niður með grillmeistaranum og ræddi við hann um verð- stríðið, viðskiptahætti á kjötmarkaðnum og möguleika á útflutningi íslenskra landbúnaðar- afurða. Markaðssetning skiptir öllu Jónas Þór segir að þessi umræða sé ekkert ný fyrir sér, hann hafi oft á undanförnum árum bent á nauðsyn þess að lækka verð á kjötvörum og boðist til þess að aðstoða framleiðendur við það að kynna og markaðssetja afurð- ir þeirra á betri hátt en gert hafi verið. „Eg held í rauninni að þetta verðstríð núna sé eitthvað sem menn máttu búast við. Það sem helst hefur farið úr- skeiðis að mínu mati er það, að menn hafa ekki hugað að því að stjóma framleiðslunni eftir kröfum markaðarins, heldur einblínt á beina fram- leiðslustýringu og svo er farið að leita að mörkuðum á eftir“, segir Jónas Þór. Hann segist þama aðallega vera tala um nautakjöt, því að þeir sem til þekkja hafi vitað það fyrir margt löngu að það stefndi í offiamleiðslu. Það sé öllum ljóst að offramleiðsla þýði verðlækkun, slík staða hafi haft áhrif á lækkun lambakjöts og nautakjöt hafi reyndar lækkað lítillega. Jónas Þór segir að sú mikla umræða sem átt hafi sér stað um aukið viðskiptafrelsi og innflutning búvara hafi ef- laust haft einhver áhrif á kröf- una um lægra vömverð á inn- lendri framleiðslu. „Það hafa verið gerðar til- raunir til innflutnings, sem ekki hafa borið árangur. Það góða við þetta er kanski það að samkeppnin milli tegunda innbyrðis hér heima hefur komið betur í ljós. Kjúklingar og svínakjöt hafa nokkra sér- stöðu í þessu sambandi, því þar hafa markaðslögmálin fengið að ráða.“ Hakká grillið? Jónas Þór segir að allt önn- ur lögmál gildi um fram- leiðslu og sölu nautakjöts. Verð á nautakjöti sé til dæmis bundið í lög og ekkert tillit sé tekið til þess hvort markaðurinn vilji kaupa eða ekki. Jónas er ósammála for- svarsmönnum kúabænda sem telja að ýmislegt hafi verið gert í kynningar- og markaðs- málum hvað varðar sölu á nautakjöti. Hann segir að ýmislegt hafi verið reynt, en algjörlega án samráðs við markaðinn. „Þessar markaðstilraunir hafa algjörlega mistekist, en þær hafa hins vegar kostað umtalsverðar fjárhæðir", seg- ir Jónas Þór. Sem dæmi um misheppnað markaðsátak nefnir Jónas Nautaveisluna svonefndu sem kúabændur buðu til í fyrravor. Hann segir að mjög illa hafi verið staðið að öllum tilboðum til kjötvinnslu- stöðva. „Það hafði meðal annars áhrif á stórmarkaðina sem ekki vildu vera með í þessu átaki. Fyrir utan það að þessi til- raun til aukinnar sölu á nauta- kjöti var ekki í neinu sam- ræmi við markaðinn. Þetta var á vitlausum tfma, því menn voru að reyna að selja hakk og gúllas þegar sumarið var að fara í hönd og grilltím- inn að hefjast. Auðvitað átti að selja grillkjöt á þessum tíma.“ Seljum sérstöðuna En Jónas Þór leggur áherslu á að ekki megi hengja sig um of í þau mistök sem gerð hafi verið á undanföm- um ámm því margt bendi til þess að framundan séu já- kvæðir straumar og spenn- andi verkefni. I því sambandi á hann með- al annars við hreinleikavott- orðið sem íslenskir kjötfram- leiðendur hafa fengið frá bandarískum yfirvöldum. Jónas Þór segir að þetta vott- orð hafi reyndar átt að vera komið fyrir löngu sfðan og minnir á að fyrir 5-6 árum síð- an hafi hann byijað að skrifa um möguleika á því að flytja út íslenskt nauta- og lamba- kjöt og selja sem gæðavöm erlendis. A þeim tíma hafi bara verið hlegið að honum. „Eg hef oft sagt það að við eigum lil dæmis einstakan nautgripastofn sem hvergi er til annarsstaðar í heiminum. Þetta kjöt á því að geta selt sig út á bragðið, hollustuna og hreinleikann - eitthvað sem er öðruvísi en stóru framleið- endurnir bjóða upp á.“ Jónas Þór er semsagt sam- mála ýmsum íslenskum fram- leiðendum að það eigi að markaðssetja þetta kjöt sem gæðavöm vegna heinleikans og umhverfisins. „Við verð- um að leggja áherslu á sér- stöðu íslenskra afurða og fara með þetta kjöt á markaði þar sem mjög hátt verð fæst fyrir það. Það sem teljast vera miklar umframbirgðir hér heima er mjög Iftið magn þegar komið er út í hinn stóra heim. Ætli það yrði ekki nóg fyrir okkur að ná góðum samningum við eina stóra hótelkeðju út í Bandaríkjunum, eða við stórt alþjóðlegt flugfélag?" Úrvalskjöt á útsöluverði „Ég er hins vegar ósáttur við þann mikla trylling sem hefur orðið hjá ýmsum aðil- um með tilkomu þessa hrein- leikavottorðs. Menn hafa stokkið upp til handa og fóta og gert einhverja tilrauna- samninga án þess að spá mik- ið í afleiðingamar fyrir fram- tíðina. Mér sýnist að framleiðend- ur ætli að selja úrvals nauta- kjöt á svona 160 krónur kíló- ið, sem þýðir að bændur cru að fá 100 krónur í sinn vasa. Samkvæmt fullyrðingum þeirra um framleiðslukostn- að, þá er þama um hreinar niðurgreiðslur að ræða.“ Jónas þór segir að þama geti verið um dýrmæt mistök að ræða, því það sé mjög erf- itt að koma svo eftir á og krefjast stórhækkaðs verðs fyrir sömu vöm. í kjölfar þessara útflutn- ingstilrauna kúabænda hafa Jónas og fleiri kjötiðnaðar- nienn krafist þess að fá nauta- kjötið á sama verði og vænt- anlegir kaupendur í Banda- ríkjunum l'á það á. Fonnaður Félags kúa- bænda hefur sakað Jónas um að eyðileggja mikilvæga markaðssetningu erlendis með svona kröfurn. Þetta er hinn mesti inisskilningur seg- ir Jónas. „Ég benti á það fyrir tveim- ur ámm síðan að það væri að skapast offramleiðsla á nauta- kjöti og grípa þyrfti til rót- tækra aðgerða í markaðsmál- um, meðal annars hyggja að útflutningi. Þessu var ekki sinnt og á meðan hafa íslensk- ir neytendur haldið fram- leiðslunni á floti. Þeir hafa ekki fengið að njóta verð- lækkanna eins og gerðist vegna ofífamleiðslu hjá kjúk- linga- og svfnabændum. Ég get síðan ekki horft á það þegjandi og hljóðalaust að það eigi að fara flytja þetta úrvals nautakjöt úr landi og bændur sætti sig við mun lægra verð en mér er boðið til þess að vinna nautakjöt fyrir íslenska neytendur," segir Jónas Þór. Hagsmunir neytenda Hann segir að aðalatriðið sé að íslenskir neytendur njóti sömu verðlækkanna og verið sé að bjóða á þessu sama ís- lenska kjöti erlendis. Jónas Þór segir að drauma- staðan í framtíðinni sé hins vegar sú að hægt verði að selja bæði nautakjöt og lambakjöt á það háu verði er- lendis að það gefi möguleika á verulegum verðlækkunum hér heima. „Þá verður staðan orðin sú að útlendingar greiða í raun niður kjötvömr fyrir innan- landsmarkað - en hingað til hefur þetta verið öfugt því ís- lenskir neytendur hafa verið að greiða niður lambakjöt sem síðan hefur nánast verið gefið útlendingum". Hann segir að söluaðilum bændahreyfingarinnar hafi aldrei tekist að flytja út kjöt með hagnaði, eftir hefð- bundnum markaðsleiðum. Jónas Þór fullyrðir hiús vegar að það sé hægt. Hann hefur sjálfur verið að gera smá til- raunir með markaðssetningu. Þær hafi borið góðan árangur, en of snemmt sé að segja til um áframhaldið. VIII vinna með bændum Jónas Þór leggur áherslu á það að gagnrýni hans á for- mann Félags kúabænda bein- ist ekki gegn bændum sjálf- um. Þvert á móti, því hann vill vinna fyrir bændur og leggja sitt að mörkum við að tryggja íslenskunr neytendum betri gæði og lægra verð á kjötvör- um. Jónas Þór vill deila með þeim sinni reynslu og sínurn hugmynduin um útflutning íslenstaa landbúnaðarafurða. Hann hefur meira að segja boðið þeim starfskrafta sína formlega. í byrjun þessa árs var starf framkvæmdastjóra félags kúabænda auglýst laust til umsóknar. Jónas Þór sótti um enda með víðtæka reynslu af vinnslu og sölu nautgripa- kjöts. Hann segir að untsókn- arfresturinn sé runninn út, en hann hafi ekkert heyrt frá stjóm félags kúabænda. „Þar sem mér hefur ekki verið hafnað skriflega, þá túlka ég það svo að ég sé ennþá inni í myndinni. Þeir halda kanski að ég sé að grínast með því að sækja um starf hjá bænda- samtökunum, en ég tel mig hafa talsverða hæfileika í þessa stöðu og sæki því um í fúlustu alvöru." Það sem Jónas vill rneðal annars beita sér fyrir er mark- vissari ræktun á íslenska naut- gripastofninum en verið hefur hingað til. Hann segir að ræktun hafi skilað miklum ár- angri hjá sauðíjárbændum, en nautin hafi gleymst. Þá leggur hann á það áherslu að kjötvör- ur til útflutnings verði full- unnar hér heima og síðan fluttar út í neytendapakkning- um. Þannig fáist hærra verð fyrir þær auk þess sent það skapi meiri atvinnu hér heima. Að lokum nefndi hann að það væri mikilvægt fyrir alla aðila sem starfa við frarn- leiðslu, fullvinnslu og sölu kjötvöm að þeir nýti krafta sína sameiginlega í stað jiess að deila. Jónas Þór telur því brýnt að bændur, sláturleyfis- hafar, fulltrúar afurðarstöðva og kjötiðnaðarmenn setjast að samningaborði á næstunni. Hvort þai' verður samið urn frið í „kjötstríðinu“ verður tíminn að leiða í ljós. JÓNAS ÞÓR á góðri stundu með áhugamálinu. Hvernig skyldi það liafa smakkast... ? Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.