Alþýðublaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. mars 1994
NÖFN
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
Islensk mannanöfii heyra nndir
Mannanaftianefhd, hina þriðju sem starfar
samkvæmt lögum um mannanöfii frá 1991
- HALLDÓR ÁRMANN SKilRÐSSON,
dósent, formaður nefiidarinnar hvetur tíl
meira frjálsræðis í nafiigiftum, hann segir að
lögum um mannanöfn þurfi að breyta,, Jögin
gangi of freklega á rétt einstaklinganna”:
Hvað á bamið að
(fá að) heita?
ALLIR eru sammála
um að Þorsteinn og Sig-
ríður séu íslensk nöfn.
En eru Jóhannes og
María það líka? Það fer
að sjálfsögðu eftir því
hvað átt er við með hug-
takinu „íslenskt nafn“.
Þetta segir Halldór Ar-
mann Sigurðsson, mál-
fræðingur og dósent við
Háskóla íslands í fróð-
legri grein sem hann
skrifar í tímarit íslenska
málfræðifélagsins. Hall-
dór Armann er nýr
maður í stjórn Manna-
nafnanefndar, hinni
þriðju sem situr frá því
að mannanafnalög tóku
gildi síðla árs 1991.
Prestar landsins standa
stundum frammi fyrir
foreldrum sem hafa ósk-
ir um nöfn á börn sín,
sem þeir þurfa að senda
nefndinni til úrskurðar.
Margir telja þeir nefnd-
ina því af hinu góða og
aðstoða þá dyggilega í
starfi.
✓
Oskorað vald
nefndarinnar?
Lögin um mannanöfn
hafa verið talsvert um-
deild og að margra mati
meingölluð smíð, sem og
skrá sem birt var yfir
„leyfileg" mannanöfn á Is-
landi á sínum tíma. í 2.
grein þeirra laga segir svo:
„Eiginnafn skal vera
íslenskt og hafa unnið sér
liefð í íslensku málL Það
má ekki brjóta í bág við
íslenskt málkerfi. Eigin-
nafn má ekki heldur vera
þannig að það getiorðið
nafnbera til ama. Oheim-
ilt er að gefa barni œttar-
nafn sem eiginnafn nema
hefð sé fyrir því nafni“.
Halldór bendir á í grein
sinni að í lögunum sé ekki
að finna nein ákvæði unt
það með hvaða hætti
mannanafnanefnd skuli
túlka þessa grein og litlar
sem engar haldbærar vís-
bendingar eru um það í
greinargerð með lögunum.
Megi því í fljótu bragði
ætla að nefndin hafi
óskorað vald til að skera
úr urn álitamál.
Mannanafnanefndimar
þrjár sem starfað hafa í
rúm 2 ár, hafa reyndar haft
inismunandi skoðanir á
því hvað eru „leyfileg"
nöfn og hver eru það ekki.
Meira friálsræði
í nafngifíum
Halldór Ámtann segir
að svo mætti ætla að í
óefni væri komið, manna-
nafnalögin væm svo rúm
og óljós að menn gætu
nánast túlkað þau eftir
geðþótta. „Eg held því þó
fram hér að þetta sé ekki
alls kostar rétt, þótt vissu-
lega væri æskilegt að ýmis
ákvæði laganna væm
skýrar orðuð og auk þess
ákvörðuð nánar í reglu-
gerð“, segir Halldór Ár-
mann í grein sinni.
„Eg hef áður haldið
þeirri skoðun fram að lög-
gjafinn eigi að reisa sem
fæstar skorður við nafn-
giftum landsmanna og er
að þessu leyti mjög á
sama máli og Þorsteinn
Þorsteinsson fyrrverandi
hagstofustjóri í grein í
Skírni árið 1964“, segir
Halldór Armann, tilgang-
ur greinar sinnar sé ein-
ungis sá að reyna að kom-
ast að því hvaða skilning-
ur sé eðlilegastur á ákvæð-
um 2. greinar manna-
nafnalaganna, og hafi
hann þá einkum tvennt að
leiðarljósi, jafnræði borg-
aranna og þann vilja sem
löggjafinn hafi haft við
setningu laganna. Halldór
segist hafa talið að lögin
væru óframkvæmanleg,
en hann hafi skipt um
skoðun. Framkvæmd lag-
anna velti meira á túlkun
þeirra en hann hafi áður
talið. Meginniðurstaða
hans er að lögin séu vel
framkvæmanleg.
„Þessi niðurstaða hagg-
ar þó ekki þeirri sannfær-
ingu minni að lögin gangi
of freklega á rétt einstak-
linganna og að þeim beri
því að breyta til frjálsræði-
sáttar eins skjótt og kostur
er“, segir Halldór Armann
Sigurðsson.
Er Astrid
íslenskt nafn?
En hvaða nöfn em ís-
lensk eða hafa áunnið sér
hefð í málinu?
Halldór segir að tveir
þeirra sem unnu að undir-
búningi mannanafnalag-
anna og tóku síðar sæti í
mannanafnanefnd, hafi
ekki lagt þann skilning í -
lögin að eiginnöfn þyrftu
bæði að vera íslensk og
styðjast við hefð og nefnir
þar til sögu nafnið Yrkill.
Hann bendir á að nor-
rænn uppmni nafna einn
út af fyrir sig geti ekki tal-
ist forsenda fyrir því að
þau teljist íslensk í skiln-
ingi laganna. Þannig getur
Astrid ekki talist íslensk
nafn þrátt fyrir norrænan
uppruna. Hægt væri að
útiloka flest slík nöfn með
skilyrði þess efnis að „ís-
lenskt nafn“ þurfi ekki að-
eins að eiga sér norrænan
uppruna, heldur verði það
einnig að hafa verið borið
af íslendingi fyrir ein-
hvem tiltekinn tíma, til
dæmis siðaskiptaárið
1550. Hinsvegar þurfi
ekki langa umhugsun til
að sjá að slíkt tímaákvæði
væri allt of þrengjandi.
Þannig hljóti nafnið Bald-
ur að teljast íslenskt. Þó er
engin vissa fyrir því að
nafnið hafi verið notað
fyiT en á 19. öld. Tíma-
ákvæði sem þessi mundu
líka útiloka ýmsar ný-
myndanir nafna, sem frá-
leitt væri að kalla óís-
lenskar. Góð dænti um
þetta séu nöfn eins og
Hauksteinn og Hámi,
sem nýlega hlutu sam-
þykki mannanafnanefnd-
ar.
Halldór fjallar talsvert
um hefðarhugtakið. Fram
kemur að mannanafna-
nefnd samþykkti á fundi
sínum í ágúst í fyrra eins-
konar kvarða eða reglur
um ung tökunöfn og hve-
nær þau skuli talin hefðuð.
Nafnið þarf að vera borið
af að minnsta kosti 20 ís-
lendingum. Sé nafnið
hinsvegar borið af 15-19
Islendingunt þarf sá elsti
þeirra hafi náð 30 ára aldri
í það minnsta. Síðan víkka
reglumar eftir því sem
nafnið er eldra.
Nadía os Tekla
góð og gild nöfn
Fram kemur að íslensk
böm hafa hlotið nöfn eins
og Aage, Alf Alice, Astr-
id, Belinda, Borghild,
Húgó, Ingrid, Jan, Nat-
halie, Tanía og Thea.
Þessi nöfn hafa ekki verið
tekin upp á mannanafna-
skrá, - þrátt fyrir hefð að
minnsta kosti sumra
þeiira. í þjóðskrá 1989 er
21 Islendingur sem ber
nafnið Aage og 22 Astrid-
ar. Hinsvegar voru nöfnin
Kassandra, Jonna, Ma-
núel, Nadía og Tekla tek-
in á mannanafnaskrá.
Ekkert þeirra getur þó tal-
ist íslenskt, og ekkert eitt
þeirra hefur áunnið sér
hefð. Það hefur hinsvegar
Biblíunafnið Elíeser gert.
Enn eitt nafn er tilgreint,
Reynald, einnig ritað
Reinald, og hefur manna-
nafnanefnd nýlega heimil-
að notkun þess og styðst
þar við hefð.
Lissv, Runný
og Mattý leyfð
Halldór Ármann segir
fyrstu mannanafnanefnd-
ina hafa túlkað hefðarhug-
takið vítt oft á tíðum.
Þannig féllst nefndin á
notkun nafnanna Adama,
Aþanasía, Péturína, Ró-
berta og Sigmundtna.
Einnig féllst nefndin á
nöfnin Jonný, Lissý,
Mattý, Runný, Sallý og
Sirrý. Þó hafa þessi nöfn
ekki áunnið sér hefð í ís-
lensku. Nafnið Lissý er til
dæmis aðeins borið af
einni konu, samkvæmt
þjóðskrá 1989 og Sallý
HALLDÓR ÁRMANN SIGURÐSSON, - formaður mannanafna-
nefndar. Hann hvetur til breytinga á mannanafnalögum - og vill meira
frjáhrœði. Með Halldóri Armanni í nefndinni eru þeir Erlendur Jóns-
son, heimspekingur og Sigurður Magnússon, lögfrœðingur.
ekki af neinni. Ellý,
Maggý og Jenitý em
hefðuð nöfn. Hinsvegar
segir Halldór Ármann að
nöfn eins og Lissý, Sallý
og Sirrý styðjist ekki við
neina hefð, nema helst
sem gælunöfn.
Eins mætti hugsa sér að
nota nöfn eins og Babbý,
Beibý, Danný, Dollý,
Ganný, Giddý, Hollý,
Lollý, Maddý, Mollý, Sid-
dý, Siitdý og annað í þeim
dúr. Reyndar hafi beiðni
um notkun nafnsins Giddý
veri hafnað af nefndinni
1992, og því sé erfitt að
skilja með hvaða rökum
nöfn eins og Lissý og
Sallý vom þá leyfð.
Nöfn geta
verið Fil ama
Halldór Ármann fjallar
um nöfn sem mögulega
gætu orðið nafnbera til
ama, en um þetta efni er
fjallað í mannanafnalög-
unum. Nöfnin Gattja (4 á
þjóðskrá 1989), Bogga (2)
og Día (6) hafa ekki verið
tekin upp á mannanafna-
skrá, - en hinsvegar hefur
verið fallist á nöfnin Kata
(2), Ninna (6), og Peta
(7), og segist Halldór Ár-
mann ekki auðsætt hvaða
rök liggja til þeirrar mis-
mununar.
Prestarnir og
mannanafnanefndin
Þegar barn er fært til
skímar hjá sóknarprestum
landsins, er nafn bamsins
skráð í kirkjubækur áður
en skímin fer fram. Séra
Pálmi Matthíasson,
sóknarprestur í Bústaða-
prestakalli, segir í viðtali
við Alþýðublaðið að það
komi fyrir að leita þurfi til
mannanafnanefndar til að
fá úrskurð um nafngiftina.
Nefndin kemur saman
hvem miðvikudag og lög-
um samkvæmt á hún að
afgreiða mál sem til henn-
ar koma innan hálfs mán-
aðar.
„Mannanafnanefndin er
viljug að koma til móts
við fólk og hefur sýnt að
hún er skilningsrík. Þessi
nefnd er enginn óvinur
fólksins eins og sumir
hafa viljað meina“, sagði
séra Pálmi. Hann sagði að
' gagnrýni sem beint hefur
verið að nefndinni sé orð-
um aukin. Séra Pálmi
sagði að þegar til dæmis
væri óskað eftir að dreng-
ur yrði skírður Asberg, þá
segði tilfinning sín að
nafnið Ásbergur væri ekki
sama nafnið og Ásberg.
Erfitt hefði verið að fá
fyrst neitun við notkun
þess nafns, en síðan já-
yrði. Annað nafn nefndi
hann, stúlkunafnið Telma,
sem foreldrar hefðu viljað
skrá sem Thelma. Varla
væri þama um að ræða
frágangssök, enda hefð
fyrir síðamefnda afbrigð-
inu.
„Mannanafnanefndin er
afar þörf fyrir presta. Áður
stóð presturinn einn
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
frammi fyrir foreldrum og
reyndi að fá þá ofan af
notkun erfiðra nafna. Því
miður hafa ýmis nöfn orð-
ið til, sem viðkomandi
hefur síðar ekki sætt sig
við og hefur þurft að óska
eftir nafnbreytingu, en
hana leyfir dómsmála-
ráðuneytið", sagði séra
Pálmi.
Almannasjá
finnst ekki
Prestar hafa í gegnum
tíðina þurft að skíra nöfn-
um sem þeim hefur ugg-
laust ekki litist of vel á.
Jóhanna Björnsdóttir,
fulltrúi á Hagstofu Islands,
hefur lengi haft það
áhugamál að skoða ís-
lensk mannanöfn gegnum
tíðina.
Hún sagði Alþýðublað-
inu ,í gær frá nöfnum frá
síðustu öld, sem vafasamt
væri að mannanafnanefnd
mundi leyfa í dag. Bræður
þrír á Suðurlandi vom
þannig skírðir Frómráð-
ur, Friðgjarn og Dyggð-
rœkir. Þá sagði Jóhanna
frá dóttur hjónanna Sveins
og Ingveldar, sem hlaut
nafnið Sveingveldur. Oft
hefur verið rætt um konu
sem átti að hafa borið
nafnið Almannagjá og
aðra sem átti að heita
Freðsvunta. Sagðist Jó-
hanna ekki hafa fundið
nein merki um að þessi
nöfn hefðu verið notuð.