Alþýðublaðið - 11.03.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
UMRÆÐA
Föstudagur 11. mars 1994
MJYBIBHBffl
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140
Sellafíeld og
norræn samvinna
✓
Islendingar hafa frá upphafí gengið harðast þjóða fram í bar-
áttunni gegn kjamorkustöðvunum í Sellafíeld og Dounreay.
Fyrirhuguð aukning á starfsemi beggja stöðvanna hefur orðið
tilefni ítrekaðra mótmæla íslenskra stjómvalda, og framganga
þeirra hefur vakið athygli víða um lönd. Við öllum þessum
mótmælum íslendinga og annarra þjóða hafa bresk stjómvöld
daufheyrst. í orði hafa þau sannarlega hafíð umhverfisvernd
til vegs - en á borði hafa þau sýnt lífríki náttúmnnar fádæma
virðingarleysi. Þetta skeytingarleysi Breta hefur vakið reiði
fjölmargra þjóða, sem eiga land að Atlantshafínu.
Nú liggur fyrir, að breskir dómstólar hafa rutt úr vegi síðustu
hindmninni fyrir starfrækslu nýrrar endurvinnslustöðvar í
Sellafíeld, sem gengur undir nafninu Thorp. Allt bendir til að
endurvinnsla kjamokuúrgangs muni hefjast þar innan örfárra
daga. Afleiðingin verður sú, að geislamengun frá Sellafíeld
mun allt að tífaldast. Það tekur hafstraumana einungis 4 til 6
ár að bera mengunina til hafsvæðanna norður fyrir Island.
Aukin umsvif í Sellafield geta því ekki annað en leitt til skaða
á hefðbundnum veiðisvæðum fslendinga. Þess vegna verða
íslensk stjómvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að
koma í veg fyrir það.
Þegar írsk stjómvöld kröfðust þegar í stað aukafundar í Par-
ísamefndinni svonefndu, sem fjallar um mengun hafsins, þá
lýsti Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra því yfir, að ís-
lendingar myndu styðja þá kröfu. En það þarf hins vegar þrjár
aðildarþjóðir til að slíkur aukafundur verði haldinn. Auk ís-
lendinga eiga aðrar Norðurlandaþjóðir aðild að Parísamefnd-
inni, og allar hafa þær áður tekið undir mótmæli við vaxandi
umsvifum í Sellafíeld. í fljótu bragði hefði því átt að reynast
auðvelt að ná nægilegum fjölda til að styðja kröfuna um auka-
fund. Á fundi Norðurlandaráðs, sem lauk í Stokkhólmi í gær,
gerðu bæði umhverfis- og forsætisráðherra málið að umtals-
efni. En þrátt fyrir fögur orð um mikilvægi norrænnar sam-
vinnu og samstöðu hefur enn engin vinaþjóð okkar á Norður-
löndunum lýst yfir, að hún styðji kröfuna um aukafund til að
fjalla um Sellafield.
Þetta er dapurleg niðurstaða. Norðurlöndin stæra sig sameig-
inlega af því, að fylgja harðari uinhverfisstefnu en nokkur
annar heimshluti. Á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi var
gengið frá nýrri umhverfisáætlun Norðurlandanna, þar sem
sérstök áhersla er lögð á vemdun hafsins. En samt tekst ekki
að ná norrænni samstöðu um þetta brýna mál. Það vakti at-
hygli, hversu skýrt íslensku ráðherramir töluðu á fundinum í
Stokkhólmi. Forsætisráðherra tók af öll tvímæli um afstöðu
íslands í ræðu sinni við lok almennu umræðnanna á þinginu.
í yfirlýsingu umhverfisráðherra Norðurlanda lét íslenski ráð-
herrann sérstöðu Islands koma skýrt fram, þar sem ítrekað var
að ísland myndi styðja kröfu íra, án tillits til afstöðu annarra
Norðurlanda.
Afstaða hinna Norðurlandanna virtist byggja á því, að óvíst
væri hvort Bretar létu teyma sig til sérstaks aukafundar París-
amefndarinnar um Sellafield. Slrk afstaða byggist hins vega á
ótta. Það skiptir ekki meginmáli hvort Bretar kæmu, - eða
kæmu ekki. Fjarvera þeirra myndi einungis sýna öllum heim-
inum, hversu málstaður þeirra er vondur. Styrjöldin um Sel-
lafield verður aldrei unnin, nema eins mikill alþjóðlegur
þrýstingur verði settur á Breta og mögulega er unnt. Það er
siðferðileg skylda okkar að efla þann þrýsting, og það er sið-
ferðileg skylda hinna Norðurlandanna að styðja okkur íslend-
inga til þess. Annars blikna öll orðin um norræna samvinnu.
PALLBORÐIÐ: Grímur Sæmundsson
Að detta inn í
útvarpsgeislann
GRÍMUR SÆMUNDSSON:
„Þess vegna er krafa Sambands
ungra jafnaðarmanna mjög skýr -
og hefur verið það í tæplega fímm
ár: Islendingar eiga kröfu á bestu
mögulegum lífsgæðum; sækjum
um aðild að Evrópusambandinu.“
Kæru félagar.
Eitt af því sem við al-
vöru sjómenn förum á
mis við er að geta hlust-
að á útvarp. Það gerist
ekki oft að við séum að
veiðum svo nærri landi
að við heyrum fréttir. En
þegar það gerist hlustum
við af mikilli athygli, og
slæmar fréttir snerta
okkur mjög.
Við duttum inn í út-
varpsgeislann um dag-
inn og það hittist þannig
á að verið var að lesa
kvöldfréttir í útvarpinu.
Fögnuðurinn varð að
sjálfsögðu gífurlegur um
borð, og áhyggjumar að
sama skapi miklar þegar
fréttimar vom að baki.
í þessum fréttatíma
var sagt frá því að á síð-
asta ári tók Norður-Atl-
antshafið sem næst tvö
mannslíf á dag að jafn-
aði. Að sönnu ógnvekj-
andi tölur, en árið var
víst ekkert óvenjulegt.
Þetta vildu menn helst
kenna því að útgerðir sjá
sér ekki lengur fært að
sinna viðhaldi skipa
sinna sem skyldi.
Flotinn látinn
ganga úr sér
í þessum sama frétta-
tíma var viðtal við iðn-
aðarráðherra um vanda
skipasmíðaiðnaðarins á
Islandi. Hann strengdi
þess heit, að með góðu
eða illu yrði tryggt að ís-
lenskar útgerðir skyldu
greiða meira fyrir við-
hald skipa sinna en ná-
grannaþjóðimar. Það
skyldi tryggt með öllum
tiltækum ráðum; Vemd-
artollum, viðskipta-
þvingunum eða hveiju
sem er.
Fiskiskipaflotinn á Is-
landi er sjálfsagt einn sá
besti í heiminum. Hon-
um hefur að stærstum
hluta verið vel við hald-
ið, en hann er líka mjög
tæknivæddur. Stjóm-
völd hafa fram til þessa
borið gæfu til að tryggja
íslenskum útgerðum að-
gang að tækniþekkingu
annara þjóða við smíðar
og viðhald á fiskiskip-
um.
Við höfum á þennan
hátt getað tryggt okkur
allskyns nýjungar um
leið og þær hafa komið
fram. Við höfum bæði
fengið þær að utan og
fundið sjálfir upp hluti.
En það sem mikilvægast
er, að hvað snertir sjáv-
arútveginn emm við
virkir þátttakendur í
þeirri þekkingaröflun og
miðlun sem nauðsynleg
er í nútímalegu atvinnu-
lífl.
Þannig er hætt við að
lítið verði úr útflutningi
okkar á þekkingu á sviði
sjávarútvegsmála, ef við
eigum ekki að fá að
fylgjast með hvað er að
gerast annars staðar í
heiminum. Við drög-
umst mjög fljótlega aftur
úr. Og tæknin sem við
höfum upp á bjóða verð-
ur tækni gærdagsins.
, Hagur
Islendinga
Rökin fyrir frelsi í
utanríkisverslun em
fyrst og fremst þau, að
þannig eiga íslendingar,
bæði neytendur og fyrir-
tæki, kost á að fá vömr
og þjónustu eins og hún
gerist best og ódýmst.
Þessi rök hafa auðvit-
að farið fram hjá lopa-
peysuliðinu, enda ekki
við öðm að búast. En
það sorglega er að ráð-
herrar Alþýðuflokksins
haga sér eins og þeir hafi
aldrei heyrt á þetta
minnst.
Einn af kostum þess
að ganga til sainstarfs
við aðrar Evrópuþjóðir í
Evrópusambandinu væri
sá að þar fengjum við
hindmnarlausan aðgang
að vömm og þekkingu
sem er eins og hún gerist
best í heiminum. Mis-
tækum stjómmálamönn-
um væri forðað frá
freistingum til að hindra
viðskipti Islendinga við
umheiminn.
Þess vegna er krafa
Sambands ungra jafnað-
armanna mjög skýr - og
hefur verið það í tæplega
fimm ár: íslendingar
eiga kröfu á bestu mögu-
legum lífsgæðum; sækj-
um um aðild að Evrópu-
sambandinu.
Höfundur er sjómaður frá
Snœfellsnesi og meðsljórnandi
íframkvœmdastjóm Sambands
ungra jafnaðarmanna.
ÉSamband ungra
jafnaðarmanna
OPINN FUNDUR
FRAMKYÆMDASTJÓRNAR
OG BJÓRKVÖLD
Framkvæmdastjórn Sambands ungra jafnaðar-
manna heldur opinn fund fyrir unga jafnaðar-
menn á morgun, laugardaginn 12. mars. Fund-
urinn verður í félagsmiðstöð jafnaðarmanna í
Kópavogi, Hamraborg 14A (IL hæð), og hefst
hann klukkan 19.30.
Dagskrá:
1. Innra starf SUJ.
2. Úrslit tf prófkjörum.
3. Ráðning seðlabankastjóra.
4. Önnur mál.
Að loknum opnum ftindi framkvæmdastjðmar verður haldið
BJORKVÖLD á veguin Félags ungra jafnaðarmanna í Kópa-
vogi, sem þekkt er fýrir sanngjamt þjóðarsáttarverð á veiting-
uin.
FJÖLMENNUM og tökum með okkur gestL
- Stjómin.
Alþýðuflokksfélögin
í Reykjavík
Fulltrúaráðs-
fundur
Fulltrúaráðsfundur Alþýðuflokksfélaganna í
Reykjavík verður haldinn í Rósinni - félagsmiðstöð
jafnaðarmanna í Reykjavík - laugardaginn 19. mars
klukkan 11.
Atkvæðisbærir í fulltrúaráðinu eru allir þeir sem
voru kjörnir fulltrúar fyrir Alþýðuflokksfélögin í
Reykjavík á síðasta flokksþingi Alþýðuflokksins
(1992).
Dagskrá:
1. Framboðsmál vegna borgarstjómarkosninga.
2. Önnur mál.
- Stjómin.