Alþýðublaðið - 06.07.1994, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.07.1994, Síða 5
Miðvikudagur 6. júlí 1994 OJAFNRETTI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Kjaimaimsóknandhdsegirkaupináttfoumhaiarýrnaðum2,l% MMl munur á launum karia og k\enna -Manaðariaunafgreiðshimannaeru 119.600 síuiikvænit könnuninni, en konur scm viniiii við afgreiðslu fá 85.100 krónur. Verkamenn hafa 109.900 en veriíakonur 90500 Greitt tímakaup í dag- vinnu landverkafólks innan vébanda Alþýðu- sambands Islands hækkaði um 0,4% frá fyrsta ársfjórðungi 1993 til sama tímabils á þessu ári, segir Kjararannsókna- nefnd. Vísitala framfærslu- kostnaðar hækkaði aftur á móti um 2,6% á tímabilinu, þannig að kaupmáttur greidds tíma- kaups í dagvinnu minnkaði um 2,1%. Kauptaxtar flestra starfs- hópa voru óbreyttir á tímabil- inu. Hinsvegar segir Kjararann- sóknanefnd að mánaðarlaun landverkafólks innan ASÍ í fullu starfi hafi hækkað á áður- greindu tímabili um 0,8%. Kaupmáttur launa þessa hóps rýmaði því um 1,8%. BókabúðLámsar Blöndal semur \ið Evrópusambandíð! ~T~%itstjórnin fregnaði það í gœr að EINAR f^HELGASON, eigandi BÓKABÚÐAR X X^LÁRUSAR BLÖNDAL stœði um þessar mundir í stórrœðum. Þannig er mál með vexti að fyrir skömmu var undirritaður samningur milli bókabúðarinnar og ÚTGÁFUSTOFN- UNAR EVRÓPUSAMBANDSINS, en sam- kvœmt honum tekur Bókabúð Lárusar Blön- dal að sér alla sölu og dreifingu á Islandi fyrir stofnunina. Útgáfustofnun ESB er staðsett í Lúxemborg og hefur með höndum umsjón með allri útgáfustarfsemi ESB og sér jafn- framt um dreifingu allra bóka og bœklinga sem gefnir eru út á vegum þess. Við stofnunina starfa um 500 manns og er útgáfustarfsemin afar viðamikil - gefnir eru út um 900 titlar ár- lega og auk þess 60 titlar í tímaritsformi. I Bókabúð Lárusar Blöndal verður hœgt að fá alla þessa titla, annaðhvortá staðnum eða með hraðvirkri póntunarþjónustu. A myndinni má sjá Einar Helgason, að vonum stoltan, með op- inbert merki Útgáfustofnunar ESB. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Örlítil stytting vinnuviku skýrir meiri hækkun mánaðar- launa samanborið við greitt tímakaup í dagvinnu. Mánaðar- laun hækkuðu mest hjá skrif- stofukonum og afgreiðslukörl- um, en minna hjá verkafólki. Mánaðarlaun lækk- uðu hjá öðrum starfs- stéttum. Fram kemur tals- vert misvægi í laun- um kvenna og karla. Þannig em mánaðar- laun afgreiðslu- manna 119.600 sam- kvæmt könnuninni, en konur sem vinna við afgreiðslu fá 85.100 krónur. Verkamenn hafa 109.900 - en verka- konur 90.500. Iðnaðarmenn í könnuninni vom með 140.300 krónur til jafnaðar í laun. Vegna mikillar hækkunar hjá skrifstofukonum í samanburði við aðra hópa bendir nefndin á að skrifstofufólk er minnsti hópurinn í úrtakinu og jafnframt sá hópurinn þar sem launamun- ur er mestur. Urtakssveiflur geta því verið meiri í þessum hópi en í stærri hópunum. Fram kemur í könnun Kjara- rannsóknanefndar að meðal- íjöldi vinnustunda á viku er mestur hjá verkamönnum, 49,6 stundir, en næstmestur hjá iðn- aðarmönnum og afgreiðslu- mönnum 46,2 stundir. Af- greiðslukonur vinna45,5 stund- ir að meðaltali, en verkakonur 45,1. Vinnustundaíjöldi skrif- stofukvenna er minnstur, eða 40,2 stundir, skrifstofumanna 41,3. Á tímabilinu hefur orðið lítil sem engin breyting á vinnu- framlagi starfsfólks.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.