Alþýðublaðið - 10.05.1994, Síða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1994, Síða 3
Þriðjudagm^l 0. maf 1994 VIÐTA.LIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 (a) Markviss stefiia í startsmenntun - er eitt af brýnustu viðfangsefnum okkar, segir BJÖRN GRÉTAR SVEINSSON, formaður * Verkamannasambands Lslands. Nú eru 30 ár liðin frá stofnun sambandsins „AUÐVITAÐ eru það at- vinnumálin sem allt snýst um en fyrir utan þau er mér efst í huga á þessum tíma- mótum að mótuð verði markviss starfsmenntunar- stefna og hún tengd al- menna skólakerfinu. Það er verið að vinna að undirbún- ingi þessara mála hjá okkur í samvinnu við aðra. Fram- tíðin gerir æ meiri kröfur um þekkingu og við sem er- um í forsvari fyrir ófaglært fólk þurfum að gæta þess vel að það fái tækifæri til að auka og bæta sína þekkingu með símenntun, sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambands Is- iands í samtali við Alþýðu- blaðið. Sambandið heldur nú upp 30 ára afmæli sitt en það var stofnað 9. maí 1964. Bjöm Grétar segir að forgöngu um stofnun sambandsins hafi haft þeir Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar, Bjöm Jónsson, formaður Einingar og Hermann Guðmunds- son, formaður Hlífar. „Stofnfélögin vom 34 verkalýðsfélög vítt og breytt um landið sem höfðu 12.400 félagsmenn innan sinna vé- banda. Nú eiga 52 félög með 28 þúsund félagsmönnum að- ild að Verkamannasamband- inu. Aðalhlutverk Verka- mannasambandsins er þjón- usta við verkalýðsfélögin. Þar má nefna túlkanir á almennu kjarasamningum sem í gildi em og svo samningamálin og samskiptin við samtök at- vinnurekenda. Þar er um að ræða atvinnurekendur innan Vinnuveitendasambandsins, Vinnumálasambandsins, ríkis og sveitarfélaga, því félags- menn okkar em víða að störf- um,“ segir Bjöm Grétar. Bjöm Grétar hefur verið formaður Verkamannasam- bandsins frá því árið 1991. Hann var jafnframt formaður Jökuls á Höfn í Homafirði og var á stöðugu flakki milli Hafnar og borgarinnar þar til í fyrra að Þórir Damelsson lét af störfum sem framkvæmda- stjóri sambandsins óg for- mennskan varð fullt starf. Deildaskipt samband „Verkamannasambandinu var deildaskipt fyrir nokkmm ámm. Þar er nú sérstök fisk- vinnsludeild sem Karitas Pálsdóttir er formaður fyrir. Síðan er deild verkafólks hjá ríki og sveitarfélögum undir formennsku Björns Snæ- björnssonar og deild bygg- inga- og mannvirkjagerðar hvar Guðmundur Finnsson er formaður. Störfin em orðin sérhæfðari en áður í breyttu þjóðfélagi og við höfum verið að aðlaga okkur að því. Við megum auðvitað aldrei festast í einhverju ákveðnu skipulagi og segjast hafa fundið hið fullkomna form. Það hefur sagan kennt okkur enda er sannleikurinn sá að skipu- lagsmál verkalýðshreyfingar- innar hafa verið upp og ofan gegnum tíðina. Aðildarfélög Verkamanna- sambandsins em síðan deilda- skipt mörg hver eftir starfs- greinum. Félögin em sum það fámenn að það er á mörkun- um að þau geti veitt þá þjón- ustu sem krafist er. Sannleik- urinn er sá að krafan um þjón- ustu er alltaf að aukast. Fólk leitar mikið til verkalýðsfé- laganna um alls konar upplýs- ingar. Ég orðaði það einhvem tímann á þá leið að stéttarfé- lögin væm óopinberar um- boðsskrifstofur fyrir margar stofnanir í þjóðfélaginu. Fé- lagsmenn koma á skrifstofu síns félags til að leita aðstoðar og upplýsinga og félagið að- stoðar þá síðan að vinna mál- in áfram inn í kerfið. Ég hef lengi verið freirrar skoðunar, sem byggð er á reynslunni, að á stöðum út um land eigi stétt- arfélögin að láta allt koma sér við. Að vísu var ég á því að þau ættu að láta sóknamefnd- ina eiga sig en ég er ekki leng- ur viss um að það sé rétt,“ sagði Bjöm Grétar. F élagsmálapakkar - Það em sífellt fleiri þættir sem hafa áhrif á kjör fólks og krónumar í launaumslaginu segja bara hálfa söguna. Eru kjarasamningar ekki alltaf að verða víðtækari eða taka til fleiri þátta? „Það sem stendur eftir af því sem verkalýðshreyfingin hefur verið að gera gegnum tíðina er ekki síst baráttan fyr- ir hinum félagslegu réttindum sem náðst hafa á mörgum sviðum. Þar má nefna hús- næðiskerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Verkalýðs- hreyfingin berst ekki bara fyr- ir sjálfum kaupmættinum. Það er svo margt sem kemur þar til viðbótar sem nefna má velferðarmál og er stundum kallað félagsmálapakkar í neikvæðri merkingu. En það er nú svo að þeir hafa skilið einna mest eftir. Seinni árin hafa kraftamir beinst mjög að því að stöðva verðbólguna sem lék launafólk afar grátt. Hins vegar hefur alls ekki náðst sátt um þá tekjuskipt- ingu sem er í þjóðfélaginu enda er hún ósættanleg," svaraði formaðurinn. Þýðir ekki að skamma Albaníu - Stundum er sagt að verkalýðshreyfingin eigi ekki að tengjast pólib'skum flokk- um um of en einnig heyrist að það sé skaði að áhrif hreyf- ingarinnar fari óðum minnk- andi á Alþingi? „Leikreglumar eru settar af Alþingi. Þar eru teknar þær ákvarðanir sem ráða örlögum okkar og kjömm. Persónu- lega þykir mér það mjög mið- ur hvernig áhrif verkalýðs- hreyfingarinnar hafa farið sí- minnkandi á Alþingi. Þau vom líka þverrandi víða í sveitarstjómum en virðast frekar vera að aukast þar á nýjan leik. Ég held að þetta megi rekja að hluta til verka- lýðshreyfingarinnar sjálfrar og þeirra sem þar starfa. Það þýðir ekkert að skamma Al- baníu í þessu máli. Flest okk- ar sem starfa í verkalýðs- hreyfingunni em í hinum og (ressum flokkum en samt er eins og fólk hafi verið feimið við að beita sér innan flokk- anna. Þetta er ekki rétt aðferð. Ef fólk í verkalýðshreyfing- unni á möguleika á að komast í ffemstu röð í sínum flokkum þá á það að grípa tækifærið. Bestu tímabil hreyfingar- innar vom þegar forystumenn hennar höfðu gífúrleg áhrif inn í stjómmálaflokkana og gegndu þar trúnaðarstörfum. A Alþingi er verið að takast á um ákveðnar stefnur og stærðir í þjóðfélaginu og það er mjög miður hve fáir em þar eftir ffá verkalýðshreyfing- unni. Svo bætir það ekki úr skák að umhverfið hefur ver- ið okkur ákaflega óhagkvæmt að undanfömu vegna sam- dráttarins í þjóðfélaginu. Þetta hefur verið vamarbar- átta hjá okkur en mín skoðun er sú að það sé komið nóg af þessari vamarbaráttu. Það tal- ar engin um verðbólgu þegar hópar sem hafa góð laun em að taka sér enn hærri laun. En ef við minnumst á hærri laun er hrópað upp að þá skelli verðbólgan yfir okkur á ný.“ Grunnlaun til skammar - í framhaldi af þessu berst talið að lágum grunnlaunum ófaglærðs verkafólks. Bjöm Grétar er spurður hvemig standi á því að krafan um mannsæmandi laun fyrir átta stunda vinnudag hafi ekki náðst ffam enn. „Þetta var ein af kröfunum sem hafðar vom uppi í fyrstu 1. maí göngunni árið 1923. Krafan hefur því alltaf verið uppi. En sannleikuririn er sá að til skamms tíma gátu menn nánast unnið eins mikið og þeir vildu. Hugsunarhátturinn einkenndist þá meira af hvað menn fengu í heildarlaun heldur en grunnlaun. Yfir- vinnuálag var hátt og það átti líka að virka sem hemill og vemda fólk fyrir kröfum um alltof mikla vinnu. Nú er hins vegar svo komið að æ fleiri em famir að vinna á grunn- launum einum saman. Ég held að það mótmæli því eng- inn að þessi 40 til 50 þúsund króna grunnlaun em svo lág að á þeim getur enginn lifað. Þau virka líka mjög illa á þetta hagkerfi okkar í sam- drættinum þar sem láglauna- fólkið hefur ekkert til eða eyða. Þetta skerpir líka tekju- mismuninn í þjóðfélaginu og breikkar bilið milli hjnna ýmsu hópa. En þessi gmnn- laun tengjast hinu sjálfvirka reikniþjóðfélagi okkar og ef þau hækka þá er sú hækkun alls staðar reiknuð inn þar sem því verður viðkomið. Það var gerð mjög alvarleg tilraun til þess árið 1986 að hækka gmnnlaunin og samið um 20 til 30% launahækkun. En kjarabót þessarar launa- hækkunar var horfin eftir nokkra mánuði vegna hækk- ana á öllum sviðum." - Er vonlaust að ná fram hækkun á lægstu launum? „Það er ekki það hugarfar f þjóðfélaginu um þessar mundir sem þarf til að slfk hækkun haldi. Til þess þarf að ná almennri sátt um að hækk- un lægstu launa skuli hafa forgang. Við getum knúið fram hækkanir á þessu laun- um. Það er ekki spuming. En við hljótum að spyija okkur hvemig við tryggjum að slik launahækkun haldi. Ef sú trygging er ekki til verðum við að einbeita okkur að því að knýja fram kjarabætur með öðmm hætti til dæmis gegn- um skattakerfið. Þar má nefna lækkun virðisaukaskatts á matvæli. En ég vildi sjá að hér væri hægt að gera mannsæm- andi kauptaxta. Láglaunafólk getur ekki lifað af núgildandi kauptöxtum og vandamálin hrannast upp í þjóðfélaginu." Fullvinnsla gejgn atvinnuleysi - Það virðast vera uppi mismunandi skoðanir á því hvort atvinnuleysið verður viðvarandi eða ekki. Hver er þín skoðun á því? „Ef ekkert verður gert og hagvöxtur verður ekki nema um tvö prósent þá er ljóst að við munum búa við atvinnu- Ieysi til aldamóta eða lengur. Við í verkalýðshreyfingunni höfum hins vegar verið að benda á að við hljótum að bregðast við þessu með því að fullvinna það hráefni sem við höfum og þar nefnum við einkum sjávarútveginn. Það em svo margar greinar sem tengjast sjávarútvegi með beinum og óbeinum hætti. Nægir að nefna málmiðnað, rafiðnað og umbúðaiðnað. Það er gífurlegur virðisauki í því að fullvinna sjávarafurð- ir í þann búning sem neytand- inn vill fá þessar afurðir. Ég batt miklar vonir við þá yfir- lýsingu sem er f stjómarsátt- mála ríkisstjómarinnar að í sjávarútvegsstefnu skuli taka tillit til veiða, vinnslu og markaðsmála. Því miður tókst ekki að móta þessa stefnu inn í sjávarútvegsfrumvarpið. En við emm með heilmikla full- vinnslu í sjávarafurðum. Hún fer bara fram í Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum BJÖRN GRÉTAR SVEINSSON: ,yAuðvitað eru það atvinnumálin sem allt snýst um en fyrir utan þau er mér efst í huga á þessum tímamótum að mótuð verði markviss starfsmenntunarstefna og hún tengd al- menna skólakerfinu. Framtiðin gerir œ meiri kröfur um þekkingu og við sem erum íforsvarifyrir ófaglœrt fólk þurfum að gœta þess vel að þaðfái tœkifœri til að auka og bœta sínaþekkingu." Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason og víðar en ekki hérlendis. Þessu þurfum við að breyta og það er hægt að skera at- vinnuleysið vemlega niður. Og svo maður tali nú eins og hagfræðingur þá þurfum við að auka hagvöxtinn í fimm til sex prósent til að vinna bug á atvinnuleysinu. Það hafa tap- ast óhemju mörg störf í iðnaði en við verðum að passa okkur á því að byggja ekki á störfum sem em í samkeppni við lág- launasvæðin í Suðaustur-As- íu. En við eigum víða mögu- leika og nægir að nefna vist- væna framleiðslu f landbún- aði og vöxt x' ferðaþjónustu.“ Miðstýrðir vinnuveitendur - Það er oft talað um að þjóðin sé eins og ein fjöl- skylda. Em vinnuveitendur allir af vilja gerðir til að bæta kjör launþega í fjölskyldunni? „Ég hef upplifað tvenns konar tímabil í samskiptum við vinnuveitendur. A ámn- um 1985 til 1989 var upp- sveifla og þá var gott fyrir verkalýðsfélög að ná sér- kjarasamningum heima í hér- aði og náðist vemlegur árang- ur í þeim. En miðstýringin í Vinnuveitendasambandinu er rosaleg og þar em ákvarðanir teknar af fámennum hópi sem er þveröfugt við það sem er hjá verkalýðshreyfinguni. Undanfarið höfum við verið að upplifa mjög mikla þröng- sýni hjá Vinnuveitendasam- bandinu og það er komin upp gjörbreytt staða miðað við það sem hefur verið. Vinnu- veitendur hafa verið að marka sér þá stefnu að túlka alla kjarasamninga mjög þröngt og slæmt ástand í atvinnumál- um hefur auðveldað þeim þetta. Ef vinnuveitendur gráta yfir lágum launum verkafólks þá em það krókódílstár. Ég hef ekki orðið þess var að kjarabætur lægju þeim laust í hendi. A dögunum var ég að lesa blaðagrein eftir atvinnurek- anda þar sem hann sagðist vilja sjá meira af vinnustaða- samningum. Ég er alveg hjartanlega sammála mannin- um, en vinnustaðasamningar em ekki nýtilkomnir. Gallinn er bara sá að Vinnuveitenda- sambandið er alltaf að loka meira og meira á slíka samn- inga. Það er af hinu góða að stéttarfélög taki sig saman og semji beint á sínum vinnu- stað. En sú aðferð hefur verið stoppuð einhvers staðar ann- ars staðar en í verkalýðshreyf- ingunni." Það má lengi gera betur - Þarf að bæta skipulag verkalýðshreyfingarinnar? ,J>að má lengi gera betur. Það er hægt að vinna meira saman að verkefnum hreyf- ingarinnar til að koma í veg fyrir að verið sé að vinna sömu verkin á mörgum stöð- um samtímis. Þá þurfa menn að skoða það opnum hug hvort það kemur félagsmönn- um fámennra verkalýðsfélaga betur að félög sameinist. Ég er alls ekki að segja að það eigi að skylda félög í samein- ingu heldur hitt að menn skoði þetta opnum huga. Það er mikil hreyfing á viðræðum stéttarfélaga um sameiningu og samvinnu, til dæmis hvað varðar skrifstofuhald og svo hræringar í þessa veru í li'feyr- issjóðunum. Þetta er af hinu góða og menn þurfa sífellt að leita leiða til að bæta verka- lýðsfélögin og starfsemi þeirra," sagði Bjöm Grétar Sveinsson. Vinningstölur 7. maí 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING a 5 af 5 1 10.430.192 m +4af 5 4 209.644 0 4 af 5 158 9.155 0 3 af 5 7.213 467 Aðaltölur: 9 )(10 22j{23J(26 BÓNUSTALA: Heildarupphaeð þessa viku: kr.16.083.729 UPPLÝSINGHR, SÍMSVARI91- 6« 16 11 LUKKUUNA 69 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.