Alþýðublaðið - 10.05.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 10.05.1994, Síða 1
Verö í lausasölu kr. 140 m/vsk Dagsbrún vill rannsókn á verktökum sem bjóða í verk hjá ríki og borg: Bakgrannur fyrirtækja og ferill forsvarsmanna verði kannaður VERKAMANNAFÉ- LAGIÐ Dagsbrún viU að bakgrunnur fyrirtækja og ferill forsvarsmanna þeirra sem bjóða í verk hjá borg og ríki verði athugaður. Dags- brún vil ennfremur að tekið sé tillit til fyrri verka og fer- ils verktaka við mat á verk- tilboðum. Forráðamenn verkamannafélagsins segja að sú skylda hljóti að hvíla á opinberum aðilum að taka fremur tilboðum verktaka með öruggan fjárhagslegan bakgrunn og standi skil á öllum gjöldum þótt tilboð þeirra séu einhverjum pró- sentum eða prósentubrot- um hærri en tilboðsgjafa sem þekktir eru af óreiðu og gjaldþrotum. Þessi krafa Dagsbrúnar kemur fram í nýju tölublaði Dagsbrúnar, málgagns verka- mannafélagsins. Dagsbrún krefst þess að við mat á verk- GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON, fonnaður Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar. Krafa félagsins er að bakgrunnur fyrirtækja ogferill forsvarsmanna þeirra sem bjóða í verk hjá borg og ríki verði athugaður. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason tilboðum verði athugað hvort lagsins eða hvort um sé að fyrirtækin skili sínu til samfé- ræða að menn sem skipta reglulega um kennitölu fyrir- tækjanna. Þá krefst Dagsbrún þess að opinber fyrirtæki og stofnanir setji reglur um að til tiltekinna verka þurfi lág- marksmannafla á iaunaskrá verktakafyrirtækis og að verktími sé miðaður við eðli- legan mannafla sem vinnur verkið á eðlilegum vinnutfma. Forráðamenn Dagsbrúnar segja að það gangi ekki lengur að kunnir þrotamenn séu verktakar hjá borg og ríki, sér- staklega þegar atvinnuástand sé eins og nú er. „Er það raun- in að opinberir aðilar eins og ríki, sveitarfélög og opinber fyrirtæki ýti undir svarta at- vinnustarfsemi sem engu skil- ar til samfélagsins? Hvers vegna er ekki tekið af festu á vandanum þar sem hann er að finna í stað þess að djöflast í láglaunafólki sem þegar greiðir sit til samneyslunnar og meira en það?“ segir í blaði Dagsbrúnar. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: Samningur um verklok yið hjúkrunarheimifið - eftir að heilbrigðisráðherra samþykkti viðbótatgreiðslur úr ríkissjóði svo ljúka mætti framkvæmdum „ÞAÐ ER nánast búið að ganga frá samningi um verklok við nýja hjúkrun- arheimilið. Heilbrigðis- ráðherra hefur samþykkt að ríkið greiði stóran hluta kostnaðar við þær framkvæmdir sem eftir eru. Þeim verður lokið í heild á næsta ári,“ sagði Birgir Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjúkra- hússins á Sauðárkróki í samtali við blaðið. Birgir sagði að um væri að ræða 13 rúma deild sem væri tengd sjúkrahúsinu. Ekki er um að ræða fjölgun rúma frá þvi sem nú er heldur verður starfsemin flutt úr alls ófullnægjandi húsnæði í nýbygginguna. „Það kostar tæplega 30 milljónir króna að ljúka framkvæmdum við hjúkr- unarheimilið. Við fáum Ijárveitingu ríkisins hins vegar ekki fyrr en á árunum 1996 og 1997 en heimaað- ilar taka á sig íjármögnun fram að þeim tíma. Á þessu ári verður gengið frá þess- ari 13 rúma deild en á næsta ári verður unnið við frá- gang á ýmsu öðru svo sem kjallara," sagði Birgir. Hann sagði að hjúkrunar- deildin væri búin að vera í byggingu síðan árið 1981 og menn orðnir langeygðir eftir þeim verklokum sem nú væru í augsýn Samning- ur var gerður við ríkið um þessar framkvæmdir árið 1987 og samkvæmt heim- ildum blaðsins hafði ríkis- sjóður þegar greitt sinn hluta að fulla. En þegar ljóst var að nær 30 milljón- ir skorti til að ljúka þessum framkvæmdum féllst Guð- mundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráðherra á að ríkissjóður greiddi tæp 70% af kostnaði við þær framkvæmdir sem eftir em, en það er sama hlutfall og í upphaflegum samningi. Samþykki ráðherra er bundin því skilyrði að framkvæmdum Ijúki á næsta ári eins og nú hefur verið ákveðið. Þetta viðbót- arframlag ríkisins mun nema 18 til 20 milljónum. Alþýðublaðinu ídag fylgir GLÓÐIN - mál- gagn jafnaðarmanna á Sauðárkrókl Blaðinu er afþví tilefni dreift inn á hvert heimili á Sauðárkróki. HEILSÁRS SUMARHÚS Qlæsileg og sérlega vönduð bjálkahús fyrir íslenskar aðstæður. W Tryggðu þér hús fyrir veturinn. W íi'MOLI VUOKATTIÁ ÍSLANDI Skúlagötu 26 • 101 Reykjavík Sími 91-13999 Fax 91-29922

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.