Alþýðublaðið - 04.03.1994, Qupperneq 16
UMBOÐ/SALA:
0
HEKLA
LAUGAVEG1174
SI'MI 695500
Stjórnarfrumvarp á leiðinni
sem gerir bændum fært að
hætta sauðfjárrækt og fá
laun fyrir gróðurvernd
BÚAST MÁ við því að
stjórnarflokkarnir sam-
þykki fljótlega frumvarp
sem heimilar ríkinu að
semja við bændur um að
ákveðin hluti þeirra fái
laun fyrir að snúa sér að
gróðurvernd og upp-
græðslu í stað sauðfjár-
ræktar. Ef þetta gengur eft-
ir þá verða sauðfjárbænd-
ur á skilgreindum svæðum,
þar sem talin er þörf á sér-
stökum gróðurverndar- og
landgræðsluaðgerðum,
leystir undan þeirri kvöð
að framleiða að minnsta
kosti 80 prósent upp í
greiðslumark sitt til þess að
eiga rétt á fullum bein-
greiðslum frá ríkinu.
Þetta þýðir að bændur á
viðkvæmum beitarsvæðum í
Mývatnssveit og á vissum
svæðum á Austurlandi hafa
möguleika á að hætta eða
minnka lambakjötsfram-
leiðslu, en snúa sér þess í stað
að skógrækt og öðrum upp-
græðslustörfum án þess að
laun þeirra skerðist. Þetta
þykir mjög skynsamleg leið
þar sem mikil offramleiðsla
hefur verið á lambakjöti og
sauðkindin hefur ógnað
gróðri á stórum og viðkvæm-
um svæðum vegna ofbeitar.
Valkostur sem þessi verður
ÞESSI87 ára gamli bóndi ur Dölunum, var a Bun-
aðarþingi í vikunni. Samkvœmtfrumvarpi sem rík-
isstjórnin mun leggja Jyrir Alþingi á nœstunni
munu eldri bœndur geta snúið sér að skógrœkt í
stað sauðjjárrœktar, en haldið samt fullum bein-
greiðslum.
ekki eingöngu bundin við
ákveðin viðkvæm gróður-
svæði, heldur er einnig stefnt
að því að gefa rosknum
bændum og öryrkjum kost á
að velja á milli skógræktar og
kindakjötsframleiðslu. Einn-
ig verður athugað hvort ekki
sé rétt að gefa öllum bændum
kost á að minnka við sig í
hefðbundnum framleiðslu-
greinum án tillits til svæða og
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
aldurs. Þetta frumvarp er í
samræmi við stefnu Alþýðu-
flokksins, sem hefur lagt
áherslu á að beingreiðslur til
bænda séu ekki tengdar
framleiðslumagni á kinda-
kjöti, heldur miðist við tekju-
þörf þeirra. Þannig er hægt að
tryggja tekjulægstu bændun-
um mannsæmandi laun og
koma um leið í veg fyrir of-
framleiðslu á kindakjöti.
STALGRINDARHUS
Getum boðið mjög vönduð stálgrindarhús frá Finnlandi. Húsin eru
samþykkt af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og henta m.a. vel
sem hlöður, gripahús, vélageymslur, reiðhallir og iðnaðarhúsnæði..
Einnig getum við boðið stálbita ásamt þakjárni á mjög hagstæðu verði.
Wecltman
Milli húsa
um helgar
10 mínútna símtal innanbæjar um
helgar kostar aðeins
,,7,50
PÓSTUR OG SÍMI
Sjá nánar í símaskránni bls. 9.
VERÐDÆMI: miðað við gengi 3/3/’94
Stærð: 11,20x16,40=183m2. Vegghæð: 4,20m. Frá kr. 1.163.000.- m/vsk.
- 11,20x16,40=183m2. Vegghæð: 2,20m. Frá kr. 998.000.- m/vsk.
- 11,20x20,40=228m2. Vegghæð: 4,20m. Frá kr. 1.350.000.- m/vsk.
11,20x20,40=228m2. Vegghæð: 2,20m. Frá kr. 1.154.000.-
14,20x20,40=290m2. Vegghæð: 4,20m. Frá kr. 1.658.000,- m/vsk.
14,20x20,40=290m2. Vegghæð: 2,20m. Frá kr. 1.417.000,- m/vsk.
S A M J O K
UM ADSKILNAD RfKIS OG KIRKJU
upplýsingar og skráning stofnenda
^Björavin s: 95-227*10 (kl. 17-19)
Föstudagur 4. mars 1994
HMfiUBlHBIÐ
UM ADSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU
uppiýsingar og skráníng stofnenda
yBjörgvin s: 95-22710 tkl. 17-191)
36. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR
Hluti bænda vinni við gróðurvernd og uppgræðslu:
Gódfúslega leitið upplýsinga hjá olclcur
Skógrækt í stað ofbeitar