Alþýðublaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 1
Fl I IGÍ .RIÐIR - Slæm afkoma á síðasta ári. hluthafar fá ekkert í arð: Tap Þráti Fyrir Yfirlýsingar Um Væntanlegan Gróða YFIRLÝSINGAR Flugleiða hf. um væntanlegan hagn- að/tap á rekstri fé- Iagsins á síðasta ári vekja nokkra furðu manna í viðskipta- heiminum. Eina stundina var lýst yfir væntanlegu tapi, en örfáum vikum síðar virtist hafa rofað til og sagt að stefndi í bærilega afkomu. Nú hefur félagið sent frá sér fréttatilkynningu sem leiðir sannieik- ann í Ijós, - tap upp á 198 milljónir króna, eða sem svarar til 1,4% af veltu félags- ins á síðasta ári. Arið 1992 varð 134 milljón króna tap á rekstri fé- lagsins. Sé dæmið skoðað fyrir greiðslu tekju- og eignarskatts er útkoman tap upp á 372 milljónir króna Samsvarandi tap árið 1992 var 298 milljón- ir. Astæðan fyrir slæmri afkomu errakin til aukinna fjármagns- gjalda og áhrifa af mis- vægi gengis og verð- lags. Ekki eru allar rekstr- artölur Flugleiða hf. grábölvaðar. Þrátt fyrir erfitt árferði var af- koma af rekstrarliðum utan fjármagnsliða lít- illega betri í fyrra en árið á undan og var hagnaður að fjárhæð 703 milljónir króna, miðað við 687 milljón- ir árið 1992. Rekstrar- tekjur félagsins, veltan, varð rúmlega 13,3 milljarðar miðað við 12,4 milljarða árið á undan, eða 7,3% veltu- aukning milli ára. Rekstrargjöld reyndust hinsvegar 12,6 millj- arðar í fyrra miðað við 11,7 milljarða. 1992, sem er 7,6% hækkun milli ára. Þó tókst með ýmsu móti að lækka kostnað á tilteknum þáttum í rekstri félags- ins og talið að það hafi þýtt 400 milljón króna sparnað. Farþegum Flugleiða fjölgaði á árinu um 3% og voru 831.567 tals- ins. Fraktflutningar jukust einnig, eða um 7%, og voru flutt 13.207 tonn af ýmsum vörum. Aðalfundur Flug- leiða hf. verður haldinn á Hótel Loftleiðum eft- ir viku. Væntanlega niunu hluthafar ekki mæta í sínu allra besta skapi. Stjóm félagsins hefur ákveðið að leggja til við aðalfund- inn að ekki verið greiddur arður af liluta- fé í ár. Ljóst er að hlutabréf í Flugleiðum hafa ekki reynst góð ávöxtun á síðari ámm. I árs- skýrslu Eimskipafé- jags Islands, eiganda um liðlega þriðjungs hlutafjár í Flugleiðum hf., em hlutabréf í Eimskipafélaginu lágt skráð. Bréf Eimskips em að nafnverði rétt um 700 ntilljónir en bókfært verð þeirra að- eins 801 milljón. A Verðbréfaþingi Islands er sömu sögu að segja. Þar hafa hlutabréf í Flugleiðum hf. farið niður á við, og selst rétt yfir og jafnvel rétt und- ir pari. Þessa staðreynd munu hluthafar eflaust ræða á aðalfundinum. Gamalt baráttumál krata í höfii? Tvöfalt hagsmunakerfi bænda lagt niður Ríkisrcknuni hagsmunavörðum bænda gæti fækkað stórlcga NÚ ERLJ líkur á að Búnaðurl'élag íslands og Stéttarsamband bænda gangi í eina sæng og sameinist undir merkjum Bændasamtakanna. Jafnaðarmenn hafa lengi barist fyrir hag- ræðingu af þessu tagi, en málið hefur ekki hlotið hljómgrunn meðal annarra stjórnmálaflokka eða hagsmunasamtaka bænda. Stéttarsamband bænda klofnaði út úr Búnaðarfélaginu árið 1947, meðal annars vegna persónulegrar valdabaráttu innan bændastéttarinnar. Síð- an þá hal'a skattgreið- endur og neytendur greitt kostnaðinn af hagsmunakerll bænda sem í raun er tvöfalt þar sem bæði þessi samtök hafa mikið ver- ið að sinna söntu lilut- unum. í núverandi fjárlög- um er gert ráð fyrir að ríkið greiði á milli 200 og 300 milljónir króna til Búnaðarfélagsins og ýmiskonar fagþjónustu bændasamtakanna. I drögum að samþykkt- um nýrra Bændasam- taka er gert ráð fyrir að ríkið greiði einungis fyrir svokallaða leið- beiningarþjónustu bænda, sem verði skýrt afmörkuð frá sjálfri hagsmunagæslunni. Samkvæmt heimild- um Alþýðublaðsins eru möguleikar á að rfkið geti sparað hundruðir milljóna með lækkun framlaga til hagsmunasamtaka bænda. Gera má ráð fyrir að Alþingi þurfi að breyta lögum um bændasamtökin í kjöl- farið á yfirvofandi sameiningu og þá mun reyna á hvort stjóm- málamenn em tilbúnir í að lækka fjárframlög- in. Forystumenn bænda hafa nú þegar lýst því yfir að tilgangur sam- einingar sé ekki að spara heldur að efla hagsmunasamtök bænda og sitt sýnist hverjum um þær yfir- lýsingar. Forystu- mennirnir hafa enn- fremur ekki viljað tjá sig um það hvort sam- einingin komi til með að leiða til fækkunar starfsmanna, en til samanburðar má nefna að sameining samtaka iðnaðarins hafði í för með sér um 20 prósent fækkun starfsmanna. Hjá bændasamtökun- um em nú starfandi um 100 starfsmenn og hef- ur þeim fjölgað vem- lega á undanförnum ár- urn þrátt fyrir fækkun bænda og sanrdrátt í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir að málið hafi fengið farsæla af- greiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi, þá er formleg sameining eft- ir. Nú liggur fyrir að kynna málið tugum búnaðarfélaga og sam- banda, auk þess sem stefnt er að skoðana- könnun meðal bænda samfara sveitarstjóm- arkosningunum í vor. Aðalfundur EIMSKIPS var haldinn í gœrdag. Myndin hér að ofan var tekin við upphaf fundar og þarna má sjá gömlu keppinautana ALBERT GUÐMUNDSSON, fyrrum st/órnarformann Hafskips, og HÖRÐ SIGURGESTSSON, forstjóra Eimskips, heilsast. Á milliþeirra sést íINDRIÐA PÁLSSON, stjórnarformann Eimskips. - Sjá nánar umfjöllun á blaðsíðu 4. Alþýöublaðsmynd / Einar Ólason em * ætt i mmm Afi og amma komu þessu öllu af stao. Þau sögðu að ég væri svo músíkölsk, að ég yrði að eignast alvöru hljóðfæri. Samt trúði ég varla eigin augum þegar ég settist við nýja, fallega píanóið í stofunni heima. Mer fmnst mjög gaman að æfa mig, og stundum er ég köliuð litli snillingurinn í fjölskyldunni. En það eru afi og amma sem ég kalla snillinga. Þau gáfu mér það besta, sem ég gat hugsað mér. «r Vandaö hljoöfæri -varanleg ánægja . ✓ /• /? w, / LÉIFSH.MAGNUSSONAR GULLTEIGI6-105 REYKJAVÍK • SÍMI91 - 688611 'TirTirTTimrTTirTirTTirl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.